Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 131

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 131
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 131 GUÐNÝ S. GUÐBJÖRNSDÓTTIR í greininni en árin 2006–2009, síðustu fjögur árin sem greinin var á Félagsvísinda- sviði, voru þeir á bilinu 22–25. Fyrst eftir flutning uppeldis- og menntunarfræðinnar á Menntavísindasvið fækkaði útskrifuðum BA-nemum í 15 árið 2010 og 17 árið 2011 en fjölgaði svo og voru 33 árið 2012, 25 árið 2013 og 37 árið 2014. Efasemdir um það að BA-greinin myndi ná að festa sig í sessi á Menntavísindasviði reyndust því óþarfar. Því miður liggur ekki fyrir heildstæð könnun á því hvað útskrifaðir BA-nemar í upp- eldisfræði hafa lagt fyrir sig í frekara námi eða starfi. Mjög margir vinna þó á vettvangi skóla og uppeldismála, þar á meðal þeir sem fóru í námsráðgjöf eða tóku kennslurétt- indi á eftir, en einnig í velferðarþjónustu, sbr. þá sem fóru í félagsráðgjöf. Þó nokkur fjöldi hefur farið í meistara- og doktorsnám og sinnir nú akademískum störfum. Alls eru sex núverandi prófessorar í fjórum greinum HÍ með BA-próf í uppeldisfræði frá skólanum og a.m.k. fimm aðrir fastir kennarar. Af þeim síðarnefndu hafa fjórir einnig lokið doktorsnámi í greininni frá Háskóla Íslands eða Kennaraháskóla Íslands en allir hinir hafa lokið doktorsprófi frá erlendum háskólum í fjórum mismunandi löndum. Í áðurnefndum kynningarbæklingi um námið frá árinu 2000 er viðtal við sjö út- skrifaða BA-nema í uppeldisfræði, sem gefur vísbendingu um hve víðtæk áhugamál þeirra og starfsvettvangur er að loknu náminu: Einn nemi tók BA-próf í uppeldis- og menntunarfræði 1988 og starfaði árið 2000 sem framkvæmdastjóri fræðslumið- stöðvar í fíknivörnum. Annar útskrifaðist með BA-próf 1994, tók síðan viðbótarnám í kennslufræði og starfaði árið 2000 sem félagsmálastjóri á landsbyggðinni. Tveir tóku viðbótarnám í námsráðgjöf og starfa við það ásamt því að vera ferðamálafull- trúi á landsbyggðinni og alþjóðafulltrúi í háskóla. Einn bætti við sig starfsréttindum í félagsráðgjöf og starfaði sem forstöðumaður upplýsinga- og menningarmiðstöðvar nýbúa. Loks eru tveir sem fóru í doktorsnám og eru nú prófessorar við HÍ (Uppeldis- og menntunarfræði, 2000). Að lokum má geta þess að nokkrir fyrrverandi BA-nemar hafa látið til sín taka á opinberum vettvangi, til dæmis í stjórnmálum. Þar má nefna Sóleyju Tómasdóttur, Unu Maríu Óskarsdóttur og Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur sem allar útskrifuðust árið 1998; einnig Benedikt Sigurðarson (1982), Hafstein Karlsson (1998) og Margréti Gauju Magnúsdóttur (2007). PADEIA Padeia er nemendafélag BA-nema í uppeldis- og menntunarfræði. Auk hefðbundinna starfa sem snúa að félagslífi stúdenta hefur félagið verið öflugt í blaðaútgáfu, sem gef- ur góða innsýn í starfsemi greinarinnar. Fyrst gaf félagið út tímaritið Uppeldi, en ekki er ljóst hve oft það kom út. Árið 2003 hófst útgáfustarfsemi BA-nemanna að nýju með veglegu ársriti þeirra, Padeiu, sem kom út árlega fram til ársins 2008. Við flutninginn á Menntavísindasvið féll útgáfa blaðsins niður um tíma en það hefur komið út síðan, þó ekki árlega. Þessi rit gefa góða innsýn í félagslíf og viðfangsefni nemenda í náminu, efni lokaritgerða og námsritgerða, rannsóknir og viðhorf kennara og það sem er efst á baugi í greininni hverju sinni. Ritnefndir blaðanna unnu almennt mjög gott og óeigin- gjarnt starf, og komu blöðin sér sérstaklega vel við kynningar á náminu í uppeldis- og menntunarfræði, innan og utan Háskólans.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.