Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Page 60

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Page 60
FUNDUR UM LEGSLÍMUFLAKK Nú er í gangi sérstök átaksvika Samtaka kvenna með endómetríósu eða legslímuflakk. Sjúkdómur- inn lýsir sér í því að legslímhúð, sem almennt finnst eingöngu innan legsins, finnst á öðrum stöðum í kviðarholinu og veldur þar bólgum og blöðrumyndun en sjúkdómurinn getur valdið ófrjósemi. Á laugardag- inn verður fræðslufundur í Hringsal Landspítalans við Hringbraut þar sem læknar fjalla um sjúkdóminn og konur flytja sínar reynslusögur. Fundurinn hefst kl. 11 og er opinn öllum. Samkvæmt amerískri rannsókn er ekki jafnerfitt að jafna sig eftir sam- bandsslit og segir í væmnu ástartext- unum. Sálfræðingar fylgdust með hópi para og létu þau svara spurn- ingalistum yfir margra mánaða skeið. Í ljós kom að þeir ástföngnustu voru mest hræddir við sambandsslit og gátu ekki ímyndað sér lífið án mak- ans. Vísindamennirnir komust hins vegar að því að sá hópur átti auð- veldast með að jafna sig eftir ástar- sorg. Í niðurstöðum rannsóknarinn- ar kemur fram að útkoma hennar styrki aðrar svipaðar rannsóknir sem bendi til þess að fólk eigi afar erfitt með að segja til um líðan sína við til- teknar ímyndaðar aðstæður. Í tilfelli ástarsorgarinnar gleymdu þeir ást- föngnustu að taka það góða við sam- bandsslitin með í reikninginn, líkt og kostina við að vera á lausu. „Við mannfólkið erum mun sterkari en við höldum þegar kemur að tilfinn- ingalegu uppnámi,“ sagði Eli Finkel prófessor í sálfræði við Northwest- ern’s Weinberg-háskólann og annar höfundur skýrslu um rannsókn- ina. „Það er enginn að halda því fram að það sé gaman að hætta með einhverjum en okkar nið- urstaða er sú að fólk jafnar sig mun betur og fyrr en það heldur.“ Ástsjúkir jafna sig fyrst eftir sambandsslit: ÁSTARSORG ER OFMETIN UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR, indiana@dv.is 5 ALGENG MISTÖK Í PEN- INGAMÁLUM 1. Ég á það skilið! Þér finnst þú hafa unnið baki brotnu fyrir lífstílnum og veist að fátt kætir þig jafnmikið þegar þú ert langt niðri og gott dekur og verslunarferð. Geðþóttaákvarð- anir í fjármálum geta verið afar hættulegar. Þótt þú þarfnist hlut- arins hefurðu kannski ekki efni á honum. 2. Ég er þess virði! Skiptir þig miklu máli að vera ávallt í nýjustu gallabuxunum á markaðnum? Færðu kikk út úr því að keyra flotta dýra bíla eða láta sjá þig með Fendi-tösku? Eru eignir þínar sönnun þess að þú hafir „meikað“ það? Þegar þú kaupir hluti en veist að þú hefur ekki efni á því er það þá eitthvað annað en þjófnaður? 3. Er lífstíllinn á lánum? Notaðu seðla! Ef þú setur allt á kreditkortið gæti það komið í bakið á þér. Þú eyðir ekki um efni fram ef þú notar einungis peninga. 4. Kaupirðu frið fyrir sam- viskunni? Býst barnið við nýjustu Xbox- leikjatölvunni í átta ára afmælis- gjöf? Ekki láta uppeldið stjórnast af samviskubiti. Þitt starf er að undirbúa barnið fyrir lífið og líf- ið er ekki alltaf leikur. Stundum eru einfaldlega ekki til pening- ar. Barnið þarf að læra að það er hægt að komast í gegnum erfiða tíma standandi. 5. Áttu engan varasjóð? Millifærirðu hluta launanna á annan reikning eða eyðirðu öllu um leið og þú færð útborgað? Þótt upphæðin sé ekki há sem þú tekur til hliðar um hver mán- aðarmót getur hún skipt sköpum þegar harðnar á dalnum. Góð og sönn vinátta er gulls ígildi. Bandaríska kvennatímaritið Glamour tók saman lista yfir sjö gerðir vinkvenna sem allar konur verða að eiga. 60 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 LÍFSSTÍLL 7 VINIR SEM ALLAR KONUR ÞARFNAST Ástfangin Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er ekki jafnerfitt að jafna sig eftir sambandsslit og allir væmnu söngvararnir halda fram. Æskuvinkona Hún man enn eftir villtu strákaóðu stelpunni sem lét engan segja sér hvernig hún ætti að gera hlutina. Hún þekkti þig og fjölskyldu þína þegar þú varst að vaxa úr grasi og þið deilið eflaust mörgum minning- um. „Æskuvinir minna þig á að þú sért sama manneskjan og þú hefur alltaf verið,“ segir Rebecca G. Adams sálfræðingur í háskólanum í Norður- Karólínu. „Haltu í gömlu vinina. Þið þurfið ekki að vera í daglegu sam- bandi en notaðu tæknina og taktu upp þráðinn.