Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Side 47
Myndlist
„Þetta er mikil hvatning fyrir listasafnið og gefur okkur
færi á að halda áfram að styðja við unga listamenn og fá þá
til að sýna hjá okkur. Svo er náttúrlega alltaf gaman að fá
verðlaun,“ segir Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri Lista-
safns Reykjavíkur, en hún tók við verðlaununum fyrir hönd
listasafnsins ásamt deildarstjóra sýningardeildar, Yean Fee
Quay, sem einnig á stóran þátt í verkefninu.
„Það má segja að sýningin Pakkhús postulanna, árið 2006
í Hafnarhúsinu, hafi markað upphafið að þessu verkefni.
Þar voru að sýna ungir listamenn sem höfðu verið að sýna
á opinberum stöðum áður og ungir sýningarstjórar voru
ráðnir til að stýra sýningunni. Með því vildum við stimpla
okkur inn sem samtímalistasafn. Þessir listamenn stóðu sig
afar vel og sýningin vel heppnuð svo við ákváðum að halda
áfram með þetta og þá kom hugmyndin með D-salinn,“
segir Soffía. „Við teljum það afar gott fyrir ungu listamenn-
ina að fá það á ferilskrána sína að hafa sýnt í viðurkenndu
opinberu safni.“
Soffía metur unga listamenn í dag vera óhrædda að fara
sínar eigin leiðir. „Mér finnst þeir vera hverfa út úr vídeó-
verkum og stórum innsetningum og sýna okkur málaralist-
ina í allri sinni dýrð. Og sýna það í nýrri og frumlegri mynd
þar sem þau sækja í sína hefð, teiknimyndir og graffítí. Svo
taka þau þetta enn lengra og mála jafnvel á eitthvað annað
en hinn hefðbundna striga. Það sem þau eru að gera lofar
bara mjög góðu,“ segir Soffía.
Rökstuðningur dómnefndar:
Í febrúar 2007 hleypti Listasafn Reykjavíkur af stokkun-
um sýningaröð í D-sal Hafnarhússins. Þar hefur ungum og
efnilegum myndlistarmönnum, sem ekki hafa áður haldið
einkasýningar í söfnum, verið gefið tækifæri til að sýna,
vinna með sýningarstjórum safnsins og ná til þess breiða
hóps gesta sem í safnið kemur.
Dómnefnd telur þetta framtak safnsins hafa heppnast
ákaflega vel og verið lyftistöng fyrir unga listamenn og fyrir
myndlistarlífið í landinu yfirleitt. Það er ungum listamönn-
um mikilvægt að kynnast því að vinna í faglegu safnaum-
hverfi og ekki síður mikilvægt að gestir fái að skoða verk
ungra og metnaðarfullra listamanna í aðgengilegu rými
borgarlistasafnsins. Þá hefur safnið gefið út yfirlitsrit um
sýningaröðina.
asdisbjorg@dv.is
Listasafn Reykjavíkur hleypti af stokkun-
um fyrir þremur árum sýningaröð í
D-sal Hafnarhússins þar sem ungum og
efnilegum listamönnum gefst færi á að
sýna verk sín.
Ungir óhræddir listamenn
Þetta er bara viðurkenning á því sem maður hefur verið að
gera og á sama tíma hvatning til að gera vel. Það er mjög gam-
an að hljóta verðlaun á borð við þessi og mikill heiður, segir
Daníel Bjarnason tónskáld.
Daníel kom víða við á árinu og vann með mörgum ólíkum
tónlistarmönnum. Hann segir að samvinnan hafi verið mjög
gefandi. „Ég hef verið að vinna með fólki úr ólíkum áttum og
notað mismunandi þætti sem ég hef lært og þróað mig í. Mað-
ur getur prófað hinar ýmsu hliðar í samvinnu við aðra, sem er
mjög skemmtilegt og heldur manni ferskum. Það er mjög insp-
írerandi og maður fær áhrif víða að.“
Daníel stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í
febrúar á síðasta ári. „Það er auðvitað frábær hljómsveit og það
var mjög gaman að vinna með því góða fólki sem hana skipar.“
Hann segir erfitt að segja hvað hafi verið eftirminnilegast á
síðustu misserum, enda hefur hann unnið að mörgum verk-
efnum á síðustu misserum. „Það sem stóð upp úr á árinu var
líklega frumflutningurinn á píanókonsertinum mínum og
frumraun mín með Sinfó. Tónleikarnir með Hjaltalín á þessu
ári voru mjög eftirminnilegir og sömuleiðis sýningarnar á
Ástardrykknum sem var mjög skemmtilegt verkefni. Síðast en
ekki síst var samstarfið við listamennina sem léku á plötunni
minni alveg frábært,“ segir Daníel.
„Næstu skref verða að fylgja eftir plötunni minni, skrifa nýja
tónlist og halda áfram í samvinnu við tónlistarfólk. Svo fer ég
að leggja drög að nýrri plötu,“ segir tónskáldið að lokum.
helgihrafn@dv.is
Rökstuðningur dómnefndar:
Árið 2009 var einstaklega fjölbreytt og viðburðaríkt hjá tón-
skáldinu og hljómsveitarstjóranum Daníel Bjarnasyni. Í
febrúar stjórnaði hann Sinfóníuhljómsveit Íslands á sínum
„debut“ tónleikum á Myrkum músikdögum þar sem píanó-
konsert hans, Processions, var frumfluttur fyrir fullu húsi.
Í kjölfarið fylgdu: Útsetningar fyrir Ólaf Arnalds, upptökur
með Nordic Affect á verki Huga Guðmundssonar, tónlist við
dansverk Gunnlaugs Egilssonar, Styggðarstjórnun, á Reykja-
vik Dance Festival, upptökur og tónleikar með Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands, tónleikar á Icelandic Airwaves með eigin verk og
tónleikar á Listahátíð Reykjavíkur og Icelandic Airwaves með
Hjaltalín, tónlistarstjórn í uppfærslu Íslensku óperunnar á
Ástardrykknum og margt fleira. Undir lok ársins kom út fyrsta
sólóplata Daníels, Processions, sem fór svo í dreifingu erlendis
í febrúar á þessu ári og hefur platan fengið frábæra dóma.
Árið 2009 var fjölbreytt hjá tónskáldinu
Daníel Bjarnasyni:
Gefandi að vinna með
ólíkum tónlistarmönnum
Tónlist
HELGARBLAÐ 12. mars 2010 FÖSTUDAGUR 47
Byrjaði í postulapakkhúsi
Soffía Karlsdóttir, kynningar-
stjóri Listasafns Reykjavíkur,
sagði Pakkhús Postulanna,
sýningu frá árinu 2006, hafi
markað upphafið að sýninga-
röðinni D-sal Hafnarhússins.
MYND SIGTRYGGUR ARI
Daníel Bjarnason
Tónskáldið unga
hefur komið víða við
að undanförnu og gaf
út hljómskífuna
Processions undir lok
nýliðins árs.
MYND SIGTRYGGUR ARI