Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Page 42
40 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 FERÐALÖG UM PÁSKANA
Nóg er um að vera norður í Mývatnssveitinni um páskana. Þar fer fram hin árlega píslarganga, tónleikar
eru í boði og margt fleira má finna sér til dundurs í heimkynnum jólasveinsins. Hægt er að taka fallegar
myndir, njóta útiverunnar og skola svo af sér skítinn í hinum rómuðu jarðböðum.
MÖGNUÐ
Mývatnssveit
Dimmuborgir
Dimmuborgir eru einstæðar hraunmyndan-
ir og gríðarlegur fjöldi heimsækir borgirnar á
ári hverju. Hraunið sem rann þegar Dimmu-
borgir mynduðust kom frá eldgosi í Lúdents-
borgum og Þrengslaborgum fyrir um 2000
árum og er það mesta hraungos sem orðið
hefur á Mývatnssvæðinu eftir ísöld. Sumar
hraunmyndanir í Dimmuborgum eru þekkt-
ari en aðrar. Þeirra þekktust er tvímælalaust
Kirkjan, hraunhvelfing sem opin er í báða
enda. Þar var frægt atriði í Nonna og Manna
tekið upp.
Mývetningar byggðu þjónustumiðstöð
við Dimmuborgir sem nefnist Kaffi Borgir
og fékk veitingastaðurinn góða dóma í Gest-
gjafanum. Í Dimmuborgum eru einnig heim-
kynni íslenska jólasveinsins.
Grjótagjá
Grjótagjá er lítill hellir í Mývatnssveit. Inni
í hellinum er heitt vatn og var hann vinsæll
baðstaður á áttunda áratugnum en vegna
eldgosa frá árunum 1975 til 1984 jókst hiti
vatnsins svo að lengi var ekki hægt að baðast
þar. Hiti vatnsins hefur þó lækkað með tím-
anum og fara Mývetningar sem aðrir í bað í
gjánni þótt hún sé um 43 gráðu heit.
Píslarganga
Píslargangan er árleg ganga umhverfis Mý-
vatn en hún er samtals um 32 kílómetr-
ar. Töluverð þátttaka hefur verið í göngunni
undanfarin ár, rúmlega þrjú hundruð manns
hafa gengið leiðina á hverju ári.
Markaðurinn
Þar er hægt að fá heimaprjón og fleira föndur
frá húsfreyjum í Mývatnssveit. Meðal annars
má þar sjá peysur eftir Brynju Björk sem seldi
sjálfum Kiefer Sutherland hönnun sína.
Jarðböðin
Mývetningar hafa notið þess að stunda heit
jarðböð sér til heilsubótar allt frá landnáms-
öld enda eru náttúrugæði sveitarinnar ein-
stök. 2004 voru Jarðböðin í Mývatnssveit
opnuð og hafa þau slegið í gegn og koma
þangað rúmlega 80 þúsund manns á hverju
ári. Það kostar reyndar 2.000 krónur fyrir 16
ára og eldri en það er eini mínusinn.
Krafla
Við Kröfluvirkjun er fínasta skíðasvæði, ekk-
ert á heimsmælikvarða en dugar samt vel. Í
kring eru hins vegar afar fallegar gönguskíð-
aleiðir. Einnig má skoða Kröfluvirkjun sem
hefur mikla og merkilega sögu. Vestur af
Kröflu er Leirhnjúkur en þar má sums stað-
ar enn þá finna hitann í nýjasta hrauninu, en
þar eru jafnframt miklar brennisteinsnámur
og litadýrð víðast hvar mikil.
Tónleikar
Laufey Sigurðardóttir hefur haft veg og vanda
af Músík í Mývatnssveit, hátíð sem haldin er
um hverja páska. Þar er spiluð klassísk tón-
list í tvo daga og hefur verið fullt út úr dyrum
enda Mývetningar og nærsveitungar tónelsk-
ir með eindæmum.
Hverfjall
Hverfjall er stór, hringlaga sprengigígur, um
140 metra djúpur og um 1000 metrar í þver-
mál. Hverfjall/Hverfell er í röð fegurstu og
reglubundnustu sprengigígamyndana sem
getur að líta á Íslandi og talið í röð þeirra
stærstu sinnar tegundar á jörðinni. Telja má
víst að gígurinn sé myndaður við sprengigos
og er aldur fjallsins áætlaður 2500 ár. Vinsælt
er að ganga á Hverfjall/Hverfell en auðveld
og aflíðandi leið liggur upp að norðvestan.
Að sunnan er hins vegar allbrött leið á fjallið.
Námafjall
Jarðhitasvæðið við Námafjall er eitt fjölsótt-
asta hverasvæði á Íslandi. Þétt sprungubelti
liggur yfir allt Námafjallssvæðið og er meg-
inuppstreymið austan við fjallið. Það hefur
á síðari árum gengið undir nafninu Hvera-
rönd. Mikil hveravirkni er á Hverarönd, bæði
gufu- og leirhverir, en engir vatnshverir. Leir-
hverirnir eru áberandi stórir og vekja yfirleitt
mikla athygli ferðalanga. Gufuhverirnir eru
hins vegar margir hverjir ekki annað en bor-
holur sem búið er að hlaða grjóti yfir. Ástæða
er til að vara fólk við ótraustum jarðvegi og
háum hita.
Vindbelgjarfjall
Séu menn áhugaljósmyndarar er vert að
klifra upp á Belgjarfjall eins og það heitir í
munni Mývetninga. Þaðan er besta útsýnið
yfir alla sveitina. Fjallið er 529 metra hátt og
tekur rúman klukkutíma að ganga upp á það.
Höfði
Höfði er nú í eigu Mývetninga, gefinn af erf-
ingjum Héðins Valdimarssonar eins af for-
ystumönnum íslenskrar verkalýðshreyfing-
ar. Þar hefur fallegur skógur verið ræktaður
og er þar nú útivistarsvæði sem gríðarlega
skemmtilegt er að ganga um.
Fuglasafn Sigurgeirs
Heimamaðurinn Sigurgeir Stefánsson lést af
slysförum 1999. Hann átti gríðarlegt magn af
eggjum og uppstoppuðum fuglum sem að-
standendur Sigurgeirs hafa nú byggt fallegt
safn utan um.