Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Side 45
Fræði Hönnun „Ég er mjög ánægður og þakklátur með þessa viðurkenn- ingu, menningarverðlaun. Það er gott fyrir fræðirit sem falla auðvitað inn á hið víða svið menningarinnar. Lang- ur tími hefur liðið síðan við hófum rannsóknina og það er því gaman að sjá að afraksturinn falli í góðan jarðveg, segir doktor Gavin Lucas en hann er aðstoðarforstjóri Fornleifafræðistofnunar Íslands. Hann ritstýrði bókinni „Hofstaðir - Excavations of a Viking Age Feasting Hall in North-Eastern Iceland“, en í henni er sagt frá rústum víkingabæjar á Hofstöðum í Mývatnssveit. Gavin og Forn- leifastofnun Íslands hljóta Menningarverðlaun DV fyrir þessa bók. „Uppgröfturinn sjálfur tók um tíu ár en síðan þá hafa nið- urstöður hans verið rannsakaðar. Það er auðvitað nokkuð langt síðan, en rannsóknir á þessu sviði taka ávallt lang- an tíma og ég er mjög ánægður með árangurinn,“ segir Gavin Lucas. „Bókin sem nú er komin út er afrakstur átta ára rannsóknarvinnu, sem hefur gengið ákaflega vel.“ Gavin Lucas lærði í London og Cambridge, en hefur frá árinu 1989 sinnt rannsóknum hér á landi. „Ég lærði í London með Adolf [Friðrikssyni, fornleifafræðingi], hann plataði mig með sér hingað til Íslands til að taka þátt í rannsóknum á sínum tíma en svo hef ég komið aftur og aftur og er í raun fastur hér,“ segir Gavin Lucas og hlær. helgihrafn@dv.is Rökstuðningur dómnefndar: Langt er síðan fyrst var grafið eftir fornleifum í bæjarrúst- um á Hofstöðum í Þingeyjarsýslu, en 1992 hófst þar mjög ítarleg rannsókn sem Fornleifastofnun Íslands tók að sér að annast. Í áratug var grafið þar af mikilli nákvæmni og nú í árslok 2009 komu niðurstöðurnar út í mjög vand- aðri skýrslu á ensku, en með langri íslenskri samantekt í lokin. Auk þess sem þessi rannsókn var í sjálfu sér afar vönduð fræðilega hefur hún skilað að mörgu leyti nýjum og nýstárlegum niðurstöðum um byggð á Íslandi á land- námsöld. Fornleifarannsóknin á Hofstöðum í Mývatnssveit í stórglæsilegri bók: Veislusalur frá víkingaöld „Þessi verðlaun hafa bara mjög mikla þýðingu fyrir okkar og eru mikil hvatning í því sem við erum að gera,“ segir Bryn- hildur Pálsdóttir, einn fimm hönnuða á bak við merkið Vík Prjónsdóttir, en hún er sú eina af þeim sem stödd er á landinu og tók því ein við verðlaununum. Fimm ár eru liðin síðan merkið var stofnað í þeim tilgangi að búa til framleiðslu fyrir verksmiðjuna Víkurprjón í Vík í Mýr- dal og frumsýndi hönnunarhópurinn nýja línu á hönnunar- viku í Svíþjóð á dögunum. „Það má segja að seinni línan okk- ar sé þroskaðri en sú fyrri en þá einbeittum við okkur meira að svæðinu í kringum Vík og var hún því afmarkaðri, “ segir Brynhildur en vörurnar hafa vakið mikla athygli meðal fólks. „Núna með seinni línunni förum við meira inn á við og finn- um hinn innri frið, eins og má kalla það. Línan er fimm ólík teppi og hefur hvert teppi sína sögu. Sögurnar eru jafnólíkar og teppin en samt er ákveðin heild.“ Brynhildur er á því að það sé fullt af góðum hlutum að gerast í íslenskri hönnun í dag. „ Þetta er fag sem er mjög ungt enn- þá hérna en er alltaf að verða stærra og stærra og það þarf að styrkja það. Við Íslendingar þurfum að fá tækifæri til að vinna meira út á við. Það er að segja að vera í takt við það sem er að gerast í útlöndum,“ segir hún. Rökstuðningur dómnefndar: Vík Prjónsdóttir varð til fyrir fimm árum þegar hönnuðirnir Egill Kaleví Karlsson, Þuríður Rós Sigurþórsdóttir, Brynhildur Pálsdóttir, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Hrafnkell Birg- isson komu saman til að búa til framleiðslu fyrir verksmiðju Víkurprjóns í Vík í Mýrdal. Hópurinn hafði að leiðarljósi að nýta þekkingu og vélarkost Víkurprjóns og sameina hann hugviti og framsýni hönnuðanna. Þarna urðu til frábærar vörur eins og Selshamurinn og Skegg- húfan sem hafa vakið athygli út um allan heim fyrir frumleika og gæði. Ný og glæsileg vörulína Víkur leit síðan dagsins ljós um daginn og er ljóst að framtíð þessa verkefnis er björt. asdisbjorg@dv.is Katrín Ólína Pétursdóttir hefur um áraraðir verið að þróa sitt eigið myndmál sem hún nýtir sér við ýmsa hönnun. Fimm ólík teppi HELGARBLAÐ 12. mars 2010 FÖSTUDAGUR 45 Brynhildur Pálsdóttir Mætti fyrir hönd hópsins Vík Prjónsdóttir sem fékk Menningarverðlaunin í flokki hönnunar. MYND SIGTRYGGUR ARI Gavin Lucas Ritstýrði bók um niðurstöður ítarlegs fornleifa- uppgraftar sem hófst árið 1992. MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.