Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 FERÐALÖG UM PÁSKANA
9 spennandi
valmöguleikar
á Akureyri
SKÍÐI OG BRETTI
Hlíðarfjall er eitt
besta skíðasvæði
landsins og þótt
víðar væri leitað.
Brekkur, brautir og
lyftur fyrir alla fjölskylduna,
sama hvort um snjóbretta- og
skíðafólk er að ræða. Fjallið er
aðeins í nokkra mínútna aksturs-
fjarlægð og áður en þú veist af ertu
kominn í skíðaparadís sem býður
upp á veitingastaði og frábært
útsýni yfir Akureyri.
SKELLTU ÞÉR Í
SUND
Sundlaugin á
Akureyri verður
opin yfir páskana.
Þar eru tvær stórar
útilaugar, innilaug, fjöldinn allur af
pottum, barnalaug og skemmti-
legar rennibrautir. Sundlaugin
er staðsett í miðjum bænum og
um að gera að skella sér í sund
eftir góðan dag í Hlíðarfjalli.
Aðrar sundlaugar eru innilaugin í
Glerárskóla og sundlaugarnar að
Hrafnagili og á Þelamörk.
JÓLAGARÐURINN
Jólahúsið er staðsett
í um tíu km fjarlægð
frá Akureyri.
Jólalög, jólaskraut
og hangikjöt, gerist ekki
betra á páskahátíðinni.
KEILA
Hér áður fyrr fóru
Akureyringar
ávallt í keilu þegar
þeir heimsóttu í
höfuðborgina. Í dag
spila þeir heima fyrir í glæsilegum
keilusal í Hafnarstrætinu. Á
staðnum er einnig girnilegur ísbar
og margar aðrar veitingar.
MENNINGIN
Stanslaus dagskrá
verður hjá Leikfé-
lagi Akureyrar um
páskana. Barna- og
unglingasýningin Horn og
höfði höfðar til allrar fjölskyldunnar
en einnig verða sýningarnar
39 þrep og Fúlar á móti sýndar
yfir hátíðina. Fjölda listasafna
og -sýninga er einnig að finna í
höfuðstað Norðurlands. Má þar
nefna Listasafnið, Iðnaðarsafnið,
Flugsafnið og Minjasafnið.
GOTT AÐ BORÐA
Á Akureyri er
fjölbreytt útval
veitingastaða. Þeir
gerast varla
norðlenskari en
Bautinn og að sama skapi stendur
fjölskyldustaðurinn Greifinn alltaf
fyrir sínu. Önnur veitingahús eru
t.d. Strikið, pizzustaðurinn Bryggj-
an og sushistaðurinn Rub 24. Fjöldi
kaffihúsa er einnig í bænum og
á Bláu könnunni í göngugötunni
er boðið upp á rétt dagsins í
hádeginu. Pizzan í Bakaríinu við
brúna klikkar heldur aldrei.
DJAMMIÐ
Fyrir þá hörðustu
er ýmislegt í boði
þegar kvölda tekur.
Skemmtistaðaflóra
bæjarins er fjölbreytt
og nú hefur Pósthúsbarinn bæst í
hópinn. Á meðal annarra staða eru
Kaffi Akureyri, Sjallinn, Cafe Amor
og Vélsmiðjan.
ÍS OG NAMMI
Brynjuísinn stendur
alltaf fyrir sínu.
Veitingaskálinn
Vín er líka sniðugur
valmöguleiki en Vín er
staðsett í um það bil tíu mínútna
fjarlægð frá bænum.
KJARNASKÓGUR
Útivistarsvæðið
í Kjarnaskógi er
vel sótt á öllum
tímum ársins bæði
hjá fjölskyldufólki
sem vill sleppa börnunum
lausum í leiktækjum og duglegum
göngugörpum sem vilja ganga af
sér steikurnar í fallegri náttúru.
Skautahöllin á Akureyri verður opin alla páskana:
Krakkarnir kunna að detta
„Við höfum fengið mun fleiri gesti
í ár en á sama tíma í fyrra. Helsta
skýringin er að fólk er að ferð-
ast innan lands og kemur norð-
ur á skíði og skellir sér á skauta í
leiðinni,“ segir Viðar Jónsson, for-
stöðumaður Skautahallarinnar á
Akureyri, og bætir við að veturinn
hafi verið frekar harður og því hafi
tjörnin við hlið hallarinnar ver-
ið mestmegnis frosin. Viðar segir
þó svellið ekki veita höllinni sam-
keppni. „Alls ekki, það er frekar
að tjörnin styrki okkur og við fær-
um æfingar reglulega út. Þannig
sjá fleiri okkur og smitast af bakt-
eríunni svo þetta er bara ódýr aug-
lýsing.“
Aðspurður segir hann börn
geta byrjað að skauta fljótlega eft-
ir tveggja ára aldurinn. „Þeir allra
hörðustu flytja sjálfir inn skauta
handa sínum börnum en við bjóð-
um upp á minnstu stærðirnar í
26. Það er ekki skylda að vera með
hjálm en við mælum eindregið
með því og sér í lagi fyrir fullorðna
fólkið. Krakkarnir kunna að detta
en ekki við gamla liðið. Það er
samt ótrúlegt hvað það er oft erf-
itt að fá foreldrana til að setja upp
hjálm þótt þeir hleypi ekki sínum
börnum út á svellið án hjálms.“
Skautahöllin á Akureyri Samkvæmt forstöðumanni hallarinnar eiga foreldrar oft erfitt með að setja upp hjálma. MYND BJARNI
„Við fórum til Boston til að skoða vin-
sælustu staðina og lögðum eftir það
línurnar,“ segir Sigurður Jóhanns-
son veitingamaður á Akureyri en
hann og Heba Finnsdóttir í félagi við
aðra hafa opnað nýjan skemmtistað.
