Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 142

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 142
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015142 UPPELDIS - OG MENNTUNARFRÆÐI 40 ÁRA Námsleiðirnar skiptust á deildir og námsbrautir innan Menntavísindasviðs eða sameinuðust þeim. Meistaranámið í kennslufræði rann inn í Kennaradeild. Annað meistaranám féll undir Uppeldis- og menntunarfræðideild. Námsleiðin Fullorðins- fræðsla og hluti námsleiðarinnar Fræðslustarf og stjórnun, þ.e. fræðslustarfshlutinn, sameinuðust og heyrðu nú undir nýja námsleið, Nám fullorðinna, á námsbrautinni Menntun og margbreytileiki. Stjórnunaráherslan á námsleiðinni Fræðslustarf og stjórnun varð aftur á móti að nýrri námsleið, Leiðtogar, nýsköpun og stjórnun, á námsbrautinni Menntastjórnun og matsfræði. Námsleiðin Mat og þróunarstarf varð að sérstakri námsleið á sömu námsbraut undir heitinu Matsfræði. Loks fór námsleiðin Áhættuhegðun og forvarnir, nú undir heitinu Áhættuhegðun, forvarnir og lífssýn, undir nýja námsbraut, Sálfræði í uppeldis- og menntavísindum, sem sett var á fót að frumkvæði undirritaðrar við sameiningu háskólanna. Í ljósi þess að nemendur síðast- nefndu námsleiðarinnar höfðu komið víða að úr grunnnámi sínu innan félags-, hug- og heilbrigðisvísinda, sem þótti mikill kostur, var það spurning hvað yrði um þessa þverfaglegu aðsókn. Í stuttu máli má segja að ekki virðist hafa orðið breyting þar á. Hugmynd að nýrri námsleið innan uppeldis- og menntunarfræði var með í fartesk- inu við sameiningu háskólanna. Mikill áhugi hafði verið á því um langt skeið, bæði meðal BA-nemenda og kennara í greininni, að bjóða upp á framhaldsnám í foreldra- fræðslu og uppeldisráðgjöf til að búa fagfólk undir að styrkja foreldra í uppeldishlut- verki sínu og efla rannsóknir á þessu sviði. Margt kallaði á framboð slíkrar námsleiðar. Þar á meðal ríkari þekking og skilningur á þroska og velferð barna og ungmenna sem mikilvægt er að foreldrar búi yfir. Einnig ýmsar þjóðfélagsbreytingar sem átt hafa sér stað síðustu áratugi, meðal annars aukin atvinnuþátttaka foreldra, flóknari fjölskyldu- gerð og minni samvera foreldra og barna og ýmsar aðrar aðstæður sem hafa í för með sér hraða, spennu og álag á fjölskyldur og brýnt er að takast farsællega á við. Ekki reyndist fjárhagslega unnt, að standa að námsleiðinni, Foreldrafræðsla og uppeldis- ráðgjöf, fyrr en sameining háskólanna átti sér stað og var hún loks í boði í fyrsta sinn háskólaárið 2015–2016 og skipulögð í samvinnu við University of Minnesota (Háskóli Íslands, 2015b). Undirrituð leiddi það starf. Mikilvægum áfanga var náð og létu nem- endur sig ekki vanta þegar lagt var úr höfn. BRAUTSKRÁNING MA-NEMA Fyrstu meistaranámsnemarnir brautskráðust árið 1999 eftir að tekið var upp náms- skipulag kennslu til meistaragráðu. Eftir því sem næst verður komist luku 106 nem- endur meistaragráðu frá uppeldis- og menntunarfræðiskor á tímabilinu 1996 til 1. júlí 2009. Þar af luku 87 nemendur meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði (84 þeirra frá árinu 2000), 13 í kennslufræði (2006–1. júlí 2009) og sex í fötlunarfræði (2007–1. júlí 2009) (Háskóli Íslands, 2015a).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.