Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Qupperneq 13
STYÐUR SKOÐUN
n Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins og fulltrúi í allsherjarnefnd, segist mjög
fylgjandi því að rýmkun á heimildum lögreglu
til forvirkra rannsóknaraðgerða verði skoðaðar.
„Við höfum séð skýr dæmi um alþjóðlega glæpa-
starfsemi hér á landi og vísbendingar eru um að
meira sé í gangi. En það þurfa að vera skilyrði um
að það sé fyrir hendi óháð eftirlitskerfi í formi
utanaðkomandi aðila eða þingnefndar sem hefur
með höndum það hlutverk að tryggja að heim-
ildum af þessu tagi sé ekki misbeitt. Eftirlitið þarf að vera mjög gott.“
TREYSTA Á ALÞINGI
gerða þarf að grípa til þess að svo
megi verða,“ segir Róbert.
Auknar heimildir lögreglu til
forvirkra rannsóknaraðgerða þurfa
að fara fyrir Alþingi þar sem tekist
verður á um málið. Þeir þingmenn
ferðum verði beitt til að Hells Ang-
els nái sem sterkastri stöðu á fíkni-
efnamarkaðnum.
Aðild í haust
Talið er að MC Iceland eigi aðeins
örfá skref eftir til að hljóta fulla að-
ild að Hells Angels og er því hald-
ið fram að þegar það gerist verði
ógerningur að snúa þeirri þróun
við. Hells Angels sé þá komið til
að vera á Íslandi og þar með hefjist
stóraukin skipulagning á glæpum á
Íslandi með alþjóðlegum tenging-
um – í krafti nafnsins. Í dag er talið
að MC Iceland telji um 20 meðlimi
og að áhangendur séu á bilinu 20
til 30 í tveimur mótorhjólaklúbb-
um.
Austurevrópskar glæpaklíkur
Í fyrrahaust gerði lögreglan mikið
átak í að rannsaka innbrot sem tal-
in voru framin af erlendum glæpa-
hópum. Hátt í tuttugu manns voru
handteknir og kom í ljós að um
þrjú pólsk þjófagengi var að ræða.
Taldi lögreglan að mennirnir hefðu
verið sendir hingað til lands gagn-
gert til að brjótast inn og koma þýf-
inu á öruggan stað. Þýfið átti svo
að senda úr landi og hefur mikið af
þýfi frá Íslandi fundist á mörkuð-
um í Póllandi og Litháen. Ljóst er
að þessi starfsemi er mjög skipu-
lögð og þeir menn sem eru sendir
hingað eru miklir kunnáttumenn
þegar kemur að þjófnaði og inn-
brotum.
Það hefur einnig tíðkast að er-
lendir glæpahópar hér á landi fái
íslenska eiturlyfjaneytendur til að
brjótast inn í skiptum fyrir lítilræði
af fíkniefnum. Góssið er þá selt á
svörtum markaði, sent utan eða
notað af meðlimum glæpahópanna.
Vinna saman
Samkvæmt áhættugreiningu
Evrópu lögreglunnar frá árinu
2009 á skipulögðum glæpahóp-
um kemur fram að smyglleiðir
fíkniefna séu mjög skipulagðar og
glæpahópar víða um Evrópu vinni
saman að því að koma fíkniefnum
á áfangastað. Þar er meðal annars
smyglleiðum kókaíns, sem fram-
leitt er í Suður-Ameríku lýst ítar-
lega og sérstaklega tekið fram að
vöxtur sé á smygli í gegnum Brasi-
líu. Þaðan liggur smyglleiðin til
Spánar og annarra Evrópulanda,
en smygl í gegnum Vestur-Afríku sé
að aukast. Í dag sitja þrír Íslending-
ar í fangelsi í Suður-Ameríku svo
vitað sé, en nýlega var fjórði mað-
urinn látinn laus úr haldi.
Fimm svæði
Í áhættugreiningunni er Evrópu
skipt upp í fimm svæði. Eitt þeirra
er norðaustursvæðið þar sem eru
meðal annars baltnesku löndin. Í
skýrslunni er þess sérstaklega get-
ið að litháískir glæpahópar smygli
ólöglegum fíkniefnum úr austri
til vesturs, meðal annars amfeta-
míni og efnum til amfetamínfram-
leiðslu til Norðurlandanna. Þetta
kemur heim og saman við fréttir
af litháískum mönnum sem hafa
verið stöðvaðir í Leifsstöð með
amfeta mínvökva sem notaður er til
amfeta mínframleiðslu. Sérstaklega
er tekið fram í skýrslunni að glæpa-
hópar í Austur-Evrópu hafi komið
sér upp kerfi þar sem hópar manna
séu sendir á hvert „markaðssvæði“
fyrir sig og sjái um dreifingu fíkni-
efnanna í hverju landi fyrir sig.
Skipulagðir glæpahópar
Í sænskri skýrslu sem fjallar um
skipulagða glæpastarfsemi í balt-
nesku löndunum kemur fram
að glæpahópar í þessum lönd-
um séu mjög vel skipulagðir, þeir
hafi skýr markmið og séu ávallt að
leita að nýjum leiðum til útrásar
á glæpabrautinni. Þar segir einn-
ig að glæpahópunum megi skipta
í þrennt; þá sem eru með fleiri en
75 meðlimi, þá sem eru með 25–75
meðlimi og að síðustu þá sem hafi
25 eða færri meðlimi innanborðs.
Tindátarnir neðst
Það sem sameinar flesta glæpahópa,
hvort sem um er að ræða austur-
evrópska eða meðlimi mótorhjóla-
samtakanna Hells Angels, er að efst
tróna „foringjarnir“, þá koma skipu-
leggjendurnir og fyrir neðan þá eru
þeir sem stjórna neðsta lagi hópsins;
tindátunum svokölluðu en þeir eru
sagðir vinna „skítverkin“ fyrir glæpa-
hópana. Með „skítverkum“ er átt við
sölu fíkniefna, innheimtu skulda
með handafli, innbrot, auðgunar-
brot og aðra glæpastarfsemi.
Illa stödd fyrirtæki fengin til
að koma peningum í umferð
Í mati greiningardeildar ríkislög-
reglustjóra á alþjóðlegri glæpastarf-
semi, sem kom út fyrir um ári, er
efnahagshruninu gefinn sérstakur
gaumur og hvaða þýðingu það hafi
á starfsemi skipulagðra glæpahópa
hér á landi. Glæpahóparnir nýti sér
ástandið og leggi ágóða af fíkniefna-
sölu og öðrum glæpum í fasteignir
og fyrirtæki. Kemur fram í skýrslunni
að greiningardeild ríkislögreglustjóra
búi yfir upplýsingum um að slík þró-
un sé nú þegar hafin. Heimildarmenn
DV fullyrða einnig að nú sé tækifæri
fyrir glæpahópa að leita til íslenskra
fyrirtækja sem eru illa stödd fjárhags-
lega og fá þau til að koma fíkniefna-
peningum í umferð, fyrir dágóðar
upphæðir.Helstu forsprakk
ar mótor-
hjólaklúbbsins MC Ice-
land buðu fyrirtækjaeig-
endum í Hafnarfirði upp
á öryggisgæslu á nóttunni síðastliðið
haust, stuttu áður en þeir urðu vænt-
anlegir félagar í Hells Angels. Í bréfi
sem eigendur fyrirtækjanna fengu
í hendur kemur fram að þjónustan
felist í því að fyrirtæki séu könnuð
tvisvar á klukkustund með óreglu-
legum hætti þó, svo innbrotsþjófar
eigi erfiðara með að athafna sig. Verð
þjónustunnar átti að vera 3500 krón-
ur á mánuði og var um 12 mánaða
samning að ræða. Lögreglan í Hafn-
arfirði hafði veður af þessum fyrir-
ætlunum og stöðvaði starfsemina,
þar sem þeir höfðu ekki leyfi til að
reka öryggisþjónustu. Hjá Hells Ang-
els á Norðurlöndum er verndarþjón-
usta ein af tekjuleiðum samtakanna.
