Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Qupperneq 132

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Qupperneq 132
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015132 UPPELDIS - OG MENNTUNARFRÆÐI 40 ÁRA NIÐURLAG Hér hefur verið stiklað á stóru um þróun BA-námsins í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands í 40 ár. Þetta er lýsing eins starfsmanns, en ekki greining með stefnu háskólans í huga, sem þó má greina í bakgrunninum. Til dæmis er athyglis- vert hve margir fastir kennarar hafa fyrst verið stundakennarar um tíma áður en þeir fengu stöðu. Þá er athyglisvert að loka þurfti inntöku í grunnnám greinarinnar til að fjármagna framhaldsnámið. Miðað við reiknilíkön og regluna um þreyttar einingar sem leið til fjármögnunar einstakra greina gat það ekki gengið til lengdar. Það er mitt álit að uppeldis- og menntunarfræðunum hafi farsællega verið skip- að í Félagsvísindadeild árið 1976. Þar þróuðust þau sem fræðigrein í samvinnu við tengdar greinar félagsvísinda. Sú ákvörðun að flytja greinina yfir á Menntavísinda- svið árið 2009 var eðlileg að mörgu leyti þar sem Háskóli Íslands og Kennaraháskóli Íslands sameinuðust og Menntavísindasvið HÍ varð til. Þessi ráðstöfun var engu að síður umdeild, bæði meðal kennara og nemenda greinarinnar. Með tímanum hefur samruninn gengið eftir, þó að enn bóli ekki á nýju húsi Menntavísindasviðs við Suður- götu. Kennarar greinarinnar hafa verið virkir, bæði í grunn- og framhaldsnáminu á Menntavísindasviði, og ýmis tækifæri á sviði rannsókna og náms í menntavísindum hafa skapast. Greinin dafnar vel á Menntavísindasviði, grunnnámið hefur vaxið og áherslur breyst nokkuð með aðkomu kennara Menntavísindasviðs. Ég tel mig þó ekki eina um það álit að eftirsjá sé að uppeldis- og menntunarfræði- skorinni, bæði meðal þeirra sem fóru á Menntavísindasvið og hinna sem urðu eftir á Félagsvísindasviði. Skorin var faglega sterk, margbreytileg en samheldin og svaraði kalli tímans um nýjar greinar og námsbrautir. Við flutninginn á Menntavísindasvið fórum við kennararnir í mismunandi deildir og aðrir urðu eftir með fötlunarfræði og námsráðgjöf í Félags- og mannvísindadeild. Þó að starfsmenn Kennaraháskólans, nú Menntavísindasviðs, hafi margir reynst frábærir samstarfsmenn, og starfsmenningin þar um margt hin ágætasta, hafa þær breytingar sem stofnanasamruninn kallaði á ver- ið mörgum erfiðar. Sumir þeirra sakna hins líflega umhverfis sem þeir höfðu skapað og búið við fyrir samrunann og áður en fjárhagur stofnunarinnar stjórnaðist eingöngu af afköstum. Oft er sagt að stofnanasamruni taki um 10 ár; enn eru því 3–4 ár til stefnu! Það er von mín að það takist að mynda sem öflugast fagsamfélag og starfsmenningu fyrir allt starfsfólk Menntavísindasviðs, þannig að uppeldis- og menntunarfræðin og aðrar námsleiðir sviðsins dafni áfram sem best. ATHUGASEMD 1 Upplýsingar um útskriftartölur og nöfn eru fengnar frá Háskóla Íslands (Háskóli Íslands, 2015), frá Sverri Guðmundssyni og frá Sigurði Inga Árnasyni, og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Einnig vil ég þakka Kristínu Indriðadóttur á Skjalasafni Háskólans fyrir veitta aðstoð og liðlegheit. Þá studdist ég við kennsluskrár Háskóla Íslands á árabilinu 1973–2015 án þess að þeirra sé allra sérstaklega getið í tilvís- unum eða í heimildaskrá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.