Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Qupperneq 45
HELGARBLAÐ 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 45
HORNAMENNIRNIR ERU HEITASTIR
Guðjón Valur Sigurðsson
„Klárlega kynþokkafyllstur! Fallegur, sjarmerandi með
geðveika spékoppa og fallegt bros. Eigum við svo að ræða
líkamann? Hvaða gríska goð sem er gæti verið stolt.“
„Flott sjálfsöryggi.“
„Hot! Enginn smá kroppur og virkar svolítið bad boy úti á
vellinum. Ekki leiðinlegt að sjá hann beran að ofan! Bara
heitur!“
„Flott hvað hann er öruggur í framkomu og svo er hann svo
sætur.“
„Yfirvegaður en samt svo ákveðinn. Flottur karlmaður.
Sýnilega með gott sjálfstraust.“
„Dularfullur. Flottur kroppur og geggjaður sixpack!
Ljóshærðir íslenskir karlmenn eru bara hot.“
„Hinn sanni íslenski handboltavíkingur, klikkar ekki og það
er eitthvað ótrúlega kynþokkafullt við að sjá hann laumast
inn úr horninu. Solid gaur!“
„Flottur kroppur, duglegur, með hausinn í lagi. Alveg á
jörðinni, ekki vottur af hroka þrátt fyrir góðan árangur.“
„Voða flottur, virkar eitthvað svo fullkominn og tryggur, allt
svo „pure“ við hann sem konur elska í fari karla. Ekki týpan
sem skellir sér á strippbúlluna.“
„Sterkur og flottur karakter með bros fyrir allan peninginn
og afganginn líka.“
„Mjög karlmannlegur og með flotta beinabyggingu.“
„Kroppur „to die for“ og stutt í glott.“
„Frábær íþróttamaður og algjör kroppur, hann virkar sem
ekta „gentleman“.“
„Ekki bara einstaklega geðugur og ljúfur maður heldur líka
með þeim fallegri. Maður sér ekki oft menn með jafn há
kinnbein, vel lagað nef og sterklegar tennur. Það er eitthvað
svolítið huldumannslegt við hann, mjúkt og karlmannlegt í
senn, sérstakt og hánorrænt.“
„Ljósu lokkarnir klikka ekki.“
„Einhver karlmannlegur sterkur þokki yfir þessum manni.“
„Það drýpur af honum kynþokkinn, vöðvastæltur líkaminn,
grófgerð, mjög sexí andlitsbyggingin og þetta getnaðarlega
bros gera það að verkum að þegar hann birtist á skjánum
fæ ég fiðring í líkamann. Það er ekki hægt að vera mikið
meira sexí en Guðjón Valur.“
„Gæti látið hverja konu fá brennandi áhuga á handbolta án
þess að svo mikið sem skilja leikreglurnar. Aðdráttarafl hans
er gríðarlegt. Stórskorinn og sterklegur með kurteislegt
augnaráð. Íslenskt karlmannsútlit í úrvalsflokki. Með svona
manni vilja konur búa til börn.“
Róbert Gunnarsson
„Gúbbalega kynþokkafullur
með þetta hobbitaskegg.
Alger Bangsi bestaskinn sem
er samt örugglega villidýr í
svefnherberginu.“
„Karlmannlegur en skeggið
má nú alveg stytta reyndar.“
„Ég fíla loðna menn!“
„Ekki að fíla skeggið, en hann
er eins og „macho man“
þarna á línunni, og hvaða
konu finnst það ekki hot?“
Aron Pálmarsson
„Bara lítið síli enn þá en á
eftir að verða hrikalegur
hákarl. Kjálkarnir lofa
góðu sem og grallara-
legur svipurinn. Sá eini
á lausu í landsliðinu,
allavega enn þá!“
„Því yngri, því betri.“
„Ef ég væri tvítug myndi
ég segja Aron Pálmars-
son.“
Dagur Sigurðsson
„Er alltaf flottur, eldist alveg rosalega
vel. Með bros sem bræðir.“
„Voða myndarlegur. Virkar alveg
óskaplega heilsteyptur og vel gerður
karakter.“
n Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari
n Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona
n Svava Johansen, verslunarkona
n Helga Braga Jónsdóttir, leikkona
n Alexandra Helga Ívarsdóttir, fegurðardrottning
n Ragnheiður Kristjónsdóttir, blaðamaður
n Þorbjörg Marinósdóttir, blaðamaður og
umsjónarmaður Djúpu laugarinnar
n Katrín Rut Bessadóttir, ritstýra
n Ingibjörg Egilsdóttir, fyrirsæta
n Þórunn Högnadóttir, stílisti
n Henný Sif Bjarnadóttir, athafnakona
n Íris Kristinsdóttir, söngkona
n Ingibjörg Reynisdóttir, leikkona
n Friðrika Geirsdóttir, sjónvarpskona
n Regína Ósk, söngkona
n Pattra Sriyanonge, fyrirsæta
n Katrín Brynja Hermannsdóttir, þula
n Karen D. Kjartansdóttir, fréttamaður
n Ingunn Elísabet Hreinsdóttir, dansari
n Silja Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakona
n Selma Ragnarsdóttir, klæðskeri
n Kolbrún Pálína Helgadóttir, fegurðardrottning
n Elín Þorsteinsdóttir, snyrtifræðingur
n Sigríður Elín Ásmundsdóttir, blaðamaður
n Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, fegurðar-
drottning
n Íris Björk Árnadóttir, fegurðardrottning
n Björg Alfreðsdóttir, snyrtifræðingur
indiana@dv.is
2. sæti
7. sæti
8. sæti
5-6. sæti
Sigfús Sigurðsson
„Kynþokkinn holdi
klæddur.“
Sverre Jakobsson
„Hrikalega flottur, hár, mega
kroppur og skeggið bara sexí
... væri alveg til í einn leik í
vörninni með honum.“
Arnór Atlason
„Myndardrengur. Ungur
leikmaður en hörkuá-
kveðinn og metnaðar-
gjarn í handboltanum.“
Markús Máni Michaelsson
„Af svipuðu kalíberi og
Alexander, það er eitthvað
suðrænt og seiðandi við
útlitið. Væri hressandi að hafa
hann í landsliðinu.“
ÞEIR VORU LÍKA NEFNDIR:
Álitsgjafar:
Kristján Arason
„Einn myndarlegasti
handboltamaður Íslands
fyrr og síðar. Hann kemur
vel fyrir og er bara einn
af þessum kynþokkafullu
karlmönnum.“
Ingimundur Ingimundarson
„Kroppur „to die for“ og stutt í glott.“