Óttinn hreiðrar um sig
Þeir sem gerst þekkja til segja að
nú haldi meðlimir MC Iceland sig
til hlés á meðan umsókn þeirra um
fulla aðild að Hells Angels sé til
meðferðar. Þeir megi ekki koma sér
í vandræði af ótta við viðbrögð yf-
irvalda, en Haraldur Johannessen
ríkislögreglustjóri hefur sagt opin-
berlega að hann vilji banna Hells
Angels hér á landi.
Nú þegar er ótti farinn að
hreiðra um sig í undirheimunum á
Íslandi, jafnvel þótt MC Iceland sé
ekki formlega orðinn hluti af Hells
Angels. Þeir sem eru í fíkniefna-
sölu í undirheimunum eru logandi
hræddir við framhaldið og hvernig
þeim sjálfum muni reiða af í þess-
um harða heimi þegar MC Iceland
fái fulla aðild og geti merkt sig sam-
tökunum. Þá muni koma til upp-
gjörs í undirheimunum sem leiði
annaðhvort til þess að Hells Angels
nái undir sig fíkniefnasölu eða fái
ákveðna prósentu af sölu annarra
fíkniefnasala. Þessu uppjöri muni
fylgja aukin harka og öllum að-
16 FÖSTUDAGUR 5. mars 2010 FRÉTTIR
FRÉTTIR 5. mars 2010 FÖSTUD
AGUR 17
LOGANDI HRÆDD VIÐ VÍTISENGLA
ALÞJÓÐLEG
GLÆPASTARFSEMI
Á ÍSLANDI 1. hluti
Ísland hefur að geyma marga harðsvíraða glæpamenn, bæði innlenda og e
rlenda. Starf-
semi ýmissa glæpahópa er mjög skipulögð og flokkast undir alþjóðlega glæ
pastarfsemi.
Í þessum fyrsta hluta úttektar DV er staðan á íslenska glæpamarkaðnum s
koðuð.
JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON
blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is
Foringjanum snúið við Leif Ivar
er foringi Hells Angels í Noregi. Fyrir
stuttu var hann stöðvaður á leið til
landsins.
Einn hinna handteknu í Pólstjörnumálinu
Lögregla handtók fimm menn vegna smygls
á 60 kílóum af amfetamíni með skútu til
Fáskrúðsfjarðar. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON
Merkið Merki samtakanna
vekur ótta hjá mörgum.
Ásgeir Karlsson er yfirmaður grein-
ingardeildar ríkislögreglustjóra en
starfaði áður um 10 ára skeið sem
yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu
höfuðborgarsvæðins.
Hvernig myndirðu segja að Ís-
land tengist inn í alþjóðlega glæpa-
starfsemi í dag?
Helstu merki sem við sjáum um
alþjóðlega glæpastarfsemi eru mál
sem tengjast fíkniefnaviðskiptum. Og
einnig hafa verið að koma upp mál
sem tengjast mansali, ásamt erlend-
um þjófagengjum sem hér eru starf-
rækt. Þetta eru helstu merkin sem við
sjáum sem stendur. Greiningardeild
ríkislögreglustjóra hefur gefið út sér-
stakt hættumat þar sem skipulögð
glæpastarfsemi er greind. Í þessum
greiningum höfum við reynt að styðj-
ast við skilgreiningar Europol.
Því hefur stundum verið haldið
fram að Ísland standi um 10 árum á
eftir Norðurlöndunum þegar kemur
að glæpastarfsemi. Er það raunin?
Það hefur lengi verið talið svo að
það sem er að gerast á hinum Norð-
urlöndunum komi á endanum til
Íslands. Hvort það séu nákvæmlega
10 ár er ekkert hægt að segja um.
Það virðist vera að við fáum allt það
sem er að gerast út í heimi hingað
til lands.
Nú hefur MC Iceland sótt um að-
ild að Hells Angels. Hvaða afleiðing-
ar hefur það fyrir íslenskt samfélag
verði þeir fullgildir meðlimir?
Það hefur verið mat ríkislög-
reglustjóra í um 10 ár að það sé ógn
við öryggi almennings hér á landi
nái þeir að skjóta rótum. Það hefur
verið lögð mikil áhersla á að sporna
við þessari þróun eins og frekast er
unnt.
Hvaða glæpahópar eru afkasta-
mestir á Íslandi?
Eins og staðan er í dag eru það
Íslendingar sem ráða hér ferð-
inni, en þó í samvinnu við erlenda
glæpahópa. Við höfum séð merki
þess í seinni tíð að Austur-Evrópu-
menn komi æ oftar við sögu í af-
brotum hér á landi.
Nota austurevrópsku glæpa-
hóparnir aðrar aðferðir en þeir ís-
lensku?
Harkan hefur aukist í þessum
glæpaheimum í seinni tíð. Menn
eru orðnir harðsvíraðri í því sem
þeir eru að gera. Við höfum séð
mun meira magn flutt inn af fíkni-
efnum en áður og þetta gefur vís-
bendingar um að þessir hópar séu
í betri samböndum erlendis og hafi
um leið meira fjármagn milli hand-
anna.
Telurðu að hræðslu gæti hjá ís-
lenskum lögreglumönnum að tak-
ast á við austurevrópska glæpa-
hópa?
Ég myndi ekki segja að menn
séu hræddir við að taka á þess-
um mönnum. Lögreglumenn vilja
hins vegar hafa vaðið fyrir neðan
sig þegar farið er í þessa menn og
það er vitað hverju hægt er að bú-
ast við. Dæmin hafa sýnt að þessir
menn svífast einskis þegar til átaka
kemur.
Íslendingar ráða enn ferðinni en eru oft í samvinnu við erlenda glæpahó
pa:
„Menn eru orðnir harðsvíraðri“
Ísland aðeins eftir á Ásgeir segir að
íslenski glæpaheimurinn þróist í takt við
þennan heim á Norðurlöndum.
Ekki fór að bera á skipulagðri al-
þjóðlegri glæpastarfsemi hér á
landi fyrr en eftir 1994 þegar EES-
samningurinn var samþykktur hér
á landi en þá opnaðist Ísland fyr-
ir mörgum Evrópuþjóðum. Helgi
Gunnlaugsson, prófessor í afbrota-
fræði við Háskóla Íslands, segir að
innganga Íslands í EES árið 1994 sé
táknræni vendipunkturinn þegar
kemur að alþjóðlegri glæpastarf-
semi – þá hafi Ísland opnast. Í kjöl-
farið hafi útlendingum fjölgað hér
á landi, sérstaklega eftir aldamót-
in. Helgi segir þó nauðsynlegt að
hafa í huga að langflestir hafi kom-
ið hingað í atvinnuleit og hafi ver-
ið drifkraftur framkvæmda og hag-
sældar landsins. Helgi telur að með
opnun landsins hafi löggæsluyfir-
völd ekki verið tilbúin að takast á
við breyttan heim, aðra siði fólks-
ins sem kom til landsins, önnur
tungumál og aðra menningu.
Helgi segir það athyglisvert þeg-
ar litið sé til þróunarinnar síðustu
ár að þrátt fyrir mikla umferð út-
lendinga hér á hverju ári sjáist það
ekki í aukningu á brotatilkynning-
um til lögreglu. „Í raun hefur ekki
orðið aukning brota hjá lögreglu
í auðgunar- og ofbeldisbrotum
á síðustu árum þrátt fyrir aukn-
ingu útlendinga og mörg brotamál
tengd þeim. Aukningin er í kyn-
ferðisbrotum og fikniefnabrotum
en útlendingar skýra þá aukningu
ekki nema að litlu leyti.“
Hann segir að ekki sé hægt að
fullyrða hvort útlendingar séu í
sérstökum brotum eða sérhæfi sig
á einverju brotasviði. „Það sem
við höfum í höndunum er ástæða
fangavistar útlendinga í íslensk-
um fangelsum og hún virðist mjög
svipuð og meðal íslenskra fanga.
