Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 29. janúar 2010 NAFN OG ALDUR? „Ragnar Ólafsson, 29 ára.“ ATVINNA? „Tónlistarmaður.“ HJÚSKAPARSTAÐA? „Einhleypur.“ FJÖLDI BARNA? „Engin.“ HEFUR ÞÚ ÁTT GÆLUDÝR? „Já, þó nokkrar dýrategundir.“ HVAÐA TÓNLEIKA FÓRST ÞÚ Á SÍÐAST? „Clive Carrol og Tom Hannay á Rósenberg.” HEFUR ÞÚ KOMIST Í KAST VIÐ LÖGIN? „Já, ég kannast eitthvað við græna klefann á lög- reglustöðinni hjá Hlemmi.“ HVER ER UPPÁHALDSFLÍKIN ÞÍN OG AF HVERJU? „Hljómsveitarbolur sem stendur Momentum á.“ HEFUR ÞÚ FARIÐ Í MEGRUN? „Nei. Ég hef aftur á móti reynt að bæta á mig, en ekkert gengur.“ HEFUR ÞÚ TEKIÐ ÞÁTT Í SKIPULÖGÐUM MÓTMÆL- UM? „Já, þegar ég bjó í Gautaborg tók ég meðal ann- ars þátt í að múna á George W. Bush sem var þar í heimsókn.“ TRÚIR ÞÚ Á FRAMHALDSLÍF? „Nei.“ HVAÐA LAG SKAMMAST ÞÚ ÞÍN MEST FYRIR AÐ HAFA HALDIÐ UPP Á? „I believe I can fly, með R. Kelly. Ég var ungur og vitlaus á þeim tíma.“ HVAÐA LAG KVEIKIR Í ÞÉR? „Prince of the Rodeo með norska bandinu Turbo- negro og Muffin Man með Frank Zappa. Ég set þau á fóninn áður en ég fer út á lífið.“ TIL HVERS HLAKKAR ÞÚ NÚNA? „Hljómleikaferð Árstíða um Svíþjóð.“ HVAÐA MYND GETUR ÞÚ HORFT Á AFTUR OG AFT- UR? „The Doors eftir Oliver Stone. Ég er alltaf að taka eftir einhverjum nýjum smáatriðum í henni.“ AFREK VIKUNNAR? „Ég var að klára að taka upp söng fyrir nýja plötu með hljómsveitinni Ask the Slave.“ HEFUR ÞÚ LÁTIÐ SPÁ FYRIR ÞÉR? „Já, og mér sýnist það bara vera að ganga eftir, svei mér þá.“ SPILAR ÞÚ Á HLJÓÐFÆRI? „Nokkur.“ VILTU AÐ ÍSLAND GANGI Í EVRÓPUSAMBANDIÐ? „Já.“ HVAÐ ER MIKILVÆGAST Í LÍFINU? „Að þróast.“ HVAÐA ÍSLENSKA RÁÐAMANN MUNDIR ÞÚ VILJA HELLA FULLAN OG FARA Á TRÚNÓ MEÐ? „Jóhönnu Sigurðardóttur. Ég held að hún lumi á góðum sögum.“ HVAÐA FRÆGA EINSTAKLING MYNDIR ÞÚ HELST VILJA HITTA OG AF HVERJU? „W. Axl Rose. Þetta er magnaðasti einstaklingur tónlistarsögunnar ... og algjör fáviti.“ HEFUR ÞÚ ORT LJÓÐ? „Oft og lengi.“ NÝLEGT PRAKKARASTRIK? „Ekkert sem má segja frá.“ HVAÐA FRÆGA EINSTAKLINGI LÍKIST ÞÚ MEST? „Mér hefur verið líkt við Johnny Cash við nokkur tækifæri. Ég er ekki alveg viss hvort að það sé já- kvætt, eða hvað?“ ERTU MEÐ EINHVERJA LEYNDA HÆFILEIKA? „Ég get haldið fótbolta á lofti endalaust.“ Á AÐ LEYFA ÖNNUR VÍMUEFNI EN ÁFENGI? „Þetta er að sjálfsögðu viðkvæm spurning, en mér finnst það vera ákveðin mótsögn að samfélagið skuli leyfa áfengi en banna gras.“ HVER ER UPPÁHALDSSTAÐURINN ÞINN? „Indland, ekki spurning.“ HVAÐ ER ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ GERIR ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ AÐ SOFA? „Les, ef ég er einn það er að segja.“ HVER ER LEIÐ ÍSLANDS ÚT ÚR KREPPUNNI? „Menntun og þekkingariðnaður.“ Ragnar Ólafsson er meðlimur í hljómsveitinni Árstíðir. Vin- sældir hljómsveitarinnar hafa aukist undanfarin misseri og kom hennar fyrsta plata út á síðasta ári við góðar undirtektir. Í maí næstkomandi leggur hljómsveitin upp í tónleikaferð um Svíþjóð. LÍKT VIÐ JOHNNY CASH Betulic birkilaufstöflurnar innihalda 98% birkilaufsduft og eru framleiddar af natni með aðferð sem varðveitir upprunalega eiginleika birkilaufs sem allra best. Það er mikil og gömul hefð fyrir því að nota birkilauf sem fæðubótarefni til að hraða efnaskiptum og losa vatn úr líkamanum, draga úr bólgum og afeitra líkamann (detox). Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, auk þess sem það örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Ráðlagður dagskammtur 2 til 4 töflur er samsvarar 980 - 1960 mg. af birkilaufi. Betulic inniheldur hvorki laktósa, glúten, sætuefni né ger. BETULIC - BIRKILAUF www.birkiaska.is Símar: 578 3030 og 8 240 240 Pípulagningaþjónusta Góð þjónusta og vönduð vinnubrögð www.faglagnir.is – VERKIN TALA Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 www.velfang.is • velfang@velfang.is Fr um Nýtt og traust umboð fyrir á Íslandi varahlutir þjónusta verkstæði vélar Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.