Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 14. maí 2010 FRÉTTIR Í Bandaríkjunum koma um fimmtán til tuttugu og fimm tilfelli upp á ári þar sem foreldrar, sem að öllu öðru leyti höfðu staðið sig vel í foreldra- hlutverkinu, gleyma ungbörnum sínum í aftursæti bíla klukkustund- um saman með þeim afleiðingum að þau deyja hægum dauðdaga úr ofhitnun. Á meðan eru grunlausir foreldrar þeirra að sinna hversdags amstri. Þegar þessir hörmungaratburðir gerast, eru staðreyndir málsins oft- ast þær sömu. Álag og stress verður þess valdandi að dagleg rútína fer úr skoðrum og af einhverjum ástæð- um gleyma foreldrar börnum sín- um hreinlega í bílnum. Stundum klukkutímum saman. Í rannsókn sem blaðið Washington Post gerði á síðasta ári, kom fram að foreldrar úr öllum stéttum samfélagsins, mennt- aðir og ómenntaðir, ríkir og fátækir, hafa gert þessi afdrifaríku mistök á síðustu árum. Fyrir greinina fékk höfundurinn hin eftirsóttu Pullitzer- verðlaun á síðasta ári. Þessi grein er byggð á verðlaunagreininni. Hver gleymir barninu sínu? Áður en loftpúðar í bílum voru kynntir til sögunnar, var það tiltölu- lega sjaldgæft að ungbörn létust af þessum völdum. Samkvæmt nýleg- um öryggisreglum þurfa bílastólar fyrir ungabörn að vera í aftursæt- um af þeirri ástæðu að loftpúðarnir geta valdið börnum miklum skaða. Um það leyti sem þessi regluerð var sett fjölgaði þessum hörmulegu til- fellum til muna. Enginn sá það hins vegar fyrir að það hefði í för með sér aukna hættu á að foreldrar gleymdu börnum sínum í bílum. Hver láir þeim það svo sem, hvers konar manneskja myndi gleyma barninu sínu klukkustundum saman? Sem fyrr segir hefur fólk úr öll- um stéttum samfélagsins gert þessi mistök á síðustu árum. Washington Post nefnir að meðal þeirra sem hafa gerst sekir um þessi mistök séu lög- reglumaður, endurskoðandi, her- maður, sjúkraflutningamaður, raf- virki, námsmaður, hjúkrunarkona, skólastjóri, háskólakennari og pit- subakari. Listinn er ekki tæmandi. Þrisvar á einum degi Árið 2008 gerðist það þrisvar sinnum á einum degi, víðs veg- ar í Bandaríkjunum, að foreldrar gleymdu ungbörnum sínum í bíl- um. Í öllum tilvikum dóu börn- in úr ofhitnun. Málin eru að sumu leyti ólík, en öll eru þau eins að einu leyti; hið hræðilega augnablik þegar foreldrið uppgötvar mistök sín, yfir- leitt eftir símtal frá maka þegar það rennur skyndilega upp fyrir mann- eskjunni að barnið hafi gleymst úti í bíl klukkustundum saman. Það sem bíður foreldranna er líklega versta tilfinning í heimi. Í einu tilvikinu reyndi foreldri að hrifsa byssu af lögreglumanni sem kom á vettvang til þess að fyrirfara sér. Foreldrið vildi ekki lifa með því alla ævi að hafa gleymt barninu sínu úti í bíl. Í nokkrum öðrum tilvikum hafa foreldrar ekið alla leið á leikskólann eða til dagmömmunnar til þess að sækja barnið sitt að loknum vinnu- degi, aðeins til þess að komast að því að þau keyrðu barnið aldrei þangað um morguninn. Í stað þess hafði barnið kvalist í hitanum í bíln- um allan daginn án þess að foreldr- arnir yrðu nokkurs varir. Forstjóri stórfyrirtækis í Banda- ríkjunum skildi ekki í því einn dag- inn að í þrígang fór hreyfiskynjari í bílnum hans í gang, þar sem hon- um var lagt fyrir utan vinnuna. Þri- svar sinnum yfir daginn fór hann út á bílastæði til þess að slökkva á viðvörunarhljóðinu með fjarstýr- ingunni. Það var ekki að sjá að neitt væri að bílnum og hann grunaði að kerfið væri bilað. Hann vissi ekki að ungbarn hans hafði gleymst í aftur- sæti bílsins um morguninn. Þegar hann loksins kláraði vinnudaginn kom hann að barninu sínu í aftur- sætinu. Það var orðið um seinan. Barnið var dáið. Glæpur eða mistök? Deilt hefur verið um hvernig for- eldrar eiga