Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Side 6
Sandkorn n Sjálfstæðismenn með frama- drauma eru óðum að setja sig í stellingar fyrir komandi próf- kjör. Meðal þeirra kvenna sem vilja komast í borgarstjórn er Áslaug Friðriksdóttir, náinn samherji Gísla Mart- eins Bald- urssonar borgarfull- trúa. Áslaug var raunar andvíg próf- kjöri en er sögð ætla að taka slaginn. Það ætlar tónlist- arkennarinn Edda Borg einnig að gera. Þær stöllur eiga sam- eiginlegt að vera afkvæmi fyrri ráðamanna í flokknum. Áslaug er dóttir Friðriks Sophussonar, fyrrverandi ráðherra, og Edda er dóttir Ólafs Kristjánssonar, fyrrverandi bæjarstjóra í Bol- ungarvík. n Öfgaarmur Sjálfstæðisflokks- ins leggur mikla áherslu á að Gísli Marteinn Baldursson haldi stöðu sinni sem maður númer tvö á eftir Hönnu Birnu. Sá hópur sem er í kring- um Davíð Oddsson og Hannes Hólmstein Gissurarson á ekki mann í neinni valda- stöðu eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður batt enda á pólitískan feril Björns Bjarnasonar. Allt er því lagt undir að verja Gísla Martein hvers örlög munu ráðast af vilja Hönnu Birnu Kristjánsdótt- ur borgarstjóra sem ræður því sem hún vill. n Öldungis er óvíst að Sjálf- stæðisflokkurinn haldi meiri- hluta í Reykjavík eftir kosn- ingar. Fram- sóknarmað- urinn Óskar Bergsson þykir ekki líklegur til að laða fylgi að flokki sínum til að ná inn tveimur mönnum sem líklega þarf til að meirihlutinn haldi. Óskar hefur ekki náð að heilla kjósendur utan hins harða kjarna flokksins. Þá er hann einnig umdeildur innan eigin raða. Ólíklegt er að sótt verði að honum en það gæti þó gerst. Þar er helst horft til Einars Skúlasonar, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra flokksins, sem um tíma var fylgisveinn Odd- nýjar Sturludóttur borgarfull- trúa Samfylkingar. 6 föstudagur 6. nóvember 2009 fréttir Sóknarbörn í hinum íslenska söfnuði þjóðkirkjunnar í Danmörku hafa áhyggjur af því að missa frá sér íslenskan prest. Óvenjumörg fermingarbörn treysti á sendiráðs- prestinn íslenska sem hverfur á braut um áramótin. Rudolf Otto Ronke sóknarbarn leitar sáluhjálpar hjá prestinum og er í sjokki. Fjöldi sóknarbarna í hinum íslenska söfnuði þjóðkirkjunnar í Danmörku er uggandi yfir því að missa íslensk- an prest úr söfnuðinum um áramót- in. Þannig hefur söfnuðurinn áhyggj- ur af komandi fermingartímabili, skírnum og mánaðarlegum messum í kirkjunni. Íslenska þjóðkirkjan hefur síð- ustu fjóra áratugi haldið úti embætti sendiráðsprests í Danmörku. Kirkju- hald hefur orðið reglulegur þátt- ur í íslenska samfélaginu um árabil og alla jafna er messað einu sinni í mánuði, í Kirkju heilags Páls, ásamt því að fram fer ríkulegt barnastarf. Séra Þórir Jökull Þorsteinsson gegnir embættinu í dag en um áramót verð- ur það lagt niður og presturinn send- ur heim. Algjörlega ómetanlegt Sigurjóna Sigurðardóttir, fulltrúi í safnaðarnefnd íslenska safnaðarins, hefur orðið vör við mikla óánægju meðal sóknarbarna. Hún bendir á að í ár sé óvenjumörg fermingarbörn í söfnuðinum. „Að sjálfsögðu erum við uggandi yfir þessu. Að vera prest- laus hérna er eitthvað sem okkur líst mjög illa á. Það er ekki nokkur spurn- ing að mér líst mjög illa á þetta,“ segir Sigurjóna. Rudolf Otto Ronke, sóknarbarn í íslenska söfnuði þjóðkirkjunnar í