Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 14. maí 2010 FRÉTTIR AUÐMJÚKUR Á GOLF n Þingmaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson á sér skrautlega fortíð í einkageiranum sem hinum opinbera. Hátt skein sól hans þegar hann vildi kenna starf sitt við útrásarvík- inginn Björgólf Guðmundsson. Ekkert varð hins vegar af því en hann færði sig til Askar Capital þangað sem hann fór á vegum Karls Werners- sonar. Tryggvi var á launum hjá bankanum á sama tíma og hann var ráðgjafi Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra. Eftir hrunið fótaði hann sig síðan sem þingmaður Norðlendinga. Hann hefur undanfarin ár ekið á glæsibifreiðum á kostnað vinnuveitenda. Seinustu misserin hefur hann rifað seglin og ekur nú auðmjúkur um á Golf í takt við tíðarandann í dag. GULLIÐ OG TRYGGVI ÞÓR n Það vakti athygli að í kjördæma- vikunni, síðastliðinn vetur, brá Tryggvi Þór Herbertsson, undir sig betri fætin- um og skrapp til Suður-Ameríku, nánar tiltekið Kólumbíu. Ekkert fékkst upplýst um tilgang farar hans. Nú heyrist að kappinn sé að daðra við gullviðskipti af einhverju tagi í Suður-Ameríku. Því er haldið fram að hann sé í viðskiptum ásamt Bandaríkja- mönnum. Þetta hefur ekki fengist staðfest en hermt er að þarna sé á ferðinni gullin fjárfesting í orðsins fyllstu merkingu sem eigi eftir að skila góðum arði. FARSÆLL KAUPÞINGSMAÐUR n Verkfræðingafélag Íslands er líklega einhver seinheppnasti félagsskapur á Íslandi ef litið er til heiðursfélaga. Árið 2007 voru verkfræð- ingar slegnir gullblindu þegar þeir völdu þá sem heiðra skyldi. Steingrímur Kárason, áhættustjóri Kaupþings, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbanka, voru verðlaunaðir fyrir að vera lykilmenn í útrásinni. Steingrímur sem er grunaður um stórfelld brot í starfi fékk frábæra einkunn hjá verkfræðingunum: „Kunnáttuna hefur hann nýtt á farsælan hátt við stýringu, áhættu og val á fjárfestingum Kaupþings. Hann er einn af lykilmönnum í útrás bankans,“ segja verkfræð- ingarnir. SLEPPUR EKKJAN? n Í stefnu slitastjórnar Glitnis fyrir dómstóli í New York er fjallað um leikfléttuna í kringum kaupin á Tryggingamiðstöðinni sem hafi verið glórulaus fyrir bankann. Glitnir tapaði tæplega 26 milljörðum króna á þessum kaupum. Það var Guðbjörg Matthías- dóttir, athafnakona og ekkja í Vestmannaeyjum, sem fékk stærstan hluta af gróðanum. Guðbjörg fékk greitt í peningum og hlutabréfum í Glitni en seldi bankabréfin korteri fyrir hrun. Nú velta menn fyrir sér ástæðu þess að ekki er gengið til þess að rifta kaupunum og ná til baka peningum hins fallna banka. SANDKORN Búist er við því að rannsókn á mögu- legum efnahagsbrotum eigenda og stjórnenda Landsbanka Íslands hf. ljúki innan tveggja mánaða. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans, segir að nú þegar hafi nokkur mál verið send til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu og sum þeirra hafi ratað áfram í hend- ur sérstaks saksóknara. Sérstök deild endurskoðunarfyr- irtækisins Deloitte í London annast rannsókn á viðskiptum Landsbank- ans nokkur ár aftur í tímann og nú sér fyrir endann á þeirri rannsókn seg- ir Páll. Auk þess annast fjölþjóðlega lögfræðistofan Morrison and Forester ýmsa þætti málsins. Riftunar- og bótakröfur undirbúnar „Þetta snýst á endanum um bótakröf- ur og riftunarmál, en við reynum að hámarka endurheimtur og gæta þess að jafnræði sé milli kröfuhafa,“ seg- ir Kristinn Bjarnason, en hann sit- ur í slitastjórn Landsbankans og er auk þess svonefndur aðstoðarmaður í greiðslustöðvun bankans. Kristinn staðfestir að rannsókn á ýmsum þátt- um sé um það bil að ljúka. Aðspurður telur hann að staða Landsbankans kunni að vera önnur en hinna bankanna, til dæmis að því leyti, að stærsti eigandinn, Björgólf- ur Guðmundsson, er gjaldþrota. „Við gætum vitanlega hagsmuna Lands- bankans í þrotabúi Björgólfs og félaga á hans snærum,“ segir Kristinn. Imon og 5 milljarðar Eina málið á vegum Landsbankans sem vel er komið á rekspöl, meðal annars hjá sérstökum saksóknara, er Imon-málið svonefnda. Það snýst um kaup eignarhaldsfélagsins á hluta- bréfum í Landsbankanum fyrir rúma fimm milljarða króna 3. október 2008, rétt fyrir hrun. Kaupin áttu sér stað þremur dögum áður en Fjármálaeftir- litið fékk bankann í fangið. Imon, félag Magnúsar Ármanns kaupsýslumanns, fjármagnaði hlutabréfakaupin að fullu með láni frá Landsbankanum og lagði stofnfjárbréf sín í sparisjóðnum Byr að veði fyrir láninu. Skilanefnd Lands- bankans krafðist 5 milljarða króna fyr- ir dómi. Málinu