Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 14. maí 2010 UMRÆÐA
Viðurkenndar
stuðningshlífar
www.eirberg.is • 569 3100
Stórhöfða 25
Opið virka daga frá kl. 9 -18
Úrval af stuðningshlífum
og spelkum fyrir ökkla.
Góðar lausnir fyrir þá sem
hafa tognað eða eru með
óstöðugan ökkla.
• Veita einstakan stuðning
• Góð öndun
• Henta vel til íþróttaiðkunar
Hún er tilkomumikil, myndin sem Ró-
bert Reynisson ljósmyndari DV tók af
Thor Vilhjálmssyni rithöfundi í húsa-
kynnum Héraðsdóms Reykjavíkur í
fyrradag. Þetta gæti jafnvel orðið ein
af einkennismyndum hruntímans á
Íslandi í framtíðinni, svo sterk er hún
– þetta er mynd af þrautseigju ellinn-
ar í bland við æskunnar eld – þarna er
gamli listajöfurinn og baráttujaxlinn,
fullur af eldmóði og krafti þótt rúnir
áranna séu djúpar í andlitinu, loginn
í augum hans jafnákafur og hjá unga
fólkinu, þótt hann verði 85 ára í sum-
ar, með hnefann á lofti, enn að berjast
fyrir réttlæti.
En hvaða réttlæti?
Jú, eins og allir vita náttúrlega var
uppistandið í Héraðsdómi í fyrradag
sprottið af kærum sem lagðar hafa
verið fram gegn níu einstaklingum
sem sakaðir eru um árás gegn Alþingi.
Áður en lengra er haldið er rétt að
taka fram að að minnsta kosti sumir
þessara níumenninga eru jafnframt
kærðir fyrir líkamstjón sem þeir hafi
valdið þingvörðum og gæslufólki. Það
virðist lítill vafi á því að fáeinir úr hópi
þeirra síðarnefndu hafi vissulega orð-
ið fyrir meiðslum, og jafnvel alvarleg-
um. Slíkt er vitaskuld ekki hægt að
réttlæta – enda reyna það vissulega
fáir. Það má auðveldlega skilja þá sem
vildu ryðjast inn á þingpalla meðan á
búsáhaldabyltingunni í fyrra stóð, og
það má alveg fyrirgefa einn og einn
pústur, en alvarlegra líkamstjón er
óréttlætanlegt – jafnvel þótt mönn-
um hafi þótt mikið í húfi. Því er ekk-
ert nema eðlilegt og sjálfsagt að þeir,
sem taldir eru sekir um slíkt, verði að
svara fyrir þær gjörðir sínar fyrir dóm-
stólum.
Var ráðist gegn
sjálfræði Alþingis?
En ákæran um árás gegn Alþingi er
annað mál. Hún er byggð á 100. grein
almennra hegningarlaga sem hljóðar
svo:
„Hver, sem ræðst á Alþingi, svo að
því eða sjálfræði þess er hætta búin,
lætur boð út ganga, sem að því lýtur,
eða hlýðir slíku boði, skal sæta fang-
elsi ekki skemur en 1 ár, og getur refs-
ingin orðið ævilangt fangelsi, ef sakir
eru mjög miklar.“
Þarna er sem sagt skýrt kveðið á
um að teljist einhver sekur um þá
„árás gegn Alþingi“ sem kært er fyrir,
þá muni ekki og megi ekki sýna neina
linkind – eins árs fangelsi skal refsing-
in vera, í minnsta lagi.
Ákæruvaldið – sem í þessu tilfelli
er Lára V. Júlíusdóttir, settur saksókn-
ari – telur sem sagt að níumenning-
arnir sem vildu ryðjast inn í þingsali
til að hlýða þar á mál þingmanna, og
vissulega sumir hverjir láta sjálfir að
sér kveða með nokkurri háreysti, þeir
hafi verið Alþingi og/eða sjálfræði
þess hættulegir.
Hvílík þröngsýni, já, hvílík endem-
is vitleysa!
