Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 22
Kæri Guð. Nú verð ég að vera hreinskilinn við þig. Í fyrra rann endanlega upp fyrir mér að ég hef ekki nokkra trú á þér sem fyrirbæri. Ég hef enga trú á því að meintur sonur þinn hafi gengið á ófrosnu vatni og að hann hafi breytt vatni í vín án þess að nota gramm af sykri og án þess að eima svo mikið sem einn einasta lítra af vatni. Ég hef enga trú á því að þú hafir skapað himin og jörð og að þú sért allt í kring og alls staðar. Enn síður hef ég trú á því að þú, ímyndaði vinur fullorðna fólksins, getir stýrt því hvort einhver látist eða lifi, þó auðvitað voni ég að allt fari á besta veg og að harmur fólks verði sem minnstur. Ég held þú fáir engu ráðið um það. Ég hef þó skilning á því að þeir sem trúa á þig geti leitað sér huggun-ar í trú sinni. Það angrar mig ekki vitund að vita til þess að fólk iðkar trú sína með bænum eða öðrum helgisiðum. Það breytir því ekki að ég sætti mig ekki við að greiða lengur til þjóðkirkjunnar. Ég vil að skattfé mitt renni óskipt til ríkisins eða háskólasamfélagsins, eftir því hvernig þeim málum er núna háttað. Í vetur, þegar þetta allt rann upp fyr- ir mér, ákvað ég að segja mig úr þjóðkirkjunni. Ég skrifaði upplýsingafull- trúum þínum á Íslandi, íslensku þjóðkirkjunni, bréf þar sem ég lýsti þessu yfir, þakkaði fyrir mig og kvaddi. Mér láðist reyndar að skila kveðju til þín, með þökk fyrir fermingapeningana, en séra Eðvarð sagði mér (á sínum tíma) að þú fyrirgæfir allt. Ég er viss um að þú, kæri Guð, styður frjálsa fjölmiðlun og lesir þetta hér og nú í DV. Faxtækið var varla hætt að væla (þegar uppsögnin fór úr húsi) þegar ég fékk símtal frá unnustunni þess efnis að okkar fyrsti erfingi væri á leiðinni, ef marka mætti græna línu í hræó- dýru þungunarprófsapp- arati sem hún hafði vegna grunsemda keypt í ein- hverri matvörubúðinni. Verðandi barnsmóðir mín og kærasta til næstum 8 ára er tortryggin að eðlis- fari og keypti því eitt eða tvö próf til viðbótar, ef ske kynni að fyrsta prófið hefði misreiknað sig. Niðurstaðan var samhljóða; barnið var staðreynd. Ég tengdi þessi tíðindi ekki sérstaklega við þig, enda hafði ég ekk-ert séð sem bendir til þess að þú ráðir því hvenær börn fæðast og hvenær ekki, ekki frekar en þú ræður því hvort það rigni í dag eða á morgun. Vísindin hafa, „by the way“ fyrir löngu upplýst hvað veldur því að dropar falla af himnum. Í desember fórum við í eitthvað sem kallast 12 vikna sónar. Eftir þriggja mánaða meðgöngu er hljóðsjá er beint að móðurlífinu, utanfrá, til að athuga hvort allt sé í lagi - þú þekkir þetta. Sumir biðja þig um að sjá til þess að barnið verði heilbrigt en trúleysingar vonast til þess að heppnin sé með þeim í liði, eða öllu heldur að óheppnin verði fjarri. Það var í þessari heimsókn á landspítalanum sem það rann upp fyrir mér að kannski var það fljótfærni að dömpa þér. Áður en lengra er haldið verð ég að taka fram, eins og ég hef áður gert, að ég er forfallinn íþróttaáhugamað-ur. Ég fylgist með körfubolta, handbolta og fótbolta og þekki nöfn á helstu íþróttamönnum í nær öllum íþróttum sem stundaðar eru á Íslandi. Einn af hápunktun- um í íþróttaheiminum er heimsmeistaramót í knattspyrnu. Það fer fram á fjögurra ára fresti og stendur yfir í mánuð í senn, eða svo. Trúleysingjanum mér var hugsað til þín, elsku Guð, þegar ljósmóðirin tilkynnti okkur að barnið mun fæð-ast í júní, eða nokkrum dögum eftir að flautað verður til leiks á HM í knattspyrnu sem hefst í júní. Ég verð, með öðrum orðum, í barneignarfríi þegar HM í fótbolta fer fram. Í júní verðum við búin að vera saman í 94 mánuð, eða tæp 8 ár. Af öllum þeim tíma hefur heimsmeistaramót í knattspyrnu staðið yfir í 2 