Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 56
LEYNDARMÁL GÖMLU MYLLUNNAR Hin gamla Tranche-mylla, með aðeins fjórar naktar stangir sem ekkert segl er lengur á, líkist mest einmana könguló þar sem hún stendur yfir Loire-dalnum í Mont- soreau í Frakklandi. Áður fyrr var myllan vinsæll staður þar sem krakkar úr ná- grenninu hittust, þrátt fyrir að hún væri rækilega merkt „Aðgangur bannaður“. Eftir að lík ungrar táningsstúlku fannst í myllunni hættu krakkar og unglingar að leita þangað og sneiddu frekar vel fram hjá. Lesið um leyndarmál gömlu myllunnar í næsta helgarblaði DV. MORÐ Í MYRKUM SKÓGI Djöfladýrkendur í Yaroslavl í Rússlandi myrtu fjóra unglinga sumarið 2008 með því að stinga þá 666 sinnum. Fórnarlömbin, þrjár stúlkur og einn drengur á aldrinum 16 til 17 ára, voru síðan elduð og einhverjir líkams- hlutar þeirra snæddir. Leiðtogi djöfladýrkendanna kallaði sig dr. Got. „Velkomin á samkunduna okk- ar,“ tónaði dr. Got og horfði á ung- lingsstúlkuna og -strákinn. Þau voru stödd við garð inni í skógi í Yaroslavl í Rússlandi og hlýtt júní- kvöldið gaf spennandi fyrirheit um það sem í vændum var. „Þetta er Karla, kærastan mín, og ykkur er boðið að vera viðstödd innvígslu hennar,“ sagði dr. Got og benti á allsnakta stúlku sem stóð við hlið hans. Strangt til tekið höfðu ungling- arnir tveir, Varya Kuzmina og And- rei Sorokin, ekki hugmynd um hvað stóð til og hvaða hlutverk þau áttu að leika í vígsluathöfninni, en sex- menningarnir sem stóðu að baki dr. Got virtust hinir vingjarnleg- ustu, jafnvel þó dr. Got hefði kynnt þá til sögunnar sem djöfladýrkend- ur. Þeir voru íklæddir svörtum leð- urfatnaði, voru með svartar grímur, svartlakkaðar neglur og með gadda í nefi og eyrum. Forvitnin varð kisu að fjörtjóni Þegar dr. Got var búinn að kynna fé- laga sína var Varyu og Andrei boðið upp á öl sem þau þáðu. Þau höfðu komið sjálfviljug á þennan afskekkta stað. Varyu, sextán ára, hafði verið sagt að eitthvað sérstakt myndi eiga sér stað og hún hefði komið af nán- ast hvaða ástæðu sem var. Hún sótti tónleika af nánast öllu tagi og var fé- lagslyndið uppmálað, og þótti afar vænt um Andrei sem tók hana með sér í reifpartí og önnur sem stóðu oftar en ekki alla nóttina. Án efa hefur viðburðurinn í skóginum komið henni spánskt fyr- ir sjónir. Úr útvarpstæki sem hengt hafði verið á trjágrein ómaði hávær bárujárnsmúsík, einn af fylgjend- um dr. Got tók kött upp úr poka, skar hann á háls og festi á kross sem var stungið öfugum í jörðina og hópurinn dansaði sönglandi í kring. Undrun og ótti Varya fylltist fyrst í stað undrun, en ótti fylgdi fljótlega í kjölfarið og Var- ya hringdi í vin sinn og sagði sínar farir ekki sléttar. „Þettar er allt sam- an hálfskrítið. Þetta er ekki það sem okkur var talin trú um að yrði,“ las Varya inn á talhólf vinar síns. „Bindið þau,“ skipaði dr. Got skyndilega og áður en Varya og Andrei vissu hvaðan á sig stóð veðr- ið var búið að binda hendur þeirra fyrir aftan bak. Dr. Got hóf að söngla eitthvert óskiljanlegt bull og einn félagi hans, sem kallaðist Graf, sveiflaði al- blóðugum hnífi yfir höfðum dauð- skelfdra ungmennanna. „Satan, við