Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Page 21
fréttir 6. nóvember 2009 föstudagur 21 BEINN ÞJÓFNAÐUR BJarga VErÐMÆtuM World Class-eigendurnir Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir hafa stofnað nýja kenni- tölu undir reksturinn, samkvæmt heimildum DV. Þegar hefur eignum verið skotið inn í hið nýja félag og skuldirnar skildar eftir í því gamla. Þær skuldir eru nærri millj- arði íslenskra króna. Nú þegar er búið að breyta ýmsum rekstrarsamningum yfir á nýja félagið, sem stofn- að var um miðjan mánuðinn, og eignir verið fluttar á milli án þess að greiðsla hafi komið yfir í gamla félagið í staðinn. Nýja félagið getur þannig tekið yfir reksturinn en milljarðurinn liggur eftir í skel gamla félagsins. Samkvæmt heimildum DV eru einnig uppi grunsemdir um að kennitölubreytingin og færsla eigna hafi verið framkvæmd með aðstoð lánardrottins. Sá lánardrottinn er Landsbankinn. Stærstur hluti skulda þeirra World Class-eigenda er til kominn vegna misheppnaðs útrásarævintýris World Class í Danmörku. Takist að færa eignirnar yfir á nýtt félag sleppa eigendurnir við milljarð í skuldir. Stór hluti skuldanna snýr að Straumi Fjárfestingabanka. Straumsmenn eru afar ósáttir vegna kennitölubreytingar World Class og aðstoðar Landsbankans við þá breytingu, eftir því sem heimildir DV herma. Landsbankinn eignaðist húseignina, sem World Class Laugum er rekið í, eftir að Nýsir fór á hausinn. Til að tryggja húsaleigu og tekjur hefur bankinn hjálpað eigendunum að stofna nýtt félag og skilja skuldir eftir í gamla félaginu. Skuldir sem eru tilkomnar eftir misheppnað útrásarævintýri heilsuræktarinnar í Danmörku. Þær nema milljarði íslenskra króna sem Björn og Haf- dís vonast til að verði afskrifaðar. Samkvæmt heimildum DV undir- búa Straumsmenn málsókn gegn World Class og á þeim bænum telja menn borðleggjandi að kennitölubreytingunni verði rift. Til að auðvelda málsóknina hefur bankinn keypt til sín kröfur frá annarri fjármálastofnun, til þess að tryggja stöðu sína og ná betur til eigendanna fyrir dómstólum. Landsbankinn ber fyrir sig banka- leynd og þaðan fást engin svör. BrJÁLaÐir BirgJar Birgjar Pennans voru ævareiðir yfir því á vormánuðum að Kaupþing banki hefði stofnað nýtt félag utan um rekstur Pennans á Íslandi og skipt um kennitölu á félaginu því slíkt gerði þeim illmögulegt að fá kröfur sínar við fyrirtækið greiddar. Kaupþing banki tók yfir rekstur Pennans þann 20. mars síðastliðinn en bankinn er stærsti kröfuhafi fyrirtækisins. Bankinn úrskurðaði Pennann svo gjaldþrota en mun halda áfram að reka verslanir Pennans þar til heppilegur kaupandi finnst. Sá rekstur fer hins vegar fram undir nýrri kennitölu. Birgir sem á útistandandi kröfu hjá Pennanum frá því í byrjun ársins segir að sér þyki það afar miður að bankinn hafi skipt um kennitölu. „Ég hafði samband við gjaldkera Pennans á fimmtudag til þess að fá kröfuna greidda en fékk þá þau svör að fyrirtækið væri komið í þrot, að búið væri að skipta um kennitölu og því fengi ég kröfuna ekki greidda,“ sagði birgirinn óánægði. „Krafan mín er á gömlu kennitöluna. En ég get gengið inn í verslanir Pennans og séð vörurnar mínar þar og mun Penninn græða á því að selja þær en ég veit að ég mun aldrei fá þær borgaðar. Þetta er ekkert annað en þjófnaður; þetta er bara kennitölusvindl. Það sem mér svíður mest er að það er Kaupþing banki sem er að gera þetta, ríkisbankinn.