Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Page 21
„Auðvitað FH.“ LÓA ERLENDSDÓTTIR 17 ÁRA NEMI „FH.“ BERTA JÓNSDÓTTIR 17 ÁRA NEMI „Stjarnan.“ EINAR TEITUR BJÖRNSSON 25 ÁRA LÆKNANEMI „Stjarnan.“ STEFÁN ÁGÚST HAFSTEINSSON 29 ÁRA NEMI „Ég hef ekki hugmynd um það.“ MAGNÚS JÓNSSON 37 ÁRA MÚRARI HVERJIR VERÐA ÍSLANDSMEISTARAR Í FÓTBOLTA? Framleiðandinn DAVÍÐ ÓSKAR ÓLAFSSON er annar eigandi fyrirtækisins Mystery Island. Fyrirtækinu hefur verið boðið að kynna sig og starfsemi sína á hinni risastóru kvikmyndahátíð í Cannes. Aðeins 20 fyrirtækjum er boðið. TIL Í AÐ HITTA JOHNNY DEPP Er kapítalismanum viðbjargandi? UMRÆÐA 14. maí 2010 FÖSTUDAGUR 21 MYNDIN Hver er maðurinn? „Davíð Óskar Ólafsson.“ Hvar ertu uppalinn? „Í Reykjavík og Kaupmannahöfn.“ Hver er þín fyrsta minning úr æsku? „Ætli það sé ekki þegar ég var að labba í fjörunni á Ægisíðunni þegar ég var pinkulítill.“ Hvar vildirðu helst búa ef ekki á Íslandi? „Annaðhvort í New York eða London.“ Hvað bók er á náttborðinu? „Ég verð að viðurkenna að þar er engin bók, bara handrit.“ Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? „Úff. Ég þoli ekki að fá þessa spurningu.“ Kom það á óvart að EFP valdi ykkar fyrirtæki? „Það kom skemmtilega á óvart. Maður vonar auðvitað alltaf að maður komist inn í svona dæmi til að geta kynnt sig.“ Hefur þetta verið draumur ykkar lengi? „Veit ekki hvort það hefur verið draumur að komast til Cannes sérstak- lega en það er náttúrulega draumur að geta umgengist þann geira sem mann langar að vinna við.“ Hvað ætlið þið að kynna fyrir fólkinu úti? „Aðallega bara okkur og fyrirtækið. Svo eru nokkur verkefni sem við erum með á borðinu.“ Hvað þýðir þetta fyrir Mystery Island? „Þetta er náttúrulega besti staðurinn til að kynna sig. Og að vera í svona prógrammi sem sér um að kynna 20 framleiðendur í Evrópu er mjög mikilvægt. Það er alveg bókað að einhver taki eftir manni. Fari maður þarna bara einn og ætli að reyna eitthvað er hætt við því að maður týnist.“ Eru einhverjar myndir á hátíðinni í ár sem þig langar mikið að sjá? „Ég hef bara ekki kynnt mér þær.“ En er einhver stjarna sem þig langar meira að hitta en aðrar? „Ég væri nú alveg til í að hitta og heilsa upp á Johnny Depp. Það væri ekki leiðinlegt.“ MAÐUR DAGSINS DÓMSTÓLL GÖTUNNAR KJALLARI Nú rambar kapítalisminn á heljar- þröm eina ferðina enn. Í þetta sinn er það Grikkland sem er sökudólg- urinn. Hlutabréfamarkaðir í Asíu og New York hrynja þar sem ótt- ast er að gríska farsóttin breiðist út. Þýskaland og Evrópusambandið eru búin að lofa stóru láni, en ekki er víst að það sé nóg til þess að róa hlutabréfamarkaðina. Kreppan 1929 byrjaði á Wall Street og 2008 byrjaði hún með falli Lehman Brothers. Í báðum tilfell- um var sökudólginn að finna nálægt hjarta heimskapítalismans. Grikk- land er 28. stærsta hagkerfi heims. Hvernig stendur á því að örlög vest- rænnar menningar velta nú, líklega í fyrsta sinn síðan í orrustunni við Laugaskarð fyrir um 2.500 árum, á Grikkjum? Ísland er heimurinn Það að gera hlutabréfamarkaði ábyrga fyrir velferð okkar er eins og að gera alvarlega taugveiklaðan mann að landlækni. Það versta er það að sjúkdómurinn felst í sjálfri greiningunni. Um leið og menn halda að allt sé að fara til fjandans gerir það það. Heimskapítalisminn allur er, rétt eins og íslensku bankarnir, byggð- ur á sápukúlu. Engin