Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 138
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015138
UPPELDIS - OG MENNTUNARFRÆÐI 40 ÁRA
greinarinnar hafði frumkvæði að öflugri kennslu á því sviði sem einnig náði til deildar-
innar í heild og var mikill styrkur fyrir fjölbreytt rannsóknarstarf.
Áhyggjur nokkurra manna í Félagsvísindadeild komu fram af kostnaði við þetta
þetta skipulagða meistaranám. Til að geta fjármagnað námið var tekið til þess ráðs
að gera tímabundið hlé á inntöku nemenda í BA-nám í uppeldis- og menntunarfræði
(1996–2000) sem kennurum greinarinnar þótti miður.4
Þriðja skrefið – námsleiðir frá 1998
Næsta skref í þróun meistaranáms í uppeldis- og menntunarfræði var að bjóða mis-
munandi námsleiðir til sérhæfingar. Ýmsar ástæður lágu þar að baki. Samfélagið kallaði
eftir meiri fagmennsku á ýmsum sviðum uppeldis- og menntamála; kennarar uppeldis-
og menntunarfræðiskorar stóðu fyrir tilteknum fræðasviðum sem þótti mikilvægt að
styrkja og dæmi voru um að nemendur kölluðu eftir áherslusviðum. Sammerkt með
öllum námsleiðunum var annars vegar að koma til móts við nemendur sem höfðu
áhuga á að rannsaka uppeldis- og menntamál og hins vegar að styrkja rannsóknir og
fólk í starfi á þessum sviðum innan Háskóla Íslands í þágu samfélagsins.
Tafla 1 gefur yfirlit um þróun framboðs á námsleiðum eftir háskólaárum. Almennt
rannsóknartengt meistaranám (120e) var jafnframt ávallt í boði (einstaklingsbundið
MA-nám).
Tafla 1. Þróun framboðs á (a) sérstökum námsleiðum í meistaranámi í uppeldis- og menntunarfræði
(90e) og (b) námi til Dipl. Ed. gráðu á námsleiðunum (30e)
1998–1999 2001–2002 2002–2003 2003–2004 2004–2005
Mat á skólastarfi X
Mat og þróunarstarf X X X X
Fræðslustarf og stjórnun X X X X
Kennslufræði og námsefnisgerð X
Áhættuhegðun og forvarnir X X X
Kennslufræði X X X
Sérskipulagt meistaranám X X
Fullorðinsfræðsla X
Dipl. Ed-nám X X X X
Háskólaárið 1998–1999. Eins og sjá má í töflu 1 var sérstök námsleið, Mat á skólastarfi,
fyrst í boði þetta skólaár. Markmiðið var að nemendur fengju tækifæri til að sérhæfa
sig „í mati og þróunarstarfi í skólum“ (Háskóli Íslands, 1998, bls. 526, 609–616). Síðar,
háskólaárið 2005–2006, var í kennsluskránni bætt við orðunum „og öðrum þjónustu-
stofnunum“ (Háskóli Íslands, 2005, bls. 215). Heiti námsleiðarinnar var víkkað og því
breytt í Mat og þróunarstarf háskólaárið 2001–2002. Ástæðan var sú að stofnanir utan
skólakerfisins sóttust eftir þekkingu á þessu sviði.