Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 122

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 122
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015122 UPPELDIS - OG MENNTUNARFRÆÐI 40 ÁRA uppeldis- og menntunarfræði, en þessar greinar voru áfram á Félagsvísindasviði eftir sameiningu háskólanna. Fyrsti kandídatinn með MA-gráðu í uppeldis- og menntunar- fræði brautskráðist árið 1996 og eftir það brautskráðust 86 kandídatar með meistara- gráðu úr uppeldis- og menntunarfræði til miðs árs 2009, auk 13 í kennslufræði og sex í fötlunarfræði. Í greininni er einnig sagt frá doktorsnámi í uppeldis- og menntunar- fræði. Þrír kandídatar brautskráðust með doktorspróf áður en háskólarnir sameinuðust og átta, sem höfðu innritast í uppeldis- og menntunarfræði, brautskráðust með doktors- próf frá Menntavísindasviði á árunum 2009–2015. Í þriðju greininni fjallar Ólafur Páll Jónsson, núverandi deildarforseti Uppeldis- og menntunarfræðideildar, um stöðu greinarinnar og þróun frá því að Háskóli Íslands og Kennaraháskóli Íslands sameinuðust árið 2008 og síðan Menntavísindasvið tók við uppeldis- og menntunarfræði sumarið 2009. Við sameiningu háskólanna varð til Menntavísindasvið með þremur deildum: Kennaradeild, Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild og Uppeldis- og menntunarfræðideild. Auk þess sem meirihluti þess náms sem hafði verið í uppeldis- og menntunarfræðiskor í Háskóla Íslands, fyrir utan kennaranámið, kom í Uppeldis- og menntunarfræðideild, þá lenti í deildinni stór hluti af því framhaldsnámi sem áður hafði verið við Kennaraháskólann, auk ný- stofnaðs alþjóðlegs náms í menntunarfræði. Haustið 2015 störfuðu við deildina um 20 kennarar, tæplega 200 nemendur voru í grunnnámi í deildinni og í framhaldsnámi um 350 nemendur auk þess sem 19 doktorsnemar hafa brautskráðst frá deildinni. Það er von tímaritsins og aðstandenda greinaflokksins að með þessari samantekt sé haldið utan um mikilvægar upplýsingar um þróun háskólagreinarinnar uppeldis- og menntunarfræði um leið og sú mikilvæga reynsla sem hefur skapast er dregin fram. UM HÖFUND INNGANGSGREINAR Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (ingo@hi.is) er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Ís- lands. Hann lauk bakkalárprófi í sagnfræði sem aðalgrein og uppeldisfræði sem auka- grein frá Háskóla Íslands árið 1979, enn fremur cand.mag.-prófi í sagnfræði frá sama skóla 1983 og doktorsprófi í menntunarfræðum frá Wisconsin-háskóla í Madison árið 1991. Rannsóknir hans eru einkum á sviði menntastefnu, námskrárfræða, framhalds- skólastarfs og kynjafræði í menntun. Hann ritstýrði ásamt Ólafi Páli Jónssyni þessum bálki viðhorfsgreina.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.