Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Page 22
UM HELGINA RAFÓPERA Í SALNUM Rafóperan Farfuglinn eftir Hilm- ar Þórðarson verður flutt í Salnum, Kópavogi, laugardaginn 30. janúar klukkan 17. Farfuglinn fjallar um dauðann og er handritið unnið upp úr Móðurinni eftir H.C. Andersen og bókinni Farfuglar eftir Rabindranath Tagore. Óperan sem er í leikstjórn Messíönu Tómasdóttur er blanda af tónlistarflutningi og rafhljóðum. Verð er 2500 krónur og hefst sýning- in klukkan 17. OPNUN Í LISTA- SAFNI ÁRNESINGA Sýningin Íslensk myndlist - hundrað ár í hnotskurn verð- ur opnuð í Listasafni Árnesinga í Hveragerði laugardaginn 30. janúar. Leitast verður við að sýna þróun íslenskrar myndlistar á 20. öld og samspil hennar við ís- lenskt þjóðfélag auk þess að gefa þeim sem búa úti á landi færi á að sjá sýninguna. Verkin eru flest í eigu Listasafns Íslands og eru sýningarstjórar Dagný Heiðdal, Rakel Pétursdóttir og Inga Jóns- dóttir. Opnunin verður klukkan 14. Aðgangur er ókeypis. FURÐUVERUR Í HAFNARHÚSINU Fjölskyldudagskrá verður í boði í Hafnarhúsinu á laugardag. Það er í tengslum við sýninguna Ljóstillífun þar sem ellefu ungir málarar sýna kraftmikil, litrík og oft ævintýraleg málverk og myndir. Í boði verður leit að furðuverum, dýrum og plöntum sem birtast á ólíklegum stöðum á sýningunni auk þess sem kannað verður hvernig málverk flæða út fyrir ramma, mörk og „venjuleg“ rými. Fjölskyldustundin hefst klukkan 14 og er aðgangur ókeypis. Hildur Bjarnadóttir með leiðsögn á Carnegie Art Awards: Prjónaður fangaklefi 22 FÖSTUDAGUR 29. janúar 2010 FÓKUS STIEG LARSSON EFSTUR Vinsældum bóka Stiegs Larsson virðist aldrei ljúka en tvær af þremur bókum hans sitja efstar á lista yfir mest seldu bækur hjá Eymundsson vikuna 20. til 26. janúar. Í fyrsta sæti er bókin Loftkastalinn sem hrundi eftir Larsson, í öðru sæti er Svörtuloft eftir Arnald Indriðason og í því þriðja er Stúlkan sem lék sér að eldinum. Það er greini- lega glæpafaraldur á landinu í dag. Þetta er búið að ganga mjög vel – þetta er alveg rosalega mikil vinna en það er dásamlegt að vinna með Sveppa. Ég tek þetta að mér ekki síst vegna þess að ég er mikill aðdáandi bæði Gísla Rúnars og Sveppa,“ segir Felix Bergsson en hann stýrir nýjustu leiksýningu Sveppa, Al- gjör Sveppi – Dagur í lífi stráks sem er byggð á barnaplötu Gísla Rúnars, Al- gjör sveppur, sem er ein af uppáhalds- plötum Felix. „Ég hlustaði á hana út og inn í gamla daga. Það má alveg segja það að ég sé að leikstýra mínu drauma- verki,“ segir Felix og glottir. Gísli Rún- ar hafði á þessum tíma gert garðinn frægan í Stundinni okkar sem prakkar- inn og heimspekilegi brúðustrákurinn Páll Vilhjálmsson. Hljómplatan var á svipuðum nótum og sló í gegn. Eins og kemur fram í titlinum á verkinu fjallar það um dag í lífi stráks og öll þau ævin- týri sem fylgja honum. Mikið fjör en rosa mikil vinna Algjör Sveppi - Dagur í lífi stráks er barnasýning en með Sveppa á sviðinu er Orri Huginn Ágústsson sem er góð- kunnur úr sjónvarpsþættinum Press- unni og barnaleikritinu Abbababb. Sveppi fer á kostum í aðalhlutverkinu eins og honum einum er lagið og Orri bregður sér í allra kvikinda líki meðan á sýningunni stendur. Til þess er tækn- in notuð og sniðugar lausnir. „Þetta er ekkert nýtt undir sólinni sem við erum að gera en ástæðan er sú að sýningin er pínu kabarett. Það gerist allt voðalega fljótt. Það eru rosalega margir karakterar sem koma við sögu þennan dag, allir leiknir af Orra. Ég hef unnið með hon- um áður og þegar það vantaði leikara í þetta hlutverk var hann fyrsti maður- inn sem ég hringdi í. Við gerum þetta þannig að and- lit kemur í gegnum gat á veggnum og svo teiknum við í kringum það. Orri leikur báða foreldrana og þeir syngja saman lag í sýningunni. Þau skiptast á með setningar og eina lausnin sem við fundum var að setja Orra í gat- ið á veggnum. Við teljum að þetta sé skemmtileg lausn og við erum að nota tæknina til að hjálpa okkur að segja Felix Bergsson leikstýrir verkinu Algjör Sveppi – Dagur í lífi stráks, sem frumsýnt verður um helgina. Þar fer einn vinsælasti leikari landsins, Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, á kostum. Felix segir það vera forréttindi að leikstýra Sveppa og að hann hafi einhverja áru sem laðar fólk að honum. Verkið er byggt á plötu sem Gísli Rúnar gerði fræga á sínum tíma, plötu sem er í miklu uppáhaldi hjá Felix. Dásamlegt að vinna með Sveppa Hann hefur allt sem leik- ari þarf og það er mjög auðvelt að skilja Sveppa á sviði. Hann er með mikla reynslu og er frábær leikari. Kann til verka Felix veit alveg hvernig á að sjá veröldina með augum barna. MYND KRISTINN MAGNÚSSON „Ég mun meðal annars fjalla um þrjú verk á sýningunni sem hafa með textíl að gera,“ segir Hildur Bjarnadóttir myndlistarmaður en hún verður með leiðsögn um sýn- inguna Carnegie Art Award 2010 sem nú stendur yfir í Listasafni Ís- lands. Carnegie Art Award eru ein veg- legustu myndlistarverðlaun sem veitt eru í heiminum í dag og er sýningunni ætlað að kynna nor- ræna samtímamálaralist. Hildur vinnur með textíl sjálf og ætlar að skoða hvort hægt sé að sjá málverk í þeim verkum sem um ræðir. Tvö verkanna sem hún fjallar um eru prjónuð og ofin en það þriðja er kvikmyndaverk. Meðal listamanna sem sýna á sýningunni er Kjersti G. Andvig en hún prjónaði eftirlíkingu af fanga- klefa manns sem beið dauðadóms í Texas. Hildur mun ásamt áhorf- endum velta verkinu fyrir sér og ræða það. Hún kemur til með að velta fyrir sér hvers vegna listamað- urinn gerði verkið, hvers vegna það er prjónað og af hverju það er á sýn- ingu um málverk? Sýningin er eins og áður segir í Listasafni Íslands og mun standai til 21. febrúar næstkomandi. Leið- sögn Hildar hefst klukkan 14 og er aðgangur ókeypis. Hildur Bjarnadóttir myndlistarmaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.