Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Blaðsíða 137
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 137
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR
Áhersla var lögð á að námið fæli í sér þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum. Þrjár
fræðigreinar deildarinnar auglýstu þá þegar meistaranám: bókasafns- og upplýsinga-
fræði, mannfræði og uppeldis- og menntunarfræði. Þótt meistaranám hefði hafist við
Félagvísindadeild á þessum tíma voru sérstakar reglur um kröfur og skipulag fram-
haldsnáms við deildina ekki formlega afgreiddar í háskólaráði fyrr en áratug síðar eða
1. febrúar 2003 (Háskóli Íslands, 2003, bls. 147).
MEISTARANÁM Í UPPELDIS- OG MENNTUNARFRÆÐI
Fyrsta skrefið 1993–1994
Uppeldis- og menntunarfræðin greip fyrsta tækifærið til að auglýsa meistaranám í
Kennsluskrá Háskóla Íslands fyrir háskólaárið 1993–1994 (bls. 459). Almennt markmið
með framboði námsins var að efla rannsóknir og þróunarstarf í uppeldis- og mennta-
málum í þágu æsku landsins, fagmennsku uppeldisstétta og samfélagsins í samtíð og
framtíð, og leggja fram skerf til rannsókna á alþjóðavettvangi.
Námið var auglýst sem tveggja ára einstaklingsbundið meistaranám (120e).3
Kveðið var á um að nemandi og leiðbeinandi hans legðu í sameiningu fram umsókn
þar sem greint væri frá rannsóknarverkefni nemandans og settar fram hugmyndir um
uppbyggingu námsins.
Kristjana Stella Blöndal, BA í uppeldis- og menntunarfræði, varð fyrst nemenda til
að brautskrást með MA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði eftir slíku kerfi árið 1996.
Leiðbeinandi var Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor. Kristjana Stella var meðal þriggja
nemenda við Félagsvísindadeild sem brautskráðust með MA-gráðu það ár en einn
nemandi hafði útskrifast með MA-gráðu frá deildinni árið áður og var hann sá fyrsti.
Annað skrefið – kennsla til MA-prófs 1996
Á næstu árum fór fram lífleg umræða um skipulag rannsóknartengds framhaldsnáms
við Félagsvísindadeild. Kennurum í uppeldis- og menntunarfræðiskor var það keppi-
kefli að koma á fót formlegra meistaranámi með kennslu til MA-prófs, þ.e. að bjóða
námsskipulag í formi námskeiða á framhaldsnámsstigi auk rannsóknarritgerðar. Það
fyrirkomulag leit dagsins ljós í Kennsluskrá Háskóla Íslands fyrir háskólaárið 1996–1997.
Um markmið námsins segir þar:
Markmið námsins er að efla faglega þekkingu og færni á sviði uppeldis- og mennta-
mála á Íslandi með því að búa fólk undir rannsóknir og þróunarstörf á þessum sviðum.
(Háskóli Íslands, 1996, bls. 480)
Uppeldis- og menntunarfræðin varð þar með fyrst greina Félagsvísindadeildar til að
skipuleggja og auglýsa rannsóknartengt meistaranám þar sem tiltekin voru skyldu-
námskeið annars vegar um ýmis svið greinarinnar og hins vegar í aðferðafræði,
auk valnámskeiða (Háskóli Íslands, 1996, bls. 559–565). Hefð var fyrir áherslu á
megindlega aðferðafræði innan Félagsvísindadeildar. Innan uppeldis- og menntunar-
fræðinnar spratt jafnframt upp rík áhersla á eigindlega aðferðafræði. Einn kennari