Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Side 122
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015122
UPPELDIS - OG MENNTUNARFRÆÐI 40 ÁRA
uppeldis- og menntunarfræði, en þessar greinar voru áfram á Félagsvísindasviði eftir
sameiningu háskólanna. Fyrsti kandídatinn með MA-gráðu í uppeldis- og menntunar-
fræði brautskráðist árið 1996 og eftir það brautskráðust 86 kandídatar með meistara-
gráðu úr uppeldis- og menntunarfræði til miðs árs 2009, auk 13 í kennslufræði og sex
í fötlunarfræði. Í greininni er einnig sagt frá doktorsnámi í uppeldis- og menntunar-
fræði. Þrír kandídatar brautskráðust með doktorspróf áður en háskólarnir sameinuðust
og átta, sem höfðu innritast í uppeldis- og menntunarfræði, brautskráðust með doktors-
próf frá Menntavísindasviði á árunum 2009–2015.
Í þriðju greininni fjallar Ólafur Páll Jónsson, núverandi deildarforseti Uppeldis- og
menntunarfræðideildar, um stöðu greinarinnar og þróun frá því að Háskóli Íslands
og Kennaraháskóli Íslands sameinuðust árið 2008 og síðan Menntavísindasvið tók
við uppeldis- og menntunarfræði sumarið 2009. Við sameiningu háskólanna varð
til Menntavísindasvið með þremur deildum: Kennaradeild, Íþrótta-, tómstunda- og
þroskaþjálfadeild og Uppeldis- og menntunarfræðideild. Auk þess sem meirihluti
þess náms sem hafði verið í uppeldis- og menntunarfræðiskor í Háskóla Íslands, fyrir
utan kennaranámið, kom í Uppeldis- og menntunarfræðideild, þá lenti í deildinni
stór hluti af því framhaldsnámi sem áður hafði verið við Kennaraháskólann, auk ný-
stofnaðs alþjóðlegs náms í menntunarfræði. Haustið 2015 störfuðu við deildina um 20
kennarar, tæplega 200 nemendur voru í grunnnámi í deildinni og í framhaldsnámi um
350 nemendur auk þess sem 19 doktorsnemar hafa brautskráðst frá deildinni.
Það er von tímaritsins og aðstandenda greinaflokksins að með þessari samantekt sé
haldið utan um mikilvægar upplýsingar um þróun háskólagreinarinnar uppeldis- og
menntunarfræði um leið og sú mikilvæga reynsla sem hefur skapast er dregin fram.
UM HÖFUND INNGANGSGREINAR
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (ingo@hi.is) er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Ís-
lands. Hann lauk bakkalárprófi í sagnfræði sem aðalgrein og uppeldisfræði sem auka-
grein frá Háskóla Íslands árið 1979, enn fremur cand.mag.-prófi í sagnfræði frá sama
skóla 1983 og doktorsprófi í menntunarfræðum frá Wisconsin-háskóla í Madison árið
1991. Rannsóknir hans eru einkum á sviði menntastefnu, námskrárfræða, framhalds-
skólastarfs og kynjafræði í menntun. Hann ritstýrði ásamt Ólafi Páli Jónssyni þessum
bálki viðhorfsgreina.