Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Side 2
Eigendur Leonard-verslananna, Helga Daníels- dóttir og Sævar Jónsson, eru að reisa sér risahús í Garðabæn- um í skugga gjaldþrots en hann var í síðustu viku úrskurðaður gjaldþrota. Af þeim sökum er húsið alfarið í eigu Helgu sem og verslanirnar sem nú eru á hennar nafni. HITT MÁLIÐ ÞETTA HELST - ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST Í VIKUNNI ENGIN MISKUNN Guðrún Andrea Einarsdóttir missti manninn sinn í janúar síðastliðnum og berst nú ein við að halda fjárhag heimilisins í lagi. Eftir nákvæma útreikninga bað hún bankann sinn um aðstoð til að geta komist af hvern mánuð. Því synjaði Íslandsbanki og ekkjan situr sár eftir. „Sjálf er ég búin að reikna nákvæm- lega út greiðslugetu mína og því leitaði ég til bankans með þessa beiðni. Ég fékk neitun til baka,“ segir Guðrún Andrea, ekkja og þriggja barna móðir úr Vog- um á Vatnsleysuströnd. Guðrún missti eiginmann sinn af slysförum í janúar síðastliðnum. Hún sér nú ein fyrir þremur börnum sínum og á erfitt með að láta enda ná saman. Hún ákvað að setjast niður með reiknivélina og fann út leið til að geta boðið börnum sínum upp á eitthvað annað en að vera föst heima hjá sér. Þeirri leið, sem fól í sér að Guðrún myndi borga upp höfuðstól tæplega fimm milljóna króna láns og fá um það bil 1,5 milljóna verðbætur niðurfelldar, hafnaði Ís- landsbanki alfarið. FÉKK BORGAÐ FYRIR AÐ HÆTTA Bankastjóri KB banka, Sólon Sigurðsson, fékk góðan starfslokasamning þegar hann hætti í bankanum 2004. Var 200 milljón- um dreift á fjögurra ára tímabil. Fordæmislaus starfslokasamn- ingur, segir fyrrverandi starfs- maður KB banka. Verið var að greiða Sóloni fyrir að hætta í góðu í bankanum en þá var hann valdalítill þrátt fyrir starfstitilinn. Sólon lét af störfum þar í árslok 2004. Sólon hafði þá verið starfsmaður Búnaðarbank- ans í 21 ár og KB banka frá sameiningu þess banka og Kaupþings árið 2003. Eftir einkavæðingu Búnaðarbankans í ársbyj- un 2003, og sameiningu hans við Kaupþing nokkrum mánuðum síðar, hélt Sólon áfram að starfa sem bankastjóri í rúmt eitt og hálft ár. Þann 31. desember 2004 lét hann svo af störfum í bankanum. Engin ákvæði um starfslokagreiðslur var að finna í ráðningarsamningi hans. LEIKIÐ MEÐ LEONARD Sævar Jónsson, eigandi Leonards og fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur fært rekstur skartgripa- og úraverslunar sinnar yfir á nýja kennitölu. Nafni gamla félagsins var breytt skömmu áður, Sævar segir það gert til að slíta tengslin við Baug. Í hinu nýja félagi afsalar hann sér öllum völdum til eiginkonu sinnar. Nóvember- mánuður síðastliðinn var viðburðaríkur hjá Sævari Jónssyni, eiganda Leonards og fyrrverandi knattspyrnuhetju, en þá færði hann rekstur skartgripa- og úra- verslunar sinnar yfir á nýja kennitölu og gerði kaupmála við eiginkonu sína þannig að verslunin fluttist yfir á hana í hinu nýja fyrirtæki. Í síðustu viku var hann sjálfur úrskurðaður gjaldþrota. „Ég er búinn að missa húsið og ég hef engan áhuga á því að missa fleira. Ég átti raun- verulega engan annan kost. Ég get ekki sett þetta á kennitöluna mína ef bankinn setur mig í þrot,“ sagði Sævar í viðtali við DV. 2 3 1 MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR 8. – 9. mars 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 28. TBL.100. ÁRG. – VERÐ KR. 395EKKJAN SKAL BORGA GUÐRÚN BAÐ BANKANN UM SVIGRÚM: AUÐMENN FÁ AFSKRIFAÐ ÓLAFUR ÓLAFSSON