Það var þannig í upphafi aldamót-
anna að útlendingar voru meira
inni fyrir fíkniefnabrot en þetta
hefur breyst á allra síðustu árum,“
segir Helgi.
Alþjóðlegu glæpagengin byrjuðu fyrst að starfa hér að einhverju ráði á s
íðustu tveimur áratugum:
Skipulagið hófst með samningnum um EES
Ekkert hægt að fullyrða
Helgi segist ekkert geta fullyrt um
hvort útlendingar séu í sérstökum eða
sérhæfðum afbrotum hér á landi.
MYND STEFÁN KARLSSON
Helgi telur að með opnun
landsins hafi löggæslu-
yfirvöld ekki verið til-
búin að takast á við
breyttan heim.
Þjónusta boðin Bréfið sem eigendur
nokkurra fyrirtækja í Hafnarfirði fengu
í hendurnar frá Fáfnismönnum síðasta
haust.
FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU
Á Norðurlöndum er að finna alla
flóru alþjóðlegrar glæpastarfsemi.
Í skýrslum Evrópulögreglunnar er
aðferðum, uppbyggingu og sam-
starfi þessara glæpasamtaka lýst að
nokkru leyti. Reyndir lögreglumenn
segja þumalputtaregluna vera þá að
það sem sé að gerast í undirheim-
unum á Norðurlöndum taki 10 ár að
koma til Íslands. Og frá Bandaríkj-
unum taki það sem þar er að gerast
í glæpaheiminum 10 ár að berast til
Norðurlandanna.
Jökull Gíslason lögreglumað-
ur var í níu vikur í skiptidvöl hjá
dönsku lögreglunni í Kaupmanna-
höfn. Jökull varð áþreifanlega var
við átök glæpagengjanna þar í borg,
en þann tíma sem hann var úti voru
skotárásir í borginni að meðaltali
annan hvern dag. „Það sem gerir
þetta flókið og erfitt viðureignar er
að þarna eru Vítisenglar og Bandi-
tos að berjast um fíkniefnamarkað-
inn við mörg gengi innflytjenda af
þriðju kynslóðinni. Þetta eru marg-
ar sellur og hver þeirra inniheld-
ur 10 til 15 manns. Þær eru lítillega
tengdar og standa saman í stríðinu
gegn Vítisenglum.“
Að sögn Jökuls eru danskir lög-
reglumenn ekki mjög bjartsýnir á
mikinn árangur af starfi þeirra eins
og staðan er núna. „Það er hugs-
anlega hægt að eiga við skipulögðu
glæpastarfsemina en jaðaráhrifin
af þessu gengjastríði eru mikil sem
hefur áhrif á störf lögreglunnar. Það
fer mikill mannafli í rannsóknir sem
tengjast skotárásunum og þetta er
tímafrekt.“
Norski veruleikinn
Júgóslavnesk glæpagengi og aðr-
ir hópar alþjóðlegrar glæpastarf-
semi stjórna höfuðborginni Ósló,
en Vítisenglar hafa náð undirtök-
unum í stærstu borgum Noregs
úti um allt land. Í Brennpunkt-
þættinum, sem fjallað er um ann-
ars staðar á opnunni, kemur fram
að áhangendaklúbbar Vítisengla
í Noregi séu nálægt sextíu. Í þeim
klúbbum eru tindátarnir svo-
kölluðu sem vinna skítverkin og
fremja glæpina.
Hrædd vitni
Í fjölmörgum líkamsárásarmálum og
jafnvel morðmálum reynist erfitt fyr-
ir norsk lögregluyfirvöld að fá fólk til
að bera vitni í réttarhöldum. Meðlim-
ir Vítisengla sem ákærðir eru mæta í
réttarsal í fullum skrúða – í kirfilega
merktum vestum sem hræða vitnin
og þau muna oft ekki neitt eða breyta
frásögn sinni.
Leiðtogi Vítisengla í Noregi, Ís-
landsvinurinn Leif Ivar Kristiansen,
hefur einnig vanið komur sínar í rétt-
arsal þar sem meðlimir samtakanna
eru ákærðir – það vekur enn meiri
ótta hjá vitnunum.
Meðlimir stofna fyrirtæki
Norskir Vítisenglar hafa undan-
farið komið undir sig fótunum í
hefðbundnum atvinnugreinum.
2 MÁNUDAGUR 8. mars 2010 FRÉTTIR
FRÉTTIR 8. mars 2010 MÁNUDAGUR 3
FÓLK ÞORIR EKKI AÐ BERA VITNI
2. hluti
Skipulögð glæpastarfsemi er mikið og stórt vandamál á öllum Norðurlöndunum. Fréttir af skotárásum milli glæpagengja í Danmörku hafa reglulega verið í fréttum síðasta árið. Vítisenglar hafa náð fótfestu í öllum löndunum og er Ísland að bætast í þann hóp. Í öðrum hluta úttektar DV um alþjóðlega glæpastarfsemi er horft til Norðurlandanna og hvernig brugðist er við vandanum þar.
JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON
blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is
Algeng sjón í dómsölum Foringi norskra vítisengla svaraði fyrir íslenska vonbiðla þegar nálgaðist að þeir fengju viðurkenningu sem Vítisenglar. Hann mætir oft í dómsal þegar Vítisenglar eru ákærðir.
Þáttur um Vítisengla var sýndur í
norska ríkissjónvarpinu í byrjun mán-
aðarins. Margra mánaða rannsóknar-
vinna lá að baki þættinum og er farið
ítarlega ofan í saumana á starfsemi Vít-
isengla í Noregi, starfsháttum þeirra og
sýnt fram á hvernig komið hefur verið
á tengslum inn í norskt viðskiptalíf.
Vibeke Haug, ritstjóri rannsóknar-
fréttamennsku og heimildaþáttagerð-
ar við Brennpunkt í norska ríkissjón-
varpinu NRK, segir að almenningur í
Noregi hafi alls ekki áttað sig á stærð
og umfangi Vítisengla þar í landi. „Við
finnum fyrir þakklæti almennings fyr-
ir að hafa gert þennan þátt og sagt frá
þessari starfsemi. Það skiptir máli að
lögregla og fjölmiðlar vinni saman að
því að segja frá skipulagðri glæpastarf-
semi,” segir Vibeke en þessi þáttur var
unninn í samvinnu við norsk lögreglu-
yfirvöld.
Hafa vaxið hratt
Hin norsku Vítisenglaglæpasamtök
hafa stækkað verulega mikið á síð-
ustu tveimur árum, en á þessum tíma
bættust 25 nýir meðlimir við samtökin
sem telja nú um eitt hundrað manns.
„Það eru um sextíu mótorhjólaklúbb-
ar í Noregi sem eru áhangendaklúbb-
ar Vítisengla og þeim hefur farið fjölg-
andi. Það sem kemur almenningi
mest á óvart er að samtökin eru mjög
skipulögð. Starfsemi þeirra hefur ver-
ið að færast til borga og bæja í Noregi.
Þar hafa samtökin náð fótfestu og náð
tökum á glæpastarfseminni á þessum
landsvæðum. Við sýnum einnig fram á
það í þættinum að Vítisenglar í Noregi
eru með mjög sterkar tengingar við al-
þjóðlegu samtökin,” segir Vibeke.
Byrjað of seint
Spurð um stöðu MC Iceland hér á Ís-
landi og þá staðreynd að í haust fái
þeir hugsanlega aðild að Vítisengl-
um segir Vibeke. „Það er alveg ljóst
að lögreglan og íslenska samfélag-
ið þarf að fást við þetta vandamál.
