Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Síða 17
FRÉTTIR 12. mars 2010 FÖSTUDAGUR 17
er komið út fyrir öll velsæmismörk,“
sagði Pálmi í viðtalinu og er alveg ljóst
að helstu talsmenn þeirrar framtíð-
arhyggju sem Hermann ræddi um í
pistli sínum geta tekið undir það með
honum.
Þó þarf að hafa í huga að þeir sem
aðhyllast uppgjörshyggjuna eru ör-
ugglega langflestir mótfallnir og mjög
gagnrýnir á það að íslenskir auðmenn
og fólk í atvinnulífinu verði fyrir of-
beldi og dónaskap á götum úti og á
internetinu. Flestir geta líklega sam-
mælst um að slík hegðun gagnvart
öðrum – sama hverjir verða fyrir of-
beldinu – er ekki réttlætanleg jafnvel
þó að þeir aðhyllist róttæka uppgjörs-
hyggju. Ofbeldið og misréttið sem ein-
hverjir auðmenn hafa orðið fyrir, hvort
sem um er að ræða að hús þeirra hafi
verið skemmd eða bílar eða að þeir
hafi orðið fyrir aðkasti, er því ekki
hægt að nota sem rök gegn uppgjörs-
hyggjunni og þeim sem fjalla vilja ít-
arlega um hrunið. Ofbeldið sem ein-
hverjir beita auðmennina dæmir sig
sjálft sem óskynsamlegt og óréttlátt
enda er slík hegðun óafsakanleg á öll-
um tímum sögunnar.
Hvaða leið á að fara?
Eftir stendur hins vegar spurningin
um hvaða leið eigi að fara í umræð-
unni. Hvernig er hófleg, gagnrýnin
og skynsamleg umræða um íslenska
efnahagshrunið? Ljóst er að enginn
skynsamur og sæmilega réttlátur mað-
ur samþykkir þá leið að þeir sem tald-
ir eru helstu gerendurnir í hruninu séu
beittir ofbeldi, hvort sem er beinu of-
beldi eða í ræðu og riti. Einnig er ljóst
að enginn er á þeirri skoðun að ekkert
uppgjör á hruninu og árunum þar á
undan eigi að fara fram.
DV leitaði til Sigurðar Gylfa Magn-
ússonar sagnfræðings og Jóns Ólafs-
sonar heimspekings og bað þá að velta
þessari spurningu fyrir sér.
Svar Sigurðar er í raun afar einfalt
því að hann telur að það geti farið sam-
an að hrunið sé gert upp og að reynt sé
að reisa samfélagið við eftir það. „Ég
held að þetta geti einmitt farið sam-
an: umræðan um hrunið og uppbygg-
ingin…“ segir Sigurður Gylfi. „Það er
mikil samræða um það hvað átti sér
stað, hvernig samfélagið hefur þróast,
af hverju þetta og hvernig við viljum
hafa þetta í framtíðinni,“ segir Sigurður
en af orðum hans að dæma telur hann
mikilvægt að við lærum af sögunni.
„Ég er ekki að mælast til þess að
fólk sé lagt í einelti. Ég er bara að segja
að það er ekki hægt að hefja uppbygg-
ingu án þess að tekið sé á þeim atburð-
um sem átt hafa sér stað hér á landi.
Það getur bara ekki verið öðruvísi,“
segir Sigurður Gylfi.
Jón segir sömuleiðis að það sé mik-
ilvægt að fólk horfist í augu við hrun-
ið. „Það er lykilatriði í mínum huga að
fólk leyfi þeirri sjálfsgagnrýni og um-
bótahugsun að viðgangast sem nauð-
synleg er til að hér geti orðið breyting-
ar á kerfinu …“ segir Jón. Hann segir
hins vegar að fólk megi ekki tapa sér í
umræðunni um hrunið: „Það má fall-
ast á að þráhyggja um hrunið er eng-
um til góðs, en staðreyndin er sú að
hér breytist ekkert til hins betra nema
stjórnvöld og almenningur hafi kjark
til að horfast í augu við kerfishrun Ís-
lands, því að hér hrundi kerfið eins og
það lagði sig, ekki bara nokkrir bank-
ar.“
Eftir stendur sú spurning hversu
mikið við eigum að fjalla um hrunið
og hvort og hvenær farið sé yfir strik-
ið í þeirri umræðu og uppgjöri við
hrunið sem nú á sér stað. Við þessu
er ekkert einhlítt svar og þarf að vega
og meta það í hvert skipti hvort tiltek-
in umræða um hrunið og afleiðingar
þess eigi rétt á sér. Ljóst er hins vegar
að þetta uppgjör þarf að fara fram og
að það má ekki fara þannig fram að
gerendur í hruninu séu beittir ofbeldi.
