Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Page 36
Fríða fæddist að Hesteyri við Hest- eyrarfjörð í Sléttuhreppi 11.12. 1940 og ólst þar upp til fimm ára aldurs en flutti þá með fjöldskyldu sinni til Keflavíkur. Hún stundaði menntaskólanám á Laugarvatni í tvo vetur, bjó á Ísafirði veturinn 1958-59 en flutti til Reykja- víkur 1960 og bjó þar síðan. Fríða lauk stúdentsprófi frá ML 1961, BA-próf frá HÍ í íslensku og bókasafnsfræðum 1971 og cand. mag. próf í íslenskum fræðum 1979. Á námsárunum vann Fríða við afgreiðslustörf í bókaverslunum, var m.a. bókavörður við bókasafn Menn- ingarstofnunar Bandaríkjanna 1964- 70 og við Háskólabókasafnið, var deildarfulltrúi við heimspekideild HÍ 1971-73 og var stundakennari við HÍ og KHÍ á árunum 1973-75. Allt frá árinu 1978 fékkst hún fyrst og fremst við ritstörf en sinnti einnig prófarkalestri, þýðingum o.fl.. Meðal verka eftir Fríðu: Leikrit Jökuls Jakobssonar, kandidatsritgerð 1980; Þetta er ekkert alvarlegt, smá- sagnasafn 1980; Sólin og skugginn, skáldsaga 1981; Við gluggann, smá- sögur 1984, Eins og hafið, skáldsaga, 1986; Meðan nóttin líður, skáldsaga 1990; Í luktum heimi, skáldsaga 1994 og 2001, Maríuglugginn, skáldsaga 1998, Sumarblús, smásögur 2000 og Í húsi Júlíu, skáldsaga 2006. Af þýðingum Fríðu má m.a. nefna Furður veraldar eftir Arthur C. Clark, 1983; Lestarferðina, unglingasögu eftir T. Degens, 1984; Þjóð bjarnarins mikla eftir Jean Auel, 1986, barna- söguna Ferðina til Kalajoki og Í góðu hjónabandi, eftir Doris Lessing. Þá birtust eftir Fríðu fjöldi greina um bókmenntir í blöðum og tímaritum. Fríða hlaut viðurkenningu frá Rithöfundasjóði Íslands 1982, styrk Rithöfundasjóðs ríkisútvarps- ins í ársbyrjun 1988; Íslensku bók- menntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Meðan nóttin líður 1990; menning- arverðlaun DV í bókmenntum fyrir sama verk 1991, og bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs fyrir sama verk 1992. Hún var heiðursfélagi í Rithöfundasambandi Íslands, var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1994 og var í heiðurslauna- flokki Alþingis. Skáldsagan Meðan nóttin líð- ur hefur verið þýdd á ensku, þýsku, tékknesku og á hin Norðurlandamál- in. Fjölskylda Fríða giftist 1959 Gunnari Ásgeirs- syni, f. 9.8. 1937, fyrrv. yfirkennara við Réttarholtsskólann í Reykja- vík. Foreldrar Gunnars voru Ásgeir Jóhannesson, f. 31.7. 1913, d. 14.7. 1990, pípulagningameistari á Ísa- firði, og Þuríður Jónsdóttir Edwald, f. 10.4. 1913, d. 7.1. 2003, húsmóðir. Fríða og Gunnar eiga tvo syni. Þeir eru Ásgeir Gunnarsson, f. 30.1. 1959, fiskifræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun, búsettur í Reykjavík en kona hans er Hugrún Rós Hauks- dóttir sjúkraliði og eru börn þeirra Davíð Gunnar Ásgeirsson, f. 27.4. 2002, og Fríða Rós Ásgeirsdóttir, f. 22.8. 2006 auk þess börn Hugrún- ar Rósar eru Esther, f. 1989 og Ólaf- ur Engilbert, f. 1997; Björn Sigurður Gunnarsson, f. 2.9. 1970, matvæla- fræðingur og doktor í næringarfræði, búsettur í Reykjavík en kona hans er Ragnheiður Lóa Björnsdóttir fram- haldsskólakennari og eru börn þeirra Helga Þórey Björnsdóttir, f. 31.10. 1998 og Gunnar Ólafur Björnsson, f. 17.6. 