Hér í Noregi var byrjað allt of seint
að berjast við þessi samtök og skipu-
lagða glæpastarfsemi yfir höfuð,“ seg-
ir Vibeke og bætir við. „Það skiptir líka
máli hvernig sveitarstjórnir í samráði
við lögregluyfirvöld á hverju svæði
taka á málunum hér í Noregi. Það er
fyrst núna sem norska lögreglan hefur
hafið markvissa baráttu í baráttunni
við samtökin. Hér áður fyrr voru yfir-
völd að vinna hver í sínu horni, en nú
hafa þessar stofnanir tekið höndum
saman í rannsóknum mála. Það hefur
verið horft til þess hvernig sænsk lög-
regluyfirvöld takast á við vandamálið
og þeirra aðferða sem þau nota.“
Fréttamenn Brennipunkts sem
unnu að gerð þáttarins hafa ekki enn
fengið hótanir að sögn Vibeke. „Við
erum mjög meðvituð um að það gæti
gerst og því höfum við farið mjög vel
yfir öryggismál starfsmanna þáttar-
ins og erum við öllu búin,“ segir Vi-
beke, en unnið er að fleiri fréttum
um Vítisengla í Noregi.
Samtök Vítisengla í Noregi hafa stækkað mikið síðustu tvö árin og fært starfsemi sína út á landsbyggðina:
Eitt hundrað Vítisenglar í Noregi
Í Svíþjóð eru Vítisenglar stærstu glæpasamtökin sem koma að skipulagðri glæpastarfsemi. Meðlimir Vítisengla eru á bil-
inu 100 til 120 talsins. Fjölmargir
áhangendaklúbbar fylgja samtök-
unum og þegar þeir eru taldir með
eru meðlimirnir á bilinu 500 til 600
talsins. Að auki eru fjölmörg önn-
ur glæpasamtök með alþjóðlegar
tengingar, svo sem frá Balkanskaga,
Eystrasaltsríkjunum og Evrópu.
Borga mánaðargjald
Tommy Hydfors segir að það sé auð-
velt að komast inn í raðir Vítisengla
– en mjög erfitt að losna úr samtök-
unum. „Einstaklingur í áhangenda-
klúbbi Vítisengla þarf að greiða fé-
lagsgjald til Vítisengla sem er um 18
þúsund krónur á mánuði. Ef mað-
urinn hins vegar vill losna þarf að
borga tæpar tvær milljónir til Vít-
isenglanna – bara til að komast út.
Það segir sig sjálft að mjög fáir hafa
efni á því að borga þessa upphæð.
Lögreglan bendir ungu fólki sem
hefur áhuga á að gerast meðlimir í
þessum klúbbum að það sé mjög
hættulegt og að það ætti að hugsa
sig tvisvar um áður en það sækir um
aðild.”
Sextíu prósent afbrota í skipu-
lagðri glæpastarfsemi í Svíþjóð
tengjast fíkniefnum, að sögn Tomm-
ys. „Það er einnig talsvert um fjár-
kúganir og rán. Þá tengjast þessi
alþjóðlegu glæpasamtök vændi og
mansali,“ segir Tommy en verndar-
þjónusta á vegum glæpasamtaka til
fyrirtækja er ekki mjög algeng í Svi-
þjóð þótt hún sé vissulega til staðar.
Koma sér vel fyrir
Aðalmeðlimir Vítisenglanna lifa
góðu lífi. Eiga fína bíla og búa í
glæsihúsum, að sögn Tommys.
„Þeir eru með mikla peninga á milli
handanna og nýta öll ráð til að koma
peningum í umferð. Þeir hafa stofn-
að fyrirtæki um alls kyns starfsemi
og þeir nota þau til að þvo peninga,
sem þeir nota svo til fjárfestinga, til
dæmis í fasteigna- og byggingariðn-
aðinum.”
Allt snýst um dópið
Þegar Tommy er spurður hvaða
áhrif það hafi á Íslenskt samfélag
að MC Iceland verði fullgildir með-
limir Hells Angels svarar hann. „Ég
hef hugsað talsvert um það hvað
þessi glæpasamtök séu að vilja til Ís-
lands þar sem einungis búa um 300
þúsund manns. Um sextíu prósent
af starfsemi Hells Angels í Svíþjóð
snúast um fíkniefni og það ætti ekk-
ert að verða öðruvísi á Íslandi. Það
verður án efa barátta milli glæpa-
hópanna um yfirráð á fíkniefna-
markaðnum.”
Mikill vilji til aðgerða
Sænska ríkisstjórnin ákvað í fyrra
að setja á fót sérsveit sem berst
gegn skipulagðri glæpastarfsemi í
Svíþjóð, en sveitin hóf störf 1. júlí
í fyrra. Í sérsveitinni eru um 200
manns sem rannsaka mál og koma
rannsóknum í farveg er viðkoma
alþjóðlegri og skipulagðri glæpa-
starfsemi í Svíþjóð. Yfir þessari sveit
er samræmingarhópur þar sem
Tommy gegnir formennsku. „Í þess-
ari sveit eru aðallega lögreglufor-
ingjar sem hafa mikinn vilja til að
berjast gegn þessu vandamáli. Sam-
ræmingarhópurinn hittist reglulega
til að ákveða hvaða mál sveitin á að
rannsaka.”
Eigur gerðar upptækar
Sérsveitin vinnur mjög náið með
saksóknaraembættinu, tollayfir-
völdum, skattayfirvöldum og landa-
mæraeftirlitinu. „Samstarf þess-
ara stofnana hefur gefið mjög góða
raun. Ef ekki er hægt að koma þess-
um glæpamönnum í fangelsi er
mikill möguleiki, með samstarfinu,
að gera eigur þeirra upptækar sama
hvort um peninga, mótorhjól, bíla
eða aðrar eignir að ræða. Síðustu
átta mánuði höfum við gert mikið
magn peninga upptækt ásamt öðr-
um eignum.
„Follow the money”
Aðspurður segir Tommy að vissulega
sé þetta þekkt aðferð; að elta pen-
ingana. En það sé ekki nóg. „Auðvit-
að þarf að elta peningana en við vilj-
um einnig koma þessum mönnum í
fangelsi – koma þeim úr umferð. Um
leið og við förum að elta slóð pening-
anna finnum við fleira fólk sem teng-
ist inn í þessa heima og eltum það
einnig uppi. Í samræmingarhópnum
sitja fulltrúar þessara stofnana sem
við vinnum með og þar eru tekn-
ar ákvarðanir um hvernig mál skuli
meðhöndluð – það vinna allir saman
að settu markmiði og ákvarðanir eru
teknar á skjótan hátt.“
Mikill árangur
Frá því sérsveitin var sett á laggirnar
hafa fjölmargar ákærur verið gefn-
ar út. „Bara í einu máli voru 25 að-
ilar handteknir og einhverjir þeirra
ákærðir. Það hefur mikið magn pen-
inga verið gert upptækt, fíkniefni og
eignir. Lögreglan getur ekki unnið
ein að þessum málum. Það verður
að vinna að rannsókn á skipulagðri
glæpastarfsemi í samvinnu við
tolla- og skattayfirvöld því þannig
náum við að púsla heildarmyndinni
saman. Hjá hverri stofnun eru upp-
lýsingar sem við getum nýtt okkur í
rannsókn mála og þannig náum við
að púsla öllu saman.”
SVÍAR LEITA AÐ SLÓÐ
PENINGANNA Ef maðurinn hinsvegar vill losna þarf að borga tæpar tvær milljónir til Vítisenglanna.
Sænska ríkisstjórnin ákvað í fyrra að koma á fót sérsveit yfirmanna í lögregluliði Svíþjóðar og yfir sveitinni er samráðshópur sem í sitja fulltrúar ákæruvaldsins, skattayfirvalda, tollayfirvalda og landamæraeftirlitsins, auk lögreglunnar. Yfir-maður hópsins hefur mikið velt fyrir sér hvað Vítisenglar vilji til Íslands og telur að það snúist að mestu um fíkniefnasölu.
Bregðist strax við Viðmælendur DV leggja allir áherslu á að koma verði í veg fyrir að Vítisenglar nái að skjóta rótum með starfsemi sína. Annars verði mjög erfitt að eiga við þá. MYND NRK BRENNPUNKT
Stjórnar rannsóknum Tommy Hydfors er yfirmaður samráðshóps lögreglunnar í Svíþjóð sem fer með rannsókn skipulagðrar glæpastarfemi þar í landi.
