Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 81

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 81
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 81 GUNNHILDUR JAKOBSDÓTTIR, SNÆFRÍÐUR ÞÓRA EGILSON OG K JARTAN ÓLAFSSON Við mat á þátttöku barna eru gefin dæmi um tegundir athafna sem fara fram í skól- anum (sjá töflu 2). Foreldrar eru beðnir að meta þátttökuna út frá þremur víddum, tíðni, hlutdeild og hvort þeir telji þörf á breytingu. Með tíðni er átt við hversu oft barnið hefur tekið þátt í tilteknum athöfnum á síðastliðnum fjórum mánuðum (átta valmöguleikar: daglega [7] – aldrei [0]). Foreldrar eru einnig beðnir að meta hlutdeild barnsins í þeim athöfnum sem það tekur þátt í enda benda rannsóknir til þess að mikil- vægt sé að huga að huglægri upplifun barna og foreldra á þátttöku barnsins (Bedell o.fl., 2011; Hoogsteen og Woodgate, 2010; Maxwell, Augustine og Granlund, 2012; Pereira, la Cour, Jonsson og Hemmingsson, 2010; Snæfríður Þóra Egilson og Rann- veig Traustadóttir, 2009). Í PEM-CY er þetta gert með því að spyrja að hve miklu leyti barnið upplifi að það taki þátt, óháð því hvort barnið fær aðstoð eða notar sérstakar aðferðir til að taka þátt í athöfnum (fimm valmöguleikar: að mjög miklu leyti [5] – að mjög litlu leyti [1]). Að lokum eru foreldrar spurðir hvort þeir telji þörf á breytingu á þátttöku (já [1] eða nei [0]) og þá hvers konar breytingu (fimm mögulegar breytingar). Tafla 2. Athafnir sem fara fram í skólanum Tegundir athafna Nánari lýsing á athöfnum líkt og gefið er upp í matslistanum Athafnir í kennslustofu Hópavinna, umræðutímar, próf, tímaverkefni Vettvangsferðir og aðrar uppákomur á skólatíma Ferðir á söfn, tónleika og leiksýningar, skemmtanir og vorferðir Félagsstarf innan skólans Böll, opið hús, kvikmyndaklúbbur, nemenda- ráð, nefndir, vinna við skólablað Samskipti við jafnaldra utan kennslustofunnar Félagslegt samneyti í matsalnum, í frímínútum og öðrum kennsluhléum Ábyrgðarhlutverk á vegum skólans Reglubundin umsjón með ákveðnum rýmun og verkum innan skólans Að loknu mati á þátttöku barnsins í skólanum eru foreldrar beðnir að meta áhrif ýmissa umhverfisþátta á þátttöku barnsins, þ.e. hvort þeir stuðli að eða dragi úr þátt- töku barnsins í athöfnum í skólanum (sjá töflu 3). Einnig er leitast við að greina með opnum spurningum þær leiðir sem fjölskyldan notar til að stuðla að þátttöku barnsins (Coster, Law o.fl., 2011). Ekki verður greint frá niðurstöðum opinna spurninga listans í þessari grein.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.