2003. Fríða var næstyngst þrettán syst- kina. Guðný Sigrún, yngsta syst- ir Fríðu, er nú ein eftirlifandi syst- kinanna. Systkini Fríðu: Jakobína, f. 1918, d. 1994, rithöfundur í Garði í Mývatnssveit; Sigurborg Rakel, f. 1919, d. 2005, húsfreyja í Grænuhlíð við Reyðarfjörð; Ólafía Ásdís, f. 1920, d. 1998, húsmóðir í Reykjavík; Sig- ríður Stefanía, f. 1922, d. 2001, hús- móðir í Keflavík; Sigurður Kristján, f. 1923, d. 1934; Kristján Stefán, f. 1924, d. 1997, yfirlæknir Sjúkrahússins í Keflavík; Ingólfur Marteinn, f. 1926, d. 1971, trésmíðameistari í Reykja- vík; Baldvin Lúðvík, f. 1928, d. 1990, vaktmaður hjá Eimskipafélagi Ís- lands í Reykjavík; Guðmundur Jó- hann, f. 1929, d. 1979, skipasmiður í Keflavík, síðar búsettur í Reykjavík; Guðrún Rósa, f. 1930, d. 2007, hús- móðir í Kópavogi; Guðni Kjartan, f. 1931, d. 1936; Guðný Sigrún, f. 1945, bankastarfsmaður á Skagaströnd. Foreldrar Fríðu voru Sigurður Sig- urðsson, f. á Læk í Aðalvík 28.3. 1892, d. 9.5. 1968, bóndi í Hælavík og síð- ar símstöðvarstjóri á Hesteyri, og k.h., Stefanía Halldóra Guðnadóttir, f. 22.6. 1897, d. 17.11. 1973, húsfreyja. Ætt Sigurðar var sonur Sigurðar, b. á Læk Friðrikssonar, b. í Rekavík Einars- sonar, b. á Horni Sigurðssonar, b. þar, bróður Jóns, b. í Stóru-Ávík, föður Páls, b. á Kaldbak og ættföður Páls- ættar yngri, langafa dr. Símons Jó- hanns Ágústssonar prófessors, föður Baldurs prófessors, en systir dr. Sím- ons Jóhanns var Sveinsína, móðir Skúla Alexanderssonar alþm.. Þá var Páll langafi Bjarna, langafa Sigríðar Ellu Magnúsdóttur óperusöngkonu. Sigurður var sonur Páls, b. í Reykj- arfirði á Ströndum og ættföður Páls- ættar eldri Björnssonar, b. og járn- smiðs á Þórustöðum í Önundarfirði Sveinssonar, hálfbróður Brynjólfs, biskups Sveinssonar. Móðir Sigurðar Sigurðssonar var Kristín Arnórsdóttir, b. í Reka- vík Ebenezerssonar, b. á Dynjanda Ebenezerssonar, b. í Efri-Miðvík Jónssonar, sammæðra bróður Jóns Thorkelíns, prófessors og leynd- arskjalavarðar í Kaupmannahöfn. Móðir Ebenezers á Dynjanda var Ingibjörg Guðmundsdóttir. Móð- ir Kristínar var Bjargey Einarsdóttir, systir Friðriks í Rekavík. Systir Stefaníu Halldóru var Ingi- björg, móðir Þórleifs Bjarnasonar, námstjóra og rithöfundar, föður Frið- riks Guðna skálds. Bróðir Stefaníu var Sigmundur, b. í Hælavík og vita- vörður, sem sendi frá sér ljóðabókina Brimhljóð, árið 1955, afi Björgvins Guðmundssonar verkfræðings. Stefanía var dóttir Guðna, b. í Hælavík og á Búðum í Hlöðuvík Kjartanssonar, b. á Atlastöðum Ól- afssonar, b. þar Jónssonar, b. þar Þorkelssonar. Móðir Ólafs var Þóra Snorradóttir. Móðir Kjartans var Soffía Jónsdóttir, b. á Steinólfsstöð- um Einarssonar, og Guðrúnar Lár- entínusardóttur, b. á Hóli í Bolung- arvík Erlendssonar, sýslumanns á Hóli Ólafssonar, bróður Grunnavík- ur-Jóns. Móðir Guðna var Ingibjörg, systir Herborgar, langömmu Kjart- ans, föður Ólafs Helga, sýslumanns á Selfossi, en systir Kjartans er Ragn- hildur, móðir Árna R. Árnasonar heitins, alþm. Önnur systir Ingibjarg- ar var Sigurfljóð, langamma Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði og fyrrv. alþm. Bróðir Ingibjargar var Sakarías, langafi Rannveigar Guð- mundsdóttur, fyrrv. alþm. Ingibjörg var dóttir Sakaríasar, b. í Stakkadal Guðlaugssonar, b. í Efri-Miðvík Jóns- sonar, bróður Jóns, langafa Oddnýj- ar, langömmu Óla Þ. Guðbjartsson- ar, fyrrv. ráðherra. Móðir Ingibjargar var Björg Árnadóttir, hreppstjóra að Látrum Halldórssonar, og Ástu Guð- mundsdóttur, pr. á Stað í Aðalvík Sig- urðssonar. Móðir Ástu var Ingibjörg Vernharðsdóttir, pr. í Otradal Guð- mundssonar, bróður Þorláks, föður Jóns, pr. og skálds á Bægisá. Móðir Stefaníu Halldóru var Hjálmfríður Ísleifsdóttir frá Hlöðu- vík. Útför Fríðu fer fram frá Árbæjar- kirkju, föstudaginn 14.5. kl. 15.00. 36 FÖSTUDAGUR 14. maí 2010 MINNING Ingólfur Jónsson LANDBÚNAÐAR- OG SAMGÖNGURÁÐHERRA f. 15.5. 1909, d. 18.7. 