Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Page 29
m æ li r m eð ... ...Jóni Leifs - Lífi í tónum Fyrri verk um Jón Leifs hverfa í skuggann af þessari vönduðu ævisögu. ...Paradísar- borginni Raunsannur hryllingur og margslungin saga. ...Zombie- land Ein besta gamanmynd ársins. ...Það liggur í loftinu Höfundarverkið er enn ein staðfesting á snilld Jónasar Jónassonar. ...óp- erunni Ástar- drykkur- inn Drykkur sem virkar. fókus 6. nóvember 2009 föstudagur 29 föstudagur n Klaufarnir á Players Klaufarnir spila á Players í Kópavogi í kvöld. Ár og aldir eru síðan Klaufar spiluðu þar síðast þannig að búist er við að þakið rifni af kofanum. Fátt klaufalegt við það. n Jack Live-kvöld á sódómu Who Knew, Sing For Me Sandra og Biggibix spila á Jack Live- kvöldi á Sódómu Reykjavík. Húsið opnar klukkan 23, tónleikar hefjast stundvíslega klukkan 0.00. 1.000 krónur inn. n todmobile í Höllinni Manstu eftir lögum eins og Eldlaginu, Í tígullaga dal og Pöddulaginu? Ef ekki þá færðu tækifæri til að rifja þau upp á tónleikum með Todmobile sem fram fara í Höllinni í Vestmannaeyjum í kvöld. Leikar hefjast klukkan 21, miðaverð 2.500 krónur. n Dj moonshine á Prikinu Prikið er staður sem aldrei sefur, sama hvað tunglið skín. Því er við hæfi að Dj Moonshine sjái um tónlistina fyrir hina vel vakandi líkt og hann mun gera í kvöld. „Happyhour“ milli kl.22 og 1, stór á 390 döðlur. laugardagur n Djarft kvöld á Club 101 Svokallað Dirty Night fer fram á Club 101 í kvöld. Keppt verður í djörfum dansi, valin verður Sierra Tequila- stúlkan, sjóðandi heit undirfatasýn- ing fer fram og ýmislegt fleira. Dj Óli Geir, Dj Sindri BM og Dj Joey D sjá um tónlistina. Miðaverð er 999 krónur. n skriðjöklar á spot Hljómsveitin Skriðjöklar spila á Spot í Kópavogi. Piltarnir eru auðvitað þekktastir fyrir lagið Ég sé um hestinn frá níunda áratugnum og munu án efa taka það einu sinni, jafnvel tvisvar, í kvöld. Láttu einhvern sjá um börnin og mættu á Spot í kvöld í glimrandi gír. n Við borgum ekki í Borgarleik- húsinu Hvernig væri að gefa öldurhúsun- um frí í kvöld og kíkja í staðinn í leikhús, til dæmis á Við borgum ekki í Borgarleikhúsinu? Þessi sívinsæli gamanleikur Dario Fo er nú þar í sýningum í leikstjórn Þrastar Leós Gunnarssonar. Verk sem talar heldur betur inn í íslenskan samtíma. n Karlakórar í Glerárkirkju Ef þú verður í menningarlega gírnum um helgina og verður staddur/stödd á Norðurlandi þá er hægt að skella sér á tónleika með karlakór, og það tveimur! Karlakór Akureyrar- Geysir og Karlakórinn Drífandi á Fljótsdalshéraði sameinast nefnilega á tónleikum í Glerárkirkju klukkan 16 í dag. Einstakt tækifæri. Hvað er að GERAST? ...this is it Aðdáendur Michaels Jackson verða að sjá þessa. Hinum finnst örugglega vanta klímax. gera mynd með aðeins meiri jarð- tengingu en myndir hans hafa haft hingað til. „Mér fannst það takast og með hruninu fékk myndin reynd- ar enn sterkari jarðtengingu,“ segir Hilmar. Hann bætir við að umfjöllunar- efni myndarinnnar sé í sjálfu sér al- varlegt mál. „Og mér finnst þetta mikilvæg saga. En við ákváðum strax að frásögnin yrði að vera eins létt og hægt væri. Myndin er því grátbrosleg. Ef ég hef fyrirmynd einhvers staðar þá eru það breskar gamanmyndir. Ef þær eru góðar græturðu jafnmikið og þú hlærð. Woody Allen á góðum degi er líka í senn fyndinn og tragísk- ur. Þannig er lífið svo mikið. Og þetta mátti ekki verða eitthvert svartnætti, þetta varð að vera skemmtilegt. Í því fólst glíman. Svo þegar við vor- um búnir að ákveða hvert umhverfið væri kom sagan svolítið af sjálfu sér.