MYND SÆNSKA LÖGREGLAN
NÆST Hvernig íslensk
lögregluyfirvöld standa
gegn alþjóðlegri og skipu-
lagðri glæpastarfsemi.
Þeir þurfa sífellt að finna leiðir til
að koma peningum úr fíkniefna-
heiminum í umferð og eru farnir að
nota viðskiptalífið til þess. Norska
lögreglan hefur fundið slóð pen-
inga Vítisengla inn í fasteigna- og
byggingariðnaðinn, sem og inn í
veitingahúsarekstur og aðra hefð-
bundna atvinnustarfsemi. Margir
meðlima Vítisengla í Noregi hafa
búið til fyrirtæki á þeirra eigin
nöfnum sem þeir nota til að kaupa
eignir og koma þannig „svörtum”
peningum samtakanna í umferð –
með öðrum orðum; að þvo pening-
ana.
Samstarfið nauðsynlegt
Í Svíþjóð, Danmörku og Noregi
er mikil samvinna milli skatta- og
tollayfirvalda við lögregluyfirvöld.
Lögreglumenn sem DV hefur rætt
við á Norðurlöndunum segja að
samstarf sem þetta sé nauðsyn-
legt í baráttunni við alþjóðlega
glæpastarfsemi. Þarna sé tryggt að
allar upplýsingar berist fljótt við
rannsókn mála. Þannig sé hægt
að koma því fólki sem er í fram-
varðasveitum glæpastarfseminnar
í mikil vandræði og hefta för þess
og að lokum koma því á bak við lás
og slá.
Ógnandi tilburðir Meðlimir Vítisengla sem
ákærðir eru mæta í réttarsal í fullum skrúða – í
kirfilega merktum vestum sem hræða vitnin og
þau muna oft ekki neitt eða breyta frásögn sinni.
MYND NRK BRENNPUNKT
Allt gert til að
koma þeim
úr bænum
Íslendingur sem býr í fremur
litlum bæ fyrir utan Ósló segir
sveitarstjórn og lögreglu berjast
af miklu afli gegn Vítisenglum.
Hann vill ekki koma fram und-
ir nafni. „Vítisenglarnir byggðu
sér klúbbhús hér í bænum og
reistu varnarvegg í kringum
húsið. Yfirvöld hérna breyttu þá
reglum og létu fjarlægja girð-
inguna. Lögreglan í bænum
er einnig mjög dugleg við að
stöðva meðlimi Vítisengla hvar
sem þeir eru og reyna að trufla
starfsemi þeirra á allan mögu-
legan máta. Íbúarnir eru lang-
þreyttir á þessu ástandi og vilja
fá þessa starfsemi burt úr bæn-
um – og þetta er að gerast um
allan Noreg.“
Stækka hratt Vítisenglar í Noregi hafa
skipulagt sig og starfsemin aukist hratt.
Hér er eitt klúbbhúsa þeirra í Noregi.
MYND NRK BRENNPUNKT
Brugðust of seint við Vibeke Haug,
ritstjóri Brennpunkt, segir Norðmenn
hafa brugðist of seint við hættunni af
Vítisenglum.
10 MIÐVIKUDAGUR 10. mars 2010 FRÉTTIR
FRÉTTIR 10. mars 2010 MIÐVIKUD
AGUR 11
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjórinn á Suðurnesjum vill auknar rannsókn
arheimildir:
Bönnum Vítisengla á Íslandi
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lög-
reglustjóri á Suðurnesjum, segir ís-
lensk lögregluyfirvöld standa ágæt-
lega þegar kemur að baráttunni
gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi.
„Boðleiðirnar á milli okkar
og annarra lögregluliða erlendis
hafa styst verulega þannig að tím-
inn sem fer í að rannsaka mál sem
teygja anga sína til annarra landa
hefur minnkað,“ segir Sigríður og er
þar að vísa í starf Arnars Jenssonar
sem er fulltrúi íslenskra lögregluyf-
irvalda hjá Evrópulögreglunni. Og
Sigríður bætir við: „Við erum einn-
ig með mjög öfluga rannsóknarlög-
reglumenn sem eru vel menntaðir,
hafa víðtæka þekkingu og eru dug-
legir að afla sér endurmenntunar.“
Það sem helst vanti séu forvirk-
ar rannsóknarheimildir sem geri
lögreglu kleift að fara í rannsókn-
ir á fólki sem talið er að tengist
skipulagðri glæpastarfsemi. „Við
þurfum að geta hafið rannsókn og
hleranir á einstaklingum sem við
teljum líklegt að tengist skipulagðri
glæpastarfsemi án þess að hafa
rökstuddan grun um það og fá úr-
skurð dómara um hleranir byggðan
á okkar ástæðum. Þetta fyrirkomu-
lag yrði alls ekki eftirlitslaust og ég
sé fyrir mér einhvers konar eftir-
litsnefnd sem myndi fara í gegnum
okkar aðgerðir þannig að eftirlitið
yrði mjög mikið,“ segir Sigríður.
Aðspurð hvort leggja þurfi meira
fjármagn til lögreglunnar segir Sig-
ríður að það fari eftir því hvern-
ig málin þróist þegar kemur að al-
þjóðlegri glæpastarfsemi. „Við í
lögreglunni teljum okkur auðvitað
alltaf þurfa meiri peninga og fleira
fólk og þannig hefur það alltaf ver-
ið. Varðandi skipulagða glæpa-
starfsemi þá höfum við séð það
erlendis að mál sem tengjast Vít-
isenglunum og vélhjólagengjun-
um hafa verið mjög mannfrek fyrir
lögregluna. Í Danmörku er til dæm-
is nýbúið að ráða inn 180 lögreglu-
menn sem hafa það eina verkefni
að fylgjast með og rannsaka vél-
hjólagengin og þá eru þeir ótald-
ir sem þar voru fyrir. Það er alveg
ljóst að ef það sama gerist hér og
hefur gerst á hinum Norðurlönd-
unum, að það komi til átaka á milli
glæpagengja, þá verða aðgerðir til
að sporna við því gríðarlega kostn-
aðarsamar. Rannsóknir sem tengj-
ast alþjóðlegri glæpastarfsemi eru
bæði mannafls- og tímafrekar og
auðvitað kostnaðarsamar.“
Sigríður segir nauðsynlegt að
skoðað verði til hlítar hvort hægt sé
að banna Vítisengla á Íslandi. „Það
á klárlega að kanna þann mögu-
leika – allavega að banna að merki
samtakanna sé notað. Það eru mjög
mörg lönd að berjast við þennan
vanda. Hér á Íslandi er vandamálið
ekki orðið eins stórt og við verðum
að reyna að hindra að svo verði.“
Yfirtollvörður segir meginhlutverkið að koma í veg fyrir smygl á fíkniefn
um inn í landið:
Búum á eyju og eigum að gera betur
Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður á
Keflvíkurflugvelli, segir að mikilvæg-
asti tíminn til að takast á við alþjóð-
lega og skipulagða glæpastarfsemi
sé núna. „Við sjáum hvað er að ger-
ast á Norðurlöndunum í dag og lít-
um kannski sérstaklega til Danmerk-
ur. Þar eru um og yfir tvö hundruð
lögreglumenn, starfsmenn tolls- og
skattayfirvalda sem eru bara að sinna
málum sem tengjast skotárásunum á
milli glæpagengjanna. Það var byrjað
of seint að vinna skipulega í þessum
málum og það er búið að missa alla
stjórn á þessu.“
Kári segir að greiningarstarf tolls-
ins sé mjög mikilvægt. Meginhlut-
verk starfsmanna tollsins sé að varna
því að einstaklingar komist með
fíkniefni inn í landið. „Við söfnum
saman upplýsingum og þær eru nýtt-
ar til eftirlitsins. Það er okkar hlut-
verk að vernda samfélagið fyrir því að
fíkniefni og óæskilegir einstaklingar
komi til landsins. Upplýsingar eru
grunnur allrar löggæslu,“ segir Kári
og nefnir dæmi. „Það er að koma vél
frá útlöndum og starf tollvarðarins
er að greina þá út sem eru að brjóta
af sér frá þeim sem koma hingað til
lands sem ferðamenn. Það sama á
við um vöruinnflutninginn. Grein-
ingarvinna er ein af máttarstoðum
tollgæslunnar. Það eru kannski um
tvö þúsund manns að fara hér í gegn-
um flugstöðina á tveimur klukkutím-
um. Við erum kannski að stoppa 10
til 20 manns af þessum tvö þúsund
farþegum og með enn dýpri grein-
ingu fækkar í hópnum sem verður
skoðaður. Með þessari vinnu höfum
við náð miklu magni af fíkniefnum.“
Tollgæslan er í miklu samstarfi við
tollayfirvöld víða um heim og íslensk
tollayfirvöld hafa aðgang að gagna-
bönkum sem hafa að geyma upplýs-
ingar um brotamenn og annað er við-
kemur rannsóknum mála. „Erlend
samvinna er mjög mikilvæg og eyk-
ur okkar möguleika á að ná árangri
til muna. Samstarf innlendra aðila er
einnig mjög mikilvægt, svo sem toll-
gæslu, lögreglu, landhelgisgæslu og
skattsins,“ segir Kári og hann vill sjá
enn frekara fjármagn sett í tollgæslu-
mál. „Starfsmenn tollsins vinna sitt
starf mjög vel, en við náum ekki að
komast yfir allt það sem við myndum
vilja. Við búum á eyju og við eigum
möguleika á að gera enn betur.“
Fagnar dómi Sigríður Björk stóð
í ströngu ásamt starfsfólki sínu
við rannsókn mansalsmálsins.
