Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Síða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Síða 64
n Karl Ágúst Úlfsson Spaugstofu- maður fagnaði 52 ára afmæli sínu á miðvikudaginn. Það rigndi hreinlega afmæliskveðjum á Face- book-síðu spéfuglsins. Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar köstuðu kveðju á Karl Ágúst og má þar nefna Helgu Brögu, Jóhönnu Vigdísi og Sigrúnu Eddu leikkonur, Stein- unni Valdísi Óskars- dóttur þingkonu, Magnús Geir Þórðarson borg- arleikhússtjóra og gleðipinnann Hemma Gunn. Bítur svínið nokkuð á rauða ljónið? Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. KR-ingurinn og íþróttalýsandinn Bjarni Felixson skellti sér í svína- flensusprautu eins og svo marg- ir landsmenn hafa gert. Bjarni þyk- ir mikið hörkutól og kvartaði ekkert þegar hann hafði fengið sprautuna. Gekk út með bros á vör. Það sem vakti athygli var að Bjarni var tekinn fram fyrir röð af fólki sem beið. „Bjarni, komdu bara inn,“ sagði hjúkkan og bauð þessari goðsögn í lifanda lífi góðan daginn. Við restina sagði hún: „Næsti.“ Bjarni var hress á biðstofunni en hann fór ekki úr frakkanum, ólíkt öðrum sem þar biðu og fóru úr yfirhöfnum sem hjúkrunarfólk bað fólk um að gera, og ræddi um fótbolta við aðra gesti – enda með gríðarlegt vit á þeirri göf- ugu íþrótt. Bjarni lék á sínum yngri árum knattspyrnu með KR og varð Íslands- meistari með liðinu 1959, 1961, 1963, 1965 og 1968. Auk þess sem hann varð bikarmeistari með liðinu 1960, 1961, 1962, 1963, 1964, 1966, og 1967. Alls lék Bjarni sex A-landsliðsleiki fyrir hönd Íslands og þá fékk hann heiðursskjöld frá KSÍ fyrir störf sín. Það er því næsta víst að Bjarni er enn þá stjarna í augum hjúkrunarfólks. Rigndi inn kveðjum Bjarni Fel fékk stjörnumeðferð í svínaflensusprautu: Tekinn fRam fyRiR Röð n Sölvi Tryggvason, sjónvarps- maðurinn skeleggi, ætlar að skrifa endurminningar Jónínu Benediktsdóttur og setja þær á prent. Búast má við gríðarlegum sprengjum en Sölvi fékk Jónínu í þáttinn sinn á Skjá einum þar sem hún talaði tæpitungu- laust. Þar sagði hún meðal annars að hún ætti gögn sem þyldu ekki dagsins ljós – í bili að minnsta kosti. Heimild- ir DV herma að þessi gögn fái að líta dagsins ljós þegar bókin kemur út og því má búast við að einhverjir séu farnir að skjálfa. Sölvi + jónína = SpRengja n Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Íslandsvinurinn og popparinn Damien Rice verða sér- stakir verndarar Laufásborgarlunds í Hljómskálagarðinum. Verkefnið er samstarfsverkefni Reykjavíkurborg- ar og leikskólans Laufásborgar en sérstök dagskrá er í dag, föstudag, í Hljómskálagarðin- um vegna þessa. Klukkan 12.30 flyt- ur Hanna Birna ræðu en stuttu seinna gróður- setja Hanna Birna, Damien Rice og Gísli Marteinn Baldursson tré í lundin- um ásamt 16 börn- um af Laufás- borg. veRndaRaRniR Hanna og damien Alþýðumaður bjarni fel er fyrir löngu orðinn goðsögn í lifanda lífi. bar er meira að segja nefndur eftir honum. Aðalbakhjarlar Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.