Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Síða 25
Hver er maðurinn? „Friðrik Ómar Hjörleifsson, sonur Hjörleifs Halldórssonar frá Steinstöðum í Öxnadal og Sólveigar Gestsdóttur frá Auðnum í Öxnadal.“ Hver er fyrsta minning þín úr æsku? „Að búa í sveit í Öxnadal.“ Hvað drífur þig áfram? „Söngurinn og tónlistin.“ Hver er eftirminnilegasta bók sem þú hefur lesið? „Sagan af Pí.“ Hvernig tilfinning er það að eiga vinsælustu plötuna í tveimur löndum samtímis? „Óraunveruleg! Samt er þetta staðreynd og afar ánægjulegt. Ég tel upp að tíu, dreg andann djúpt og brosi. Þetta er ekki sjálfgefið og ef það er eitthvað sem ég hef lært undanfarin ár er það að njóta augnabliksins og ekki fara fram úr sér.“ Telurðu að tónlistarsmekkur Íslendinga og Færeyinga sé líkur? „Já, að mörgu leyti en Færeyingar eru samt tryggari sínu tónlistarfólki en Íslendingar. Okkur finnst oft grasið grænna hinum megin.“ Hvernig kom það til að þið Jógvan réðust í þetta samstarf? „Það var örugglega húmorinn sem laðaði okkur hvor að öðrum og svo það að við teljum okkur geta lært eitthvað hvor af öðrum. Mér finnst best að vinna með fólki sem ég get lært eitthvað af. Af Jógvani læri ég auðmýkt og færeysku. Hins vegar ætla ég ekki að tileinka mér kæruleysið hans (hlær).“ Heldurðu að Regína Ósk og Eivör gætu náð álíka árangri ef þær myndu gera plötu saman? „Alveg örugglega, en samt ekki gera það stelpur!“ Tekurðu þátt í Eurovision í vetur? „Nei. Þörfin er ekki til staðar lengur sem er kannski ekkert skrýtið. Ég tók þátt 2006, 2007, 2008 og var síðan ekki með í fyrra í forkeppninni en var beðinn um að fara sem bakrödd og sló til. En Eurovision er ekki að fara neitt og ég ætla ekki að afskrifa það að ég fari aftur en þá fer ég einn. Ég sá það alltaf skýrt fyrir mér sem krakki að ég myndi vinna Eurovision fyrir hönd Íslands einn daginn!“ Hvaða ráðHerra stendur sig best? „Davíð Oddsson, fyrrverandi ráðherra.“ ATli EinARsson, 23 árA AtviNNulAuS „Steingrímur. Hann er fyndinn.“ TÓmAs KRisTJánsson, 18 árA StArFSMAður Í FJÖlSMiðJuNNi „Ég þekki ekki neinn ráðherra.“ siguRlÍn ÓsK HRAFnsdÓTTiR, 17 árA NEMi „Ég veit ekkert um svoleiðis. Ég fylgist ekki með því.“ dAnÍEl ÓsKAR PRoFic 16 árA NEMi Dómstóll götunnar Ekki margir Íslendingar geta státað sig af því að eiga vinsælustu plötuna í tveimur löndum samtímis. FRiðRiK ÓmAR HJöRlEiFsson getur það þessa dagana en plata hans og Jógvans Hansen, vinalög, er á toppnum á Íslandi og í Færeyjum. Húmorinn leiddi okkur saman „Ég hef enga skoðun á stjórnmálum.“ guðRún sæmundsdÓTTiR, 21 árS StArFSMAður Í DýrAlANDi maður Dagsins Það hefur verið merkilegt að fylgj- ast með menntun Michaels Moore. Eins og flestir vita lítur hann út eins og dæmigerður Kani, með der- húfu og digra skyndibitavömb. Ef til vill hefði hann lifað lífi sínu eins og flestir dæmigerðir Kanar eiga að gera, talið sig hafa fundið lífstil- ganginn í því að eignast pallbíl og gerast meðlimur í byssusamtökun- um NRA. Stjórnmálaþróunin gerði honum slíkt þó ókleift. Moore ólst upp í Flint, Mich- igan, þar sem helsti atvinnuvegur bæjarbúa, þar á meðal föður hans, var að vinna í verksmiðjum General Motors. Á Reagan-árunum var hins vegar farið að loka verksmiðjun- um. Árið 1989 sló Moore í gegn með heimildamyndinni Roger and Me, en Roger titilsins er Roger B. Smith, yfirmaður General Motors. Síðan þá hefur Moore verið dug- legur við að benda á ýmislegt sem aflaga hefur farið í Bandaríkjun- um, svo sem byssueign í Bowling for Columbine, hernaðarhyggju í Fahrenheit 9/11 og lélega heilbrigð- isþjónustu í Sicko. Í nýjustu mynd sinni, Capitalism: A Love Story, fær- ist hann meira í fang. Hann virðist orðinn þreyttur á að stinga