Danmörku, tekur í sama streng og hefur hitt fjölda sóknarbarna sem hafa miklar áhyggjur. Sjálfur hefur hann leitað sér sáluhjálpar hjá prest- inum um áratugaskeið. „Ég hef hitt fólk á hverjum einasta degi sem er svo hissa á þessu, unga fólkið líka. Fólk undrast bæði og óttast þessa breytingu, það skilur eiginlega ekki hvers vegna þetta þarf að vera svona. Það hefur verið algjörlega ómetan- legt að hafa íslenskan prest hjá okkur síðustu 40 ár. Ég vildi bara óska þess að við fengjum að hafa hann áfram,“ segir Rudolf. Fengið mikla hjálp „Ég fer í hverja einustu messu. Mér þótti rosalega leiðinlegt að heyra þetta og er í sjokki. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að taka þessu því presturinn hefur hjálpað mér mjög í gegnum tíðina. Ég hef leitað mik- ið til prestsins og þykir ákaflega gott að hafa hann. Ég sjálfur hef það svo miklu betra eftir að spjalla við prest- inn og mér hafa verið gefin mjög góð ráð í kirkjunni,“ segir Rudolf og bæt- ir við: „Mér líst mjög illa á þetta. Það er svo mikilvægt að hafa íslenskan prest hjá okkur, fyrir fermingar og skírnir til dæmis. Síðan er líka svo gott að leita til viðkomandi, það eru bara svo margir Íslendingar hérna sem vilja hafa íslenskan prest. Prest- urinn er svo mikill sáluhjálpari. Fyrir mitt leyti hefur verið ómetanlegt að hafa íslenskan prest hérna.“ Við vinnslu fréttarinnar var leit- að eftir viðbrögðum frá Biskupsstofu en án árangurs. Þaðan fengust eng- in svör. TRAusTi hAFsTeinssOn blaðamaður skrifar: trausti@dv.is VILJA PRESTINN ÁFRAM sendur heim Séra Þórir hefur gegnt embætti sendiráðsprests í Danmörku en hverfur á braut bráðlega. uggandi Sigurjóna hefur áhyggjur af því að missa prestinn. Hún er hér ásamt eiginmanni sínum, Halldóri Ásgrímssyni. enginn prestur Í sparn- aðarskyni verða hvorki sendiráðsprestar í Danmörku né Englandi eftir áramót. 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama Oxy tarmið Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að skák- snillingurinn Bobby Fischer hafi ver- ið löglega kvæntur áður en hann féll frá. Með dómnum var vísað frá kröfu náinna ættingja Fischers sem vildu að erfðabú hans yrði tekið til opinna skipta. Ekkja skákmeistarans, Japaninn Miyoko Watai, fór fram á að sitja ein að dánarbúi hans. Systursynir Fisch- ers fóru hins vegar fram á að opinber skipti færu fram á dánarbúi snillings- ins, sem þýðir að skiptastjóri væri settur yfir búið, og fóru með þá kröfu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Aðal- meðferð málsins fór fram snemma síðasta mánaðar og um mánaðamót- in féll dómurinn. Í dómnum er það viðurkennt að Fischer og Watai hafi gengið í hjóna- band 28. janúar 2005. Fyrir vikið sit- ur hún ein að arfi eiginmannsins en hundruð milljóna liggja í dánarbúi hans, bæði reiðufé og verðmætar fasteignir. Systursynir skákmanns- ins sáluga hafa nokkrar vikur til að íhuga hvort dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Verði málinu ekki áfrýj- að fær ekkjan allan arfinn óskiptan. trausti@dv.is Var giftur Dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Bobby Fischer hefði verið löglega giftur fyrir andlátið Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir í erfðamáli skáksnillings: Ekkja Fischers viðurkennd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.