Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 83

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 83
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 83 GUNNHILDUR JAKOBSDÓTTIR, SNÆFRÍÐUR ÞÓRA EGILSON OG K JARTAN ÓLAFSSON Framkvæmd Matslistinn var settur upp rafrænt og hýstur á vef Rannsóknar- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri (RHA) og var forritið Survey Monkey notað við uppsetningu hans. GRR sá um öflun þátttakenda í rannsóknarhóp og veitti starfsfólki RHA upp- lýsingar svo hægt væri að gera nákvæma pörun í samanburðarhóp. Öll samskipti við þátttakendur voru í gegnum tengiliðina GRR (rannsóknarhópur) og RHA (saman- burðarhópur). Væntanlegir þátttakendur fengu kynningarbréf um rannsóknina auk vefslóðar og kóða í pósti. Tveimur vikum síðar fengu þátttakendur símtal þar sem minnt var á rannsóknina. Auk þess fengu þátttakendur í rannsóknarhópi ítrekun í tölvupósti. Þeir þátttakendur sem svöruðu matslistanum samþykktu þar með þátttöku sína í rann- sókninni. Öll gögn bárust RHA og voru ópersónugreinanleg, það er að segja nafnlaus og án kennitölu. RHA sá um að dulkóða gögnin og gera þau þannig úr garði að auð- velt væri að gera samanburð á hópunum út frá aldri, kyni og búsetu. Gagnasöfnun stóð yfir frá nóvember 2013 til janúar 2014. Tölfræðileg úrvinnsla Við úrvinnslu gagna var notuð lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði. Munur á meðaltali hópanna var skoðaður með marktektarprófum (95% öryggismörk) og áhrifa- stærðir reiknaðar. Útreikningur á heildarsummu stiga var skoðaður sem hrátala eða sem hlutfall af ákveðnum svörum eða hæsta mögulega hlutfall (e. percent of maximum possible (POMP)). Hæsta mögulega hlutfall er talið henta vel við útreikning heildar- summu stiga í aðstæðum þar sem eðlilegt er að eyður séu í gögnunum (e. missing values) vegna þess að sum atriði sem spurt er um eiga ekki við (Coster, Law o.fl., 2011). Við samanburð milli rannsóknarhóps og samanburðarhóps voru niðurstöður reikn- aðar sem meðaltal heildarsummu stiga úr matslistanum. Niðurstöður voru skoðaðar út frá aldri, kyni og búsetu barnanna og menntun foreldra. Munur á meðaltali samanburðarhóps og rannsóknarhóps var kannaður með mark- tektarprófum. T-próf óháðra úrtaka var notað til að kanna mun á milli hópanna þegar hlutfallskvarðar voru notaðir (tíðni; hlutdeild) og kí-kvaðrat próf þegar kannað var hvort tölfræðilega marktækur munur væri á hlutföllum hópanna þegar nafnkvarðar voru notaðir (tekur aldrei þátt, þörf á breytingu og umhverfisþættir sem ýta undir eða torvelda þátttöku). Þar sem matslistinn byggist á mörgum ólíkum kvörðum og til að auðvelda saman- burð á milli hópanna var heildarsumma stiga og skor allra þátta staðlað. Það var gert með því að reikna út áhrifastærðir (e. partial eta square η²p). Með áhrifastærð er metið hversu hátt hlutfall breytileikans má rekja til óháðu breytanna (Creswell, 2012) sem í þessari rannsókn voru einhverfa og aldur. Við mat á áhrifastærðum var Cohens d notað, en samkvæmt skilgreiningum Cohens má túlka áhrifastærðina 0,2 sem lítil áhrif, 0,5 sem miðlungs áhrif og áhrifastærð ≥0,8 sem mikil áhrif (Cohen, 1988).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.