“ Gerði myndina enn nauðsynlegri Desember hefur verið kynnt sem fyrsta íslenska jólamyndin. Hilmar segir það vissulega kost að slík mynd hafi ekki verið gerð áður. „Og hugmyndin um að hafa jólin inni í þessu held ég að hafi kviknað strax fyrsta daginn. Við sáum að þau urðu að vera þarna því þetta með að þiggja aðstoð Mæðrastyrksnefndar og Hjálpræðishersins er svo sterk- lega tengt jólunum og gerir myndina bara enn þá nauðsynlegri. Og þó að þetta sé ekki Love Actually, sem er frábær mynd, þá er þetta samt jóla- mynd. Í stað þess að fjalla um forsæt- isráðherra fjöllum við um fólk sem er aðeins neðar í þjóðfélagsstiganum. En elementin eru öll þau sömu.“ Hilmar segist ekki hafa haft meira gaman af jólamyndum en aðrir í kringum hann hingað til og ekkert verið að pæla neitt sérstaklega í þeim. „Ég hugsa bara eins og flestir um það hvort mynd sé góð eða vond, eða hvort mynd höfði til mín eða ekki. En eftir að ég ákvað að gera þessa mynd forðaðist ég ekki jólamynd- ir,“ segir Hilmar og hlær. Hann bæt- ir við að hann hafi rifjað upp nokkrar klassískar jólamyndir, til dæmis It´s a Wonderful Life með Jimmy Stewart sem er ein frægasta jólamynd allra tíma. „Allar jólamyndir sem eitthvað er varið í fjalla um grafalvarlega hluti. It´s a Wonderful Life er til dæmis um sjálfsmorð. Samt verður þetta klass- íker og það er bara af því að þarna er lífið sjálft að leik. Auðvitað eru líka til yfirborðskenndar, grunnar og væmnar jólamyndir en það voru svona fimm, sex myndir sem ég sá sem voru mjög fínar.“ Öðruvísi en öll önnur jól Desember var tekin á sex vikna tíma- bili í kringum síðustu jól. Hilmar seg- ir það hafa verið svolítið sérstakt að taka upp jólamynd um nákvæmlega þessi jól vegna þess sem gerst hafði um haustið. „Jólin 2008 voru öðru- vísi en öll önnur jól sem ég man eftir. Maður sér það líka á myndinni. Þjóð- in var í sárum, það hefur aldrei verið jafnlítið um skreytingar, það var eng- inn snjór og það var því mjög skrít- in jólastemning. Þegar maður er að gera jólamynd vill maður ljós og ég var svolítið spældur hvað götuskreyt- ingar voru fábrotnar miðað við árin á undan. En svo þegar ég fór að horfa á þetta í þessu samhengi varð ég bara sáttur því myndin hefur að því leyti sagnfræðilegt gildi.“ Hilmar og félagar voru að ljúka við fjármögnun myndarinnar þegar allt fór á hliðina hér á landi í októ- ber í fyrra. „Við héldum fund þar sem við einfaldlega spurðum okkur sjálf: „Getum við þetta?“ Við veltum því alvarlega fyrir okk- ur hvort við ættum að skila pening- unum sem safnast höfðu til að gera myndina af ótta við að við næðum ekki að sigla þessu fleyi til hafnar. En við fengum frábæran hóp af lykil- starfsfólki til að taka ákveðna áhættu og það varð þannig meðframleið- endur. Þannig myndaðist sterk- ur mórall um að þetta væri myndin Okkar með stórum staf. Við áttum öll hagsmuna að gæta og þannig tókst að klára þetta,“ segir Hilmar. ný tækni notuð Frumsýning Desember er fyrsta