Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 138

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 138
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015138 UPPELDIS - OG MENNTUNARFRÆÐI 40 ÁRA greinarinnar hafði frumkvæði að öflugri kennslu á því sviði sem einnig náði til deildar- innar í heild og var mikill styrkur fyrir fjölbreytt rannsóknarstarf. Áhyggjur nokkurra manna í Félagsvísindadeild komu fram af kostnaði við þetta þetta skipulagða meistaranám. Til að geta fjármagnað námið var tekið til þess ráðs að gera tímabundið hlé á inntöku nemenda í BA-nám í uppeldis- og menntunarfræði (1996–2000) sem kennurum greinarinnar þótti miður.4 Þriðja skrefið – námsleiðir frá 1998 Næsta skref í þróun meistaranáms í uppeldis- og menntunarfræði var að bjóða mis- munandi námsleiðir til sérhæfingar. Ýmsar ástæður lágu þar að baki. Samfélagið kallaði eftir meiri fagmennsku á ýmsum sviðum uppeldis- og menntamála; kennarar uppeldis- og menntunarfræðiskorar stóðu fyrir tilteknum fræðasviðum sem þótti mikilvægt að styrkja og dæmi voru um að nemendur kölluðu eftir áherslusviðum. Sammerkt með öllum námsleiðunum var annars vegar að koma til móts við nemendur sem höfðu áhuga á að rannsaka uppeldis- og menntamál og hins vegar að styrkja rannsóknir og fólk í starfi á þessum sviðum innan Háskóla Íslands í þágu samfélagsins. Tafla 1 gefur yfirlit um þróun framboðs á námsleiðum eftir háskólaárum. Almennt rannsóknartengt meistaranám (120e) var jafnframt ávallt í boði (einstaklingsbundið MA-nám). Tafla 1. Þróun framboðs á (a) sérstökum námsleiðum í meistaranámi í uppeldis- og menntunarfræði (90e) og (b) námi til Dipl. Ed. gráðu á námsleiðunum (30e) 1998–1999 2001–2002 2002–2003 2003–2004 2004–2005 Mat á skólastarfi X Mat og þróunarstarf X X X X Fræðslustarf og stjórnun X X X X Kennslufræði og námsefnisgerð X Áhættuhegðun og forvarnir X X X Kennslufræði X X X Sérskipulagt meistaranám X X Fullorðinsfræðsla X Dipl. Ed-nám X X X X Háskólaárið 1998–1999. Eins og sjá má í töflu 1 var sérstök námsleið, Mat á skólastarfi, fyrst í boði þetta skólaár. Markmiðið var að nemendur fengju tækifæri til að sérhæfa sig „í mati og þróunarstarfi í skólum“ (Háskóli Íslands, 1998, bls. 526, 609–616). Síðar, háskólaárið 2005–2006, var í kennsluskránni bætt við orðunum „og öðrum þjónustu- stofnunum“ (Háskóli Íslands, 2005, bls. 215). Heiti námsleiðarinnar var víkkað og því breytt í Mat og þróunarstarf háskólaárið 2001–2002. Ástæðan var sú að stofnanir utan skólakerfisins sóttust eftir þekkingu á þessu sviði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.