Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 FRÉTTIR
Lögreglustjórar stærstu lögregluum-
dæma landsins eru sammála um að
heimildir til forvirkra rannsóknar-
aðgerða sé mjög mikilvægur þáttur
í starfi lögreglunnar til að berjast við
alþjóðlega og skipulagða glæpastarf-
semi. Ragna Árnadóttir dómsmála-
ráðherra segir að þessar tillögur verði
skoðaðar innan ráðuneytisins. „Að
mínu mati er mjög varasamt að ein-
blína á eina lausn og því skiptir máli
að vinna að fleiri lausnum á þessum
vanda. Ég hef rætt það við lögreglu-
stjóra að gerður verði heildstæður
aðgerðapakki sem nýtist í baráttunni
gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Ég
stefni að því að þessi áætlun verði til-
búin í vor, því við verðum að vinna
nokkuð hratt í þessum málum.“
Vill banna Vítisengla
Til að fylgja þessu eftir hefur dóms-
málaráðherra óskað eftir því að fá sér-
staka kynningu á alþjóðlegri glæpa-
starfsemi frá lögregluyfirvöldum. „Ég
tel það einnig mjög gagnlegt að alls-
herjarnefnd alþingis fái slíka kynn-
ingu. Það er brýnt að lögreglan segi
okkur frá hættunni, að því marki sem
hún getur því það verða allir að gera
sér grein fyrir alvarleikanum. Þetta er
enginn leikur og við erum ekkert að
tala um einhverja menn á mótorhjól-
um sem eru að skemmta sér á þjóð-
vegum,“ segir Ragna og á þar við Vít-
isengla. „Í stjórnarskránni er ákvæði
sem segir að það megi leysa upp fé-
lög sem hafi ólögmætan tilgang, en
að sama skapi er hér félagafrelsi sem
eru grundvallarmannréttindi þannig
að þetta er flókið. Stjórnvöld geta því
leyst upp félög sem hafa ólögmætan
tilgang en það er ekkert sem segir til
um það hvernig eigi að gera það. Við
erum því að athuga hvort það þurfi
löggjöf þegar að þeim degi kemur að
það þurfi að grípa til þessa ákvæðis.
Ég á von á greinargerð um þetta at-
riði 15. mars um þann part sem lýtur
að banni. Danir hafa komist að þeirri
niðurstöðu að það sé ekki hægt að
beita þessu ákvæði en við viljum gera
okkar eigin athugun á því.“
Eftirlit nauðsynlegt
Ragna segir brýnt að umræða um for-
virkar rannsóknarheimildir lögreglu
eigi sér stað. „Lögreglan hefur ósk-
að eftir heimildum til forvirkra rann-
sóknaraðgerða lengi en þessar óskir
hafa ekki hlotið hljómgrunn hjá lög-
gjafanum. Ég tel að við getum ekki
farið í þessa umræðu nema við sjá-
um það alveg skýrt fyrir okkur í hvaða
tilvikum slíkar forvirkar rannsóknar-
heimildir ættu að gilda. Ég tel líka að
það verði að skoða hvaða eftirlit eigi
að vera með því að lögregla misnoti
ekki þessar heimildir. Lögreglu er vel
treystandi og hún hefur mikið traust,
en ásýndin þarf að vera þannig að
þessar aðferðir séu undir eftirliti og að
þær sé ekki hægt að misnota. Ég tel að
það komi vel til greina að skoða þetta
í aðgerðapakkanum. Þessar heimild-
ir eru til staðar í nágrannalöndunum
og því má spyrja af hverju Íslending-
um ætti ekki að vera treystandi fyrir
þeim.“
Embætti ríkislögreglustjóra
til skoðunar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra hefur sagt opinberlega að
leggja ætti kalt mat á það hvort leggja
ætti embætti ríkislöreglustjóra niður.