“ Helgi Júlíusson, forstjóri Pennans, sagði í samtali við DV að félagið hefði verið lýst gjaldþrota og að Kaupþing hefði stofnað nýtt félag utan um rekstur fyrirtækisins. Forstjórinn segir að félagið hafi verið lýst gjaldþrota því að menn hafi metið það svo að þetta væri eina leiðin til að tryggja rekstrargrundvöll Pennans og störf starfsfólksins. „Þetta er ekki gert til þess að svína á neinum,“ sagði Helgi. HLiÐarVEguriNN VaLiNN „Það er búið að stofna nýjan klúbb og nýja kennitölu. Þetta er bara smá hliðarvegur sem var tekinn til að losna við skuldir. Þetta er nátturlega bara kennitöluflakk og ég forðast ekki að tala um það,“ segir Jón Baldursson, fráfarandi formaður Golfklúbbs Eskifjarðar. Golfklúbbur Eskifjarðar er fyrsti golfklúbbur í sögu Íslands sem farið hefur á hausinn. Klúbburinn var nýverið lýstur gjaldþrota eftir að hann réð ekki við tugmilljóna skuld- ir, tæplega sextíu milljóna króna tap. Nú hefur verið stofnaður nýr klúbbur á grunni þess eldri, Golfklúbbur Byggðarholts, og ný kennitala tekin við. Skuldirnar verða hins vegar eftir hjá gamla félaginu. Þrátt fyrir gjaldþrot klúbbsins bauð formaður hans sig aftur fram til formannssetu en hlaut ekki kosningu. Jón leggur áherslu á að gjaldþrotið hafi verið illviðráðanlegt. „Ég réð ekkert við þetta gjaldþrot. Við erum fyrsti klúbburinn sem fer í þrot því yfirleitt hafa sveitarfélögin komið til bjargar. Okkar sveitarfélag er sjálft hins vegar á gjörgæslu og í það slæmum málum að ekki var hægt að bjarga okkur. Því fannst engin lausn og því urðum við að fara í þrot. Núna er bara komin ný stjórn. Ég er ekkert að fela það hvernig hlutirnir gengu fyrir sig,“ segir Jón. „Við vorum óheppin með framkvæmdir og erlend lán. Það er enginn öfundsverður af því að fara á hausinn. Gjaldþrotið var óheppileg staða en það var ömurlegt að lenda í þessu. Auðvitað var upplifunin ömurleg, ég leyni því ekkert. Auðvitað var ég ekki sáttur við tapið en lífið heldur áfram og ég er ekki hættur í golfi. Nú fæ ég bara meiri tíma fyrir það.“ ZiK-ZaK MEÐ KENNitöLur Eigendur tískuvöruverslananna ZikZak brugðu á það ráð í vor að stofna nýtt félag utan um reksturinn þar sem gjaldþrot blasti við eldra félagi. Hið nýja félag var skráð á unga dóttur hjónanna sem reka verslanirnar. Miklar skuldir urðu eftir á gömlu kennitölunni, jafnt skuldir við birgja sem og skuldir á opinberum gjöldum. Öllu starfsfólki gamla fyrirtækisins var sagt upp störfum og verslunum fækkað. Starfsmönnum var tilkynnt að þeir fengju engin laun greidd út þar sem skuldir fyrirtækisins væru umfram eignir þess. DV reyndi ítrekað að ná tali af eigendum ZikZak en án árangurs. Hin unga dóttir þeirra, Sigríður, neitaði að ræða málið við blaðamann þegar leitað var eftir svörum um kennitölubreytinguna. Að hennar sögn hafa sprottið upp ýmsar sögur um starfsemina sem ekki séu sannar. Hún vildi hvorki segja hvaða sögur það eru né leiðrétta þær í samtali við blaðamann. „Nei, ég vil helst ekki taka það á mig. Það þýðir ekkert að vera að reyna að segja eitthvað. Þetta er bara ákvörðun sem við höfum tekið. Við ætlum ekki að svara neinum spurningum.“ Aðspurð hvort hún eigi við spurningar fjölmiðla eða starfsmanna sem nú hafa misst þar vinnuna, er svarið: „Bara allt saman. Við viljum helst loka á þetta sem fyrst.“ Sleppa vel Heimildir DV herma að helstu eign- ir World Class hafi verið færðar á nýja kennitölu en skuldir skildar eftir á þeirri gömlu. Ný kennitala Nærri sextíu milljóna tap setti Golfklúbb Eskifjarðar á hausinn. Búið er að stofna nýja kennitölu undir reksturinn. Of dýrt Eigendur ZikZak-tískuverslananna færðu eignir yfir á nýtt einkafélag sem skráð var á unga dóttur þeirra. móti. Þannig á þetta að vera,“ segir Brynjar. Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lög- fræðingur Neytendasamtakanna, segir kennitöluflakk alvarlegt gagn- vart réttindum neytenda. Hún telur nauðsynlegt að skattayfirvöld taki hart á málunum. „Við verðum bein- línis ekki mikið vör við kennitölu- flakk því slíkt er erfitt að sanna en það virðist vera nokkuð um þetta. Það er mjög algengt að fólk leiti til okkar vegna gjaldþrota og tilvika sem virðast vera kennitöluflakk. Þau tilvik eru mjög blóðug því þá missir fólk réttindi sín sem neytendur,“ segir Hildigunnur. Bjarga úr brunanum Þórólfur bendir á að hægt sé að fara fram á ógildingu kennitöluflakks. Hann segir hægt að skoða kennitölu- flakk í samlíkingu við húsbruna. „Það að menn framkvæma kennitöluflakk vísvitandi er í eðli sínu beinn þjófn- aður. Verið er að hafa fé undan og þar með verið að brjóta gagnvart kröfu- höfum. Í rauninni er þarna verið að stela frá öðrum. Skiptastjóri getur auðveldlega tekið upp slíka gjörn- inga samkvæmt lögum. Kröfuhaf- ar verða að fylgjast vel með málum og fara fram á riftun gjörninganna. Þannig er hægt að ná eigum aftur til búsins,“ segir Þórólfur. „Kannski líta sumir á þetta eins og húsbruna, að innbúinu sé hent út um gluggann og því bjargað en um leið er það tekið frá réttmætum eigendum. Álagið nú er svo mikið að hættan er meiri á að menn kom- ist upp með svona lagað. Að stunda ábyrg viðskipti er grundavallarat- riði. Menn verða að geta treyst því að búskipti séu réttlát, ef almennt van- traust vegna kennitöluflakks er til staðar eyðileggur það fyrir öllum.“ Herða reglur Indriði segir kerfið bjóða upp á gal- opna möguleika fyrir óábyrgan at- vinnurekstur þar sem rekstraraðilar geti stundað það að færa verðmæti á milli kennitalna. Hann telur að slíkt gangi ekki upp gagnvart heiðarleg- um samkeppnisaðilum og að treysta þurfi verulega löggjöfina gagnvart kennitöluflakki. Þannig sé hægt að kalla fram ábyrgan fyrirtækjarekstur á Íslandi. Aðspurð telur Hildigunnur einn- ig mikilvægt að herða reglur og bæta eftirlit. Hún segir því miður lítið hægt að bregðast við kennitöluflakki. „Ef fólk framkvæmir kennitöluflakk vís- vitandi er það mjög slæmt gagnvart neytendum. Mér finnst að það þurfi að fylgjast með þessu því það er ansi mikið um þetta. Neytendur geta alltaf gert kröfur í þrotabú en þegar kennitöluflakk hefur átt sér stað er það auðvitað mjög hæpið. Þá er einnig of algengt að ný félög taki ekki yfir ábyrgð- ir eldri félaga og slíkt set- ur neytendur í vanda. Við lendum talsvert í svona löguðu og þau mál geta verið mjög snúin,“ segir Hildigunnur. Ekkert nýtt Jón Steindór segir Samtök iðnaðar- ins lengi hafa stefnt að því að setja upp svartan lista sem vari við ein- staklingum sem beinlínis stundi það að reka fyrirtæki í þrot. Hann telur samkeppnisstöðu fyrirtækja ruglast þegar kennitöluflakkarar eru ann- ars vegar. „Skaðsemin birtist fyrst og fremst gagnvart kröfuhöfum ásamt því að samkeppnisstaða fyrirtækja ruglast. Þegar menn þurfa ekki að standa skil á skuldbinding- um sínum standa þeir betur að vígi í samkeppninni. Við lít- um þetta mjög svo alvarlegum augum. Við viljum setja upp svartan lista og vara við þess- um atvinnuflökkurum. Það megum við því miður ekki,“ segir Jón Steindór. Brynjar bendir á að kennitöluflakk sé síður en svo nýtt fyrirbæri. „Því mið- ur er þetta ekkert nýtt. Brot- ið er gegn kröfuhöfum sem eiga kröfur í verðmæti gamla félags- ins og þarna eru teknir peningar sem menn eiga ekki. Ég er mjög ósáttur við það að slíkt sé gert vísvitandi og í mínum huga er það klárt hegning- arlagabrot. Auðvitað er það alvar- legt. Stundum hef ég ákveðna sam- úð en stundum langar mig bara til að kyrkja viðkomandi,“ segir Brynjar. Alvarlegt Sérfræðingar DV telja kennitöluflakk þjófnað gagnvart kröfuhöfum fyrirtækja. Svartur listi Jón Steindór vill helst setja upp svartan lista yfir atvinnuflakkara sem stunda að sigla fyrirtækjum í strand. Réttur neytenda Hildigunnur segir fjöldamörg tilvik koma inn á borð til hennar þar sem grunur er um kennitöluflakk. Kaupþing hjálpaði Kaupþing hefur stofnað nýtt félag utan um rekstur Pennans og skipt um kennitölu á fyrirtækinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.