Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 144
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015144
UPPELDIS - OG MENNTUNARFRÆÐI 40 ÁRA
Tafla 3. Nöfn þeirra doktorsnema, sem hófu doktorsnám í uppeldis- og menntunarfræði við
Félagsvísindadeild fyrir sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands og hafa brautskráðst
með doktorspróf frá Menntavísindasviði HÍ
Doktorsnemi Leiðbeinandi/leiðbeinendur Brautskráningarár
Anna Magnea Hreinsdóttir Sigurlína Davíðsdóttir 2009
Anna Ólafsdóttir Sigurlína Davíðsdóttir 2014
Jón Torfi Jónasson
Ásrún Matthíasdóttir Jón Torfi Jónasson 2015
Hiroe Terada Sigrún Aðalbjarnardóttir 2016*
Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir Jón Torfi Jónasson 2012
Kristjana Stella Blöndal Sigrún Aðalbjarnardóttir 2014
Lilja Jónsdóttir Hafdís Ingvarsdóttir 2013
Þórdís Þórðardóttir Guðný Guðbjörnsdóttir 2012
Þuríður Jóhannsdóttir Jón Torfi Jónasson 2010
*Væntanlegt
NIÐURLAG
Eins og sjá má á framgreindri umfjöllun er óhætt að segja að mikilvægt frumkvöðla-
starf hafi verið unnið við skipulag framhaldsnáms í uppeldis- og menntunarfræði við
Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Námsframboðið var fjölbreytt og fjöldi meistara-
og doktorsnema hefur brautskráðst. Þeir hafa haslað sér völl mjög víða á sviði upp-
eldis og menntunar í samfélaginu. Þeir eru í akademískum stöðum við háskóla lands-
ins, einkum í uppeldis- og menntavísindum og félagsvísindum, þar sem þeir búa fólk
faglega undir starfsvettvang og sinna rannsóknum og stjórnunarstörfum. Þeir gegna
jafnframt ýmsum stjórnunar- og leiðtogastörfum á sviði uppeldis og menntunar, bæði
í stjórnsýslu sveitarfélaga og á vettvangi, við að styrkja uppeldisstéttir og stuðla að
heilbrigði og velferð æsku landsins. Þar má nefna kennslustörf, einkum í framhalds-
skólum, æskulýðs- og frístundastörf og fræðslustörf um forvarnir og heilsueflingu.
Margvíslegt samstarf við alþjóðavettvang hefur tengst þessum fjölþættu störfum.
Það er ósk mín á þessum tímamótum að nám í uppeldis- og menntunarfræði, bæði
grunn- og framhaldsnám, haldi áfram að styrkjast og eflast í takt við tímann. Góð
menntun á sviði uppeldis- og menntamála skiptir miklu við undirbúning fólks fyrir
margvísleg ábyrgðarstörf og þróun þessa mikilvæga sviðs í samfélagi okkar. Hún
gegnir mikilvægu hlutverki við að móta réttlátt samfélag til þroskaauka og heilla
hverri manneskju, sem og samfélagi þjóðanna.