Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Síða 54
54 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 VERÖLD KIRKJUGARÐABORGIN Í bænum Colma, í nágrenni San Francisco í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum, er þúsund sinnum fleira látið fólk en lifandi. 17 stórir kirkjugarðar eru í Colma en þar búa hins vegar aðeins um 1200 manns, sem flestir vinna í kirkjugörðunum. Talið er að um ein og hálf milljón manna sé grafin í kirkju- görðunum. Colma hefur af þessum sökum verð uppnefnd „borg þagnarinnar“. „Það er gott að vera á lífi í Colma,“ er frægt grínslagorð bæjarbúa. Á meðal þekktra manna sem grafnir eru í kirkjugörðum Colma eru Wyatt Earp, fjöl- miðlakóngurinn William Randolph Hearst og hafnaboltamaðurinn Joe DiMaggio. UMSJÓN: HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON, helgihrafn@dv.is Hæsti turn heims er í Dúbaí en hvar er stærsta kirkjan, fótboltavöllurinn og styttan? STÆRSTGAGNSÆI GEORGÍSKU LÖGREGLUNNARn Mikheil Saakashvili, forseti Kákakus-ríkisins Georgíu, hefur skorið upp herör gegn spillingu og skipulagðri glæpa- starfsemi í landinu. Til að leggja áherslu á hina breyttu tíma, sem hann boðar, hefur Saakashvili breytt ásýnd lögreglunnar í landinu. Í forsetatíð Edúards Shevard- nadze, forvera hans, voru lögregluyfir- völd fræg af endemum fyrir mútuþægni, ósanngirni og jafnvel grimmd. Saaka- shvili hefur svarað kalli þjóðar sinnar um aukið gagnsæi í löggæslunni með því að reisa nýjar lögreglustöðvar um allt land með stórum og miklum gluggum á öllum hliðum. Georgíska lögreglan starfar því í gagnsæjum byggingum, í glerkubbum. Þegar Mikheil Saakashvili opnaði nýja gagnsæja lögreglustöð á dögunum sagði hann: „Georgía býr yfir einni nútímalegustu, gagnlegustu, heiðarlegustu og minnst spilltu lögreglu í heiminum. Veggir þessarar nýju byggingar eru gagnsæir – og við erum að byggja upp gagnsæja lögreglu.“ FRÍSNESKI FÁNINN n Frísland er hérað í Hollandi er nýtur nokkurrar sérstöðu í ríkinu því þar er töluð vestur-frísneska sem er nokkuð ólík hollensku þó náskyld tungumál séu. Frísland var til forna áhrifasvæði víkinga sem þangað herjuðu. Fríslend- ingar eru um 600 þúsund talsins og búa um 100 þúsund í Ljouwert (Leeuwarden á hollensku), höfuðstað héraðsins. Héraðsfáninn er athyglisverður, á hon- um eru þrjár hvítar rendur og fjórar bláar. Á hvítu röndunum eru sjö hjarta- laga tákn, rauð að lit. Það eru hjartalaga vatnaliljur sem tákna byggðirnar sjö á strönd Fríslands er sameinuðu heri sína í baráttunni við víkinga á miðöldum. Búningar frísneska knattspyrnuliðsins SC Heerenveen eru hannaðir í anda fánans. Liðið leikur í hollensku úrvals- deildinni og spila Íslendingarnir Arnór Smárason og Björn Jónsson með liðinu. BOLLINN SEM VERNDAR MOTTUNA n Á Viktoríutímanum í Bretlandi á nítjándu öld skörtuðu flestir heldri menn myndarlegu yfirvaraskeggi sem þeir mökuðu sumir með vaxi til að það héldist stíft. Það gat valdið nokkrum skakkaföllum þegar heldri mennirnir lyftu bollum með rjúkandi tei eða kaffi að vörum sínum. Yfirskeggin myndarlegu áttu til að fara á bólakaf í heitum drykkjum bollans sem var ákaflega niðurlægjandi fyrir alla heldri menn. Breski leirkerasmiðurinn Harvey Adams hjó eftir þessu. Hann fann upp „mottubollann“ sem leysti þetta vand- ræðamál farsællega. Á bollanum er áföst hálfhringlaga sylla þar sem yfirskeggið hvílir þurrt í skjóli frá heita drykknum sem flæddi þó jafnþægilega ofan í vit