Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 VIÐTAL Ég er svo ung og er ekki tilbúin í alvarlegt samband með börn-um og öðru sem því fylgir,“ segir fyrirsætan Kristrún Ösp Barkardóttir en blöðin hafa fjallað mik- ið um Kristrúnu og samband hennar við knattspyrnuhetjuna Dwight Yorke. Aldur er afstæður Kristrún er tvítug Akureyrarmær og kynntist fótboltamanninum þegar hún fór sem au pair til Englands fyrir tveim- ur árum. Í dag er hún komin heim og starfar á elliheimili fyrir norðan og lík- ar vel. Hún er þó alltaf með annan fót- inn úti hjá Yorke enda afar góðir vinir. Þegar hún er spurð hvort þau séu par hikar hún. „Ég veit eiginlega ekki hverju ég á að svara. Hann vill að ég flytji út og ég er mjög hrifin af honum. Hann er heill- andi, flottur og skemmtilegur en ég held að ég sé ekki ástfangin. Allavega ekki enn þá,“ segir Kristrún og bætir við að hún finni stundum fyrir aldurs- muninum á milli þeirra en Yorke er 38 ára. „Stundum fer í taugarnar á mér að hann sé svona miklu eldri en ég finn sjaldnast fyrir því enda er aldur afstæð- ur. Það er bara spurning um að vera á sama stað í lífinu og kannski er hann núna til í fjölskyldupakkann og verð- ur orðinn of gamall þegar ég er tilbúin í það.“ Lét hafa fyrir sér Kristrún hefur kynnst hinu ljúfa lífi. Á Englandi dvaldi hún hjá afar efnaðri fjölskyldu í ríkra manna bænum Alder- ley Edge. Hjónin sem hún bjó hjá eru í fjárfestingabraski og á meðal nágranna þeirra voru Beckham-hjónin, áður en þau fluttu til LA, auk þess sem knatt- spyrnumaðurinn og kyntáknið Ron- aldo á hús í hverfinu. „Þetta er yndisleg fjölskylda sem tók mig með sér í ferðalög um alla Evr- ópu og þar á meðal í tvær skíðaferðir í frönsku Alpana,“ segir hún og viður- kennir að það hafi verið viðbrigði að koma heim aftur til Íslands. „Það er samt alltaf gott að koma heim og ég er mjög náin foreldrum mínum og systkinum. Mamma og pabbi styðja mig í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur og vita að þau þurfa ekki að hafa áhyggjur af mér. Ég var ekkert rólegasti unglingurinn og hef látið þau hafa fyrir mér en þau vita að ég er sjálfstæð og ábyrgðarfull. Ef ég er hamingjusöm og glöð eru þau það líka. Ég veit samt alveg að ef þau gætu val- ið mann fyrir mig þá væri hann ekki 38 ára,“ segir hún en Kristrún Ösp á yngri bróður og eldri systur sem mun eignast sitt fyrsta barn á næstum dögum. Allt snýst um útlit Kristrún fer reglulega út að hitta Yorke og veit sjaldnast í hvaða ævintýrum hún mun lenda áður en hún fer af stað. Fótboltamaðurinn á hús úti um allt og hefur líka boðið henni í skemmti- siglingu á skemmtiskipi þar sem þau dvöldu ásamt knattspyrnumanninum Andy Cole og hans eiginkonu. Krist- rún segir margt til í sjónvarpsþáttun- um Footballers’ wives um lífsstíl þeirra frægu og ríku. „Þetta snýst rosalega mikið um útlit og að líta vel út. Þessar konur eru flestar miklu eldri en ég en hafa tekið mér ótrúlega vel. Við náum mjög vel saman, kannski er ég bara svona gömul sál,“ segir hún og bætir við að þessum hópi fylgi ekki dóp og rugl. „Ég hef aldrei prófað eiturlyf en þegar við erum á flottum skemmtistöðum í kringum ríkt fólk sem hefur efni á slíku er manni stundum boðið en ég hef allt- af sagt nei.“ Lifir sem prinsessa Kristrún segir vinnuna á elliheimilinu hjálpa sér við að halda sér á jörðinni og það sé gaman og gefandi að hugsa um gamla fólkið. „Ætli ég sé samt ekki með smá dívustæla þegar ég er nýlent heima eftir að hafa dvalið úti í prins- essulífinu mínu. Annars er ég algjör prinsessa heima líka,“ segir hún hlæj- andi og bætir við að hún skilji stundum ekkert í af hverju leigubílstjórar opni ekki fyrir hana bíldyrnar. „Ég er hoppandi á milli þessara tveggja heima og er oft hneyksluð á að fá ekki betri þjónustu. Ég reyni samt að fela það nema heima fyrir en mamma og pabbi eru vön þessum stælum enda kunna þau á mig.“ Lét hann ganga á eftir sér Kristrún vissi ekki hver Yorke væri þeg- ar hann gaf sig á spjall við hana á veit- ingahúsi í litlum bæ á Englandi. „Við vinkonurnar vorum á leiðinni yfir á annan stað þegar hann og félagar hans komu og þeir eltu okkur yfir og buðu okkur í glas. Ég lét hann ganga á eftir mér og ekki batnaði það þegar stelp- urnar sögðu mér hver hann væri. Þeg- ar við erum saman þarf hann nánast að slá kvenfólkið af sér en ég hef alltaf ver- ið mjög róleg og yfirveguð yfir honum og hans frægð og það er kannski það sem hann hrífst af,“ segir hún. Yorke á barn með glamúrmódel- inu Katie Price, öðru nafni Jordan. Þau tvö hafa rifist mikið í fjölmiðlum um drenginn en Jordan sakar hann um af- skiptaleysi en hann hana um að leyfa sér ekki að hitta soninn. Kristrún seg- ist aldrei hafa hitt Jordan. „Yorke talar voðalega lítið um hana og hló bara þeg- ar hún gifti sig um daginn. Hann talar hins vegar reglulega um son sinn og sagði mér frá honum fyrsta kvöldið sem við hittumst. Ég heyri náttúrulega bara hans hlið en ég held að hann vilji vera í sambandi við barnið sitt. Jordan er bara erfið við hann. Þau eru ekki vinir.“ Afþakkaði háar upphæðir Í fyrra tók Kristrún tók þátt í Ungfrú Norðurland og hafnaði í fimmta sæti. Hún afþakkaði keppnisrétt í Ungfrú Ís- Fyrirsætan Kristrún Ösp Barkardóttir hefur verið mikið á milli tannanna á fólki vegna sam- bands hennar við knattspyrnuhetjuna Dwight Yorke. Kristrún kynntist Yorke þegar hún var au pair á Englandi. Nú hefur hún kynnst hinu ljúfa lífi og viðurkennir að það sé erfitt að koma heim í hversdagsleikann á Íslandi. Hér lýsir Kristrún Ösp glamúrnum í heimi hinna frægu og ríku, baktalinu og vinnunni á elliheimilinu sem held- ur henni niðri á jörðinni. Hann er heill-andi, flottur og skemmtilegur en ég held að ég sé ekki ástfangin. Falleg Kristrún Ösp reyndi fyrir sér í fegurðarsamkeppni en segist betur eiga heima sem glamúrmódel. MYND ÞÓRHALLUR PEDRÓMYNDIR HRÆDD VIÐ AÐ ELDAST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.