Báðar öfgarnar eru því óæskilegar: að
við hættum uppgjörinu við hrunið og
að einhverjir einstaklingar meðal al-
mennings taki það upp hjá sér að refsa
gerendum hrunsins. Heppileg nálgun
við uppgjörið liggur einhvers staðar
þarna á milli.
Heimildir: Tony Judt. „The Past is Another Count-
ry: Myth and Memory in Postwar Europe.“
* Nafn greinarinnar byggir á nafni greinar Judts
VARÐ HRUNIÐ Í FRAMANDI LANDI?
Tony Judt. The Past is Another Country: Myth and Memory
in Postwar Europe, bls. 303
n „Frá árinu 1948 sögðu löndin í
Vestur-Evrópu bless við fortíðina og
lögðu upp í „evrópska ævintýrið“ en
hugur þeirra sem þjóða hefur verið
bundinn við þetta verkefni æ síðan (að
frátöldu Bretlandi, en þátttaka þess
í verkefninu hófst síðar, af ástæðum
sem tengjast því hversu heppnir
Bretar voru að þurfa ekki að upplifa
sömu hörmungarnar og margir á
meginlandinu vildu ólmir gleyma). Í
ljósi þessarar nýfundnu Evrópuhyggju
greip um sig allsherjar minnisleysi meðal íbúa Vestur-Evrópu sem hafði læknandi
áhrif. Skilningur þeirra á fortíð þeirra hluta álfunnar var byggður á nokkrum
goðsögnum. Þessar goðsagnir voru andstæðar þeim sögulegu staðreyndum um
heimsstyrjöldina sem lágu fyrir. Þær kröfuðst þess að almenningur samþykkti
þá staðhæfingu að nasismi hefði aðeins verið til í Þýskalandi, að Þýskaland hefði
verið hreinsað af nasismanum og að þeir sem áttu skilið að vera refsað hefði verið
refsað, ef undan eru skilin nokkur alræmd dæmi.“
Minnisleysi
Við eyðum 95% af tíman-um í að greina stöðuna
og fortíðina en 5% af tímanum í
að ræða framtíðina og aðgerðir.
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16, sunnud. 14–16
Málverkasýning 13. – 28. mars
Hallur Karl Hinriksson
Allir velkomnir
Opnun 13. mars kl. 15
VERÐ
KR.
9.900
VERÐ
KR.
13.900 Handklæða-ofnar
Hitastýrð sturtusett
með öllu
Sturtusettin
komin aftur
VERÐ
KR.
.
VERÐ
KR.
. l -
f r
it t r t rt tt
ll
40
ára
Vörur á verði fyrir þig
skartgripir - skartgripaskrín
íslenskar-myndir - rúmföt o.fl
Kringlunni - Sími: 568 9955
FRÁBÆ
RAR
FERMI
NGAR
GJAFIR
Skartgripatré
www.tk.is
Flottar skinnhúfur
Góð Útivist á Páskum
Bækistöðvaferð í Strút
Fimmvörðuháls – Mýrdalsjökull – Strútur
Páskar í Básum
Skálavarsla í Básum alla Páskahelgina
Góð Útivist á Pásku
Bækistöðvaferð í Strút
Fimmvörðuháls – Mýrdalsjökull – Strútur
Páskar í Básum
Skálavarsla í Básum alla Páskahelgina
Góð Útivist á Páskum
Snæbýli - Strútur, gönguskíðaferð
Páskar í Strút, bækistöðvaferð
Skálavarsla í Básum alla páskadagana