Hún fagnar dómi héraðsdóms yfir
mönnunum. MYND KRISTINN
Skannar farþega Kári
Gunnlaugsson yfirtollvörður
stjórnar öllu leitarstarfi
tollsins á Keflavíkurflugvelli.
MYND KRISTINN
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á
höfuðborgarsvæðinu, hefur um
árabil talað fyrir heimildum lög-
reglu til forvirkra rannsóknarað-
gerða. „Það sem ég hef bent á lengi
og tel að skorti er að lögreglan hafi
skýrari heimildir, til dæmis til for-
virkra rannsóknaraðgerða þegar
um skipulagða brotastarfsemi er
að ræða. Íslensk lögregluyfirvöld
hafa talað fyrir þessu lengi og ekki
fengið þá áheyrn á Alþingi sem ég
tel að þurfi að vera fyrir hendi.
Við erum einfaldlega að fást
við brotastarfsemi sem teygir anga
sína til allra landa og ef við höfum
ekki sömu tæki og tól til að fást við
þessa starfsemi og félagar okkar í
nágrannalöndunum, þá verðum
við veikasti hlekkurinn í keðjunni
og bjóðum hættunni enn frekar
heim.“
Aukið fé til löggæslu
Spurður hvort ekki sé hætta á að
slíkar heimildir séu misnotað-
ar segir Stefán að það sé eðlilegt
að fólk velti þeim hlutum upp.
„Lögreglan er undir mjög stífu og
miklu eftirliti í dag. Það eftirlit er
meðal annars hjá ríkissaksókn-
ara, hjá dómsmálaráðuneytinu,
umboðsmanni Alþingis og dóm-
stólum. Við þurfum að bera und-
ir dómstóla kröfur um húsleitir,
símhleranir og annað í þeim dúr.
Samhangandi tillögum okkar um
forvirkar aðgerðir er að auka enn
frekar þetta eftirlit. Ég sé fyrir mér
að það verði skipuð sérstök nefnd
þingmanna eða nefnd skipuð af
þinginu sem hafi eftirlit með öllu
því sem lögreglan er að gera. Það
er gríðarlega mikilvægt að lögregl-
an fari vel með þessar heimildir
sínar.“
Aukið fé til löggæslu sé eitt af
þeim atriðum sem auki líkurnar
á því að lögreglu takist að berjast
af alefli við þessa tegund af glæpa-
starfsemi. „Eitt af því sem þarf að
skoða sérstaklega, svo við séum
eins vel í stakk búin og kostur er,
er að efla og styrkja löggæslu. Það
gerist bæði með því að tryggja
gott og öruggt starfsumhverfi en
líka með því að hafa öflugan og
fjölmennan mannskap til að tak-
ast á við þetta allt saman. Ég held
að það hafi gengið bærilega að
halda þessari þróun í skefjum en
við megum ekki sofna á verðinum
og verðum að herða á baráttunni
svo við lendum ekki í sömu stöðu
og Norðurlöndin,“ segir Stefán og
leggur mikla áherslu á að enginn
megi sofna á verðinum, hvorki
lögregla, almenningur, né löggjaf-
arvaldið.
Vill banna Vítisengla
Stefán er harður á því að banna
eigi starfsemi Vítisengla á Ís-
landi. „Ég tel að það eigi að
banna öll glæpasamtök – alveg
sama hvað þau heita. Ég tel að
slíkt bann rúmist innan þeirra
heimilda sem stjórnarskráin og
mannréttindasáttmálinn setja
okkur. Við treystum okkur sam-
kvæmt lögum til að banna áfeng-
isauglýsingar og við hljótum því
að geta bannað starfsemi glæpa-
samtaka.“
Aðspurður hvort hann telji að
þingmenn skilji í raun og veru
hvað ástandið geti orðið slæmt
hér á landi verði slegið slöku við
segir Stefán marga þeirra hafa
ágætis skilning á málinu. „Þegar
lögreglan bendir mönnum á leið-
ir sem hjálpa lögreglu í barátt-
unni gegn alþjóðlegum og skipu-
lögðum glæpasamtökum þá eiga
þingmenn sérstaklega að leggja
við hlustir. Ef þingmenn hafna til-
lögum lögreglu varðandi bann við
skipulögðum glæpasamtökum og
heimildir til forvirkra rannsókn-
aragerða, þá þurfa þeir að hafa til
þess mjög skýr rök.“
Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir nauðsynlegt að lögregl-
an fái heimildir til forvirkra rannsóknaraðgerða. Ísland megi
ekki vera veikasti hlekkurinn í keðjunni þegar kemur að
rannsóknum mála sem tengjast alþjóðlegri glæpastarfsemi.
Ég tel að það eigi að banna
öll glæpasamtök –
alveg sama hvað þau
heita.
JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON
blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is
TEYGJA SIG TIL
ALLRA LANDA
Lögreglu-
stjórinn Stefán
Eiríksson hefur um
árabil talað fyrir
nauðsyn þess að
íslensk lögregluyf-
irvöld fái heimildir
til forvirkra rann-
sóknaraðgerða.
MYND GÚNDI
VILJA RÝMRI HEIMILDIR
TIL HLERANA
Í dag þarf lögregla að leita til dóm-
ara til að fá heimild til símhlerana
og þarf rökstuddur grunur lögreglu
að liggja fyrir þeim beiðnum sam-
kvæmt 84. grein sakamálalaga. Ef
dómari metur það svo að sá sem
á að hlera standi í einhvers kon-
ar brotastarfsemi, byggt á gögnum
lögreglu, þá heimilar hann hleran-
ir með úrskurði. Það sem forvirku
heimildirnar ganga hins vegar út á
er að lögregla þurfi ekki rökstudd-
an grun til að hlera eða rannsaka
einstakling með hefðbundnum
eða óhefðbundnum hætti. Tökum
dæmi: Hér á landi býr útlendingur
sem hefur enga löglega atvinnu, en
þiggur atvinnuleysisbætur. Hann
ekur um á dýrum bíl og býr í stóru
einbýlishúsi. Lögreglan telur all-
ar líkur á því að þessi einstakling-
ur standi að einhvers konar brota-
starfsemi – þótt hún hafi ekki
rökstuddan grun um það.
