Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 14. maí 2010 FÖSTUDAGUR 19 UNGBÖRN SEM DEYJA Í BÍLUM var í gangi. Þá uppgötvaði hann að hann hafði gleymt að skutla Mikey, 10 mánaða gömlum syni sínum, til dagmömmu. Hann var þegar dáinn. Warschaer var ekki ákærður, en seg- ir sjálfur að mánuðum saman hafi hann íhugað sjálfsvíg. „Sorg og reiði eru ekki réttu orðin til að útskýra hvernig mér líður. Það þarf önnur orð til að skýra það.“ Átta klukkustundir í bílnum Í viðtali við fjölmiðla nokkrum mán- uðum síðar, lýsti Miles Harrison því hvernig þau hjónin hafa haldið her- bergi sonar síns nákvæmlega eins og það var. Myndir af honum upp um alla veggi. „Stundum lítum við á myndirnar saman og eiginkona mín brotnar saman og grætur. Hún reyn- ir að láta mig ekki sjá það, en það fer ekki framhjá mér og sektarkenndin étur mig upp að innan.“ Það er ólík- legt að hjónin fái að ættleiða barn aftur. Harrison var 49 ára þegar hann var einn sólríkan sumardag á leið til vinnu. Í aftursætinu var Chase, hinn ættleiddi sonur hans, í bílstól. Harrison var að drukna í verkefnum í vinnunni og eyddi allri bílferðinni á leið til vinnu með farsímann við eyrað. Hann ætlaði að skutla Chase til dagmömmunnar, en stressið varð þess valdandi að hann gleymdi því. Að loknum vinnudeginum kom hann að bílnum og uppgötvaði að sonur hans hafði verið bundinn í bílstólnum allan daginn. Sólin hafði skinið inn í bílinn og steikjandi hit- inn dró soninn til dauða. Svissneskur ostur 30. mars árið 2007 gleymdi fjöl- skyldukonan Lyn Balfour 9 mánaða gömlum syni sínum inni bílnum fyr- ir utan vinnuna. Hún starfaði sem millistjórnandi á skrifstofu saksókn- ara í bænum Charlottesville í Banda- ríkjunum. Það var ekki mjög heitt úti þann dag, aðeins um 15 stiga hiti. Það var hins vegar sólríkt og þegar sólin hafði skinið inn í bílinn allan daginn varð mjög heitt inni í hon- um. Talið er að allt að 43 stiga hiti hafi verið í bílnum þegar mest var. Ungbörn þola slíkan hita miklu verr en fullorðnir og þegar þau eru föst í bílnum heilan dag, er ekki að sökum að spyrja. Það merkilega við sögu Balfour, er að henni er lýst af öllum sem þekkja hana sem svokallaðri A-manneskju, sem hefur allt sitt á hreinu og pass- ar að hvergi séu lausir endar. Eins ótrúlega og það hljómar viðurkennir Balfour að persónuleiki hennar hafi orðið þess valdandi að hún gleymdi syni sínum. Breskur sálfræðingur að nafni James Reason, setti fram kenningu í sálfræði um sem hann kallar ein- faldlega „svissneski osturinn“. Hann tekur dæmi um fólk eins og Balfour, sem gerir hörmuleg mistök, þrátt fyr- ir að vera mjög skipulögð og að hafa mörg varnarlög til að fyrirbyggja slys. Í hverju lagi eru hins vegar lítil göt eins og í ostasneið. Hvert gat táknar veikleika í fari manneskjunnar. Þeg- ar mörgum varnarlögum er hlaðið ofan á hvort annað, öll með nokkr- um götum, getur það gerst að götin mynda eitt stórt gat og allt brestur í huga manneskjunnar. Allt lagðist á eitt Balfour hafði verið vakandi nóttina áður, að passa fyrir vin sinn og einn- ig þurfti hún að fara með hundinn sinn á dýraspítala um nóttina. Þar að auki var hún að sinna 9 mánaða gömlum syni sínum. Mikið álag var því á móðurinni. Drengurinn var ekki vanur að sofna