Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Blaðsíða 127

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Blaðsíða 127
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 127 GUÐNÝ S. GUÐBJÖRNSDÓTTIR 2011). Þessa strauma mátti greina í námsframboði uppeldisfræðinnar en námskeiðið Uppeldi og menntun kvenna, síðar Menntun og kyngervi, var fyrst kennt skóla- árið 1987, enda gert ráð fyrir því í tillögunni um nám í kvennafræðum frá 1986 að námspakkinn samanstæði af námskeiðum „innan bókmennta, sagnfræði, uppeldis- fræði og guðfræði auk nokkurra fleiri námskeiða“ (Sigríður Matthíasdóttir, 2011, bls. 442). Rannsóknastofa í kvennafræðum var síðan formlega stofnuð árið 1991, eftir að háskólaráð hafði samþykkt um hana reglugerð árið 1990, og var höfundur í fyrstu stjórn rannsóknastofunnar (Fréttabréf Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands, 1992, 1993, 1994). Stundakennarar voru þó nokkrir á þessu tímabili, en fastar stöður voru fáar. Árið 1988 var Sigrún Aðalbjarnardóttir sett lektor í fjarveru Andra Ísakssonar, sem starfaði hjá UNESCO í París. Þegar prófessorstaða Andra var endanlega laus til umsóknar árið 1993 sótti Sigrún Aðalbjarnardóttir um þá stöðu og fékk. Fastar stöður voru þó áfram aðeins þrjár. Guðný S. Guðbjörnsdóttir fékk leyfi frá störfum sínum við greinina vegna setu á Alþingi í fjögur ár, 1995–1999, en þá var Rannveig Traustadóttir ráðin lektor í uppeldisfræði eftir tveggja ára stundakennslu. Hún stofnaði síðan námsleið í fötlunarfræði sem fyrst var skipað í uppeldis- og menntunarfræðiskor. Sama ár var Sigurlína Davíðsdóttir ráðin stundakennari í uppeldisfræði og síðan lektor frá árinu 1998. Árið 1997 var ákveðið að breyta heiti greinarinnar í uppeldis- og menntunarfræði, í samræmi við þá ímynd sem greinin hafði í raun og vaxandi áherslu á framhaldsnám. Starfsemin í kringum BA-nám greinarinnar var í algjöru lágmarki árin 1996–2000, þar sem inntöku var hætt vegna uppbyggingar framhaldsnáms í uppeldis- og menntunar- fræði. Formlega var þetta gert með því að bæta inn ákvæði til bráðabirgða aftan við 116. grein reglugerðar háskólans, vegna þess að ekki fengust fjármunir til að byggja framhaldsnámið upp með öðrum hætti: Frá og með háskólaárinu 1996–1997 verður ekki hægt að skrá sig til náms í aðal- greinina uppeldis- og menntunarfræði, sbr. 112. grein reglugerðar. Þeir stúdentar sem hófu nám í uppeldis og menntunarfræði sem aðalgrein haustið 1995 eða fyrir þann tíma, eiga rétt á að ljúka námi sínu í samræmi við ákvæði a. liðar 112. gr. um uppeldis- og menntunarfræði. Nám í uppeldis- og menntunarfræði sem aukagrein verður áfram í boði, sbr. b. lið 112. gr. Bráðabirgðaákvæði þetta gildir í fjögur ár, eða til loka skólaársins 1999–2000. (Reglugerð fyrir Háskóla Íslands nr. 98/1993 með áorðnum breytingum) Skólaárið 1999–2000 var aftur blásið í glæður BA-námsins, bæði vegna eftirspurnar nemenda og til að tryggja betur fjárhagsgrunn greinarinnar, sem nú byggðist meðal annars á þreyttum einingum. Þetta tókst vel, samhliða æ vaxandi meistara- og síðar doktorsnámi. Í veglegum kynningarbæklingi um námið frá þessum tíma er mynd af kennurum uppeldis- og menntunarfræðiskorar, sem þá eru auk Guðnýjar, Jóns Torfa og Sigrúnar þær Sigurlína Davíðsdóttir, Rannveig Traustadóttir, Guðbjörg Vilhjálms- dóttir, sem var fyrst kennslustjóri, en síðan (1999) lektor í námsráðgjöf (sem þá var í uppeldis- og menntunarfræðiskor) og Guðrún Geirsdóttir, sem varð lektor í upp- eldis- og kennslufræði 1998 eftir nokkurra ára stundakennslu. Á myndinni er einnig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.