Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Side 135

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Side 135
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 135 SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR MENNTAVÍSINDASVIÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS Uppeldi og menntun 24. árgangur 2. hefti 2015 Uppeldis- og menntunarfræði 40 ára háskólagrein á Íslandi: Framhaldsnám við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Hér verður gerð grein fyrir þróun framhaldsnáms í uppeldis- og menntunarfræði við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands frá árinu 1990 til ársins 2009 þegar greinin færðist undir Menntavísindasvið við sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands. HÁSKÓLI ÍSLANDS Frá stofnun Háskóla Íslands árið 1911 hefur áhersla á vísindalegar rannsóknir verið einn meginþátturinn í stefnu hans. Kraftur komst í þá stefnu með nýjum alþjóðlegum straumum eftir 1960, bæði meðal fræðimanna og stjórnmálamanna sem tengdu menntun og vísindaframfarir hagsæld og farsæld þjóðarinnar. Efla þyrfti mannauð í rannsóknum til að skapa öflugra vísindastarf sem styrkti bæði þjóðlíf og nýsköpun í atvinnulífi hér á landi og væri skerfur til rannsókna á alþjóðavettvangi. Í því skyni þyrfti meðal annars að efla Háskóla Íslands sem vísindastofnun.1 Háskóladeildir höfðu frá fyrstu árum skólans heimild til að veita doktorsgráðu að undangenginni doktorsvörn (Guðni Jónsson, 1961). Í fyrstu reglugerð Háskólans var jafnframt gert ráð fyrir meistaraprófi í einni fræðigreinanna, íslenskum fræðum við Heimspekideild (Guðni Jónsson, 1961). Skriður komst þó ekki fyrir alvöru á mögu- leika til að stunda rannsóknartengt meistara- og doktorsnám í flestum fræðigreinum við skólann fyrr en um 1990. Í lögum um Háskóla Íslands nr. 60/1957 (35. gr.) hafði þó komið inn ákvæði um að háskólaráð gæti, eins og það er orðað, „ákveðið í sam- þykkt samkvæmt tillögum háskóladeildar, að heimilt sé að ganga undir meistarapróf í grein“. Ákvæðið var útfært aðeins nánar í reglugerð í júní 1958 og endurtekið í lögum um Háskóla Íslands nr. 131/1990 (35. gr.) og í reglugerð fyrir Háskólann nr. 98/1993 (Lög um Háskóla Íslands nr. 60/1957; Lög um Háskóla Íslands nr. 131/1990; Reglu- gerð fyrir Háskóla Íslands nr. 98/1993 með áorðnum breytingum, VI. kafli, Doktorar og meistarar 55.–62. gr.).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.