Hvað varð til þess að
fólkið ruddist inn?
Það skal tekið fram að ákæruvaldið
fann ekki upp hjá sjálfu sér að kæra
fyrir 100. greinina. Til að ákæruvaldið
færi að stússa í því þurfti Alþingi sjálft
að benda á það – það er sem sagt Al-
þingi sem stendur að baki kærunnar
fyrir brot á 100. greininni. Ásta Ragn-
heiður Jóhannesdóttir, forseti Alþing-
is, vill láta sem hún hafi ekki haft neitt
um það að segja, það hafi í raun ver-
ið skrifstofustjóri Alþingis sem vildi
að kært yrði vegna 100. greinarinnar,
en þá mega nú bæði raunveruleg völd
og líka áhrifavald þingforsetans vera
harla smá og lítilfjörleg ef hann/hún
getur ekki stoppað skrifstofustjóra
sinn í máli sem þessu.
Því þessi ákæra er svo augljóslega
pólitísk – eins og meðal annars Mörð-
ur Árnason hefur bent á - að við það
verður ekki unað að bókstafstrú á
hegningarlögin eigi við í þessu tilfelli.
Því hvað varð til þess að fólkið
ruddist inn í Alþingi? Hið algjöra hrun
sem varð í október 2008 hafði skilið
fjölda fólks eftir í sárum. Já, það er ekki
ofmælt að mestöll þjóðin hafi verið
bæði beygð og buguð. Sumir fóru á
hausinn, aðrir niður á hnén, hjá enn
öðrum ríkti fyrst og fremst svartnætti í
sálinni – algjör bölsýni, byggð á því að
við höfðum verið svikin. Látum vera
að bankamenn og kaupsýslumenn
hefðu leikið sér að fjöreggi okkar af
fullkominni fífldirfsku, glannaskap
og jafnvel skeytingarleysi fyrir lögum
– en ennþá þyngra var samt högg-
ið vegna þess að þær stofnanir sem
áttu að gæta fjöreggs þjóðarinnar, þær
höfðu brugðist. Þær höfðu skapað
skilyrði fyrir hrunið og þær höfðu lát-
ið viðgangast að við flytum sofandi að
feigðarósi – jafnvel þótt ýmsir reyndu
að fá ráðamenn til að rumska. Nei,
það skyldi sofið. Í öllum stofnunum
ríkisins – og þar á meðal á Alþingi.
Föst í viðjum hrunsins
Og eftir hrunið tók ekki betra við.
Mánuðum saman mátti slegin þjóðin
horfa upp á ráðamenn sína utangátta
og ráðalausa, algjörlega ófæra um að
takast á við það sem gerst hafði.
Þar á meðal Alþingi.
Þrátt fyrir allt það sem á hafði dun-
ið var íslenska þjóðin furðulega þolin-
móð. Mánuðum saman var hún svo
föst í viðjum hrunsins að hún mátti sig
vart hræra. Mótmælendur tóku þó að
safnast fyrir við Alþingishúsið á laug-
ardögum, og kröfðust breytinga – það
var auðvitað á sinn hátt virðingarvott-
ur við Alþingi að fólk skyldi safnast
þar saman. Menn voru enn ekki bún-
ir að gefa Alþingi upp á bátinn, menn
gerðu enn kröfur til þessarar æva-
fornu stofnunar, menn vonuðu enn
að hún myndi vakna.
En það gerðist ekki. Nei, á Alþingi
var farið að ræða hina makalausu
þingsályktunartillögu Sigurðar Kára
Kristjánssonar um sölu á léttvíni í
matvörubúðum. Í miðjum rústunum
átti að bjóða þjóðinni upp á gælumál
Heimdallar. Þá hófst búsáhaldabylt-
ingin, og þá urðu þeir atburðir þegar
fólkið braut sér leið inn í þinghúsið.
