Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 82
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201582
SKÓLAÞÁTTTAKA OG UMHVERFI 8–17 ÁRA GETUMIKILLA BARNA MEÐ EINHVERFU
Tafla 3. Umhverfisþættir sem stuðla að eða draga úr þátttöku barnsins í skólanum
Mat Umhverfisþættir í skólanum Svarmöguleikar
Vinsamlegast
merktu við
hvort eftirtalin
atriðið stuðla
að eða draga
úr þátttöku
barnsins í
athöfnum í
skólanum
1. Hönnun og skipulag skólahúsnæðis m.t.t. hús-
gagna, leiktækja, gangstétta, stíga, skábrauta
2. Hönnun og skipulag skólahúsnæðis m.t.t. lýsingar,
hávaða, fjölmennis, áferðar hluta og hitastigs
3. Veðurfar
4. Athafnir í skólanum sem reyna á líkamlega getu
5. Athafnir í skólanum sem reyna á vitræna getu
6. Athafnir í skólanum sem reyna á félagslega getu
7. Viðmót og hegðun kennara og annars starfsfólks
skólans gagnvart barninu
8. Samband barnsins við jafnaldra
9. Öryggismál í skólanum
* Ekki vandamál/
hefur ekki áhrif
* Stuðlar yfirleitt að
* Stuðlar stundum að,
dregur stundum úr
* Hindrar yfirleitt
Eru eftirtalin
atriði fyrir hendi
og/eða nægileg
til að stuðla
að þátttöku
barnsins í
skólanum?
10. Aðgengi að samgöngum og farartækjum í
einkaeigu til að komast í og úr skóla
11. Aðgengi að almenningssamgöngum til
að komast í og úr skóla
12. Þjónusta og úrræði
13. Stefna og verklag skólans
* Ekki þörf á
* Já, yfirleitt
* Stundum já,
stundum nei
* Nei, yfirleitt ekki
Eru eftirtalin
atriði fyrir hendi
og/eða nægileg
til að stuðla
að þátttöku
barnsins í
skólanum?
14. Búnaður
15. Upplýsingar
16. Tími
17. Fjárráð
* Já, yfirleitt
* Stundum já,
stundum nei
* Nei, yfirleitt ekki
Rannsókn á próffræðilegum eiginleikum matslistans PEM-CY benti til þess að hann
væri bæði réttmætur og áreiðanlegur og hentaði vel til rannsókna (Coster, Bedell o.fl.,
2011). Við undirbúning rannsóknarinnar var matslistinn þýddur og staðfærður yfir á
íslensku í umsjón Snæfríðar Þóru Egilson, þá prófessors við Háskólann á Akureyri.
Gunnhildur Jakobsdóttur, þá meistaranemi við Háskólann á Akureyri, þýddi listann
sem síðan var yfirfarinn af íslenskufræðingi. Nauðsynlegar lagfæringar voru gerðar á
einstökum málsgreinum, setningum og orðalagi og að því loknu var listinn forprófaður
með átta mæðrum 8–20 ára barna, þar af höfðu sex börn skerðingu af margvíslegum
toga (röskun á einhverfurófi, hreyfihömlun, athyglisbrest með ofvirkni og sjón- og
heyrnarskerðingu). Nauðsynlegar breytingar voru gerðar á íslensku útgáfunni sam-
kvæmt ábendingum mæðranna. Þá var íslensk þýðing listans bakþýdd yfir á ensku af
tvítyngdum iðjuþjálfa með reynslu af starfi með börnum og fjölskyldum. Að lokum
voru vafaatriði rædd við útgefendur matslistans, Center for Childhood Disability
Research (CanChild), og hlaut íslensk útgáfa PEM-CY samþykki í júní 2013.