FINNUR INGÓLFSSON MAGNÚS KRISTINSSON BJARNI ÁRMANNSSON JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON 88 milljarðar 4 milljarðar 50 milljarðar 800 milljónir 30 milljarðar n GUÐRÚN MISSTI MANNINN SINN Í SLYSI Í JANÚAR n SÉR EIN FYRIR ÞREMUR BÖRNUM n BAÐ UM AÐ LÁN LÆKKAÐI TIL BAKA „Ég bauð bankanum allt sem ég á“ ÓDÝRAST Í SÓLINA VÍTISENGLAR ÓGNA VITNUM ÓSANNUR ÁRÓÐUR UM HEILSU NEYTENDUR FRÉTTIR ÚTTEKT SÓLON SIGURÐSSON: FÉKK 200 MILLJÓNIR FYRIR AÐ HÆTTA FRÉTTIR n HAGSTÆTT TIL TYRKLANDS OG PORTÚGAL n EKKI BORÐA EFTIR ÁTTA! STJÓRNIN VERÐUR AÐ LIFA FRAM AÐ SKÝRSLU n JÓHANNA BERST GEGN UPPLAUSN RÍKISSTJÓRN- ARINNAR FRÉTTIRÍSLENSK MORÐ Í DANMÖRKU 4 MÁNUDAGUR 8. mars 2010 FRÉTTIR Sólon R. Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbankans og KB banka, fékk 200 milljónir króna í starfslokagreiðslur frá KB banka þegar hann lét af störfum þar í árslok 2004. Sólon hafði þá verið starfsmaður Búnaðarbankans í 21 ár og KB banka frá sameiningu þess banka og Kaupþings árið 2003. Eftir einkavæðingu Búnaðar- bankans í ársbyrjun 2003, og sam- einingu hans við Kaupþing nokkr- um mánuðum síðar, hélt Sólon áfram að starfa sem bankastjóri í rúmt eitt og hálft ár. 31. desember 2004 lét hann svo af störfum í bank- anum. Stjórn KB banka tók ákvörð- un um að greiða Sóloni þessar 200 milljónir og olli ákvörðunin nokkr- um deilum meðal ráðamanna bankans þegar hún var tekin. Ýms- um þótti tilgangslaust að gera sér- stakan starfslokasamning við Sólon þar sem ákveðið var að greiða hon- um svo háa upphæð þrátt fyrir að í ráðningarsamningi hans væri ekk- ert kveðið á um slíkar greiðslur. 50 milljónir á ári Greiðslunni til Sólons var dreift á fjögurra ára tímabil og fékk hann því 50 milljónir á ári næstu fjög- ur árin eftir að hann lét af störfum í bankanum. Því má reikna með að Sólon hafi fengið síðustu greiðsluna af þessum fjórum árið 2008, árið sem íslenska bankahrunið átti sér stað. Sólon var 62 ára þegar gengið var frá starfslokum hans og voru því nokkur ár í að hann kæmist á eft- irlaun. Sólon hafði rúmlega 40 ára starfsreynslu í bankakerfinu þeg- ar þetta var. Áður en hann hóf störf hjá Búnaðarbankanum hafði hann unnið í Landsbankanum í 20 ár. Fyrir sameininguna við Kaup- þing árið 2003, þegar Búnaðar- bankinn var enn þá í eigu íslenska ríkisins, var það þekkt staðreynd í fjármálalífinu að þrátt fyrir að Sólon og Árni Tómasson væru bankastjór- ar bankans hefðu þeir í reynd ekki stýrt honum. Sá sem það gerði hefði verið Sigurjón Árnason, þáverandi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Búnaðarbankans og síðar banka- stjóri Landsbankans, sem hætti störfum í bankanum 2003 og tók fjölmarga starfsmenn hans með sér yfir til Landsbankans þegar hann tók við honum. Hafði lítil völd Eftir sameininguna við Kaupþing minnkuðu völd Sólons enn frekar í hinum sameinaða banka. Enda var það svo að starfsmenn Kaup- þings tóku yfir stjórn bankans eft- ir sameininguna. Brottför Sigur- jóns til Landsbankans með marga af helstu lykilstarfsmönnum Bún- aðarbankans auðveldaði yfirtöku starfsmanna Kaupþings á stjórn bankans. Heimildir DV herma að fljót- lega eftir þetta hafi Sólon, sem var bankastjóri KB banka á þessum tíma ásamt Hreiðari Má Sigurðs- syni, orðið nær óþarfur í bankanum. Hreiðar Már hafði þar tögl og hagld- ir, meðal annars vegna þess að hann kom úr Kaupþingi og hafði því unn- ið með þeim starfsmönnum sem teknir voru við stjórnendastöðun- um í bankanum eftir