í bílnum, en þennan dag gerðist það. Annað sem var óvenjulegt þennan dag var að Bryce litli var ekki í bílstólnum sín- um, heldur var hann í öðrum bílstól sem var beint fyrir aftan bílstjóra- sætið, en ekki fyrir aftan farþegasæt- ið eins og vanalega. Balfour sá son sinn því ekki í baksýnisspeglinum. Fjölskyldan átti tvo bíla. Ann- ar þeirra var í viðgerð þennan dag. Balfour þurfti því að skutla eigin- manni sínum í vinnuna. Hann sat í framsætinu og því geymdi hún bleiupakkann í aftursætinu. Bal- four var vön því að geyma pakkann í framsætinu þar sem hún sá hann. Á leiðinni í vinnuna þurfti hún að sinna erfiðum málum í símanum. Fyrra samtalið var við vinnufélaga út af krísu sem hafði komið upp í vinnunni og annað símtalið var við frænku hennar sem var í vanda stödd. Dagmamma drengsins var undr- andi á því að Balfour skyldi ekki skutla Bryce til sín eins og vanalega. Hún hringdi nokkrum sinnum í far- símann hennar, en síminn var á stað þar sem hún Balfour heyrði ekki í honum. Allt virtist leggjast á eitt og samkvæmt kenningunni um svissn- eska ostinn höfðu litlu götin mynd- að eitt sórt gat og allt brást. „Guð minn góður“ Balfour var sótt til saka. Hún var ekki ákærð fyrir manndráp af gáleysi eins og Harrison heldur fyrir morð af annarri gráðu. Viðurlög við því eru allt að 40 ára fangelsi. Á meðan á réttarhöldunum stóð bannaði dóm- ari henni að vera ein nálægt börn- um, sonur hennar á táningsaldri var þeirra á meðal. Balfour réð dýran verjanda sem náði að fá ákærunni breytt í manndráp af gáleysi, þar sem hann benti á ekki væru nein sönnunargögn fyrir því að hún hefði skilið son sinn viljandi eftir í bílnum. Verjandinn brá á það ráð að vekja samúð kviðdómsins í máinu með því að spila átakanlegar upptökur frá því er hún hringdi í barnfóstruna þennan örlagaríka dag. Í símtalinu uppgötvaði Balfour að hún hefði aldrei skutlað stáknum um morg- uninn. „Hvað meinar þú að hann sé ekki hjá þér?“ heyrðist hún segja við barnfóstruna. Hin upptakan var frá því hún hringdi örvingluð í neyðarlínuna eftir að hún hafði uppgötvað að sonur hennar væri þungt haldinn í bílstólnum. Á upptökunni heyrð- ist Balfour lýsa því fyrir starfs- manni neyðarlínunnar hvað bar fyrir augum hennar. Nokkrum sek- úndum síðar heyrðist hún hrópa: „Guð minn góður. Nei!“ Hún þagði í nokkrar sekúndur, þar til hún heyrðist hrópa grátandi: „ Nei nei, gerðu það, nei!“ Nokkrar sekúndur liðu þar til hún kom aftur upp orði: „Gerðu það, guð, gerðu það!“ Ástæðan fyrir þögninni á milli hrópanna var að á meðan hún var í símanum við neyðarlínuna, reyndi hún árangurslausar lífgunartilraun- ir á drengnum. Hún lýsti því að hún væri óhæf móðir sem gæti aldrei orðið hamingjusöm aftur á milli þess sem hún reyndi að lífga dreng- inn við. Drengurinn var þegar dáinn þegar sjúkralið kom á vettvang. Eftir að upptakan hafði verið spiluð tók það kviðdóminn aðeins um einn og hálfan klukkutíma að komast að einróma niðurstöðu. Bal- four var sýknuð af ákærunni. Gerðu það, guð, gerðu það! Ofhitna Á hverju ári gleyma fjölmargir foreldarar í Bandaríkjunum börnum sínum í bílnum klukkustund- um saman og þau deyja úr ofhitnun. Myndin er sviðsett. MYND PHOTOS.COM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.