raunveruleg verðmæti liggja á bak við hluta- bréfin. Þau eru það sem fólk heldur að þau séu. Um leið og fólk heldur að þau séu einskis virði verða þau einskis virði. Þannig getur heims- kapítalisminn hrunið nánast hve- nær sem er. Það eina sem þarf til eru offjárfestingar í einhverju einu landi, eða þá að einhver bendi á að keisarinn, svo við notum algenga samlíkingu þessa dagana, sé ekki í neinum fötum. Ísland var ekki ein- stakt hvað þetta varðar. Ef til vill var íslenska hagkerfið bara heimurinn allur í smækkaðri mynd. Ýtt á vitlausan takka Ef til vill þarf ekki nema einn mann til þess að ýta á vitlausan takka, og þá er heimurinn eins og við þekkj- um hann horfinn. Fyrir þá sem ól- ust upp í kalda stríðinu er slíkt ekki óvanaleg hugmynd. Í þætti af Spitt- ing Image sem sýndur var á Stöð 2 þegar Reagan var hér í heimsókn árið 1986, ætlar forsetinn að ýta á takka til að kalla á hjúkrunarkonu (nurse), en ýtir á takka til að setja í gang kjarnorkusprengju (nuke) í staðinn. Þannig fórst heimurinn í gamanþáttunum, en raunveruleik- inn er líklega enn grátbroslegri. Síðasta fimmtudag féllu hluta- bréf í Bandaríkjunum um 1000 stig á einum degi. Fréttastöðin CNBC setti fram þá kenningu að ef til vill hefði einhver hjá Citigroup ætlað að ýta á takkann „m“ fyrir milljón, en ef til vill ýtt á takkann „b“ fyrir billj- ón í staðinn. Líklega þarf ekki meira til en að einn maður ýti á vitlausan takka til þess að allt hverfi. En ólíkt því sem við héldum er sá takki ekki í Hvíta húsinu, heldur í Kauphöll- inni. Endanlegur sigur heimskommúnismans Mér þykir þrátt fyrir allt vænt um kapítalismann. Ég hef aldrei prófað að búa í öðru kerfi og það er hæp- ið að mér myndi takast að aðlagast slíku úr þessu. En er kapítalisman- um viðbjargandi? Það form taugaveiklunarkapítal- isma sem við búum við núna hef- ur ekki alltaf verið helsta einkenni hans. Á árunum frá 1945 til 1970 var nánast samfelldur uppgangur, ekki bara á Vesturlöndum heldur alls staðar í heiminum. Bandaríkin sigr- uðu í Kúbudeilunni, Krútsjoff fór frá og stöðnunartímabil Sovétríkjanna hófst með Brésneff. Bandaríkin virt- ust ósigrandi. Síðan blönduðu þau sér inn í átökin í Víetnam. Stríðið var gífurlega kostnaðarsamt. Nix- on forseti ákvað að taka dollarann af gullstandardinum. Nú lágu ekki lengur bein verðmæti á bak við pen- ingana, þeir gátu táknað hvað sem er. Og reglulega komast hlutabréfa- markaðir að því að hlutirnir eru ekki jafn mikils virði og við héldum. Það virðist því vera sem kommúnism- anum hafi tekist að greiða kapítal- ismanum banahögg í Víetnam. Það hefur bara tekið 40 ár fyrir meinið að sýkja allan líkamann. Ef til vill er hægt að spóla til baka. En kannski þurfum við að undirbúa okkur fyrir eitthvað alveg nýtt? VALUR GUNNARSSON rithöfundur skrifar „Það form taugaveikl- unarkapítalisma sem við búum við núna hefur ekki alltaf verið helsta einkenni hans.“ Mikið að gerast Það var margt um manninn í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn þegar mál ríkissaksóknara á hendur níu mótmælendum var tekið fyrir. Ekki komust allir inn í dómsalinn vegna mannmergðar og gripu einhverjir til þess ráðs að reyna að ryðja sér leið inn í sal. Greip lögreglan til þess ráðs að snúa hina sömu niður. Einn var leiddur burt í handjárnum. MYND RÓBERT REYNISSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.