bjóðum Körlu velkomna með því að bjóða þér þessi tvö líf,“ tónaði dr. Got, og Graf stakk hnífnum á kaf í bringu Andreis. Við hverja stungu töldu djöfladýrkendurnir einn, tveir, þrír, og hættu ekki að telja fyrr en þeir voru komnir upp í 666, en þá var líkami Andreis orðinn að blóðugum hrærigraut. Sest að snæðingi Með reglulegu millibili gerði Got skál úr höndum sínum, safnaði blóði Andreis í hana og smurði á Körlu. Fylgisveinarnir skáru höfuð- leðrið af Andrei, skáru úr honum hjartað, fleiri innri lífæri og kynfær- in og að lokum skáru þeir af honum útlimina. Síðan settust þau niður við eldinn og gerðu sér mat úr lík- amsleifunum. Doktorinn og fylgjendur hans hnigu til jarðar líkt og í álögum og af vörum þeirra hraut óskiljanlegt bull. Þegar bráði af þeim snéru þau sér að Varyu sem eðli málsins sam- kvæmt var nær dauða en lífi af skelf- ingu og móðursjúk. Í þessum dimma skógi tókst Var- yu, öskrandi en samt hálfmeðvit- undarlausri, að losa sig úr fjötrun- um og hlaupa sem fætur toguðu inn í myrkviðinn, en gengið var fljótt að ná henni. Þrjú úr genginu skáru hana á háls en hin tóku myndir með farsímum af dauðastríði hennar. Það hryllilega var að kvöldið áður hafði dr. Got með fulltingi fylg- ismanna sinna lokkað tvær stúlkur, Önyu Gorokhova og Olgu Pukhova, með svipuðum hætti inn í skóginn. Báðar voru stúlkurnar myrtar með svipuðum hætti og Andrei og Varya. Umbreyttir sakborningar Í fyrstu höfðu foreldrar fjórmenn- inganna engar áhyggjur þótt þeir skiluðu sér ekki heim, en að þrem- ur dögum liðnum höfðu foreldrarn- ir samband við lögregluna. Það eina sem ungmennin virtust eiga sam- eiginlegt var, að sögn foreldranna, að þau höfðu öll kynnst einhverjum félagsskap sem kallaði sig Djöfla- dýrkendurna. Þegar lögreglan kannaði far- símanotkun krakkanna kom í ljós að allir höfðu hringt í eitt og sama númerið. Það númer tilheyrði Niko lai Ogolobyak, sem gekk undir nafninu dr. Got í vinahópi. Við leit á heimili hans fundust persónulegir munir sem tilheyrðu ungmennun- um sem saknað var, og móðir hans vísaði lögreglunni á staðinn úti í skógi sem Nikolai fór gjarna til. Þar beið lögreglunnar nöturleg sjón; kattarhræ á krossi, rotnandi hunds- hræ undir runna og hola með húð- tægjum af mönnum. Þess var skammt að bíða að dr. Got og félögum yrði komið fyr- ir á bak við lás og slá. Öll nema dr. Got litu þá út eins og venjulegt fólk. Enginn svartur leðurklæðnaður, fylgihlutir úr stáli, svartar neglur eða grímur. Dr. Got hafði hins veg- ar engum breytingum tekið. Hann dvelur nú á öryggisgeðsjúkrahúsi, en fylgismenn hans bíða dóms. UMSJÓN: KOLBEINN ÞORSTEINSSON, kolbeinn@dv.is 56 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 SAKAMÁL Satan, við bjóð-um Körlu vel- komna með því að bjóða þér þessi tvö líf,“ tónaði dr. Got, og Graf stakk hnífnum á kaf í bringu Andreis. Nikolai Ogolobyak Dr. Got gekk ekki alveg heill til skógar andlega. Fórnarlömbin fjögur (F.v.) Andrei Sorokin, Olga Pukhova, Varya Kuzmina og Anya Gorokhova. Kattarhræ á krossi Varyu hætti að lítast á blikuna þegar köttur var skorinn á háls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.