Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 143

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 143
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 143 SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR DOKTORSNÁM Eins og fram kom hér að framan höfðu deildir Háskólans heimild allt frá stofnun skól- ans til að veita doktorsgráðu að undangenginni doktorsvörn. Fólk lagði fram tilbúnar ritgerðir sínar til varnar. Skipulagt doktorsnám hófst ekki fyrr en eftir 1990 (Magnús Guðmundsson, 2011). Fyrstu árin var lögð áhersla á að doktorsnemendur tækju hluta námsins við erlenda háskóla og stofnanir til að „tryggja alþjóðlega viðmiðun“ og jafnframt, eins og þá- verandi háskólarektor Sveinbjörn Björnsson sagði, „svo að ekki tapaðist sú alþjóðlega reynsla, sem námsmenn hafa borið með sér heim að loknu framhaldsnámi og störfum erlendis“ (Magnús Guðmundsson, 2011, bls. 668). Frá árinu 2004 var mælt með tíma- bundinni dvöl við erlendan háskóla en ekki gerð skilyrðislaus krafa um það. Við Félagsvísindadeild er í fyrsta sinn vakin athygli á því í Kennsluskrá háskólaárs- ins 1997–1998 að hægt sé að stunda skipulagt doktorsnám við deildina. Áhyggjur af kostnaði við framboð námsins komu fram; minnt er á að forsenda þess að doktors- nám geti hafist sé sú að fyrir liggi „fullnægjandi styrkveitingar til að standa straum af náminu“ (Háskóli Íslands, 1997, bls. 495). Sama forsenda birtist í næstu þremur kennsluskrám en eftir það fellur þetta ákvæði niður. Tæpum áratug síðar samþykkti menntamálaráðuneytið sérstakar reglur um doktorsnám við Félagsvísindadeild Há- skóla Íslands (2006). Samhliða auknu framboði rannsóknartengds framhaldsnáms og aukinni rann- sóknarvirkni stofnuðu kennarar uppeldis- og menntunarfræðiskorar rannsóknar- stofur sem framhaldsnámsnemendur voru samstarfsaðilar að. Rannsóknarstofurnar bera heitin: Fötlunarfræði, Lífshættir barna og ungmenna, Menntakerfi og RannKyn. BRAUTSKRÁNING DOKTORSNEMA Í UPPELDIS- OG MENNTUNARFRÆÐI Snæfríður Þóra Egilson MSc í iðjuþjálfun var fyrsti nemandinn í uppeldis- og mennt- unarfræði til að ljúka skipulögðu doktorsprófi undir handleiðslu leiðbeinanda árið 2005. Leiðbeinandi var Rannveig Traustadóttir, prófessor. Snæfríður Þóra var annar nemandinn til að ljúka skipulögðu doktorsprófi frá Félagsvísindadeild, en jafnframt fyrst til að taka allt sitt doktorsnám við deildina. Á árunum 2001 til 2008, þegar Háskóla Íslands var skipt upp í vísindasvið, luku sjö nemendur doktorsprófi frá Félagsvísindadeild og voru þrír þeirra í uppeldis- og menntunarfræðiskor. Auk Snæfríðar Þóru voru það Gunnhildur Óskarsdóttir, leið- beinandi Jón Torfi Jónasson, prófessor, og Guðrún Valgerður Stefánsdóttir, leiðbein- andi Rannveig Traustadóttir, prófessor. Í töflu 3 má sjá nöfn þeirra doktorsnema sem hófu doktorsnám í uppeldis- og menntunarfræði við Félagsvísindadeild fyrir sameiningu Háskóla Íslands og Kennara- háskóla Íslands og hafa lokið doktorsprófi frá Menntavísindasviði HÍ.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.