að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Flestir geta verið sammála um að þetta eru ömurleg og ófyr- irgefanleg mistök, en ekki eru allir sammála um hvort slík vanræksla geti talist glæpur. Samkvæmt tölum, sem Washington Post safnaði sam- an, voru 40 prósent mála af þessu tagi flokkuð sem hrikaleg slys og þar við sat af hálfu yfirvalda. Minni for- eldranna brást illilega og það verður þess valdandi að þau munu lifa með sektarkennd alla sína ævi, miklu verri sektarkennd en nokkur dómari gæti kallað fram með fangelsisdómi. Í 60 prósentum tilvika hafa yfirvöld komist að þeirri niðurstöðu að um svo grófa vanræsklu af hálfu foreldra hafi verið um að ræða, að óumflýj- anlegt sé að ákæra fyrir manndráp af gáleysi. Til eru dæmi þar sem sambæri- leg mál hafa fengið gjörólíka með- ferð í réttarkerfinu. Rafvirkinn Andr- ew Culpepper sótti ungan son sinn til foreldra sinna, keyrði heim og fór inn þar sem hann sofnaði. Á með- an dó sonur hans af völdum ofhitn- unar úti í bíl. Hann var ekki ákærð- ur fyrir manndráp af gáleysi. Í öðru sambærilegu máli var Miles Har- rison, pabbi lítils drengs, ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Hann var hnepptur í gæsluvarðhald og fanga- mynd þar sem hann sést fölur og niðurbrotinn birtist af honum í dag- blöðum og í sjónvarpi. Ættleiddi son af munaðarleysingjaheimili Réttarhöldin yfir Harrison voru til- finningaþrungin. Eiginkona hans bar vitni um hvernig þau hjónin, sem bæði voru komin á fimmtugs- aldur, höfðu þráð lengi að eignast barn. Eftir áralanga baráttu náðu þau að ættleiða 18 mánaða gaml- an son frá munaðarleysingjaheim- ili í Rússlandi. Nágrannar Harrison báru einnig vitni um hvernig hann virkaði alltaf sem ástríkur og um- hyggjusamur pabbi, þegar hann lék við son sinn á grasflötinni fyrir utan heimilið. Systir hans bar vitni um að hún hefði unnið með bróður sínum að því í fjórar vikur að velja bestu dagmömmuna fyrir drenginn þar sem hann þurfti sérstaka aðhlynn- ingu eftir vistina á munaðarleys- ingjaheimilinu. Á endanum var Harrison sýkn- aður af ákæru um manndráp af gá- leysi. Þegar dómurinn var kveðinn upp, sat Harrison með leikfang sem sonur hans átti og grét hástöfum. Hann reyndi að standa upp þegar dómarinn hafði lokið máli sínu en féll í gólfið. En fyrst mál af þessu tagi telj- ast ekki vera manndráp af gáleysi, hvað eru þau þá? Slys? Mark Wars- chauer, prófessor í kennslufræði við University of California, vill ekki meina það. „Orðið „slys“ lætur það hljóma eins og þetta hafi verið eitt- hvað sem ekki var hægt að koma í veg fyrir. Orðið „tilvik,“ lýsir þessu heldur ekki,“ segir hann. Warschau- er talar af reynslu. Einn dag sumarið 2003 var hann á leið úr hádegismat og gekk fram hjá bílnum sínum sem var lagt fyrir utan byggingu skólans. Hópur fólks hafði umkringt bílinn og lögreglumaður var í þann mund að brjóta rúðuna í bílnum. Hann gekk hröðum skrefum að bílnum sínum til þess að átta sig á því hvað UNGBÖRN SEM DEYJA Í BÍLUM Á hverju ári deyja um 15 til 25 ungbörn í Bandaríkjunum vegna þess að foreldrar þeirra gleyma þeim í barnastólum í bílum klukkustundum saman. Börnin deyja af völdum ofhitnunar. Í langflestum tilfell- um hefur álag í vinnu hjá foreldrum orð- ið þess valdandi að þau gleyma að keyra ungbörn sín til dagmömmu á morgnana og þau kveljast allan daginn í hitanum. Sumir foreldrar hafa verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi. VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Stundum lítum við á myndirn- ar saman og eiginkona mín brotnar saman og grætur. Hún reynir að láta mig ekki sjá það, en það fer ekki framhjá mér og sektarkenndin étur mig upp að innan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.