1984 Ingólfur fæddist í Bóluhjáleigu í Holtum. Hann stundaði nám við Hvítárbakkaskóla, vann við land- búnað í Noregi, var á vertíðum í Vestmannaeyjum og var barna- kennari um skeið. Hann varð fram- kvæmdastjóri kaupfélagsins Þórs á Hellu 1935 og gerði það að verslun- arstórveldi. Ingólfur var þingmaður Sjálfstæðis- flokksins 1942-78, var viðskipta- og iðnaðarráðherra í fjórða ráðuneyti Ólafs Thors 1953-56 og landbún- aðar- og samgönguráðherra í Við- reisnarstjórninni.Með Viðreisnar- stjórninni er átt við stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem hófst með breyttri kjördæma- skipan og afar róttækum efnahags- ráðstöfunum, árið 1959. Þær fólu m.a. í sér mikla gengisfellingu, og afnám hinna víðtæku innflutnings- hafta sem hér höfðu verið við líði í rúman aldarfjórðung. Þetta stjórn- arsamstarf sem var afar traust, stóð í tólf ár, til 1971, undir forsæti Ólafs Thors, Bjarna Benediktssonar og Jóhanns Hafstein. Einu ráðherrarn- ir sem sátu allt Viðreisnartímabil- ið voru Ingólfur Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason, en segja má að eini djúp- stæði ágreiningur stjórnarinnar hafi einmitt staðið á milli þeirra. Gylfi vildi frjálsa samkeppni og rýmri innflutning í landbúnaði og græn- metisverslun, en Ingólfur stóð vörð um tilskipunarverðmyndun og ein- okunarverslun í greininni. Ingólfur var jarðbundinn stjórn- málamaður, virðulegur ásýndum og í háttum, orðvar og orðheldinn og prýðilegur mannasættir eins og best kom í ljós þegar armar Gunnars og Geirs deildu hvað harðast í Sjálf- stæðisflokknum. Hann var því að ýmsu maklegur þess mikla trausts sem hann ætíð naut á Suðurlandi og í Sjálfstæðisflokknum. Jóhann Þorvaldsson SKÓLASTJÓRI OG SKÓGRÆKTARMAÐUR Á SIGLUFIRÐI f. 16.5. 1909, d. 9.10. 1999 Jóhann fæddist á Tungufelli í Svarfaðardal, sonur Þorvalds Jóns Baldvinssonar, bónda þar, af Krossa ætt, og Sigríðar Sigurðar- dóttur. Jóhann lauk gagnfræðaprófi frá MA 1929 og kennaraprófi 1932. Hann hóf kennslu við Barnaskóla Siglufjarðar 1938 og varð einn af mætustu borgurum staðarins á uppgangs- og síldarárunum. Þar hlúði hann að gróðri og mann- lífi á langri og starfssamri ævi, var skólastjóri Iðnskólans á Siglufirði 1945-73, skólastjóri Barnaskólans á Siglufirði 1973-79 og vann ötullega að gróðursetningu trjágróðurs með börnum og unglingum í fjörutíu og fimm ár. Hann var því dæmigerður fulltrúi aldamótakynslóðarinnar með óbilandi trú á landið, þjóðina og framtíðina. Jóhann starfaði mikið i góðtempl- arareglunni, var gæslumaður barnastúkunnar Eyrarrósar, rit- stjóri Regins, blaðs templara, var æðsti templar stúkunnar Fram- sóknar, forstöðumaður Gesta- og sjómannaheimilis Siglufjarðar og heiðursfélagi Stórstúku Íslands. Jóhann var framsóknarmaður eins og svo margir hugsjónamenn af hans kynslóð, ritstjóri Einherja, blaðs framsóknarmanna á Siglu- firði, sat í bæjarstjórn Siglufjarðar, var lengi stjórnarformaður Kaupfé- lags Siglufjarðar og vann mikið að skógrækt, var formaður Skógrækt- arfélags Siglufjarðar, heiðursfélagi þess og Skógræktarfélags Íslands. Eiginkona Jóhanns var Friðþóra Stefánsdóttir, f. 4.1. 1910, d. 17.3. 2003, kennari og húsmóðir frá Hofsósi og eignuðust þau fimm börn, m.a. Þorvald sem var bæjar- stjóri og skólastjóri á Seyðisfirði og Freystein sem var lengi fréttastjóri á Morgunblaðinu. Þau hjónin bjuggu lengst af á Hverfisgötu 4 á Siglufirði. MERKIR ÍSLENDINGAR MINNING Fríða Á. Sigurðardóttir RITHÖFUNDUR Í REYKJAVÍK Fædd 11.12. 1940 - Dáin 7.5. 2010

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.