“ Ný vinkona Ólíkt krökkunum sem voru með þér í barnaskóla hefur nýja vinkona engar fyrir fram ákveðnar skoðanir á þér. „Mörg okkar festast í fari þeg- ar við eldumst,“ segir Pamela McLe- an sálfræðingur frá Santa Barbara. „Með nýjum vinum kynnumst við nýjum hugunarhætti og nýjum að- stæðum. Þar að auki kynnumst við nýju fólki í gegnum aðra. Reyndu að kynnast nýjum vinum í vinnunni eða vingastu við foreldra vina barnanna þinna. Ef lítið gengur skaltu prófa nýtt áhugamál.“ Æfingavinur Vinkonan sem þú æfir með dreg- ur þig út að skokka þegar þú vild- ir frekar hanga í sófanum heima í stofu. Sérfræðingar eru sammála um að líkamsrækt, sama hvort það er ganga, golf, salsa dans eða eitthvað allt annað, sé það mikilvægasta fyrir andlegt og líkamlegt heilbrigði. Góð- ur vinur sem aðhyllist heilbrigðan lífsstíl gæti verið það sem þig vantar til að þú takir á þig rögg í ræktinni. Í rannsókn sem framkvæmd var af há- skólanum í Connecticut kom í ljós að góður félagslegur stuðningur skiptir mestu máli þegar kemur að heilsu- rækt. Finndu vinkonu sem er í góðu formi og spurðu hvort þú megir slást í hópinn. Yngri vinkona Hvernig tekst þér að sameina stórt heimili, börn og langan vinnudag? Yngri vinkonur vilja læra af þér. Rannsóknir sýna að við viljum öll hjálpa öðrum - með því að elda eða með því að leiðbeina. „Sumar kon- ur fá útrás fyrir þessa þörf í upp- eldi barnanna en að leiðbeina öðr- um fullorðnum einstaklingi getur verið virkilega gefandi,“ segir Rose- mary Blieszner prófessor við Virg- inia Tech-háskólann. „Til að ná sem mestu út úr slíkri vináttu verður at- hyglin að vera í báðar áttir. Leyfðu yngri vinkonu að kynna fyrir þér nýja strauma og farðu með henni út á líf- ið.“ Vinir hans Samkvæmt Kenneth Leonard, próf- essor í klínískri sálfræði við SUNY- háskólann í Buffalo, er afar mikil- vægt að tengjast vinum maka okkar. Í rannsókn Leonards kom í ljós að því betur sem fjölskyldur og vinir kynnast því hamingjusamari verða makarnir. „Til að eiga hamingjuríkt hjónaband er næstum jafnmikilvægt að leggja áherslu á að hleypa mak- anum inn í vinahópinn og að hleypa honum inn í fjölskyldu þína,“ segir Leonard. Mamma þín Yfir 85% kvenna sögðust eiga í góðu sambandi við móður sína í könn- un sem gerð var í Bandaríkjunum. Þar kom enn fremur í ljós að þótt oft slettist upp á vinskapinn milli mæðra og dætra væri samband þeirra yfir- leitt afar sterkt. „Samband mæðgna skiptir miklu máli því þeim þykir svo vænt hvorri um aðra,“ segir Karen L. Fingerman, höfundur rannsóknar- innar, sem á ráð fyrir konur sem vilja eiga betra samband við mæður sín- ar: *Ef þú átt í erfiðleikum með að njóta tímans með mömmu þinni: „Hættu að reyna að breyta henni og ein- beittu þér að því sem þið hafið báðar gaman af,“ segir Fingerman. *Ef þið rífist endalaust um sömu hlutina: „Þær konur sem eru bundn- ar mæðrum sínum sterkum böndum taka rifrildin ekki persónulega. Þær líta frekar á gagnrýnina sem speglun af vana mömmu sinnar.“ *Ef þér finnst sambandið of mikið: „Dætur sem stóðu sig best í þessu voru þær sem vildu eyða enn meiri tíma með mömmu sinni. Í stað þess að segja alltaf nei þegar mamma þín stingur upp á einhverju finndu þá eitthvað annað sem þið hafið báðar áhuga á,“ segir Fingerman. Þú sjálf Ef þú ert eins og flestar okkar þá hendirðu öllu frá þér til að hjálpa nauðstöddum vini - en hugsarðu jafn vel um sjálfa þig? Pamela Peeke, prófessor í klínískri sálfræði við há- skólann í Maryland, segir að til að við getum verið góðir vinir okkar sjálfra verðum við að þekkja okkur. „Ímynd- aðu þér hvernig þér líður þegar þú verður ástfangin; hreinleikinn, heið- arleikinn, ástúðin, skilyrðislausa ást- in sem þú upplifir. Ættirðu ekki að hugsa þannig til sjálfrar þín?“ spyr Peeke sem vill að við endurtökum fallegar setningar um okkur sjálfar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.