„Hvað varðar embætti ríkislögreglu-
stjóra og umræðu um niðurlagningu
þess liggur fyrir ráðuneytinu tillaga
þess efnis að færa löggæsluverkefni
frá ríkislögreglustjóra til lögreglu-
embættanna eftir því sem hagkvæmt
þykir – þetta kemur fram í áliti starfs-
hóps sem vann tillögur um stækkun
og fækkun lögregluumdæma nú fyrr í
vetur. Ekki hefur verið tekin endanleg
ákvörðun um málið.“
Nauðsynlegt að vinna hratt
Til dómsmálaráðherra hefur leit-
að fólk sem hefur kynnst alþjóðlegri
glæpastarfsemi af eigin raun. „Sumar
af þeim sögum, sem eru þó ekki mjög
margar, eru mjög óhugnanlegar. Það
sem ég hef fengið að heyra er sumt
alveg ótrúlegt, að hér séu menn sem
tengist skipulagðri glæpastarfsemi,
lifi hátt og séu einhvers konar toppar
í einhverjum glæpahópum. Ég tel að
almenningur átti sig ekki á þessu, en
auðvitað er þjóðin meðvituð um að
þessi starfsemi er til staðar í samfélag-
inu. Möguleikarnir eru góðir sem við
höfum til að berjast við þessa starf-
semi af alefli, en ég tel að við verð-
um að spýta í lófana og vinna hratt að
þessum hlutum.“
Það sem ég hef fengið að heyra
er sumt alveg ótrú-
legt, að hér séu menn
sem tengist skipulagðri
glæpastarfsemi, lifi
hátt og séu einhvers
konar toppar í einhverj-
um glæpahópum.
EKKI BARA MENN
Á MÓTORHJÓLUM
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra hefur talað mjög opin-
skátt um að nauðsynlegt sé að bregðast við alþjóðlegri glæpa-
starfsemi á harðan hátt. Hún vill að gerður verði aðgerðapakki
þar sem fram koma leiðir sem gera lögreglu auðveldara að berj-
ast við þessa vaxandi ógn í íslensku samfélagi.
Dómsmálaráðherra Ragna Árnadóttir vill að það verði
skoðað að Vítisenglar verði bannaðir hér á landi. Hún segir
nauðsynlegt að vinna aðgerðarpakka gegn alþjóðlegri
glæpastarfsemi sem verði tilbúinn í vor. MYND RAKEL ÓSK
Jóhann R. Benediktsson, fyrrver-
andi sýslumaður á Keflavíkurflug-
velli, segir nauðsynlegt að huga
að tvennu til að hægt sé að berjast
gegn skipulagðri glæpastarfsemi.
„Það þarf að hafa einangraða hópa
innan lögreglu og tollgæslu sem
hafa það verkefni eitt að berjast
við þessa starfsemi. Eins og skipan
lögreglu er í dag þá er ekki til fjár-
magn til að skipa slíka hópa sem
einbeita sér að þessu verkefni ein-
göngu. Í öðru lagi er lagaramminn
ófullnægjandi. Forvirkar rannsókn-
arheimildir sem leyniþjónusta eða
öryggislögregla nota í öðrum lönd-
um vantar.
Ég hef lengi haldið því fram að
það þurfi þessar heimildir til að fylgj-
ast með starfsemi sem talin er hættu-
leg fyrir þjóðarhagsmuni. Þessar
heimildir höfum við ekki eins og öll
önnur Vesturlönd og það eitt að við
séum ekki með forvirkar rannsókn-
arheimildir gerir það að verkum að
þessum hópum mun vaxa fiskur um
hrygg hér á landi,“ segir Jóhann og
bætir við: „Ég sem sagt tel að aukið
fjármagn sem geri lögreglu kleift að
mynda teymi sem rannsaka hópa
eða einstaklinga um langan tíma og
forvirkar rannsóknarheimildir séu
það mikilvægasta sem þarf í barátt-
una gegn skipulagðri glæpastarf-
semi.“
Stjórnmálamenn læri
Áður hefur verið reynt að koma
heimildum til forvirkra rannsóknar-
heimilda í gegnum Alþingi. „Björn
Bjarnason, fyrrverandi dómsmála-
ráðherra, sýndi þessum málum mjög
mikinn skilning og ég tel núverandi
dómsmálaráðherra gera það einn-
ig. Ég held hins vegar að það hafi
ekki náðst pólitísk sátt vegna þess
að stjórnmálamönnum var ekki sýnt
nógu mikið fram á nauðsyn þess að
lögregla fengi þessar rýmri heimildir.