Staðurinn ber nafnið Pósthúsbarinn
og er í gamla húsnæði Pósts ins í mið-
bæ Akureyrar. Sigurður og Heba reka
einnig veitingastaðinn Strikið og
pizzustaðinn Bryggjuna. „Við sáum
svigrúm í okkar rekstri til að stækka
og þjónusta þannig fleiri. Strikið er
mjög vinsæll staður sem hefur ekki
pláss fyrir alla þá hópa sem vilja
komast að svo nú getum við tekið á
móti fleirum stórum hópum. Póst-
húsbarinn er hér við hliðina og verð-
ur þannig framhald af Strikinu og til-
valinn áfangastaður eftir að búið er
að borða,“ segir Sigurður en 25 ára
aldurstakmark er á skemmtistaðinn.
Nýtt og ferskt
Lokun Friðriks V og væntanleg lok-
un Græna hattsins hefur verið áber-
andi í umræðunni upp á síðkast-
ið. Sigurður segist ekki geta talað
fyrir hönd annarra veitingamanna
en að straumur gesta á þeirra staði
hafi aldrei verið meiri. „Lokunin er
að öðrum ástæðum því uppsveiflan
í ferðaþjónustu hér í bænum hefur
verið mikil undanfarið árið og aukn-
ingin er stöðug. Okkur finnst mjög
leiðinlegt að heyra svona fréttir og
þetta kom okkur á óvart. Veitinga-
menn á Akureyri eru í góðu sam-
bandi og hér tala allir um aukningu.
Hins vegar er það svo að þegar einn
staður lokar opnar annar með nýjar
hugmyndir og ferska strauma. Ég er
því viss um að það er bjart framund-
an.“
Spennandi páskar
Sigurður segir páskahelgina spenn-
andi og að margt verði um að vera í
bænum. „Akureyri er ekki á leiðinni
að verða ferðamannabær heldur er
bærinn orðinn ferðamannabær. Hér
áður fyrr var sumarið álagstími en nú
koma hingað ferðamenn allt árið um
kring og við tölum ekki lengur um
niðursveiflu í janúar og febrúar. Auk
þess erum við að sjá meiri lausatraff-
ík túrista. Þeir eru að koma kannski
fjórir, fimm saman í stað þess að
koma í stórum hópum og svo eru
Akureyringar sjálfir duglegir að kíkja
út að borða og út á lífið. Bærinn hef-
ur upp á margt að bjóða og sér í lagi
Hlíðarfjall sem er í dag afskaplega
vel skipulegt. Pósthúsbarinn er ný-
tískulegur staður og kærkomin við-
bót í skemmtistaðaflóruna. Þetta er
fínn staður og við leggjum mikið upp
úr góðum kokteilum og vinsælustu
drykkjunum hverju sinni. Um pásk-
ana koma Biggi í Maus og félagar
og spila fyrir okkur sem og Íslenzka
sveitin sem er skipuð þeim Svenna
í Lúxor og Lísu úr Idolinu. Páska-
helgin verður því skemmtileg og þeir
sem kíkja í bæinn ganga beint inn í
spennandi dagskrá.“
indiana@dv.is
Pósthúsbarinn er nýr
skemmtistaður á Akureyri.
Sigurður Jóhannsson,einn
eigenda, segir lokanir ann-
arra veitingastaða í bænum
koma sér mjög á óvart enda sé
mikil uppsveifla í ferðaiðnað-
inum í bænum. Pósthúsbarinn
býður upp á spennandi dagskrá
um páskana, þar sem Biggi í Maus
og Íslenska sveitin troða upp.
MIKIL
uppsveifla
Á AKUREYRI
Pósthúsbarinn Þau Sigurður og Heba segja
skemmtistaðinn flotta viðbót í skemmtanaflóru
Akureyrar en Pósthúsbarinn er fínn staður og
aldurstakmark 25 ár.
Okkur finnst mjög leiðinlegt
að heyra svona fréttir
og þetta kom okkur á
óvart.
Veitingafólk Lokanir veitingastaða á Akureyri koma Sigurði á óvart enda hefur
aldrei verið meira að gera á hans stöðum. MYNDIR BJARNI EIRÍKSSON