brottför Sigur- jóns og annarra fyrrverandi starfs- manna Búnaðarbankans. „Hann passaði ekki alveg inn í KB banka á þessum tíma og var í raun ekkert að gera þarna,“ segir einn af heimild- armönnum DV innan úr KB banka sem ekki vill láta nafns síns getið. Starfslokasamningur fordæmislaus Fljótlega hafi því orðið ljóst að Sól- on var óþarfur í KB banka og því var ákveðið að hann þyrfti að hætta þar. Lendingin hafi því verið sú að til að Sólon myndi hætta í góðu var ákveð- ið að hann fengi góðan starfsloka- samning frekar en að honum yrði sagt upp. „Það var enginn á starfs- lokasamningi í bankanum; menn voru bara með sinn uppsagnarfrest og því olli þetta kergju á meðal ann- arra starfsmanna,“ segir heimildar- maður DV. Ef Sóloni hefði verið sagt upp hefði það þýtt að hann hefði að- eins fengið greitt samkvæmt ráðn- ingarsamningi sínum og því aðeins laun í nokkra mánuði auk þess sem það hefði litið illa út fyrir KB banka og Sólon sjálfan. Því var látið líta út eins og Sól- on hefði tekið þá ákvörðun sjálfur að hætta og tilkynnti hann þessa ákvörðun sína á aðalfundi bankans í lok mars 2004: „Í lok þessa árs verð ég búinn að starfa í bankageiran- um í 42 ár, fyrstu 20 árin hjá Lands- banka Íslands og nú næstum 21 ár hjá Búnaðarbanka Íslands og eftir það hjá KB banka. Þetta er langur tími í starfi sem á stundum er erf- itt og krefjandi. En ég hef þó notið hverrar mínútu á þessum 42 árum. Þrátt fyrir það hef ég ákveðið að láta af störfum hjá KB banka í lok þessa árs.“ Heimildir DV herma hins veg- ar að þetta hafi verið stílfærð út- gáfa af sannleikanum enda ólíklegt að rúmlega sextugur maður myndi hætta í vel launuðu stjórnendastarfi í bankageiranum af sjálfsdáðum. DV náði ekki í Sólon við vinnslu fréttarinnar en hann var staddur í Flórída þar sem hann dvelur lang- dvölum. Bankastjóri KB banka, Sólon Sigurðsson, fékk góðan starfslokasamning þeg ar hann hætti í bankanum 2004. 200 milljónum var dreift á fjögurra ára tímabil. Fordæmislaus starfslokasamningur, segir fyrrverandi starfsmaður KB banka. Sóloni var greitt fyrir að hætta í góðu í bankanum en þá var hann valdalítill þrátt fyrir starfstitilin n. SÓLON FÉKK 200 MILLJÓNIR Hann passaði ekki alveg inn í KB banka á þessum tíma. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Fékk góðan starfslokasamning Sólon R. Sigurðsson fékk 200 milljóna króna starfslokasamning þegar hann hætti hjá hinum nýja sameinaða KB banka árið 2003. Þjóðaratkvæði um kvótakerfið Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra viðraði þá skoðun sína í Silfri Egils á sunnudag að henni þætti eðlilegt að leggja hina áratugalöngu deilu um kvótakerfið fyrir þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þetta sagði Jóhanna í Silfri Egils þar sem formenn og forsvarsmenn flokkanna hafa tekist hart á um Ice- save-málið, þjóðaratkvæðagreiðsl- una og stöðu Íslands. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mátti ekki heyra á það minnst. „Um hvað ætti að kjósa?