Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Side 8
FÉKK HUNDRUÐ MILLJÓNA FRÁ FL FORSETINN STEIG NIÐUR n Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fór að vanda á kostum við afhendingu menningarverðlauna DV þegar hann afhenti Jórunni Viðar, tónskáldi og píanaóleik- ara, heiðursverð- laun blaðsins. Forsetinn fjallaði um glæstan feril Jórunnar sem er komin yfir nírætt og á orðið erfitt með gang. Forset- inn hélt ræðu sína á sviði en fór síð- an niður í sal til Jórunnar og kynnti hana við mikinn fögnuð. „ER ÉG ÚTRÁSARVÍKINGUR?“ n Verðlaunahafinn í bókmennt- um, Kristján Árnason rithöfundur, hélt ræðu eftir að hann hafði tekið við verðlaunum sínum. Sagðist hann hafa rekist á mynd af sér í síðasta helgar- blaði DV. Lýsti hann því að hon- um hefði kross- brugðið þar sem það hefði flögrað eitt andartak að honum að hann væri orðinn útrásarvíkingur. Sér til léttis hefði hann síðan uppgötvað að hann hefði verið útnefndur til verð- launa vegna þýðingar sinnar á Um- myndunum Óvíds. ÓTTASLEGNIR SÆGREIFAR n Útgerðarmenn eru skelfingu lostnir eftir að Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra lýsti því yfir í Silfri Egils að vel kæmi til greina að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um fyrningarleiðina. Mælingar sýna að mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur kvótakerfinu. Gjá er því milli þjóðar og útgerðarmanna í málinu og nokkuð ljóst að þjóðin tæki afstöðu gegn því að fiskistofn- arnir séu í eigu fárra aðila. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins og hvatamaður þjóðar- atkvæðis vegna Icesave, er ekki hrif- inn af hugmyndinni og vildi vita um hvað ætti svo sem að kjósa. MÁLGAGN KVÓTAEIGENDA n Það er til dæmis um áhyggjur Frið- riks J. Arngrímssonar og félaga hjá LÍÚ af fyrningarleiðinni að einstak- ir útgerðarmenn hafa lagt upp í massífa auglýs- ingaherferð í Viðskiptablað- inu. Í þarsíðasta og síðasta blaði var fjöldi drauga- legra auglýs- inga sem allar gengu út á það að feigðin steðjaði að ef útgerðarmenn fengju ekki að eiga fiskistofnana. Líklegt er talið að Viðskiptablaðið hafi sjálft átt frum- kvæði að herferðinni og sé þannig að stilla sér upp við hlið Moggans sem málgagn þeirra sem eiga kvótann. AUÐKONAN BORGAR n Meðal þeirra sem taka þátt í aug- lýsingaherferðinni er auðkonan Guðbjörg Matthíasdóttir sem lætur Ísfélagið kosta hluta af auglýsingun- um. Guðbjörgu munar reyndar lítið um að taka þátt í slíku. Meiri kostnaður er af því að kaupa heilt málgagn, Morgunblaðið, og niðurgreiða um tugi milljóna króna á mánuði til að koma fram boðskap sínum. Egill Helgason sjón- varpsmaður gerir þetta að umtals- efni á bloggi sínu: „Ég vitna aftur í hin fleygu orð Napóleons: Menn berjast af meiri hörku fyrir hags- munum sínum en hugsjónum.“ SANDKORN 8 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 FRÉTTIR Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri FL Group, fékk fleiri hundruð millj- ónir króna frá félaginu þegar hann var ráðinn framkvæmdastjóri þar árið 2005. Nákvæm upphæð sem Jón fékk liggur ekki fyrir en ein heimild DV segir að upphæðin nemi um 500 milljónum króna. Önnur heimild segir að upphæðin nemi á bilinu 150 til 200 milljónum króna. Ljóst er því að upphæðin er á bilinu 150 til 500 milljónir króna. Greiðslunum til Jóns frá FL Group var dreift yfir nokkurra ára tímabil. Jón var starfsmaður Landsbank- ans áður en hann varð framkvæmda- stjóri, aðstoðarforstjóri og síðar for- stjóri FL Group í árslok 2007. FL Group var almenningshlutafélag á þeim tíma sem gengið var frá samn- ingnum við Jón sem tryggði honum milljónirnar. Jón er framkvæmdastjóri Stoða í dag, en félagið hét áður FL Group. Félagið heldur utan um eignir eins og hluti í Tryggingamiðstöðinni og hollenska drykkjarvöruframleiðand- anum Refresco. Kaupréttarsamningur greiddur upp Ástæðan fyrir greiðslunni til Jóns var sú að verið var að kaupa upp kaup- réttarákvæði sem hann hafði unnið sér inn á meðan hann var starfsmað- ur Landsbankans, að sögn Júlíusar Þorfinnssonar, upplýsingafulltrúa Stoða. Samskipti DV við Jón fóru fram í gegnum Júlíus þar sem Jón Sigurðsson vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið. Júlíus