var vísað frá héraðs- dómi í byrjun ársins vegna tæknilegs ágalla. Sérstakur saksóknari hefur rann- sakað Imon-málið vegna grunsemda um sýndarviðskipti. Slík markaðs- misnotkun getur varðað fangelsisvist. Bæði Magnús og Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbank- ans, hafa verið með stöðu sakborn- inga í rannsókninni og voru yfirheyrð- ir sem slíkir. Stórfelld lán til eigenda bankans Málatilbúnaður gegn helstu stjórn- endum og eigendum Kaupþings og Glitnis hefur farið fram bæði hérlend- is og erlendis undanfarna daga. Það hefur að sínu leyti beint athyglinni að stöðu mála hjá skilanefnd og slita- stjórn Landsbanka Íslands hf. Líkt og á við um Kaupþing og Glitni getur mála- tilbúnaður gegn helstu eigendum og stjórnendum bankannna verið af tvennum toga. Annars vegar málsókn sérstaks saksóknara vegna refisverðs athæfis í aðdraganda bankahruns- ins. Hins vegar skaðabótamál lík þeim sem skilanefnd og slitastjórn Glitnis hafa nú höfðað gegn helstu eigend- um og stjórnendum bankans, annars vegar með 6 milljarða króna kröfu fyr- ir innlendum dómstólum, hins vegar 256 milljarða króna skaðabótakröfu fyrir dómstóli í Bandaríkjunum. Eftir því sem DV kemst næst er varla við því að búast að viðlíka stór mál um markaðsmisnotkun og hjá Kaupþingi eða Glitni komi upp hjá Landsbankanum. Er þá átt við tilraun- ir til þess að halda verðgildi bank- ans uppi með blekkingum og svikum til hagsbóta fyrir eigendur bankans. Þetta á þó eftir að koma í ljós í meðför- um sérstaks saksóknara. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarnefndar Alþingis er hins veg- ar um gríðarlega umfangsmikil lán Landsbankans að ræða til helstu eig- enda bankans, einkum Björgólfs Guð- mundssonar og félaga í hans eigu. Að því leyti svipar mynstrinu inn- an Landsbankans til stórra lána sem Glitnir veitti stærstu eigendum sínum, svo sem Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni. Þá má einnig nefna lán Kaupþings til félaga í eigu Ólafs Ólafssonar, Bakkavararbræðra og bresk-íranska kaupsýslumannsins Roberts Tschenguiz, en hann einn og félög á hans snærum skulda Kaup- þingi 245 milljarða króna. Áhættusamur eigandi Upp á síðkastið hefur verið tekið svo til orða að helstu eigendur bankanna hafi fram undir það síðasta tæmt þá innan frá með taumlausum lánveit- ingum til sjálfra sín með tilheyrandi áhættu. Eins og meðfylgjandi tafla gefur til kynna jók Björgólfur skuldir sínar og félaga í sinni eigu um 70 milljarða króna í Landsbankanum frá ársbyrjun 2007 fram að bankahruninu í októb- er 2008. „Skuldbindingar Björgólfs og félaga er honum tengdust voru önnur stærsta áhættuskuldbinding Lands- bankans, eða 23,5% af eigin fé og námu við fall bankans 90,4 milljörð- um króna,“ segir í skýrslu rannsóknar- nefndarinnar. Lúxusvilla fyrir bankaráð Björgólfur Guðmundsson var for- maður bankaráðs Landsbankans eftir að hann eignaðist bankann en Kjart- an Gunnarsson, þáverandi fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, varaformaður. Björgólfur og banka- ráðsmaðurinn Þór Kristjánsson, gam- all viðskiptafélagi Björgólfs, viku af fundi þegar lánveitingar bankans til Björgólfs eða félaga hans voru tekn- ar fyrir. Þannig virðist það venjulega hafa komið í hlut Kjartans að stýra bankaráðsfundunum og afgreiða lán- in til Björgólfs, sem eins og áður segir jukust um 70 milljarða króna síðustu 20 mánuðina fyrir hrun bankans. Þar má telja lánveitingar vegna Eimskipa- félagsins, Grettis ehf., Ólafsfells ehf., Icelandic og jafnvel kaupa á lúxusvillu í Portúgal. Þess má geta að kröfuhafafundur á vegum skilanefndar og slitastjórn- ar Landsbankans verður haldinn í lok þessa mánaðar. Með vitund og samþykki Kjartans Gunnarssonar, varaformanns bankaráðs Landsbank- ans, jók Björgólfur Guðmundsson skuldir sínar við bankann um 70 milljarða króna á aðeins 20 mánuðum. Björgólfur er gjaldþrota sem og félög á hans snærum og því kemur ekki til þess að kyrrsetja þurfi eignir hans í nafni slitastjórnar Landsbankans. HOLAÐI BANK- ANN AÐ INNAN Áhættuskuldbindingar Björgólfs 18,5 ma.kr. 20,5 ma.kr. 8,9 ma.kr. 18,0 ma.kr. 22,7 ma.kr. 19,2 ma.kr. 20,5 ma.kr. 90,4 ma.kr. HEIMILD: SKÝRSLA RANNSÓKNARNEFNDAR ALÞINGIS n Janúar 2007 n Október 2008 JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Þegar allt lék í lyndi Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleig- andi Landsbankans, og félög á hans snærum skulduðu bankanum 90 milljarða króna áður en yfir lauk. Með honum á myndinni er Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.