frumsýning nýstofnaðs félags, Ljós- bands ehf., sem er í eigu hinna marg- reyndu kvikmyndaframleiðenda Hrannar Kristinsdóttur og Önnu Maríu Karlsdóttur. Þær eiga að baki myndir eins og Ikingut, Regínu, Engla alheimsins, Fálka og Kaldaljós. Þess má geta að myndin er tekin með nýrri stafrænni tækni sem kallast Red One. Hilmar veit ekki betur en að allar íslenskar myndir sem teknar hafi verið upp á þessu ári hafi einnig nýtt sér þessa nýju tækni, en Desem- ber er sú fyrsta til að koma fyrir sjón- ir almennings. Hilmar hefur hingað til tekið allar sínar myndir á filmu en hann segir þetta í fyrsta skipti sem hann fái í hendur format sem stenst samanburðinn við filmuna. „Þess vegna var ég tilbúinn til að breyta. Við kvikmyndagerðarmenn erum flestir miklir filmumenn en þessi tækni hefur marga af kostum filmunnar og er hagkvæmari. Önn- ur hver mynd sem er núna gerð í Evr- ópu og Holllywood er, að ég held, tekin upp á Red One þannig að þetta er greinilega framtíðin.“ tók Lay Low á skyndinámskeið Aðalleikarar myndarinnar eru Tóm- as Lemarquis og Lovísa Elísabet Sig- rúnardóttir, betur þekkt sem tónlist- arkonan Lay Low. Hilmar segist ekki hafa séð þau fyrir sér í hlutverkunum til að byrja með. „Þau eru einhvern veginn allt of spes til að maður hugsi strax til þeirra. En svo fóru fram pruf- ur og þetta varð niðurstaðan,“ segir Hilmar. Lengri útgáfan af því hvernig Lov- ísa, sem er algjörlega óreynd sem leikkona, endaði í myndinni er sú að annar aðalframleiðenda myndarinn- ar, Hrönn Kristinsdóttir, stakk upp á henni. Hilmari leist ekkert á það fyrst og ímyndaði sér að Lovísa gæti ekki leikið. Nafn hennar fór þó ekki úr huga hans, enda var hann að leita annaðhvort að syngjandi leikkonu eða leikandi söngkonu því persón- an sem um ræðir er söngkona. „Ég fór svo að hugsa að það væri eitthvað spennandi við þessa hugmynd. Lov- ísa er líka mjög heillandi sem mann- eskja og listamaður. Ég hringdi því í hana og hún fór bara að hlæja þegar ég viðraði þessa hugmynd við hana,“ segir Hilmar. Hann spjallaði svo við Lovísu í hátt í hálftíma og tókst að tala hana inn á að koma í prufu til sín. Eftir hana varð Hilmar síðan sannfærðari en nokkru sinni að Lov- ísa væri rétta manneskjan og var hún því ráðin. „Á settinu þurfti ég náttúrlega að taka hana svolítið öðrum tökum, hún fór á skyndinámskeið hjá mér hvern- ig kvikmyndaleikari vinnur og fleira, og það gekk mjög vel. Það sést líka í myndinni að hún vex eftir því sem lengra líður. Hún færist öll í aukana og öryggið verður meira,“ segir Hilm- ar. Vinnur að mynd um Vetrarferðina Spurður hvort hann sé búinn að fá upp í kok af jólunum nú þegar hann hefur nýlokið gerð myndar sem hverfist um þau segist Hilmar ekki finna fyrir því. „Nei, nei. Ég gæti alveg hugsað mér að gera aðra mynd sem tengist jólunum. Og ég hef oft verið meira búinn eftir mynd. Ég væri því alveg til í að byrja á næstu mynd á morgun, alla vega á mánudag,“ segir Hilmar og hlær. Þegar blaðamaður spyr svo í rælni hinnar klisjukenndu spurn- ingar hvaða verkefni séu fram und- an segist Hilmar vera með tvö, þrjú verkefni í handraðanum. Eitt þeirra sé sjónvarpsþáttaröð og mynd byggð á skáldsögunni Vetrarferðin eftir Ólaf Gunnarsson. „Ég er að vinna að handriti fyr- ir hvort tveggja en hvort bara ann- að þeirra verði að veruleika, eða hvorugt, ræðst af fjármögnun,“ seg- ir Hilmar sem fengið hefur hand- ritsstyrk fyrir verkefninu. „Þetta er eins og allt sem maður gerir, kannski verður þetta aldrei að veruleika. En ég er alla vega að skrifa og svo eftir tvö, þrjú ár erum við vonandi að tala um þessa mynd.“ kristjanh@dv.is Hilmar Oddsson „Ég segi ekki að mér hafi liðið eins og ég væri allt í einu að gera heimildarmynd, en ekkert langt frá því.“ mYnD Heiða HeLGaDóttir Urðu hluti af viðfangsefninu Ungt og ástfangið par lendir í bölv- uðu basli þegar einhver óværa fer á kreik heima hjá því á næturnar og raskar svefnró heimasætunnar. Kær- astinn tekur draugaganginn ekki mjög hátíðlega en unnustan er öllu skelkaðri enda hefur þessi ósýnilegi skrattakollur sem nú er kominn á kreik fylgt henni, með hléum þó, frá því hún var átta ára. Kærastinn ákveður þó að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvur andskotinn fari í gang á meðan þau skötuhjú reyna að sofa svefni hinna réttlátu. Hann dregur því forláta kvik- myndatökuvél inn á heimilið og læt- ur vélina ganga næturlangt í hjóna- herberginu. Þegar parið fer svo yfir upptökurnar á daginn fer ekkert á milli mála að einhver óhreinn and- inn er á sveimi yfir rúminu. Sérfræð- ingur er kallaður til en sá hrökklast burt og segist ekkert geta átt við fyr- irbærið vegna þess að hér sé eng- inn venjulegur draugur á ferð heldur illskeyttur dímon sem sjálfsagt hafi það lokatakmark að sölsa undir sig stelpugreyið. Púkinn sjálfur virðist kunna at- hygli myndavélarinnar vel og fær- ist allur í aukana eftir því sem á líð- ur. Spennan magnast að sama skapi, feigðin sem hvílir yfir parinu unga frá upphafi verður þrúgandi og ókindin mætir reglulega með svona klassísk „úgabúga!“ bregðuatriði sem ná að hreyfa við taugaveikluðum áhorfend- um á meðan þeir sem eru verseraðir í hryllingi haggast varla. Paranormal Activity fer núna sig- urför um heiminn og er hampað sem nýju Blair Witch Project sem vissu- lega má til sanns vegar færa fyrir utan auðvitað að Paranormal Acti- vity er miklu betri mynd en norna- ruslið. Í það heila er Paranormal Activity býsna vel heppnuð hryllings- mynd. Hún er gerð fyrir smáaura á Hollywood-mælikvarða en einföld og hrá heimavídeótakan með sínum heimildarmyndafílingi smellpass- ar og gerir ógnina býsna raunveru- lega. Aðalleikararnir tveir skila sínu líka áreynslulaust og ákaflega vel. Þá er myndin fyndin á köflum og rist- ir frekar djúpt í einfaldleika sínum. Hún fylgir manni eftir út í kvöldmyr- krið og er á sveimi í huga manns að- eins á eftir en hryllingsmynd getur varla fengið betri meðmæli þar sem flestar gleymast þær um leið og þeim lýkur. Það eina sem vinnur beinlínis gegn myndinni er orðsporið sem hún stendur ekki fyllilega undir. Þótt hún sé fín fyrir sinn hatt þá mígur maður ekkert á sig af hræðslu og þegar búið er að lofa manni því að maður verði sleginn kaldur af ótta vill maður helst að staðið sé við það. Ég gekk úr salnum í þurrum nær- buxum og svaf eins og ungbarn um nóttina. Það voru umtalsverð von- brigði. Þórarinn Þórarinsson paranormal activity Leikstjóri: Oren Peli aðalhlutverk: Micah Sloat, Katie Featherston kvikmyndiR Úgabúga!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.