Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 121

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 121
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 121 INGÓLFUR ÁSGEIR JÓHANNESSON MENNTAVÍSINDASVIÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS Uppeldi og menntun 24. árgangur 2. hefti 2015 Uppeldis- og menntunarfræði 40 ára háskólagrein á Íslandi: Inngangur Í þessum greinaflokki eru raktir þættir úr sögu háskólagreinarinnar uppeldis- og menntunarfræði, sem er ein af þeim greinum sem nú tilheyra Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Uppeldis- og menntunarfræðin var stofnuð sem grein til BA-prófs undir heitinu uppeldisfræði haustið 1975. Ritstjórar Uppeldis og menntunar og stjórnendur Uppeldis- og menntunarfræði- deildar ákváðu í sameiningu að standa fyrir því að ritaðar yrðu viðhorfsgreinar um sögu og stöðu greinarinnar. Leitað var til háskólakennara sem eiga að baki langan starfsaldur við kennslu og rannsóknir í greininni, auk þess sem núverandi deildar- forseti Uppeldis- og menntunarfræðideildar ritar stutta grein. Greinaflokkurinn er saminn í tilefni af afmæli háskólagreinarinnar og er einnig framhald af greinaflokkum um þroskaþjálfanám og -starf, íþrótta- og heilsufræði, og tómstunda- og félagsmála- fræði sem birtust í Uppeldi og menntun á árunum 2012 og 2014. Fyrst gerir Guðný S. Guðbjörnsdóttir, annar af tveimur fyrstu kennurum greinar- innar við Háskóla Íslands, grein fyrir upphafi og þróun BA-námsins og manna- ráðningum í uppeldisfræði við Háskóla Íslands fram til ársins 2009, þegar greinin fluttist á Menntavísindasvið. BA-námið hófst haustið 1975 og brautskráðust fyrstu nemendurnir með uppeldisfræði sem aðalgrein árið 1980, fimm talsins. Sagt er frá ýmsum áföngum í þróun greinarinnar og hvernig námsframboðið þróaðist. Samtals brautskráðust 259 kandídatar, 224 konur og 35 karlar, með BA-próf í uppeldis- og menntunarfræði fram til ársins 2009, og 127 kandídatar, 122 konur og fimm karlar, hafa brautskráðst eftir að greinin fluttist á Menntavísindasvið. Í annarri greininni fjallar Sigrún Aðalbjarnardóttir um þróun framhaldsnáms í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands frá árinu 1993 fram til ársins 2009 þegar greinin færðist undir Menntavísindasvið eftir sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands. Auk þess að hafa kennt við uppeldis- og menntunarfræðina frá árinu 1988 var Sigrún ein af þeim fyrstu sem brautskráðust með háskólapróf í greininni árið 1983. Í grein Sigrúnar er rakin þróun framboðs á ólíkum námsleiðum í meistaranáminu þar sem boðið var upp á ýmsar nýjungar. Þá þróuðust tvær aðrar greinar, náms- og starfsráðgjöf og fötlunarfræði, samhliða framhaldsnáminu í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.