Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Qupperneq 37
Hvað er að
gerast um
páskana?
Hátíðin Aldrei fór ég suður hefur verið haldin á hverju ári síðan 2004. Feðgarnir Örn Elías Guð-mundsson, Mugison, og Guðmundur Magnús Kristjánsson, Papamug, fengu hugmyndina að
hátíðinni yfir bjórglasi árið 2003.
Þeim datt það varla til hugar að hátíðin yrði enn þá hald-
in sex árum síðar og yrði eins vinsæl og raun ber vitni. Há-
tíðin er þekkt fyrir að blanda saman öllu því ferskasta úr
íslensku tónlistarlífi við eldri reynslubolta. Hún er haldin
föstudag og laugardag fyrir páska. Fólk þarf ekki að hafa
áhyggjur af því að verða sér úti um miða á hátíðina því
ókeypis er inn á hana.
Guðmundur Magnús Kristjánsson segir að upphaf-
lega hafi aðeins verið lagt upp með að halda hátíðina í eitt
skipti. „Þetta hefur því undið skemmtilega upp á sig. Það
hefur gengið vel að fá styrki sem halda þessu gangandi og
sömuleiðis gengið vel að fá listamenn til að koma fram á
hverju ári.“
Hann segir aðsóknarmet vera slegin á hverju ári og sjáist
það best ef litið sé til gistirýmis á Ísafirði.
„Það er alltaf uppbókað á hverju ári. Það sama má segja
um nágrannabyggðirnar. Á síðasta ári var boðið upp á gist-
ingu á Núpi í Dýrafirði og það fylltist allt. Að sama skapi er
ekki langt í að allt gistirými verði upptekið í ár,“ segir Guð-
mundur sem á von á stórglæsilegri hátíð í ár.
Dagskráin
Búið er að staðfesta tíu atriði á hátíðina. Þar á meðal eru
vinsælustu hljómsveitir landsins, Hjaltalín, Dikta og Blood-
group. Athyglisverðasta hljómsveitin er þó eflaust Sólinn
frá Sandgerði. Ekki hefur heyrst mikið til þeirrar sveitar en
aðdáendur Vaktaþáttanna muna kannski eftir því að Ólafur
Ragnar Hannesson var umboðsmaður sveitarinnar í þátt-
unum og frændi hans Kiddi Casio, eða Halldór Gylfason
leikari, er söngvari og aðalsprauta sveitarinnar.
Heimamenn eru þó eflaust spenntastir fyrir að heyra í
ísfirsku rokksveitinni Urmul. Urmull á nokkra slagara sem
nutu töluverðra vinsælda á sínum tíma en hljómsveitin gaf
út plötuna Ull á víðavangi árið 1994.
Aðrir sem hafa verið staðfestir á hátíðina eru Morðingj-
arnir, trúbadorinn Rúnar Þór, uppistandararnir í Mið-Ís-
landi, grallararnir í Pollapönki, Ólöf Arnalds og Hudson
Wayne og BiggiBix. Um þrjátíu atriði verða á hátíðinni í ár
og er ráðgert að dagskráin samanstandi fjörutíu prósent af
heimaböndum og sextíu prósent aðkomuböndum.
Fyrir hverja?
Aldrei fór ég suður er sannkölluð rokkhátíð alþýðunnar. Þar
má finna fólk úr öllum kimum þjóðfélagsins. Latté-drekk-
andi listafólk úr borginni unir sér þar vel í kringum heima-
fólk. Fjölskyldufólkið veit ekkert skemmtilegra en að rölta
þar um með barnavagnana. Rapparar og rokkarar hafa fall-
ist í faðma undanfarnar hátíðir og yngra fólkið mænir með
aðdáunaraugum á stjörnur hátíðarinnar.
Rokkbærinn Ísafjörður
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin í sjöunda sinn:
Mögnuð
Mývatnssveit
Árleg píslarganga
Ódýrast að aka
Hvað kostar að
fljúga um páskana?
Annasamt
á Akureyri
Nýr skemmtistaður
og vegleg dagskrá
U
M
SJ
Ó
N
B
A
LD
U
R
G
U
Ð
M
U
N
D
SS
O
N