Lögreglan leitar þá til dómara
og óskar eftir því að fá að hlera og
rannsaka þennan einstakling með
þeim aðferðum sem til þarf. For-
virkar rannsóknarheimildir virka þá
þannig að lögregla getur hafið rann-
sókn á manninum án þess að fyrir
liggi rökstuddur grunur. Með þess-
um aðferðum væri hægt að koma
upp um einstaklinga hér á landi sem
stunda alþjóðlega og skipulagða
glæpastarfsemi. Í dag eru þessir
einstaklingar tiltölulega óhultir þar
sem þeir hafa mörg lög af undir-
mönnum í vinnu hjá sér sem fremja
glæpina. Það eru þeir sem nást með
fíkniefnin, við innbrotin og í öðrum
glæpum. Það hefur reynst erfiðara
að ná til þeirra sem eru efst í virð-
ingarstiganum.
Brottvísun glæpamanna
mikilvæg
Annað sem nefnt hefur verið sem
mikilvægur hlekkur í baráttunni
gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi
er að koma erlendum einstakling-
um úr landi þegar þeir hafa feng-
ið á sig dóma eða eru byrjaðir að
brjóta af sér. Um leið og útlending-
ur er dæmdur til fangelsisvistar á
Íslandi kannar Fangelsismálastofn-
un hvort unnt sé að flytja fangann til
heimalands síns til afplánunar. Þetta
á einungis við um lönd sem eru að-
ilar að Evrópusamningi um flutn-
ing dæmdra manna. Ef það úrræði
á ekki við afplánar fanginn refsing-
una hér heima. Jafnframt þessu til-
kynnir Fangelsismálastofnun það til
Útlendingastofnunar þegar erlend-
ur einstaklingur er dæmdur til fang-
elsisvistar hér á landi og óskar eftir
svörum um hvort viðkomandi ein-
staklingi verði vísað úr landi að af-
plánun lokinni.
Ef Útlendingastofnun ákveður að
vísa eigi fanganum úr landi er hon-
um veitt reynslulausn eftir að hafa af-
plánað helming refsitímans og hann
fluttur úr landi daginn sem reynslu-
lausnin hefst. Öðru máli gegnir um
fanga sem koma frá löndum utan
Schengen-svæðisins.
Lögreglan eigi frumkvæði
Í skýrslu vinnuhóps um möguleika
stjórnvalda til að efla eftirlit og við-
brögð við brotastarfsemi útlendinga
hér á landi er lagt til að lögreglan eigi
frumkvæði að því að óska eftir brott-
vísun glæpamanna úr landi. Mikil-
vægt sé að erlendir glæpamenn sem
hér búa geti ekki safnað brotum án
þess að gripið sé inn í af hálfu lög-
reglunnar og annarra yfirvalda. Lög-
reglan sjái þá um gagnaöflun varð-
andi einstaklinginn og komi fram
með óskir um að honum skuli vísað
af landi brott. Slík afgreiðsla mála
hafi mikil varnaðaráhrif. Lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu hefur nú þegar
beitt þessu úrræði í máli pólska inn-
brotagengisins og hefur nokkrum
þeirra sem voru dæmdir til fangels-
isvistar nú þegar verið vísað úr landi.
Snýst allt um peninga
Glæpaheimurinn er háþróaður í dag.
Allt snýst um að ná í peninga – hvern-
ig sem það er gert - og aðferðirnar eru
sífellt að breytast og aðlagast hverju
samfélagi fyrir sig. Þeir sem hafa
unnið hvað mest í greiningarvinnu
á skipulagðri glæpastarfsemi segja
að það þurfi að nálgast glæpahóp-
ana eins og fyrirtæki. Þekkingin til að
framkvæma hluti sé aðkeypt og sér-
fræðingar sem sérhæfa sig í ákveðn-
um afbrotum séu notaðir til verka.
Miklu fjármagni sé eytt í undirbún-
ing því ávinningurinn af brotinu sé
margfalt hærri. Það sé þó tilhneigin-
gin að glæpahóparnir fari inn á þau
svið afbrota sem mest gefa með sem
minnstum tilkostnaði. Þegar bara er
litið til fíkniefnanna er ávinningurinn
mikill. Samkvæmt stjórnsýsluúttekt
Ríkisendurskoðunar sem ber heitið
„Ráðstafanir gegn innflutningi ólög-
legra fíkniefna“ frá því í nóvember
2007 kemur fram að götuvirði hald-
lagðra fíkniefna árið 2006 hafi numið
tæpum fimm milljörðum króna sem
gera um 16 þúsund krónur á hvern
einasta Íslending.
Aðferðir smyglaranna breytast
Samkvæmt sömu skýrslu kemur fram
að starfsmenn tollayfirvalda hér á
landi séu mun fleiri á hvern íbúa en á
Norðurlöndum. Það hlýtur að teljast
styrkur tollgæslunnar, auk þess sem
tiltölulega fáar hafnir og flugvellir eru
umhverfis landið þar sem reynt er að
smygla fíkniefnum. Að sama skapi
breytast aðferðir dópsmyglaranna við
að smygla fíkniefnum til landsins og
nægir þar að horfa til skútumálsins
svokallaða. Þar að auki er strandlengja
Íslands löng og starfsmenn tollgæslu
um 110 talsins.
Samkvæmt orðum yfirmanna
stærstu embætta lögreglunnar hér á
Íslandi er menntun lögreglumanna al-
mennt góð og endurmenntun þeirra
einnig. Tækjabúnaður lögreglu til
rannsókna sé yfirhöfuð góður og nýt-
ist vel. Hvað varðar mannafla sé ljóst
að lögreglan þurfi meiri mannskap til
að standa að rannsóknum mála sem
tengjast alþjóðlegri glæpastarfsemi.
Þetta séu mál sem teygi anga sína út
fyrir landsteinana og geti verið flókin
og tímafrek í rannsókn. Allir þeir sem
koma að þessum málum eru sammála
um að yfirvöld þurfi að setja meira
fjármagn í þennan málaflokk.
Samræmingarhópur nauðsyn
Samstarf milli stofnana hér á Íslandi
virðist nokkuð gott og hefur lög-
regla leitað til meðal annars skatt-
rannsóknarstjóra og tollayfirvalda
um aðstoð við rannsókn mála. Með-
al annars tók embætti skattrann-
sóknarstjóra þátt í rannsókninni á
mansalsmálinu sem dæmt var í á
mánudag. Þó er ekki um eiginleg-
an samræmingarhóp að ræða sem
hefur ákveðið verksvið eða reglur að
styðjast við. Það er þó talið nauðsyn-
legt til að gera samstarfið árangurs-
ríkara í baráttunni við alþjóðlega og
skipulagða glæpastarfsemi.
3. hluti
Lögregluyfirvöld telja nauðsynlegt að fá leyfi fyrir svokölluðum forvirku
m rannsókn-
arheimildum til að auðvelda baráttuna gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi.
Þessar heim-
ildir eru til staðar í öllum Evrópulöndunum utan Íslands og eru rannsók
nir þá fram-
kvæmdar af leyniþjónustum eða öryggislögreglu viðkomandi landa.
JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON
blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is
Í dag eru þessir einstaklingar
tiltölulega óhultir þar
sem þeir hafa mörg lög
af undirmönnum í vinnu
hjá sér sem fremja
glæpina.
Dópið innvortis Einstaklingar
leggja það á sig að gleypa fíkni-
efnin sem getur verið stórhættu-
legt. Hér sjást nokkrir pokar af
kókaíni í maga burðardýrs.
MYND TOLLGÆSLAN KEFLAVÍKURFLUGVELLI
Burðardýr Ýmsar aðferðir eru
notaðar við að koma fíkniefnum
til landsins.
MYND TOLLGÆSLAN KEFLAVÍKURFLUGVELLI
NÆST Vilja stjórnvöld
fara eftir tillögum lögreglu
um rýmkaðar heimildir til
rannsókna?