segir að Jón hafi sagt að upphæðin sem hann fékk hafi ekki verið 500 milljónir heldur á milli 150 og 200 milljónir. „Hvaða frétt er það þó að einhver maður hafi skipt um vinnu fyrir fjórum til fimm árum og að áunnin réttindi hans á fyrri vinnu- stað hafi verið bætt upp þegar hann skipti um vinnu? Það er mikilvægt að menn átti sig á að þetta var út af kaupréttarákvæðum í Landsbankan- um,“ segir Júlíus. Svipar til samningsins við Welding Samningnum sem FL Group gerði við Jón svipar til samningsins sem stjórn Glitnis gerði við Lárus Weld- ing, þáverandi framkvæmdastjóra Landsbankans í London, þegar hann tók við forstjórastarfinu hjá Glitni af Bjarna Ármannssyni í apríl árið 2007. Þá ákvað stjórn Glitnis að greiða Lár- usi 300 milljónir króna vegna rétt- inda sem hann hafði unnið sér inn í starfi sínu hjá Landsbankanum. Stjórn Glitnis taldi því að hún þyrfti að greiða Lárusi þá upphæð sem hann átti útistandandi hjá Landsbankanum. Í tilkynningu sem stjórn Glitnis sendi frá sér þegar greint var frá greiðslunni til Lárus- ar í febrúar árið 2008 sagði:  „Lárus hafði á þeim tíma áunnið sér ákveð- in starfskjör og réttindi sem hann lét af hendi þegar hann skipti um starfs- vettvang. Við ráðningu hans var nauðsynlegt að bæta honum þann fjárhagslega skaða sem hann ella hefði orðið fyrir við starfsskiptin.“ Svipuð ástæða hefur örugglega legið að baki hjá FL Group þegar Jón var fenginn til starfa hjá félaginu árið 2005. Það er mikilvægt að menn átti sig á að þetta var út af kaupréttarákvæðum í Landsbankanum. Jón Sigurðsson fékk hundruð milljóna króna frá FL Group þegar hann var ráðinn þangað frá Landsbankan- um árið 2005. Með þessu var ráðningarsamningur Jóns í Landsbanka keyptur upp en hann hafði unnið sér inn réttindi þar sem FL Group bætti honum upp. Samning- urinn líkist samningi Glitnis við Lárus Welding. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Fékk hundruð milljóna Jón Sigurðsson fékk hundruð milljóna króna þegar hann hóf störf hjá FL Group árið 2005. „Af því að pabbi hans er dáinn fáum við enga greiðslu neins stað- ar sem við annars fengjum ef hann væri á lífi. Þá hefðum við getað far- ið til sýslumanns og beðið föðurinn um að borga helming á móti, en þar sem hann er ekki á lífi er það ekki í boði,“ segir Erla Sverrisdóttir, móð- ir einhverfs drengs sem fermist í vor. Henni finnst ósanngjarnt að kerfið neiti henni um greiðslur, sem hún annars fengi, ef faðirinn væri á lífi, til að greiða kostnað af fermingarveislu drengsins. Erla segir að um réttlætis- mál sé að ræða og ætlar ekki að leita á náðir Félagsþjónustunnar sem hún segir eina mögulega aðilann sem hjálpi til við fermingarveislur í sams konar aðstæðum. „Ef faðirinn hefði verið á lífi hefði Tryggingastofnun greitt þátt föð- ursins í fermingunni og síðan rukk- að hann. Tryggingarnar hefðu allt- af stigið inn í og borgað, hvort sem faðirinn hefði getað staðið straum af því eða ekki. Mér finnst þetta ósann- gjarnt, að réttur drengsins sé enginn, einungis vegna þess að pabbi hans er dáinn. Í sjálfu sér væri það ekki styrk- ur, en drengurinn ætti rétt á þessum greiðslum frá þessum stofnunum ef faðirinn væri á lífi,“ segir Erla. Hún og faðir drengsins skildu áður en hann féll frá. Drengurinn þiggur lífeyri frá Tryggingastofnun, sem er jöfn upp- hæðinni sem annars fengist í formi meðlags. Erlu finnst ósanngjarnt að hún geti ekki leitað, eins og aðrir einstæðir foreldrar, eftir eðlilegum boðleiðum sýslumanns og Tryggingastofnunar og þurfi að leita til Félagsþjónustunn- ar um aðstoð, af þeirri ástæðu einni að faðir drengsins er látinn. „Af því að faðirinn er dáinn, geta þeir ekki rukkað einn né neinn og ég þarf að bíta í það súra epli að fá ekkert frá Tryggingastofnun og á því engan annan kost en að leita á náðir Félags- þjónustunnar.“ helgihrafn@dv.is Tryggingastofnun aðstoðar ekki við að greiða fermingarveislu einhverfs drengs: Engin aðstoð því pabbi er látinn Ferming Barnsfaðir Erlu Sverrisdóttur er látinn og vegna regluverks þarf hún að standa straum af kostnaðinum ein. MYNDIN TENGIST FRÉTTINNI EKKI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.