Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 14. maí 2010 NÆRMYND
meira um smáatriðin,“ segir fram-
kvæmdastjórinn fyrrverandi.
Annar af samstarfsmönnum
Sigurðar orðar þetta sem svo að
Sigurður hafi lítið komið að dag-
legum rekstri á meðan Hreiðar
hafi séð um hann. „Siggi var mikill
leiðtogi og hafði mikinn hæfileika
til að átta sig á fólki og skilja his-
mið frá kjarnanum... Hann var ekki
maður smáatriðanna en vissi það
sem hann þurfti að vita.“
Fyrrverandi viðskiptafélagi
hans orðar þessa hugsun á sams
konar hátt og telur jafnframt að
Sigurður hafi verið betri í því að
átta sig á fólki en tölum. „Mér
fannst hann aldrei vera talna-
glöggur maður þó að það hafi ver-
ið sagt um hann í seinni tíð. Mér
fannst hann mjög lélegur með töl-
ur. En hann var mjög góður vin-
ur vina sinna og traustur náungi.
Hann er hins vegar ekki mjög „art-
iculate“ maður, hann er dálítill
búri, mjög ákveðinn og fastur fyrir.
Hann er dálítið svona gamaldags
bankamaður sem hugsar miklu
meira um menn en einhverjar töl-
ur,“ segir viðskiptafélaginn fyrrver-
andi.
Sigurður líklega ábyrgur
Alveg ljóst er af því sem vitað er
um starfshætti Kaupþings að við-
skiptin sem sérstakur saksóknari
rannsakar hefðu ekki átt sér stað
nema með vitneskju Sigurðar Ein-
arssonar. Hversu mikið hann vissi
nákvæmlega um tæknileg atriði í
viðskiptunum og smáatriði þeim
tengd er erfitt að segja.
Aðalatriðið í rannsókn sér-
staks saksóknara á stjórnend-
um Kaupþings, samkvæmt því
sem kemur fram í greinargerð
sérstaks saksóknara með gæslu-
varðhaldsbeiðninni yfir Magnúsi
Guðmundssyni, snýst um meinta
markaðsmisnotkun bankans um
árabil vegna viðskipta hans með
hlutabréf í sjálfum sér og lánveit-
ingar vegna fjárfestinga í slíkum
bréfum. Þar má til dæmis nefna
Al-Thani-málið sem líklega er
frægasta meinta markaðsmisnotk-
unarmálið í íslenska bankahrun-
inu. Ef Hreiðar, Magnús, Ingólfur
og Steingrímur eru sekir um lög-
brot er alveg ljóst að Sigurður Ein-
arsson er líka sekur.
Þó að erfitt sé að segja til um
það núna hversu mikil aðkoma
Sigurðar var að þessum viðskipt-
um sem eru til rannsóknar, meðal
annars skuldatryggingarviðskipt-
um við Deutsche Bank, má þó
rýna eftir svörum í skýrslu rann-
sóknarnefndar Alþingis þar sem
rætt var við Sigurð um skulda-
tryggingarviðskiptin.
Sigurður sagði í yfirheyrslunni
að ástæðan fyrir viðskiptunum
hefði verið að skapa framboð eft-
ir tryggingunum sem hefði nánast
ekki verið neitt og að frumkvæðið
að þeim hefði komið frá Deutsche
Bank. Um viðskiptin sagði Sigurð-
ur: „Þær fólust í því að fá aðila til
þess að skrifa tryggingarnar á móti
þeim sem vildu kaupa þær. Til
þess að skapa framboð á trygging-
unum, sem var ekki neitt.“
Svo virðist því sem viðskiptin
með skuldatryggingarnar hafi ekki
farið fram á fyllilega eðlilegum
forsendum og er það þessi mark-
aðsmisnotkunarþáttur sem er til
skoðunar hjá embættinu. Segja
má að Sigurður nánast viðurkenni
markaðsmisnotkun með þessum
orðum hér að ofan.
Sigurður búinn
DV spurði viðmælendur blaðsins
hvað þeir teldu að Sigurður myndi
gera í þeirra stöðu sem hann er
kominn í. „Vegir Sigurðar eru
órannsakanlegir. Þetta kemur mér
ekkert á óvart hvernig hann læt-
ur núna. Hann verður áfram þrár
og þrjóskur. Hann fer ekkert að
koma hingað heim með buxurn-
ar niður um sig og byrjar að vera
með væmni og væla. Þegar hann
fer í yfirheyrslur þá verður hann
hrokafullur og grjótharður. Ég veit
ekki hverju það mun skila honum
en hann er trúr sínu: Hann fer ekki
að fá sér hárkollu og sólgleraugu
og þykjast vera einhver annar en
hann er,“ segir einn af Kaupings-
mönnunum.
