Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Síða 19
Hver er maðurinn? „Bubbi Morthens.“ Hvað drífur þig áfram? „Það er fólk og ást mín á lífinu.“ Hvar ólst þú upp? „Í Reykjavík, nánar tiltekið í Vogunum.“ Hver er þinn uppáhaldsmatur? „Það er indverskur, taílenskur og gamaldags íslenskur matur.“ Hverju ertu stoltastur af? „Að vera á lífi og faðir fimm barna.“ „Hvernig líður þér á 30 ára útgáfuafmælinu þínu? „Mér líður stórkostlega. Æðislegt að fá að upplifa það.“ Af hverju að syngja í framhalds- skólum frekar en annars staðar? „Af því að þar er framtíðin. Þarna er fólkið sem tekur við landinu. Núna eru þau ekki endilega að pæla í kreppunni eða öðru en þau vissulega taka við. Það er magnað að fá tækifæri til að hitta þau í skólanum, tala við þau, segja þeim sögur og syngja.“ Eru þetta skemmtilegir áhorfend- ur? „Það eru allir áhorfendur skemmtilegir en þau eru alveg æðisleg. Þau eru svo hress og kát og ófeimin. Það sem ég tek líka eftir í dag er hvað ungt fólk er fallegt.“ Megum við eiga vona á nýrri plötu frá þér í bráð? „Já, ég er að fara að vinna í plötu sem verður örugglega á þjóðlegu nótunum.“ Hvað er fram undan? „Nú er ég að spila á fullu og verð að því fram í mars. Þá tekur við smá pása áður en ég held í annað tónleikaferða- lag. Svo er ég að koma á koppinn sjónvarpsþáttaröð um veiði. Svo er ég eiginlega að stefna að því að bæta mig sem manneskju. Verða betri eiginmaður og faðir.“ BORÐAR ÞÚ HRÚTSPUNGA? „Nehei.“ SUNNEVA MIST BJÖRNSDÓTTIR 16 ÁRA, NEMI Í FJÖLBRAUT ÁRMÚLA „Já, og mér finnst þeir góðir.“ ANTON ÖRN GUÐNASON 12 ÁRA „Oj, nei.“ DÍANA LIND SIGURÐARDÓTTIR 14 ÁRA, NEMI Í ÖLDUSELSSKÓLA „Nei, en ég hef smakkað þá.“ SÆMUNDUR BERGMANN JÓNSSON 16 ÁRA, VINNUR Í ÞINNI VERSLUN DÓMSTÓLL GÖTUNNAR BUBBI MORTHENS á þrjátíu ára útgáfuafmæli um þessar mundir og af því tilefni ætlar hann að halda 24 tónleika í framhaldsskólum landsins. Honum líður æðislega yfir að hafa náð þessum áfanga og er ekki hættur að gefa út plötur. FRAMTÍÐIN Í FRAM- HALDSSKÓLUNUM „Já, en get ekki sagt að mér þyki þeir góðir.“ ANNA ÓLAFSDÓTTIR 66 ÁRA, HEIMAVINNANDI MAÐUR DAGSINS Í dag er hlutfall kvenna í sveitar- stjórnum á Íslandi um 36% og hefur aukist hægt og bítandi síðastliðna hálfa öld. Konur eru í meirihluta í sveitarstjórnum í tíu sveitarfélög- um á landinu en í fimm sveitarfé- lögum er engin kona meðal sveit- arstjórnarmanna. Þá má geta þess að einungis fjórðungur oddvita sveitarstjórna eru konur og karlar voru 78% þeirra sem skipuðu efstu sæti framboðslistanna fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar 2006. Ein meginástæða þess að konum hef- ur gengið hægt að rétta hlut sinn í sveitarstjórnum er sú að þær skipa almennt ekki fyrsta sæti á fram- boðslistum. Langt í land Þrátt fyrir að hér á landi hafi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla verið í gildi í rúm þrjátíu ár er enn langt í land hvað raunverulegt jafnrétti varðar. Jafnrétti kynjanna þýðir nefnilega að kynin séu jafnsjá- anleg í samfélaginu, jafnvaldamikil og taki þátt í opinberu lífi og einka- lífi í jöfnum hlutföllum. Konur eiga jú að hafa sömu tækifæri og karlar til að móta samfélagið sem þær búa í – ekki satt? Staðreyndirnar tala Við vitum öll að veruleikinn er ekki svona. Verulega hallar á konur þeg- ar kemur að valda- og virðingar- stöðum og þegar umönnunar- og uppeldisstörf eru skoðuð hallar á karla. Staðreyndirnar tala sínu máli. Í greinargerð starfshóps um aðgerð- ir til að auka hlut kvenna í sveitar- stjórnum kemur fram að karlar eru í meirihluta í sveitarstjórnum og því minni sem sveitarfélögin eru því erfiðara eiga konur uppdráttar. Víða í dreifbýlinu eru það því karlarnir sem taka ákvarðanir er snerta sveit- arfélagið og þá um leið íbúa þess. Konur leita annað Smærri sveitarfélög byggja mörg hver afkomu sína á hefðbundnum frumvinnslugreinum eins og land- búnaði og sjávarútvegi. Strákarnir feta í fótspor feðra sinna, þeir taka við búinu eða fara til sjós. Minna er hins vegar um störf sem höfða til stelpnanna og kynjasamþætt- ingar er ekki gætt við stefnumótun og ákvarðanatöku í sveitarfélaginu. Í þessum karllægu samfélögum er hættan sú að sjónarmið kvenna fái minna vægi en sjónarmið karla. Þetta getur valdið því að konurnar finna sig ekki í samfélaginu og leita annað. Konur hafi sömu tækifæri Núna er því tækifæri, þegar styttist í sveitarstjórnarkosningar, að gera bragarbót og vinna ötullega að því að fjölga konum í sveitarstjórnum. Kynin eiga að hafa sömu tækifæri og vald til að móta samfélag sitt og eigið líf. Stjórnmálaflokkarnir og framboðin bera ábyrgð á kynjahlutföllum á fram- boðslistunum sem lagðir verða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Það er á ábyrgð framboðanna og okkar sem kjósum í prófkjörunum að jafna hlut kynjanna í sveitarstjórnum. Hvetjum og styðjum konur til þátt- töku í sveitarstjórnum – setjum konur í fyrsta sæti. Setjum konur í fyrsta sæti MYNDIN Viðurkenning Nemendafélag Menntaskólans við Sund tók á móti viðurkenningu frá Íslandsdeild Amnesty International fyrir besta árangurinn í samkeppni framhaldsskól- anna í bréfamaraþoni Amnesty. Alls voru send rúmlega 4.062 bréf til þolenda mannréttindabrota. MYND HEIÐA HELGADÓTTIR KJALLARI UMRÆÐA 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 19 ARNFRÍÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR verkefnisstjóri skrifar „Hvetjum og styðjum konur til þátttöku í sveitarstjórnum – setjum konur í fyrsta sæti.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.