Sjálfsagt var lítill vinnufriður
Almennt er ég auðvitað þeirrar skoð-
unar að fólk eigi að fara að lögum
og reglum. Þess vegna finnst mér til
dæmis að hafi einhver meitt þing-
verði, þá beri þeim hinum sama skil-
yrðislaust að standa fyrir máli sínu, og
taka út sína refsingu eftir atvikum. Það
kemur fyrir að nauðsyn brýtur lög,
og burtséð frá því hvernig við túlkum
100. greinina, þá var þetta augsýnilega
eitt þeirra tilvika þegar ekki á að túlka
lög þröngt, heldur gefa fólki svigrúm.
Langþreytt og örvinglað fólk á ekki
að draga fyrir dómstóla þó það freist-
ist til að ryðjast inn á Alþingi og reyna
að láta þar ærlega í sér heyra – eft-
ir að það er orðið svo grátlega ljóst af
margra mánaða deyfð eftir hrunið að
þingið hefur ekkert heyrt af kveinstöf-
um þjóðar sinnar.
Sjálfsagt var óþægilegt fyrir skrif-
stofustjóra Alþingis að ganga til vinnu
sinnar þá daga sem búsáhaldabylting-
in gekk yfir. Sjálfsagt var lítill vinnu-
friður í húsinu – en með leyfi, vinnu-
friður til hvers? Til að ræða hjartans
mál Sigurðar Kára? Og sjálfsagt vill
skrifstofustjóri þingsins aldrei þurfa
að upplifa slíka daga aftur. Ég vona
svo sannarlega líka að við eigum ekki
eftir að þurfa að upplifa annað eins að
nýju. En leiðin til þess er ekki að hóta
meiri lögreglu, stinga mönnum í fang-
elsi í heilt ár (hið minnsta) fyrir ekki
meiri sakir en að ryðjast inn í þingið
með talsverðum fyrirgangi – hér und-
anskil ég enn einu sinni þau meiðsli
sem þingverðir urðu fyrir, sem er ann-
að mál.
Leiðin til þess að þetta endurtaki
sig ekki er að bæta starfsháttu þings-
ins, ekki stinga mönnum í fangelsi. Því
ef fólk fær á tilfinninguna að Alþingi
sé ævinlega með refsivöndinn á lofti
ef einhver dirfist að raska ró þess, þá
mun andúðin í garð Alþingis vaxa. Þá
fer fólk að líta á Alþingi sem óvin sinn,
sem jafnvel eigi ekkert gott skilið. Fólk
leitaði til Alþingis í raunum sínum
hrunveturinn 2008-2009 en Alþingi
ansaði engu.
Ekki fyrr en það var öskrað á það.
Og kastað í það úldnu grænmeti.
Alþingi ætti að þakka fyrir
Í raun og veru ætti Alþingi að þakka
fyrir að einhver skyldi loksins hafa orð-
ið til þess að vekja það, í stað þess að
vilja nú stinga hinum „seku“ í fangelsi
í heilt ár að minnsta kosti. Fólk hefði
alveg getað beint kvöl sinni þennan
vetur eitthvað annað, í annan farveg
og verri. Alþingi varð fyrir valinu og
ætti nú að skammast sín fyrir þau við-
brögð sín að draga fólk fyrir dómstól á
grundvelli þessarar 100. greinar.
Og ekki tekur betra við þegar farið
er að rétta í málinu. Þegar stuðnings-
menn þeirra níu sem ákærðir eru vilja
vera viðstaddir réttarhaldið, þá er því
mætt af dómstólnum með fullri hörku
– strax kallað á lögreglu og hún lát-
in ryðja salinn. Er nema von að það
gangi erfiðlega að byggja upp von og
trúnaðartraust í þessu landi?