á kýl- in, og vindur sér beint að kjarna málsins. Öll þessi vandamál eru af- sprengi sama vonda kerfisins. Jesús Kristur og góðu forset- arnir Í hugum margra eru Bandaríkin og kapítalisminn samtengd fyrirbæri, enda hafa þau verið helsti málsvari markaðshagkerfisins undanfarna öld eða svo. Moore bendir þó á að það sé ekkert í stjórnarskrá Banda- ríkjanna sem bendlar þau sérstak- lega við kapítalisma, hún hljómi í raun frekar sósíalísk ef eitthvað er. Hann varar sig þó á því að ráðast á annan af grunnstólpum Banda- ríkjanna, kristnina, heldur bend- ir á hvað frjálshyggjukapítalismi sé lítt samrýmanlegur boðskap Krists. Hann bendir einnig á hvernig góð- ir forsetar, svo sem Franklin Roose- velt og Jimmy Carter, hafa varað við græðgisvæðingunni. Í grunninn má segja sem svo að Moore telji hnignun Bandaríkjanna hafa hafist í stjórnartíð Ronalds Reagan, þegar atvinnuleysi jókst, sífellt fleirum var stungið í fangelsi og hinir ríku urðu æ ríkari. Þetta ferli hefur síðan haldið óslitið áfram með Clinton og tveimur Bush-um, þegar forsvarsmenn stórfyrirtækja og banka á borð við Goldman Sachs sátu í öllu ráðuneytum. Þeir hófu síðan að afnema allt aðhald innan frá. Sigrún Davíðsdóttir sagði ein- mitt á þéttsetnum hádegisfundi í Háskólanum á þriðjudaginn að Glitnir hefði ekki hrunið út af Leh- man Brothers, heldur hefðu báðir bankarnir hrunið af sömu ástæðu, of miklum innbyrðistengslum. Michael Moore telur að með Obama hafi nýtt tímabil gengið í garð, að tíma hinnar óheftu græðgi sé lokið. Þær gríðarlegu upphæð- ir sem bankarnir fengu eftir hrun- ið síðasta haust hafi verið lokaút- spil þess hóps sem öllu hefur ráðið í Bandaríkjunum sem hafi sópað til sín eins miklu og þeir gátu af al- mannafé áður en ný stjórn tók við. Kínverska öldin Þó að stuðningur við Obama fari dvínandi er ýmislegt sem bendir til þess að kapítalisminn í Bandaríkj- unum standi á miklum tímamótum. Undanfarin 30 ár, með hnignum og síðan falli Sovétríkjanna, hafa Bandaríkin verið í stöðu einokunar- fyrirtækis í alþjóðamálum. Þau hafa hegðað sér sem slík, með blöndu af óhófi og kæruleysi sem hefur reynst þeim afar dýrkeypt. Þau eiga nú í stríði á tvennum vígstöðvum sem þau geta ekki unnið og eru mikill dragbítur á versnandi efnahag þjóð- arinnar. Skuldir ríkisins hafa einnig aukist til muna eftir hrunið síðasta haust. Kína hefur komið hlutfallslega mun betur út úr efnahagsörðugleik- unum og kínversk fyrirtæki fjárfesta grimmt í Suður-Ameríku og Afr- íku. Kínverjar eru nú að byggja sitt fyrsta flugmóðurskip, en ef til vill er það meira áhyggjuefni fyrir Banda- ríkin að þau skulda Kínverjum um 800 milljarða dollara. Þó að hagkerfi Kína sé aðeins um þriðjungur af hagkerfi Bandaríkjanna eru einnig önnur lönd, svo sem Brasilía, Rúss- land og Indland að sækja í sig veðr- ið. Bandaríkin eru ekki lengur ein- okunarfyrirtæki. Þau hafa því ekki efni á fleiri tilraunum eins og þeim sem fólust í frjálshyggjunni. Slíkar tilraunir eru einfaldlega of dýrkeypt- ar. Því eru líkur á því að samkeppn- in neyði Bandaríkin til að haga sér skynsamlegar næstu árin. Þroskasaga Michaels Moore mynDin Ístak til hjálpar verktakafyrirtækið er í jarðvegsvinnu fyrir Fjölskylduhjálp Íslands til þess að bæta aðgengi fólks í hjólastólum að þjónustu Fjölskylduhjálparinnar auk þess sem auðveld- ara verður að koma stórum sendibílum sem flytja þeim sem minnst mega sín varning upp að dyrum. Ístak þiggur ekki greiðslu fyrir vinnuna sem er því sannkallað góðverk. mynd HEiðA kjallari umræða 6. nóvember 2009 föstudagur 25 vAluR gunnARsson rithöfundur skrifar „Bandaríkin eru ekki lengur einokunarfyr- irtæki.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.