Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Blaðsíða 137

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Blaðsíða 137
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 137 SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR Áhersla var lögð á að námið fæli í sér þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum. Þrjár fræðigreinar deildarinnar auglýstu þá þegar meistaranám: bókasafns- og upplýsinga- fræði, mannfræði og uppeldis- og menntunarfræði. Þótt meistaranám hefði hafist við Félagvísindadeild á þessum tíma voru sérstakar reglur um kröfur og skipulag fram- haldsnáms við deildina ekki formlega afgreiddar í háskólaráði fyrr en áratug síðar eða 1. febrúar 2003 (Háskóli Íslands, 2003, bls. 147). MEISTARANÁM Í UPPELDIS- OG MENNTUNARFRÆÐI Fyrsta skrefið 1993–1994 Uppeldis- og menntunarfræðin greip fyrsta tækifærið til að auglýsa meistaranám í Kennsluskrá Háskóla Íslands fyrir háskólaárið 1993–1994 (bls. 459). Almennt markmið með framboði námsins var að efla rannsóknir og þróunarstarf í uppeldis- og mennta- málum í þágu æsku landsins, fagmennsku uppeldisstétta og samfélagsins í samtíð og framtíð, og leggja fram skerf til rannsókna á alþjóðavettvangi. Námið var auglýst sem tveggja ára einstaklingsbundið meistaranám (120e).3 Kveðið var á um að nemandi og leiðbeinandi hans legðu í sameiningu fram umsókn þar sem greint væri frá rannsóknarverkefni nemandans og settar fram hugmyndir um uppbyggingu námsins. Kristjana Stella Blöndal, BA í uppeldis- og menntunarfræði, varð fyrst nemenda til að brautskrást með MA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði eftir slíku kerfi árið 1996. Leiðbeinandi var Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor. Kristjana Stella var meðal þriggja nemenda við Félagsvísindadeild sem brautskráðust með MA-gráðu það ár en einn nemandi hafði útskrifast með MA-gráðu frá deildinni árið áður og var hann sá fyrsti. Annað skrefið – kennsla til MA-prófs 1996 Á næstu árum fór fram lífleg umræða um skipulag rannsóknartengds framhaldsnáms við Félagsvísindadeild. Kennurum í uppeldis- og menntunarfræðiskor var það keppi- kefli að koma á fót formlegra meistaranámi með kennslu til MA-prófs, þ.e. að bjóða námsskipulag í formi námskeiða á framhaldsnámsstigi auk rannsóknarritgerðar. Það fyrirkomulag leit dagsins ljós í Kennsluskrá Háskóla Íslands fyrir háskólaárið 1996–1997. Um markmið námsins segir þar: Markmið námsins er að efla faglega þekkingu og færni á sviði uppeldis- og mennta- mála á Íslandi með því að búa fólk undir rannsóknir og þróunarstörf á þessum sviðum. (Háskóli Íslands, 1996, bls. 480) Uppeldis- og menntunarfræðin varð þar með fyrst greina Félagsvísindadeildar til að skipuleggja og auglýsa rannsóknartengt meistaranám þar sem tiltekin voru skyldu- námskeið annars vegar um ýmis svið greinarinnar og hins vegar í aðferðafræði, auk valnámskeiða (Háskóli Íslands, 1996, bls. 559–565). Hefð var fyrir áherslu á megindlega aðferðafræði innan Félagsvísindadeildar. Innan uppeldis- og menntunar- fræðinnar spratt jafnframt upp rík áhersla á eigindlega aðferðafræði. Einn kennari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.