„Hann kemur heim á endanum,
það liggur fyrir,“ segir einn þessara
fyrrverandi félaga hans í bankan-
um. „Hann er búinn hvernig sem
þú lítur á þetta. Þú áttar þig á því
að þú ert að skrifa um mann sem
er „through“. Þetta er ekki lengur
einhver maður sem þarf að fella.
Þetta er maður sem liggur. Dauða-
dómurinn hefur verið kveðinn
upp. Það þarf bara að framfylgja
honum núna,“ segir einn af fyrr-
verandi samstarfsmönnum Sig-
urðar sem segir að það sé hörmu-
legt hvernig komið er fyrir honum.
„Nú er þetta bara spurning um
tíma.“
Sigurður er yngsta barn Þórunnar Sigurðardóttur húsmóður og Einars Ágústssonar, utanríkisráðherra Fram-
sóknarflokksins á áttunda áratugnum. Hann fæddist árið 1960 í Reykjavík, gekk í Æfingadeild Kennarahá-
skólans, Hlíðaskóla og Réttarholtsskóla þaðan sem Sigurður lauk landsprófi.
Sigurður fór svo í MH, lauk stúdentsprófi árið 1980. Þá lá leið Sigurðar til Danmerkur þar sem nam hag-
fræði og stjórnmálafræði við Kaupmannahafnarháskóla jafnframt því að starfa hjá Den Danske Bank. Faðir
Sigurðar var sendiherra Íslands í Danmörku frá árinu 1980 og til dauðadags árið 1986 þannig að tenging Sig-
urðar við Danmörku er nokkur.
Sigurður flutti aftur til Íslands árið 1988. Eftir heimkomuna starfaði hann fyrst sem sérfræðingur hjá Iðn-
aðarbankanum og svo hjá Íslandsbanka á árunum 1990-94. Hann varð forstöðumaður hjá Kaupþingi árið
1994, aðstoðarforstjóri tveimur árum seinna og tók svo við forstjórastöðu Kaupþings árið 1997. Síðustu ár
hefur Sigurður verið stjórnarformaður Kaupþings með aðsetur í London. Hann lét af störfum í bankanum í
hruninu 2008. Ekki er vitað hvað hann hefur unnið við síðan þá.
Eiginkona Sigurðar er Arndís Björnsdóttir viðskiptafræðingur. Þau kynntust á fyrri hluta tíunda áratugar-
ins og gengu í hjónaband árið 1995. Með Arndísi, sem er fimm árum eldri, á Sigurður tvö börn, fjórtán ára
stúlku og ellefu ára dreng. Sigurður átti þrjár eldri systur en aðeins ein er á lífi, Kristjana Erna, hjúkrunarfræð-
ingur á Seltjarnarnesi. Systur hans tvær létust langt fyrir aldur fram, önnur í bílslysi og hin úr krabbameini.
Í síðustu viku handtók sérstakur saksóknari, Ólafur Hauksson, fjóra fyrrverandi samstarfsmenn Sigurð-
ar hjá Kaupþingi. Í kjölfarið var greint frá því að saksóknarinn hefði reynt að ná Sigurði til landsins svo hægt
væri að yfirheyra hann en án árangurs. Handtökuskipun var gefin út á hendur Sigurði og lýsti Interpol svo
eftir honum.
MEINT LÖGBROT KAUPÞINGSMANNA:
Grunur um skjalabrot skv. 17. kafla almennra hegningarlaga.
Auðgunarbrot skv. 26. kafla almennra hegningarlaga.
Brot gegn lögum um verðbréfaviðskipti, þ.m.t. markaðsmisnotkun.
Brot gegn hlutafélagalögum.
FRÁ FÁLKAORÐU TIL INTERPOL
LÍFSHLAUP SIGURÐAR
Þetta er ekki lengur einhver maður sem þarf að fella.
Nánir samverkamenn Sigurður Einarsson
var alla tíð yfir Hreiðari Má Sigurðssyni og má
ætla að hann hafi vitað af flestu því sem hann
gerði í bankanum. Nú hefur Hreiðar Már verið
handtekinn en Sigurður gengur enn laus.