Ítarleg umfjöllun DV hefur fjallað
ítarlega um alþjóðlega glæpastarfsemi
á Íslandi.
sem DV hefur rætt við segja að þeir
vilji að málið komi á dagskrá þings-
ins þar sem það verði rætt. Huga
þurfi sérstaklega að eftirlitshlut-
verkinu með þessum auknu heim-
ildum og hefur bæði lögreglustjóri
höfuðborgarsvæðisins og dóms-
málaráðherra sagt að eftirlitið sé
mjög mikilvægt. Í umfjöllun DV
hafa yfirmenn löggæslumála í land-
inu sagt að þessar heimildir séu
einna mikilvægastar í baráttunni
gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi.
Hætta á frekari glæpum
Yfirmenn íslensku lögreglunnar
segja að verkefnum tengdum skipu-
lögðum glæpahópum muni fjölga
og sérstaklega ef Hells Angels ná
fótfestu á Íslandi. Dómsmálaráð-
herra, auk lögreglustjóra stærstu
lögregluembættanna, vill láta á það
reyna hvort hægt sé að banna sam-
tökin hér á landi. Lögregluyfirvöld í
Svíþjóð, Noregi og Danmörku eiga í
mikilli baráttu við Vítisengla og er
ástandið einna verst í Danmörku.
Skilaboðin frá lögreglumönnum í
þessum löndum til Íslendinga eru
þau að Ísland verði að bregðast hart
við í baráttunni gegna skipulagðri
glæpastarfsemi. Starfsmenn lög-
gæslu á Íslandi hafa í gegnum tíð-
ina haldið því fram að það sem ger-
ist á Norðurlöndum komi hingað til
lands tíu árum síðar, en nú sé þessi
tími að styttast.
Dæmdir Í löndum Evrópu hefur
gengið erfiðlega að fá skipuleggj-
endur mansals dæmda. Tímamóta-
dómur var kveðinn upp á mánudag
þegar fimm Litháar voru dæmdir til
fimm ára fangelsisvistar. Þeim dómi
hefur nú verið áfrýjað.
MYND RÓBERT REYNISSON
Félags- og tryggingamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna Evrópuárs
2010 sem er tileinkað baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun. Til ráðstöfunar
eru 35 milljónir króna. Verkefni og rannsóknir verða að jafnaði styrkt um að hámarki
80% af heildarkostnaði verkefnis. Mótframlagið getur verið í formi vinnuframlags eða
fjármagns. Verkefnum og rannsóknum skal ljúka á árinu 2010.
Sérstök áhersla verður lögð á að styrkja verkefni sem auka fjölbreytni við úrræði
og námskeið til að bæta aðstæður tekjulágra hópa og fjölskyldna, atvinnulausra og
fólks með skerta starfsgetu, verkefni sem vinna gegn fordómum sem einstaklingar
upplifir vegna aðstæðna sinna og sem ýta undir félagslega virkni fólks sem hætt er við
einangrun vegna langtímaatvinnuleysis eða bágra aðstæðna.
Verkefni geta til dæmis verið í formi rannsókna, átaksverkefna, námskeiða, fræðslu og
kynningarherferða.
Umsóknir um verkefni sem fjalla einnig um mismunun á grundvelli aldurs, kyns, fötlunar,
kynþáttar og uppruna, kynhneigðar eða trúar eru litnar jákvæðum augum.
Styrkir verða almennt veittir félögum, samtökum og opinberum aðilum. Einstaklingum
verða að jafnaði einungis veittir styrkir til rannsókna.
Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl næstkomandi.
Sótt skal um styrk á sérstöku umsóknareyðublaði sem unnt er að nálgast í
afgreiðslu félags- og tryggingamálaráðuneytisins eða á heimasíðu þess
www.felagsmalaraduneyti.is Þar eru einnig birtar úthlutunarreglur sjóðsins.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá félags- og tryggingamálaráðuneytinu
í síma 545 8100, á heimasíðu þess eða með tölvupósti á postur@fel.stjr.is
Auglýst eftir styrkumsóknum til verkefna
tengdum Evrópuári 2010 gegn fátækt
og félagslegri einangrun
Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17
Ókeypis námskeið og ráðgjöf
Mánudagur 15. mars
Miðvikudagur 17. mars
Fimmtudagur 18. mars
Qi – Gong - Viðar H. Eiríksson kennir fólki að aa, varð-
veita og dreifa orku um líkamann. Tími: 12.00-13.00.
Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 13.00 -14.00.
Íslenskuhópur - Ertu búin/n að læra íslensku en þarft
að æfa þig í að tala? Tími: 13.00 -14.00.
Markmiðasetning - að láta draumana rætast -
Ingrid frá Þekkingarmiðlun allar um leiðir til að láta
draumana rætast. Tími: 13.30-14.30.
Vinnum saman - Ný viðhorf (Býugurnar) - Vertu
með í skapandi hópi atvinnuleitenda. Tími: 14.00-16.00
Baujan sjálfstyrking - Fullt! Tími: 15.00 -17.00.
Skiptifatamarkaður - Barnaföt - Tími: 16.00 -18.00.
Fluguhnýtingahópur - Komdu með uguhnýtinga-
stand ef þú getur. Tími: 12:00 -13.30.
Saumasmiðjan - Breytt og bætt. Tími: 13.00-15.00.
Ísgerð - Lærðu að gera gómsætan ís. Tími: 13:30 -14.30
Þýskuhópur - Við æfum okkur í þýsku. Tími: 14.00-14.45.
Frönskuhópur - Við æfum okkur í að tala á frönsku um
hús og híbýli. Tími: 15:00 -15.45.
Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00.
Art of living - Sunil frá Indlandi kennir öndun, hug-
leiðslu og listina að lifa í núinu. Tími: 12.30-13.30.
Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 12.30 -13.30.
Spurningakeppni - Keppt í liðum sem myndast á staðn-
um. Sýndu hvað þú kannt! Tími: 14.00 -15.00.
Hláturjóga - Viltu losa um spennu? Tími: 15.30-16.30.
Föstudagur 19. mars
Allir velkomnir!
Tölvuaðstoð - Persónuleg aðstoð. Komdu með fartölvu
ef þú getur. Tími: 13.30-15.30.
Páskahátíðin - Árni Björnsson þjóðháttafræðingur all-
ar um hvaðan hinir ýmsu siðir koma. Tími: 14.00 -15.00.
Áhugasviðsgreining - Könnun og fagleg ráðgjöf.
Skráning nauðsynleg. Tími: 14.00 -16.00.
Ráðgjöf fyrir innytjendur - Sérsniðin lögfræðiráð-
gjöf og stuðningur við innytjendur. Tími: 14.00 -16.00.
Briddsklúbbur - Hefur þú gaman af bridds? Langar
þig að læra bridds? Tími: 14.00-16.00.
Líðan atvinnuleitenda - Umræður og vinnuhópar
Félagsvinir atvinnuleitenda stjórna. Tími: 15.30-16.30.
Þriðjudagur 16. mars
Rauðakrosshúsið
Inn í hvaða leikrit fæddist þú? - Kolbrún frá Þekking-
armiðlun allar um leiksvið lífsins og hvernig við getum
aðlagað okkar hlutverk. Tími: 12.30 -13.30.
Er þetta ekki eitthvað fyrir þig?
Hvernig stöndumst við álag - Hvað fær okkur til að
pirrast og reiðast yr smámunum? Tími: 12.30 -14.00.
Prjónahópur - Komdu og prjónaðu. Tími: 13.00 -15.00.
Enskuhópur - Æfðu þig í að tala ensku. Tími: 14.00 -15.00.
EFT og djúpslökun - Innleiddu EFT tæknina (Emotional
Freedom Techniques) inn í daglegt líf þitt og umbreyttu
heftandi viðhorfum. Tími: 15.00 -17.00.
Skákklúbbur - Komdu og tedu. Tími: 15.30 -17.00.