mánuði. Það eru með öðrum orðum 2 prósent líkur á því að ég eignist mitt fyrsta barn í mánuði þegar HM fer fram. Einn á móti fimmtíu. Ég tek því auðvitað alvarlega þegar fjölskylda mín og vinir hamra á því að það sé ekkert grín að annast nýfætt barn. Þetta er hins vegar of gott til að vera satt, sérstaklega þegar mið er tekið af því að unnustan varð ólétt nánast sama dag og ég sagði mig úr þjóðkirkjunni, og að barnið á að fæðast þegar uppáhalds íþróttaviðburðurinn minn byrjar. Þú færð prik fyrir hugmyndaauðgi, elsku Guð, ef þetta var ásetningur þinn. Ég er helvíti, úps, guðdómlega, spenntur fyrir því að eignast barn og bið þig hér með, í fullri einlægni, um að það gangi vel fyrir sig; barnið verði heil- brigt og ekki með króníska eyrnabólgu eins og ég var með sem barn. Án þess að ég ætli að vera með einhvern kröfulista (a la Sigurður Einarsson) þá væri frábært ef barnið myndi fæðast á réttum tíma, svo ég tali ekki um að það sofi vært yfir HM. Mátt meira að segja senda mér SMS með reikn- ingsnúmeri þjóðkirkjunnar, ef það liðkar fyrir. Ég er á ja.is. Amen. OPIÐ BRÉF TIL GUÐS 22 FÖSTUDAGUR 14. maí 2010 UMRÆÐA BALDUR GUÐMUNDSSON skrifar HELGARPISTILL Klukkan er 5.20 þegar áhöfn- in á Helga Hrafni ÓF 67 frá Ól- afsfirði vaknar til að gera klárt á sjóinn. Bátarnir með grá- sleppuleyfin fá 60 daga til að veiða, enginn kvóti, dagarnir byrja að telja þegar fyrstu net- in eru sett í sjó. Bræludagarn- ir, þegar enginn kemst á sjó, telja líka. Allt snýst um veðrið. Skip- stjórinn, Jóhannes Guð- mundsson, alltaf kallað- ur Jói, fer beint í tölvuna að kanna veðurhorfurnar sem þennan daginn eru þokkalegar, norðaustan 5-10. Næst skoðar hann ölduhæðina í tölvunni. „Þetta sleppur til,“ segir Jói, „við förum á sjó.“ Á bátnum Helga Hrafni sem gerður er út af Hallsteini Guðmundssyni í Hafbliki eru þrír í áhöfn, Jói skipstjóri og tveir hásetar; Sævar Jóhannesson og Marius Kulez- se frá Póllandi. Maríus talar ágæta ís- lensku, á íslenska konu og barn á Ólafsfirði. „Það er gott að vera hér, búinn að vera hér síðan í maí 2006,“ segir hann alsæll. Sævar er úr Reykjavík og skip- stjórinn er tengdapabbi hans. Sævar býr hjá tengdapabba sín- um meðan á vertíðinni stendur. „Ég fer í að smyrja nestið og hella uppá,“ segir Sævar við tengdó sem áfram spáir í veðr- ið og horfir nú á fjöllin í kring til að meta vindana í háloftunum „Það skefur á fjallstoppunum,“ segir hann íhugull og hring- ir í Maríus og segir: „Mæting niður á bryggju klukkan hálf sjö.“ Morgun- maturinn rennur ljúft niður og það er kominn tími til að leggja í hann, enda klukkan orðin korter yfir sex. „Hvað ætlarðu að draga margar trossur í dag,“ spyr Sævar og Jói svarar: „Það kemur í ljós, en við verðum að byrja á því að fara út eftir,“ segir hann.  Þegar niður á bryggju er komið er gert sjóklárt. Sævar sækir tunnur und- ir hrognin, því gert er að grásleppunni um borð á landleiðinni. Landfestar eru leystar kl. 07.04. Hann blæs norðaustri og það er tveggja stiga frost. Kannski svolítið kuldalegt, en þessir karlar eru ekkert að spá í það. Jói er búinn að kveikja á miðstöðinni inni í bátnum og þar er hlýtt og notalegt. Umræðuefnið á stíminu er grásleppan. „Hún er ekki almennilega komin uppá grunnið,“ heyri ég að Jói segir við skipsfélaga sína. Hann er hugsi á útstíminu, fylg- ist vel með sjólaginu með kaffibollann í hendinni, enda gefur svolítið yfir bát- inn þegar siglt er mót öldunum sem brotna á bátnum.   