Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 126

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 126
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015126 UPPELDIS - OG MENNTUNARFRÆÐI 40 ÁRA Um tíma taldist okkur til að hlutfall fastra kennara og nemenda væri u.þ.b. 1:60 sem ekki þótti gott í samanburði við góða háskóla en þetta hlutfall er oft notað sem einn mælikvarði á gæði kennslu. Aðstaðan til kennslu og rannsókna var sömuleiðis frekar bágborin fyrstu árin. Andri Ísaksson fékk skrifstofu í Árnagarði þar sem megnið af kennslunni fór fram. Guðný var fyrst með skrifstofuaðstöðu í Aðalbyggingu en þurfti oft að flytja og komst fyrst í varanlegt skrifstofuhúsnæði í Odda árið 1984. Þegar BA-námið var að hefjast var mikið umrót meðal stúdenta í kjölfar stúdentaóeirðanna í Evrópu og víðar. Háværar kröfur höfðu verið um að nýjar háskólagreinar yrðu kenndar, ekki síst hagnýtar greinar og félagsvísindi. Námsbraut í þjóðfélagsfræðum var stofnuð árið 1973, utan deilda, og fljótlega tók Andri Ísaksson upp samvinnu við forsvarsmenn nýju námsbrautarinnar og fleiri greina um að mynda nýja deild, Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Við stofnun Félagsvísindadeildar Há- skóla Íslands með breytingu á lögum vorið 1976 varð uppeldisfræðin ein af grunn- greinum deildarinnar, auk sálarfræði, félagsfræði, stjórnmálafræði og bókasafnsfræði (Inga Dóra Sigfúsdóttir, 1995–1997; sjá einnig Sigríði Matthíasdóttur, 2011, bls. 388). Árið 1980 fékk Andri Ísaksson tveggja ára leyfi frá störfum prófessors vegna starfa sinna hjá UNESCO, sem var síðan framlengt um ár. Guðný S. Guðbjörnsdóttir lektor var þá sett prófessor í uppeldisfræði frá 1980–1983 og Þórður Gunnar Valdimarsson uppeldisfræðingur var settur í lektorsstöðu greinarinnar, fyrst til eins árs en tímabilið var síðan framlengt til 1983. ÞRÓUN NÁMSINS OG MANNARÁÐNINGAR Árið 1981 fékkst loks þriðja staðan í greininni. Jón Torfi Jónasson var þá ráðinn lektor, eftir að hafa verið stundakennari í uppeldisfræði og fleiri greinum í nokkur ár. Mikil vatnaskil urðu í aðstöðu greinarinnar árið 1984, þegar nýtt hús félagsvísinda, Oddi, var tekið í notkun. Þá fyrst voru allir kennarar greinarinnar undir sama þaki, ásamt samkennurum úr öðrum félagsvísindum. Þetta olli straumhvörfum í vinnuaðstöðu kennara og nemenda. Samstarf við kennara annarra greina varð meira áberandi, ekki síst við greinar félagsvísindadeildarinnar um aðferðafræði og ráð- gjafarnám og við ýmsar greinar hug- og félagsvísinda. Greinarhöfundur minnist þessa tíma sem mjög frjós og annasams tímabils. Auk þess að vera móðir með tvö ung börn og í krefjandi doktorsnámi með starfinu tók hún virkan þátt í kvennapólitík og var meðal brautryðjenda að framgangi þverfaglegra kvennafræða við Háskóla Íslands. Hún var í undirbúningshópi Ráðstefnu um íslenskar kvennarannsóknir sem haldin var árið 1985, og ein af forsvarskonum Áhugahóps um kvennarannsóknir sem starfaði frá 1985–1991, sem eins konar brú á milli grasrótar- starfsemi og stofnanavæðingar í kvennafræðum. Höfundur lagði fram tillögu starfs- hóps um að taka upp kennslu í kvennafræðum sem aukagrein við Félagsvísindadeild árið 1986, en mikill áhugi var á málinu innan og utan háskólans. Málið var ekki sam- þykkt og í fundargerðabók segir eingöngu að málinu hafi verið frestað (HÍ. Félags- vísindadeild, Gjörðabók II). Það var svo ekki fyrr en árið 1996 – heilum áratug síðar – að samþykkt var að taka upp kennslu í kvennafræðum (Sigríður Matthíasdóttir,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.