te- eða kaffiunnandans og áður. Sagt er að John Lennon hafi drukkið teið sitt úr mottubollum þegar hljómplata Bítlanna Sgt. Pepper‘s Lonely Hearts Club Band var hljóðrituð í Abbey Road í Lundúnum. Dúbaí-turninn er langhæsta mannvirki heims eða um 818 metrar og var vígður á dögunum, þrátt fyrir að óvíst sé hvort einhver not séu fyr-ir hann. Fjármálamiðstöðin Dúbaí hefur orð- ið fyrir samdrætti vegna alþjóðlegu fjármálakreppunnar og telja sumir að hin gríðarstóra bóla er blásin var upp í furstadæminu muni springa með látum á næstunni. Í Dúbaí hafa stjórnvöld og stórfyrirtæki lagt allt kapp á að byggja sem hæst, stærst og lengst. Það er liður í að gera nafn Dúbaí frægt um allan heim. Hafa margir bent á að gríðarstórar framkvæmdir í Dúbaí, þar á meðal Dúbaí- turninn, Dúbaí-verslunarmiðstöðin (sú stærsta í heimi) og skemmtigarðurinn Dúbaíland (stærstur í heimi), hafi ekkert notagildi í sjálfu sér og séu því ekkert annað en tilgangslaust tákn um völd sem kostað hafi gríðarlegar fjárhæðir. Dúbaí er ekki eini staðurinn á jörðinni þar sem menn hafa keppst um að byggja hæst og stærst á undanförn- um áratugum. Á síðustu árum hafa nýir ofurskýjakljúfar sprottið eins og gorkúlur víða um lönd, til dæmis í Taí- van, Kína og Malasíu og hafa löndin tekið við af Banda- ríkjamönnum sem á árum áður reistu hæstu skýjakljúfa heims. En hér á eftir er litið á nokkur mannvirki af öðru tagi sem eru stærst á sínu sviði. í heimi STÆRSTU STYTTUR HEIMS ERU AF BÚDDA Búddastytta Vorhofsins í Lushan-héraði í Henan í Kína var reist árið 2002. Hún er stærsta stytta heims, 153 metrar að hæð með stöplinum, sem er rúm tvöföld hæð Hallgrímskirkju. Byggingarefnið er kopar en sagt er að um 1000 tonn af málminum séu í styttunni. Kínverjar ákváðu að byggja styttuna eftir að fréttist að talíbanar hefðu sprengt Bamiyan Búddastytturnar fornu í Afganistan í loft upp, en Kínastjórn fordæmdi þær aðgerðir harkalega. Önnur stærsta stytta heims er í Mjanmar og sú þriðja stærsta er í Japan og báðar eru Búddastyttur. STÆRSTI FÓTBOLTAVÖLLURINN ER Í NORÐUR-KÓREU Leikvangur „Rungrado-maí dagsins“ í Pyong Yang í Norður-Kóreu er stærsti íþróttaleikvangur heims. Hann tekur 150.000 áhorfendur í sæti og er aðallega notaður fyrir knattspyrnuleiki en hefur einnig verið vettvangur ýmissa flokkshátíða kommúnistastjórnarinnar. Völlurinn var vígður hinn 1. maí árið 1989. Knattspyrnulandslið Norður-Kóreu, sem leikur á HM í Suður-Afríku í sumar, leikur heimaleiki sína á vellinum. Í júní árið 2002 var gríðarlega umfangsmikil fimleikasýning haldin á vellinum en þátttakendur voru um hundrað þúsund manns og var því mannfjöldinn á vellinum um kvartmilljón. Sýningin var haldin til að draga athygli frá HM í knattspyrnu sem haldin var á sama tíma í Suður-Kóreu og Japan. STÆRSTA KIRKJA HEIMS ER Á FÍLABEINSSTRÖNDINNI Yamoussoukro er stjórnsýslusetur og höfuð- borg Fílabeinsstrandarinnar. Í borginni búa um 200.000 manns. Byggðin er strjál og lág, en stjórnvöld hafa reist nokkrar byggingar á síðustu áratugum sem skaga yfir íbúabyggðinni í Yamoussoukro. Stærsta byggingin er Frúarkirkjan en hún er stærsta kirkja heims. Frúarkirkjan er byggð í anda Péturskirkjunnar í Róm en er hærri og stærri. Gólfflötur kirkjunnar er um 30 þúsund fermetrar og hvolfþakið 158 metra hátt. Kirkjan var byggð á árunum 1985-1989 og blessaði Jóhannes Páll II páfi hana þegar hún var vígð árið 1990.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.