Ég hugsa með mér hvernig hann skyldi finna trossurnar sínar innan um allar þessar baujur úti um allt. „Ég set punktana inn á GPS-ið um leið og við leggjum,“ segir Jói skipstjóri en nú vorum við farnir að nálgast fyrstu trossu. Sævar fer í stakkageymsluna og nær í sjógalla á allt liðið. Gallarn- ir eru greinilega ekki nýkomnir úr hreinsun en hlýir og góðir. Áhöfnin er klár. Skipstjórinn færir sig út dekk og að netaspilinu, en þaðan er líka hægt að stýra bátnum. Baujan er fundin og hún er tekin um borð og nú er byrjað að draga. „Við erum með netin svona á 15-30 föðmum,“ segir Jói skipstjóri um leið og   fyrsta grásleppan birtist. „Hún er hálflaus í sér greyið,“ segir Jói og um leið og Sævar og Marius taka í netteinana dettur hún sjálfkrafa úr. „Já þarna mátti litlu muna,“ segir Sæv- ar og nú er keppnisskapið orðið alls- ráðandi. Og það er dregið. Hver grá- sleppan á fætur annarri fer í körin og mér datt helst í hug lagið „Kátir voru karlar...“ að fylgjast með þessu enda ánægðir menn að störfum á kúttern- um, horfandi á verðmætin verða til. „Nei, sko,“ segir Sævar, „er þetta ekki krabbi sem hefur verið að slá sér upp með grásleppunni“ og um leið heyrist í Mariusi „Hvað meinar þú?“   Sævar slær á létta strengi og útskýrir. Þegar trossan var á enda  lágu 74 grásleppur í valnum. Menn voru alsælir. Hlógu og sögðu brandara á víxl, suma vart birt- ingarhæfa.   Nema hvað. Hörku- duglegir karlmenn saman komn- ir, sigurreifir yfir árangrinum með fyrstu trossuna.   Ég spyr Sævar hvort honum þyki þetta skemmtilegt? „Þetta er alveg meiriháttar,“ svarar hann. „Hugsaðu þér, þú ert úti undir beru lofti, andar að þér sjávarilminum, fjöllin og hrikalegt landslag blasir við þér. Maður tekur hæfi- lega á og svo er veiðiskapur- inn hálfgerð keppni. Maður fær vissa fullnægingu út úr þessu, hugurinn hreinsast og svo er maður þægilega þreyttur þegar maður kem- ur í land. Svo er svo skrítið að maður er alltaf eins og nýr þegar komið er út úr hafnarkjaftinum og sjávarilmurinn fer að leika um kollinn á manni.“ Áfram er haldið og hver trossan af annarri er dregin og aflinn ágætur. Það var farið að líða nokkuð fram yfir hádegi þegar skipstjórinn kallar: „Nú fáum við okkur nesti.“ Á boðstólum eru heimasmurðar samlokur, sumar með hangikjöti og baunasalati, aðrar með túnfisksalati og herlegheitunum skolað niður með kaffi eða vatni. Með nestinu má heyra samræður eins og: „Ætli Gunni gamli sé að fá’ann?“ „Ætli Rikki hafi ekki farið á sjó í dag?“    Á landleiðinni er gert að grá- sleppunni og hrognunum komið fyrir í tunnunum. Þetta var búinn að vera skemmtilegur dagur. „Það ættu all- ir að fá að fara í gráslepputúr,“ læt ég hafa eftir mér. Það var eins og heims- ins áhyggjur væru horfnar, líðanin ljúf og langt var um liðið síðan Stormur- inn hefur hvílt hugann eins vel og þarna. Icesave hvað er það? Ætti mað- ur að prófa eina svona vertíð velti ég fyrir mér.  Nú var túrinn á enda. Það voru sátt- ir og sælir sjómenn sem héldu heim á leið eftir puð dagsins. Nú átti bara eft- ir að elda kvöldmatinn, borða, taka veðrið og hlusta á fréttirnar. Eftir það er dagur að kveldi hjá þessum stoltu sjómönnum sem strax voru byrjaðir að velta fyrir sér hvort það yrði sjófært á morgun. „Já mér sýnist það,“ sagði Jói skipstjóri um leið og hann stillti klukkuna á 05.20. „Við stefnum  á sjó á morgun,“ og svo gengu menn til náða. Og innan skamms mátti heyra hrot- urnar hljóma. Þetta var ekki ósvipað hljóðunum sem voru í bátsvélinni. Draumalandið var fram undan. siggistormur@dv.is „MAÐUR FÆR VISSA FULL- NÆGINGU ÚT ÚR ÞESSU“ Siggi stormur fór í einn gráslepputúr og kynnt- ist sjómennskunni og hve mikið þessir menn spá í veðrið. Hann skrifar um upplifun sína.VEÐURFRÆÐING S Blíðskaparveður Eins og best verður á kosið. Skipstjórinn, Jóhannes Guðmundsson Á bátnum Helga Hrafni ÓF 67 frá Ólafsfirði. Leggja frá bryggju Menn að undirbúa túrinn. Grásleppur Glansandi og glæsilegar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.