Það er augljóst að stjórnmálamenn
skortir ákveðinn skilning á þessum
málum. Lögregla og dómsmálayfir-
völd verða að fræða stjórnmálamenn
um það hvers vegna þessi þörf er fyr-
ir hendi.“
Svartur heimur
Jóhann telur að almenningur átti sig
engan veginn á því hvað sé að gerast
í undirheimunum. „Ég held að það
skorti talsvert upp á það. Ég held að
við sem höfum unnið í þessum mál-
um sjáum að þessi heimur er bæði
svartari og verri en við höfðum sjálf-
ir ímyndað okkur – hvað þá almenn-
ingur,“ segir Jóhann og í gegnum tíð-
ina leitaði fólk til hans með mál sem
tengdust undirheimunum.
„Við höfum oft fundið fyrir
ákveðnum vanmætti og viljað gera
meira í ýmsum málum en við höfð-
um getu til. Hins vegar er grunn-
skylda yfirmanna í lögreglu að skapa
traust og búa ekki til ótta og þess
vegna er það þannig að lögreglu-
stjórar almennt, sem standa fremst-
ir í flokki, eiga erfitt með að tjá hug
sinn allan því þeir vilja ekki skapa
ótta. Þeir telja almenningi trú um að
þeir ráði við þessa hluti og gefa kurt-
eislega í skyn að eitt og annað gangi
á, en auðvitað eru lögreglustjórar
í erfiðri stöðu þegar þeir tjá sig um
þessi mál.“
Lögreglustjórum fækkað
Þegar Jóhann er spurður hvað hon-
um finnist um skipan lögreglumála
á Íslandi svarar hann því til að hann
vilji sitja á friðarstóli þar sem hann sé
hættur sem lögreglustjóri á Suður-
nesjum. „Ég ætla því hvorki að gagn-
rýna menn né embætti. Ég er hins
vegar almennt hlynntur því að emb-
ætti séu stækkuð og lögreglustjórum
verði fækkað. Ég held að það verði
að gera allt sem hægt er, til að nýta
betur það fjármagn sem er til staðar
í löggæslu til að reyna að efla öryggi
borgaranna,“ segir Jóhann og þeg-
ar hann er spurður nánar út í þetta
svarar hann: „Ég tel að það megi
vel skoða það að hnýta betur sam-
an embætti ríkislögreglustjóra við
embætti lögreglustjórans á höfuð-
borgarsvæðinu. Ég hef löngum verið
þeirrar skoðunar að sumar starfsein-
ingar hjá ríkislögreglustjóra séu bet-
ur geymdar annars staðar. Á sama
hátt vil ég taka það fram að hjá emb-
ætti ríkislögreglustjóra vinnur frá-
bært starfsfólk.“
Verður að fræða stjórnmálamenn
Jóhann R. Benediktsson, fyrrverandi sýslumaður á Keflavíkur-
flugvelli, stóð framarlega í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpa-
starfsemi þann tíma sem hann sat í embætti. Hann er þeirrar
skoðunar að sumar starfseiningar ríkislögreglustjóra eigi að
vera annars staðar í kerfinu. Hann segir forvirkar heimildir
skipta miklu máli fyrir lögregluna.
Vill teymi Jóhann R. Benediktsson telur nauðsynlegt að sérstök teymi einbeiti sér að
rannsóknum á skipulagðri og alþjóðlegri glæpastarfsemi. Hann telur fjármagn vanta.
MYND RAKEL ÓSK