Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Side 121
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 121
INGÓLFUR ÁSGEIR JÓHANNESSON
MENNTAVÍSINDASVIÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Uppeldi og menntun
24. árgangur 2. hefti 2015
Uppeldis- og menntunarfræði 40 ára
háskólagrein á Íslandi: Inngangur
Í þessum greinaflokki eru raktir þættir úr sögu háskólagreinarinnar uppeldis- og
menntunarfræði, sem er ein af þeim greinum sem nú tilheyra Menntavísindasviði
Háskóla Íslands. Uppeldis- og menntunarfræðin var stofnuð sem grein til BA-prófs
undir heitinu uppeldisfræði haustið 1975.
Ritstjórar Uppeldis og menntunar og stjórnendur Uppeldis- og menntunarfræði-
deildar ákváðu í sameiningu að standa fyrir því að ritaðar yrðu viðhorfsgreinar um
sögu og stöðu greinarinnar. Leitað var til háskólakennara sem eiga að baki langan
starfsaldur við kennslu og rannsóknir í greininni, auk þess sem núverandi deildar-
forseti Uppeldis- og menntunarfræðideildar ritar stutta grein. Greinaflokkurinn er
saminn í tilefni af afmæli háskólagreinarinnar og er einnig framhald af greinaflokkum
um þroskaþjálfanám og -starf, íþrótta- og heilsufræði, og tómstunda- og félagsmála-
fræði sem birtust í Uppeldi og menntun á árunum 2012 og 2014.
Fyrst gerir Guðný S. Guðbjörnsdóttir, annar af tveimur fyrstu kennurum greinar-
innar við Háskóla Íslands, grein fyrir upphafi og þróun BA-námsins og manna-
ráðningum í uppeldisfræði við Háskóla Íslands fram til ársins 2009, þegar greinin
fluttist á Menntavísindasvið. BA-námið hófst haustið 1975 og brautskráðust fyrstu
nemendurnir með uppeldisfræði sem aðalgrein árið 1980, fimm talsins. Sagt er frá
ýmsum áföngum í þróun greinarinnar og hvernig námsframboðið þróaðist. Samtals
brautskráðust 259 kandídatar, 224 konur og 35 karlar, með BA-próf í uppeldis- og
menntunarfræði fram til ársins 2009, og 127 kandídatar, 122 konur og fimm karlar,
hafa brautskráðst eftir að greinin fluttist á Menntavísindasvið.
Í annarri greininni fjallar Sigrún Aðalbjarnardóttir um þróun framhaldsnáms í
uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands frá árinu 1993 fram til ársins 2009
þegar greinin færðist undir Menntavísindasvið eftir sameiningu Háskóla Íslands og
Kennaraháskóla Íslands. Auk þess að hafa kennt við uppeldis- og menntunarfræðina
frá árinu 1988 var Sigrún ein af þeim fyrstu sem brautskráðust með háskólapróf í
greininni árið 1983. Í grein Sigrúnar er rakin þróun framboðs á ólíkum námsleiðum
í meistaranáminu þar sem boðið var upp á ýmsar nýjungar. Þá þróuðust tvær aðrar
greinar, náms- og starfsráðgjöf og fötlunarfræði, samhliða framhaldsnáminu í