“ spurði Bjarni og hafði uppi miklar efasemdir um að kosið væri um kvótann. Stefán efstur í Fljótsdalshéraði Stefán Bogi Sveinsson hreppti fyrsta sætið í prófkjöri framsókn- armanna á Fljótsdalshéraði sem fram fór á laugardag. Stefán Bogi hafði mikla yfirburði í prófkjörinu og hlaut alls 71 prósent atkvæða í sætið. Enginn annar frambjóð- andi fékk jafnhátt hlutfall í önnur sæti listans. Eyrún Arnardóttir lenti í öðru sæti og Páll Sigvaldason í því þriðja. Gunnhildur Ingvarsdóttir er í fjórða sæti. Minni virkni Skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli hefur minnkað síðustu tvo sólar- hringa. Skjálftum hefur fækkað og enginn þeirra hefur verið stór. Almannavarnadeildin fylgist náið með framvindunni í sam- vinnu við jarðvísindamenn. Um leið og talið er að hætta sé liðin hjá verður óvissustigi Almanna- varna aflétt í samráði við lög- reglustjóra umdæmisins og vís- indamenn. Haldið sofandi eftir eldsvoða Maðurinn sem lenti í eldsvoða í íbúð í Sóleyjarrima í Reykjavík á laugardag lá enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans sam- kvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni um kvöldmatarleytið á sunnu- dag. Honum var haldið sofandi í öndunarvél. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að tilkynning barst um að reyk legði frá íbúð í fjölbýlishúsi í Sól- eyjarrima í Reykjavík á laugardag. Slökkvistarf gekk vel. MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR 10. – 11. mars 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 29. TBL.100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 n Á HVERJU ÁRI n KRABBAMEIN ER ÞÓ EKKI DAUÐADÓMUR KNATTSPYRNUHETJAN SÆVAR JÓNSSON: LÖGREGLUSTJÓRAR: BÖNNUM VÍTISENGLA VIÐSKIPTAMAÐUR ÁRSINS STÓR- SKULDUGUR ÖGMUNDUR NÁLGAST STJÓRNINA n FLUTTI SKARTGRIPAVERSLUNINA LEONARD YFIR Á KONUNA FYRIR GJALDÞROTIÐ n SEGIST VERA AÐ FLÝJA BAUG n „ÉG ER BÚINN AÐ MISSA HÚSIГ n „ÁTTI ENGAN ANNAN KOST“ FLUTTI BÚÐINA Á KONUNA KARLAR DEYJA FREKAR EN KONUR ÚTT EKT MEÐ 640 MILLJÓNA KÚLULÁN n RÁÐINN TIL LANDSVIRKJUNAR FRÉTTIR FRÉTTIR FRÉTTIR 22 LEIÐIR TIL AÐ SPARA MILLJÓN 2 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 FRÉTTIR „Það eru kröfuhafar sem ráða ferð- inni. Ef þarna hefur verðmætur rekstur verið færður undan, án end- urgjalds, þá eru það vissulega hags- munir fyrir búið. Ég mun spyrja Sæv- ar sérstaklega út í það,“ segir Grétar Dór Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Sævars Jónssonar knattspyrnuhetju. Sævar færði í nóvembermánuði rekstur skartgripa- og úraverslunar sinnar, Leonard, yfir á nýja kenni- tölu þar sem stjórnartaumarnir voru færðir yfir á hendur eiginkonu hans, Helgu Daníelsdóttur. Í stað þess sem áður var, í hinu gamla rekstrarfé- lagi, kemur nafn Sævars hvergi fyrir á pappírunum en hann hefur sjálfur verið úrskurðaður gjaldþrota. Í sam- tali við DV sagði hann kennitölu- breytinguna ekki hafa verið gerða til að skilja eftir skuldir þó svo að með henni hafi hann viljað forðast að missa fyrirtækið. Grétar Dór segir vinnuna við þrotabúið vera rétt að byrja þar sem innköllum krafna hafi verið auglýst og næsta skref verði að meta eigna- söguna. Aðspurður segir hann hugs- anlega útlit fyrir að þannig sé verið að koma eignum út úr þrotabúinu. „Jú, það kann að vera og við eigum eftir að fara yfir þetta. Ég á eftir að taka skýrslu af Sævari og þar verður farið yfir þennan gjörning út frá lög- um um gjaldþrotaskipti. Ef þessar ráðstafanir eru riftanlegar er hugs- anlegt að sú krafa verði lögð fram og það verður skoðað þegar allar kröfur hafa komið fram,“ segir Grét- ar Dór. trausti@dv.is Kennitölubreyting Leonard verður skoðuð hjá skiptastjóra: Íhugar riftun hjá Sævari MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR 10. – 11. mars 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 29. TBL. 100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 n Á HVERJU ÁRI n KRABBAMEIN ER ÞÓ EKKI DAUÐADÓMUR