Það skal tekið fram að ég er ekki
endilega sammála öllu því sem stuðn-
ingsmenn níumenninganna hafa lát-
ið frá sér fara opinberlega eftir tuskið
við lögreglu í Héraðsdómi Reykjavík-
ur. Allnokkrir gátu vissulega verið við-
staddir réttarhöldin – og mér finnst
það ekki endilega áfellisdómur um ís-
lenskt réttarfar þótt aðeins 30 manns
geti verið viðstaddir réttarhöld en ekki
300. (Ég veit ekki hvort þessar töl-
ur eru endilega þær réttu.) Auðvitað
væri æskilegt að allir sem hafa áhuga
geti verið viðstaddir en eins og bent
hefur verið á, þá er engin ástæða til að
dómsalur taki við endalausum áhorf-
endum. Ef 10 þúsund manns vilja vera
viðstaddir hugsanleg réttarhöld yfir
útrásarvíkingum, væri það þá skerð-
ing á mannréttindum ef ekki hver ein-
asta sála fengi að troðast inn í salinn?
Auðvitað ekki.
Af hverju var fólkinu
ekki mætt með vinsemd?
Það sem er hins vegar svo ámælisvert
við framferði dómstjóra Héraðsdóms
Reykjavíkur, þegar margnefndir níu-
menningar eru leiddir fyrir dóm, er
virðingarleysið við þá sem vilja vera
viðstaddir og sýna með því stuðn-
ing sinn? Af hverju má allt í einu alls
enginn standa við réttarhöld í dóms-
al þótt það hafi margoft gerst áður? Af
hverju þarf að kalla á lögregluna um-
svifalaust þegar fólk gerir sig líklegt til
að vilja fylgjast með? Af hverju mætti
dómstjóri ekki fólkinu með vinsemd
og virðingu, útskýrði að því miður
gætu ekki nærri allir komist inn, en
þó skyldi hann reyna sitt besta til að
troða inn svo mörgum sem kostur
væri. Hann hefði til dæmis getað lát-
ið fólkið sjálft draga um það hverj-
ir 20-30 úr þess hópi gætu verið inni
í dómssalnum – og hann hefði getað
náð í svolítið hátalarakerfi sem hefði
gert fólkinu frammi á gangi kleift að
hlusta líka á það sem fram fór. Ég veit
að þvíumlíkt er ekki samkvæmt hefð
– en hefði verið eitthvað að því að
brjóta hefðina?
Gleðisvipurinn á andliti
Birgittu Jónsdóttur
Ég held að ýmsir þurfi nú að hugsa
sitt ráð upp á nýtt. Fáeinir úr hópi
áhorfenda mega svo sem alveg líka
hugsa sitt ráð – það er ljóst að í augum
sumra var tuskið í Héraðsdómi hin
besta skemmtun og dásamlega kær-
komin staðfesting þess hvað þeir eða
þær væru svaka dugleg að spæla fökk-
ings „kerfið“. Eða sjáið gleðisvipinn á
Birgittu Jónsdóttur alþingismanni á
myndinni hér til hliðar! Þessi kátína
þykir mér í heldur hlálegri mótsögn
við djúpa alvöruna og eldmóðinn sem
skín úr andliti Thors Vilhjálmssonar.
En umfram allt á ákæruvaldið auð-
vitað að hugsa sinn gang. Það á að sjá
sóma sinn í að draga ákærur fyrir brot
á 100. greininni til baka – og ef ákæru-
valdið vill það ekki, þá á Alþingi sjálft
að krefjast þess. Og dómstólarnir eiga
að temja sér það viðhorf að þeir séu
þjónar fólksins, og mega alveg spekúl-
era í því hvað þeir geti gert til að nálg-
ast fólkið svolítið, í stað þess að fólk,
sem áhuga hefur á réttarfari í landinu,
verði bókstaflega að sitja eða standa
eins og dómurum þóknast. Réttarfar í
landinu þarf ekki að bíða tjón af þótt
stöku sinnum sé sýnt svigrúm í fjölda
áhorfenda í dómstól.
Að minnsta kosti mun réttlætið
ekki týnast.
HVAÐA RÉTTLÆTI?
Illugi Jökulsson íhugar kærur gegn fólki sem sakað er um árás gegn Alþingi.
MYND RÓBERT REYNISSON
Því þessi
ákæra er svo
augljóslega
pólitísk
TRÉSMIÐJA ILLUGA
MYND RÓBERT REYNISSON