Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Qupperneq 128
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015128
UPPELDIS - OG MENNTUNARFRÆÐI 40 ÁRA
erlendur Fulbright-kennari, Jeffrey Kottler (Uppeldis-og menntunarfræði, 2000). Á
myndina vantar Hafdísi Ingvarsdóttur, lektor, sem fyrst var kennslustjóri en síðan
fastur kennari í kennslufræði frá 1997. Síðar kom Hanna Björg Sigurjónsdóttir til liðs
við uppeldis- og menntunarfræðiskor þegar félagsmálaráðuneytið kostaði starf lekt-
ors í fimm ár (2004–2009). Hún var ráðin lektor í fötlunarfræði árið 2004 eftir að hafa
verið aðjunkt og stundakennari í uppeldis- og menntunarfræði.
Við sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands árið 2008 varð sú
skipulagsbreyting á háskólanum að mynduð voru fimm fræðasvið, þar á meðal
nýtt Menntavísindasvið. Það varð að samkomulagi að árið 2008–2009 yrði upp-
eldis- og menntunarfræðiskor skipað áfram með félagsvísindunum í Félags- og
mannvísindadeild á Félagsvísindasviði en flyttist skólaárið 2009–2010 á Mennta-
vísindasvið. Við sameiningu skólanna stóð til að byggja nýtt hús yfir Menntavísindasvið
við Suðurgötu, en þeim áformum seinkaði, meðal annars vegna efnahagshruns-
ins 2008. Formlega fluttust þær Guðný S. Guðbjörnsdóttir prófessor, Sigrún Aðal-
bjarnardóttir prófessor og Sigurlína Davíðsdóttir dósent, af Félagsvísindasviði yfir í
uppeldis- og menntunarfræðideild Menntavísindasviðs skólaárið 2009–2010. Jón Torfi
Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði, varð fyrsti forseti Menntavísinda-
sviðs frá árinu 2008 og gegndi því starfi til ársins 2013. Fötlunarfræðin voru áfram
í félags- og mannvísindadeild Félagsvísindasviðs, svo og námsráðgjöfin sem hafði
flust í félagsfræðiskor árið 2003. Sigurlína Davíðsdóttir, þá orðin prófessor, gegndi
einnig stjórnunarstörfum í Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild um tíma en
Guðrún Geirsdóttir, dósent, og Hafdís Ingvarsdóttir, prófessor, fluttust yfir í
Kennaradeild Menntavísindasviðs, auk þess sem Guðrún tók við starfi forstöðu-
manns Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands.
KENNSLUSKRÁIN OG NÁMSFRAMBOÐ
Í fyrstu var boðið upp á uppeldisfræðina til 60 eininga aðalgreinar og 30 eininga auka-
greinar (miðað er hér við einingafjölda þess tíma). Samsetning námsins var formlega
svipuð frá ári til árs, þó að innihald og áherslur einstakra námskeiða tækju breytingum
reglulega. Nemar komu í námið með mjög mismunandi væntingar og áhugamál, en í
vaxandi mæli fluttist áherslan á uppeldis- og menntamál almennt eða ráðgjöf, frá nám-
skeiðum um skólamál og kennslu, sem einkenndu námsframboðið fyrst vegna tengsla
þess við kennsluréttindanámið. Til dæmis má finna eftirfarandi færslu í gjörðabók
námsnefndar 1978, þegar rætt var um kennsluframboð næsta skólaárs:
Einnig greint frá mögulegum valnámskeiðum: „Kennslufræði fullorðinsfræðslu“,
„Siðferðisuppeldi og siðferðisþroski“. Rætt um að auka valnámskeið á sviði barna-
uppeldis (andstætt aukningu valnámskeiða í skóla- og kennslufræðum), má þar
nefna hugmyndir um „börn, bókmenntir og fjölmiðla“ o.fl. … (HÍ. Námsnefnd í upp-
eldisfræði, Gjörðabók I, bls. 7)
Árið 1981 var fyrst boðið upp á nám í uppeldisfræði til 90e aðalgreinar (sambærilegt
við núgildandi 180 ECTS). Þá var námsframboðið eftirfarandi: