Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Side 50
Sjónvarp gegnum netið iTunes-verslun Apple-fyrirtækis-
ins státar af 65 milljónum skráðra notenda. Það er því kannski ekki
að undra að fyrirtækið sé nú í viðræðum við stærstu framleiðendur
sjónvarpsþátta vestanhafs með það fyrir augum að bjóða notend-
um sínum upp á mánaðarlega áskrift gegnum iTunes að vinsæl-
asta sjónvarpsefninu. Ef samningar takast er ætlunin að hefja þessa
þjónustu strax á næsta ári og mánaðarleg áskrift myndi kosta 30
dollara eða um 3.750 íslenskar krónur.
grænt epli
í deSember
Heildarsafn tónlistar Bítlanna kom á
markað í september síðastliðnum í
veglegum geisladiskakassa og hafði
að geyma stafræna endurhljóð-
blöndun á lögum Bítlanna ásamt
heimildarmyndum og fágætum
ljósmyndum. Þessi sama útgáfa
kemur nú á markað í desember í
breyttu formi því nú er allt efnið sett
á 16GB USB-minniskubb sem
hannaður hefur verið sérstaklega í
formi eplis með vísan til hins gamla
útgáfufyrirtækis Bítlanna, Apple
Corps Ltd. Útgáfan verður í
takmörkuðu upplagi því aðeins
þrjátíu þúsund eintök verða í boði
fyrir almenning í jólamánuðinum.
allt er nú til
undir Sólinni
Þessi annars ágæti stuttermabolur er
ekki allur þar sem hann er séður.
Hann skynjar nefnilega þráðlaus net
og sýnir hversu öflugt merki kemur
frá netinu en þá glóa samsvarandi
margar rendur framan á bolnum.
Framleiðandinn tekur skýrt fram að
ekki megi setja bolinn í þvottavél án
þess að fjarlægja rafhlöður og
rendurnar sjálfar af bolnum en þetta
er síðan allt hægt að tengja aftur
þegar flíkin er orðin þurr.
UmSjón: páLL SvAnSSon, palli@dv.is
Aukin félagsleg einangrun í sam-
félögum nútímans virðist í huga
margra haldast hönd í hönd við stór-
aukna notkun almennings á netinu
og farsímum en samkvæmt nýrri
bandarískri rannsókn er ástæðunnar
ekki að leita þar. Í rannsókninni sem
ber heitið Félagsleg einangrun og
ný tækni (Social Isolation and New
Technology) kemur fram að þrátt
fyrir að mörg okkar eyði sífellt meiri
tíma dag hvern, límd fyrir framan
lítinn eða stóran skjá til að komast í
samband hvert við annað, dragi það
ekki úr raunverulegum samskiptum
þar sem einstaklingar hittast augliti
til auglitis.
Það kemur einnig að fram að
notkun samskiptasíðna líkt og Face-
book eða MySpace stuðli ekki síst að
samskiptum fólks með ólíkan bak-
grunn, þjóðerni og menningu og
sé því jákvætt og myndi fjölbreytni
sem annars væri varla til staðar.
Nýja rannsóknin sem unnin var af
Háskólanum í Pennsylvaniu dregur
þannig í efa getgátur fyrri rannsókna
sem leituðu orsaka fyrir þeirri auknu
félagslegu einangrun sem átt hefur
sér stað meðal Bandaríkjamanna
síðustu tvo áratugina.
Samverkandi áhrif
En það geta einnig verið samverk-
andi áhrif sem stuðla að aukinni fé-
lagslegri einangrun. Fjöldi þeirra
sem kjósa að búa einir hefur aukist
síðustu ár og ef félagslegri þörf þeirra
er að mestu leyti svalað með net-
samskiptum er hætta á að þeir lendi
í ógöngum þegar eitthvað bjátar á í
lífi þeirra. Þannig segjast tólf pró-
sent Bandaríkjamanna engan trún-
aðarvin eiga, einhvern sem hægt sé
að tala við um mikilvæg persónuleg
málefni og vandamál.
Ein af niðurstöðum rannsókn-
arinnar leiddi í ljós að þrátt fyrir að
við lítum öll á netið sem alþjóðlegt
fyrirbæri sem tengir öll heimshorn-
in saman, notar almenningur sam-
skiptasíður, vefpóst og spjallforrit
í flestum tilvikum til samskipta við
aðra innan nánasta umhverfis síns
eða nágrennis. Hvort að þessi sam-
skipti séu farin að koma í staðinn
fyrir eðlilega virkni í umhverfi okkar
skal ósagt látið. Það kemur þó fram
í rannsókninni að notendur sam-
skiptasíðna eins og Facebook þekki
síður til nágranna sína eða leiti til
þeirra varðandi hitt og þetta. Vinirn-
ir á Facebook virðast hafa tekið við
því hlutverki. palli@dv.is
50 föStudagur 6. nóvember 2009 helgarblað
Æskuminningar Flosa
Ómótstæðileg
kímni
– myljandi háð.
Flosi eins og
hann gerist
bestur!
SKRUDDA
Er netnotkun farin að draga úr félagslegri hæfni okkar? Eru samskipti við annað fólk að
verða mest til netlæg en ekki augliti til auglitis? Erum við í raun að einangrast félags-
lega þrátt fyrir virkni okkar á Facebook, MSN og í farsímanum?
Að geta ekki rætt málin Tólf prósent Bandaríkjamanna eiga engan trúnaðarvin.
félagSleg virkni
eða einangrun?