KNATTSPYRNUHETJAN SÆVAR JÓNSSON: LÖGREGLUSTJÓRAR: BÖNNUM VÍTISENGLA VIÐSKIPTAMAÐURÁRSINS STÓR- SKULDUGUR ÖGMUNDUR NÁLGAST STJÓRNINA n FLUTTI SKARTGRIPAVERSLUNINA LEONARD YFIR Á KONUNA FYRIR GJALDÞROTIÐn SEGIST VERA AÐ FLÝJA BAUGn „ÉG ER BÚINN AÐ MISSA HÚSIГn „ÁTTI ENGAN ANNAN KOST“ FLUTTI BÚÐINA Á KONUNA KARLAR DEYJA FREKAR EN KONUR ÚTT EKT MEÐ 640 MILLJÓNA KÚLULÁN n RÁÐINN TIL LANDSVIRKJUNAR FRÉTTIR FRÉTTIR FRÉTTIR 22 LEIÐIR TIL AÐ SPARA MILLJÓN Knattspyrnuhetjan og stofnandi skartgripa- og úraverslunarinnar Leonard, Sævar Jónsson, og eigin- kona hans, Helga Daníelsdóttir, eru að reisa sér glæsihöll í Garðabæ sem samanlagt er tæpir 500 fermetrar að stærð. Húsið er alfarið skráð á Helgu, enda var Sævar nýverið úrskurðaður gjaldþrota. Glæsieignin er við götuna Mos- prýði í Garðabæ, nýju hverfi úti í hrauni þegar ekið er í átt að Bessa- stöðum. Óhætt er að segja að stað- setning eignarinnar sé glæsileg og útsýnið ekki af verri endanum. Sjálft húsið er 420 fermetrar á þremur hæðum og á jarðhæðinni er að finna 60 fermetra bílskúr. Af efstu hæð er ómetanlegt útsýni yfir hraunið, Álftanesið, höfuðborgina og Esjuna. Misstu hitt húsið Í nóvembermánuði síðastliðnum misstu hjónin húsið sitt við Súlunes 16 í Garðabæ á nauðungaruppboði í hendur Arion banka. Í sama mánuði færðu hjónin rekstur Leonard yfir á nýja kennitölu þar sem verslunin færðist alfarið yfir á Helgu og nafn Sævars kemur þar hvergi fram, ólíkt því sem áður var. Þar sem knatt- spyrnukappinn fyrrverandi er nú gjaldþrota varð þessi leið fyrir val- inu því hann segist ekki hafa viljað missa fleira en húsið. Nýja höllin er alfarið í eigu Helgu og er Sævar þar ekki skráður fyrir neinum eignar- hlut. Fram í nóvember 2009 var rekst- ur Leonard undir félagi sem hét Leonard ehf. þar sem Sævar var skráður í stjórn, sem framkvæmda- stjóri og með prókúruumboð fyrir- tækisins. Þá var nafni fyrirtækisins skyndilega breytt í Ince ehf. en sam- kvæmt ársreikningi 2008 hvíldu þá á félaginu talsverðar skuldir. Í þess- um sama mánuði, nóvember 2009, var síðan stofnað nýtt fyrirtæki, Leonard ehf., sem heldur utan um rekstur búðanna en sú breyting er á nýja fyrirtækinu að þar er eiginkona Sævars, Helga Daníelsdóttir, komin með öll völd, bæði í stjórn og með prókúruumboð. Allt á fullu Samkvæmt fasteignaskrá var nýja húsið skráð á Helgu í lok febrúar í fyrra. Samkvæmt heimildum DV eru iðnaðarmenn að störfum við að standsetja höllina í Mosprýði fyrir Leonard-hjónin. Í samtali við DV staðfestir Sævar að verslunarreksturinn sé kominn undir nýtt félag en segir engar skuldir hafa verið skildar eftir í gamla félag- inu. Hann bendir á að breytingin hafi ekki bara verið til að bjarga rekstrin- um heldur líka til að slíta tengslin við Baug. Kristín Jóhannesdóttir, fram- kvæmdastjóri Gaums og fyrrverandi stjórnarmaður í Baugi, vill líka slíta tengslin við Sævar og ítrekar í yfir- lýsingu til DV að hún hafi ekki kom- ið nálægt kennitölubreytingunni þar sem hún hafi löngu áður sagt sig úr stjórn fyrirtækisins. Við vinnslu fréttarinnar voru gerðar tilraunir til að fá svör hjá Sæv- ari vegna byggingar hússins í Mos- prýði en án árangurs. BYGGJA SÉR 500 FERMETRA HÖLL TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Flott hús Stórhýsið í Mosprýði er tæpir 500 fermetrar á fallegum stað og með ómetanlegu útsýni. Bara bílskúrinn er 60 fermetrar og húsið er á þremur hæðum. MYND RAKEL ÓSK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.